Þjóðviljinn - 22.08.1981, Síða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. ágúst 1981
Afrisalúdó
Það var einhverntíma hér á árum áður að
einn ágætur örnefnafræðingur benti á merki-
legan hlut, sem ef til vill varpar nokkru Ijósi á
það, hver munur er á norðlendingum og sunn-
lendingum. Þessi ágæti fræðimaður þóttist
haf a komist að þeirri niðurstöðu, að norðlend-
ingar f inndu meira til sín en sunnlendingar og
studdi þær fullyrðingar þeim rökum, að
bæjarnöfnum og ýmsum öðrum fyrirbrigðum
væru valin stórfenglegri nöfn fyrir norðan en
syðra.
Svona til fróðleiks er ekki úr vegi að nefna
hér nokkur dæmi sem örnefnaf ræðingur þessi
setti fram máli sínu til stuðnings.
Það sem hér fyrir sunnan er kallað Borg,
heitir fyrir norðan Stóraborg, Brekka hér er
Stóra-Brekka þar og Gerði Stóra-Gerði fyrir
norðan. (Því má skjóta hér inní, til fróðleiks,
að undirritaður er ættaður frá Neðra Hunda-
gerði). Nú, Gröf er fyrir norðan Stóra-Gröf,
Holt Stóra-Holt, Tunga Stóra-Tunga, Þverá
Stóra-Þverá, Hamar Stórhamar, Reykir
Stóru-Reykir, Garður heitir fyrir norðan
Mikligarður og á Akureyri meirasegja Lysti-
garður. Bær er Miklibær, en ból, sem sunn-
lendingar nota til að hvíla lúin bein yfir blá-
nóttina, breytist í Aðalból, þegar komið er
norður fyrir Holtavörðuheiði. Háagerði þar er
Hundagerði hér, Hlíð verður Langahlíð, en það
sem við sunnlendingar köllum mýri, kalla
norðlendingar að sjálfsögðu Löngumýri. Bær
sem hér syðra heitir einfaldlega Tunga, getur
aðsjálfsögðu ekki heitið minna en Tröllatunga
nyrðra.
Ekki er það tiltökumál þótt það sem við
hérna fyrir sunnan köllum skóg heiti norður í
Eyjafirði Fagriskógur, en þó þykir mörgum
keyra um þverbak, þegar bláber geta ekki
heitið minna en aðalbláber þegar þau eru tínd
norður í landi.
Nú hafa þau gleðitíðindi borist mér til eyrna
að Reykvíkingar séu heldur betur að færa sig
uppá skaftið í þessum stórmennskumálum, þó
ekki í orðum eins og hefði mátt vænta, heldur
öllu fremur í æði.
Byggingum og öðrum mannvirkjum eru
ekki gefin sérstaklega stórfengleg nöfn, (að
því undanskildu, þegar Klambratúni var
breytt í Miklatún) heldur er hér nú stórt byggt.
Ég held aðsegja megi að þessi menningar-
bylting hef jist með byggingu Hallgrímskirkju.
Síðan var tekið að reisa mannabústaði á
Arnarnesi, sem er heldur hrjóstrugur tangi
milli Reykjavíkur og Hafnarf jarðar, en núna
uppá síðkastið hef ur þessi sunnlenski stórhug-
ur (i æði, en ekki orði) teygt sig niður í mið-
borg Reykjavíkur þar sem ég er borinn og
barnfæddur og þykist þessvegna haf a rétt á að
vera nokkuð heimaríkur þar um slóðir.
Það er semsagt búið að steypa upp risataf I f
grasbrekkunni fyrir neðan Bernhöftstorfuna.
Þetta f innst mér sannarlega spor i rétta átt
og legg eindregið til að borgaryfirvöld haldi
áfram á sömu braut.
Svoég víki nú ekki strax frá risataflinu, þá
finnst mér eiginlega mesti kosturinn við það
að taf Imennirnir skuli vera það þungir, að
ekki er í mannlegu valdi að færa þá úr stað. Af
þeim sökum er síður hætta á því að þeir sem
tefla leiki af sér.
En nú má ekki láta deigan síga.Halda verður
áfram á sömu braut. Næsta skref ið verður að
byggja risa lúdó á Austurvelli, og verða þá
tveir reitir við sitthvort hornið á Alþingishús-
inu, einn fyrir framan Óðal og sá f jórði fyrir
framan Kökuhúsið. Heimaborgin verður svo
þar sem nú stendur stytta Jóns f orseta, en Jón
settur einhvers staðar, þar sem hann er ekki
fyrir.
Því er ekki að leyna, að nokkur slysahætta
getur skapast af risateningunum, en öllum
spilum fylgir jaf nan nokkur áhætta, svo menn
rísi ekki alltaf ósárir úr risalúdóinu.
Þá legg ég til að hönnuð verði risaspil fyrir
fólk sem langar til að leggja kapal eftir
Austurstrætinu, og umfram allt þarf eitthvað
þjóðlegt að vera þarna í miðbænum fyrir út-
lendinga, og detta mér þá helst í hug risa-
prjónar og risapungur sem einhver risavaxinn
uppgjafabóndi getur nuddað framí andlátið.
Við fótskör risaprjónakellingarinnar og
risanuddarans getur svo hæglega setið risa-
niðursetningur eins og í baðstofunni forðum.
En umfram allt: Nú ríður á að hafa alla
hluti risastóra hér syðra. Því ekki má það um
okkur spyrjast, sunnlendinga, að við séum í
einu eða neinu eftirbátar norðlendinga.
Því eins og segir í kvæðinu:
Menningin er okkar afl,
ei má lengur biða.
Risalúdó, risataf I
Listaverk Bruce heitir „Andlitsmynd af listamanninum sem gos-
brunni”.
Óvanalegasti gpsbrunnurinn
ekki kvensphinxinn i Villa
D’Este á Italiu þar sem gýs úr
báðum brjóstum styttunnar,
heldur listaverkib „andlits-
mynd af listamanninum sem
gosbrunni”. Þetta listaverk er
nánar tiltekiö listamaöurinn
sjálfur, Bruce Nauman, og þaö
eina sem skilur á milli hans og
heföbundins gosbrunns, er aö
þaö þýöir ekki aö fleygja smd-
peningum á botninn.
— er ekki gosbrunnurinn I
Tjðrninni i Reykjavik, heldur
Dr I. M. Potent
Vegasalt hefur alltaf reynstvel gegn kynmökum, bœöi hjá börnum
og fuiiorönum. Heilsusamleg og skemmtileg aöferð, en dálftiö
upp og niöur.
Versti
lœknirinn
Margt misgott hefur lækna-
stéttinni veriö eignaö bæöi fyrr
og nú og margir eru kallaðir en
fáir útvaldir þegar finna skal
versta lækni veraldar. Liklega
slær þó Dr. John Brinkley frá
Kansas öllum viö, en hann
þénaöi offjár I kringum 1930 á
þvi aö græöa geithafurseistu i
miöaldra menn, til aö hressa
upp á kyngetu þeirra. Dr. Serge
Voronoff hélt þessu stússi áfram
i Rússlandi, en notaöi frekar
apaeistu og bar hann ábyrgö á
gifurlega háu veröi ungra karl-
apa um þétta leyti.
Gerlafræöingurinn Edward
Bach mótmælti þessum i-
græöslum harölega, ekki vegna
þess að flestir steindrápust á
skömmum tima af þessum aö-
komuliffærum, heldur vegna
þess aö áöur þóttist hann sjá
greinilega apahegðun hjá
þessum miöaldra herra-
mönnum.
George BernardShaw svaraöi
Bach og andmælti honum.
„Hverjum dettur I hug ab likja
apa viö mann? Hvaöa apa dytti i
hug aö taka eistu úr lifandi
manni til aö græöa i slappan
apa? Hefur þurft aö stofna sam-
tök til aö vernda apabörn, eins
og þarf aö gera þegar manna-
börn eru annarsvegar — svo aö
þau veröi ekki myrt úr hungri
eöa styrjöldum? Komu apar ná-
lægt seinni heimsstyrjöldinni;
ónei, þeim heföi aldrei dottiö
neitt svo heimskulegt og
grimdarlegtihug. Dr. Bach ætti
aö skammast sin fyrir aö telja
þaö neikvætt, ef maöur likist
apa. Maöurinn er og veröur
grimmastur allra dýra
veraldar!”
Besta sjónvarps-
frammistaðan
Margir hafa staöið sig vel i
beinni útsendingu I sjónvarpi,
en liklega hefur enginn slegiö
leikaranum Zero Mostel viö,
þegar hann mætti fyrir óamer-
isku nefndina 1955. Vitnaleiösl-
unum var öllum sjónvarpaö og
átti hann aö koma upp um starf-
semi kommúnista innan kvik-
myndanna. Framan af svaraöi
hann öllum spurningum meö þvi
aö rétta upp hægri höndina og
gera undarlegar fingrahreyf-
ingar út I loftiö. Þegar hann var
spuröur hjá hvaöa kvikmynda-
félagihann starfaöi (hann starf-
aöi meö 20th Century Fox) svar-
aöi hann:
„Eighteenth Century Fox”.
óþolinmóöur svaraöi formaöur
nefndarinnar „Viltu aö þetta
svar sé bókaö?” „Nei,” sagöi
Mostel „Haföu þaö Ninetennth
Century Fox.” Viö svo búiö var
vitnaleiöslum slitiö en þá stóö
Mostel upp og sagöi viö nefnd-
ina, áöur en sjónvarpsútsend-
ingunni lauk: „Ég þakka nefnd-
inni kærlega fyrir aö gefa mér
tækifæri á aö koma fram I sjón-
varpinu vegna þess aö ég hef
veriö þar á svörtum lista 1 fimm
ár og ekki fengiö tækifæri til aö
spreyta mig fyrr en nú.”
Útsendingunni var slitiö i
snatri.