Þjóðviljinn - 22.08.1981, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 22.08.1981, Blaðsíða 19
Helgin 22.-23. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Tveir austfirskir bræöur, Kristinn og Einar Andréssynir, voru driffjaörirnar í stofnun Máls og menningar. Her er Einar, sem safnaði 5 — 6 þúsund áskrifendum á stuttum tima. Kristinn E. Andrésson og kona hans Þóra Vigfúsdóttir. Asgeir Ásgeirsson var forsætisráðherra I byrjun kreppunnar. Fyrstu leikararnir fóru utan til að mennta sig i leikiist. Haraldur Björnsson og Anna Borg settust á skólabekk I Konunglega leik- skólanum i Kaupmannahöfn. tugnum: Kristmann Guömundsson 1922, Theódór Friðriksson 1922, Guðmundur Fri- mann 1922, Magnús Ásgeirsson 1923, Guð- mundur G. Hagalin 1924, Orn Arnarson 1924, Þórbergur Þórðarson (Bréf til Láru) 1924, Tómas Guðmundsson 1925, Jón Magnússon 1925 Jóhannes úr Kötlum 1926, Gunnar M. Magnúss 1928, Sigriður frá Munaðarnesi 1930 og Sigurður Einarsson 1930. Friðrik A. Brekkan skrifaði á dönsku, og Kristmann Guðmundsson á norsku. Málararnir og myndhöggvararnir Jón Stefánsson, Guðmundur frá Miðdal, As- mundur Sveinsson og Finnur Jónsson bætt- ust þá i hóp listamanna. Söngvararnir Stefán Islandi, systkinin Einar og Maria Markan voru komin á sviðið og Einar Kristjánsson var að búa sig til söngnáms Alþingishátiöarárið. Þá voru fyrstu leikararnir að leggja i nám við Konunglega leikskólann i Kaup- mannahöfn, Anna Borg og Haraldur Björnsson. Þá féll frá hin kunna leikkona Stefania Guðmundsdóttir, ekki fimmtug, 1926. Eftir miðjan áratuginn stefndi allt að þvi aö gera þúsund ára hátið Alþingis 1930 aö timamótaatburði. Fundir undirbúnings- nefndar hófust i ársbyrjun 1926, iþróttir voru æfðar til sýninga, kórar voru æföir til að koma fram á hátiðinni, bæði einstakir og sameinaöir, skáldum var heitið verðlaun- um fyrir hátiðaljóð, tónskáldum siöan feng- in ljóöin. Nýr vegur var lagöur til Þing- valla, lögregla valin til starfa á hátiðinni, og æft var Lögmannskjör á Alþingi 930, undir stjórn Haralds Björnssonar. I þessum undirbúningi minntust menn fýrri þjóðhátiða. Rosknir menn 1930 mundu hátföina 1874, þegar Kristján konungur IX. kom með stjórnarbótina. Það var fyrsta stórhátið þjóðarinnar frá Islandsbyggð. Þaö var áfangi i frelsisbaráttunni, þjóðin eignaðist Ó, guð vors lands Matthiasar og Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Þá mundu menn, að Jóni Sigurðssyni var ekki boðið á hátiðina.og höfðu heyrt fólk tala um þaö, að honum hefði ekki verið boöið af ótta við það, að hann myndi skyggja á konunginn, ef hann kæmi. Menn minntust einnig, að hátíðin var ekki mikil almenningshátið, eins og haft var eftir konunni: — Þetta var ekki fyrir mig, ég hef heitið þvi að fara ekki á næstu þúsund ára hátið Alþingis. Næsta stórhátið var 17. júni 1911. Þá fékk þjóöin: Sjá, roðann á hnjúkunum háu, þeirra Hafsteins og Jóns Laxdal, einnig fjölmargar kveðjur frá öörum löndum. En mörgum varð minnisstætt, að engin kveðja barst frá Kaupmannahafnarháskóla til hins nýstofnaða Háskóla tslands, þar sem þorri íslenskra menntamanna hafði tekið há- skólapróf á undangengnum öldum. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar 1930 var ráðinn Magnús Kjaran, en Asgeir As- geirsson var valinn sem forseti sameinaðs Alþingis til þess að vera stjórnandi hátiðar- innar á Þingvelli. Forsætisráðherra var Tryggvi Þórhallsson. Ásgeir var guðfræðingur og upprennandi stjórnmálamaður. Hann haföi oröið lands- frægur, þegar hann veitti Helgakveri, fermingarbók kirkjunnar, rothöggið meö riti sinu Kveri og kirkju. Menn létu sér um munn fara: — Skyldi þessi maöur vinna nokkuð i framtiðinni, sem heldur nafni hans lengur á lofti en Kver og kirkja. Og hátiðin hófst. Gestir, konungborið fólk og fulltrúar þjóða komu frá fimmtán lönd- um. Herskip og fjöldi annarra skipa lágu þétt á Reykjavikurhöfn. Islendingar voru orðnir yfir eitthundrað þúsund að tölu. Reykjavik taldi nær þrjátiu þúsund ibúa þjóöhátlðaráriö, haföi fjölgað um nálega eitt þúsund manns frá 1910— 1930. Kristján X. konungur tslands setti Al- þingi á Þingvelli. Ásgeir Ásgeirsson flutti aðalræðu hátiðarinnar. Hinir þrjátiu þús- und gestir voru eins og sameinaðir i hugs- anlegu nirvana, þar sem algleymi rikir og friður. Ljóð skáldanna, sem menn höfðu svörtá hvitu i höndunum, voru sem töluö út úr hvers manns hjarta og söngurinn fór I bylgjum út um hraun og viða velli. Hátið- legt var, þegar biskup landsins var I kletta- altarinu. En tigulegast þótti mörgum I skrúðgöngu fólksins, þegar fylking úr sýsl- um landsins gekk inn á hátiðarsvæðið undir sýslumerkjum sinum. Kristján konungur sat við hátiðasvæöið, þegar Lögmannskjör 930 var flutt. Þó að leikendum hafi liöið flest úr minni á þeirri stundu, afmáist þó ekki minningin um það, þegar konungur rétti Halli af Siðu siga- rettu. 1 sambandi við þjóðhátiðina tengjast margir framfaraatburðir. Félög voru stofnuð, svo sem Skógræktarfélag tslands, listsýning var haldin, einnig heimilisiönaö- arsýning, söngmót karlakóra setti svip á dagana, hátiðaskáldin Davið Stefánsson, Einar Benediktsson og Jóhannes úr Kötlum hófust i hærra veldi en áður. Tvær þjóðar- stofnanir tóku til starfa i árslok 1930: Rikis- útvarpið og Landspitalinn. Fjórði áratugurinn Hátiðin hafði verið eins og draumur og menn sofnuðu vært eftir umstang og vökur undangengin ár. En þegar þjóöin vaknaði að morgni hins nýja tugar, höfðu veður skipast i lofti. Það var gustur heimskrepp- unnar, sem fór um löndin og náði nú til Is- lensku þjóðarinnar. Margskonar erfiö- leikar steðjuðu að, sölutregða á islenskum afurðum erlendis, sam- dráttur atvinnuvega, gjaldeyrisskortur, innflutningur erlendra vara dróst saman, skuldir bænda jukust, svo að stofnaður var kreppulánasjóður þeim til bjargar, at- vinnuleysi jókst og atvinnubótavinna aukin, til þess aö létta framfærslu verka- manna, en náöi þó skammt. Atök mikil urðu i Reykjavik 1932 milli verkamanna og bæjarstjórnar, vegna kauplækkana og at- vinnuleysis. Af þeim átökum urðu Slys og fangelsanir. Reglur voru gefnar út um tak- mörkun innflutnings á óþörfum varningi, vörubirgðir voru litlar i landinu og dýrtíöin óx með hverju misseri. Skömmtun mat- væla var hafin 1939 og vðrur voru afgreidd- ar eftir skömmtunarseðlum, svo sem korn- vörur og brauð, kaffi og sykur. Og I árslok 1940 var tekin upp skömmtun áfengis. Karlar og konur eldri en 21 árs gátu fengið áfengisbækur til þess aö fá dropann. Og þótti nú mörgum sverfa að. Til þess að bæta úr atvinnu verkamanna og sjómanna var efnt til þess að senda vél- báta (trillur) meö áhöfnum til Vestfjarða og Norðurlands til veiða. I maimánuði 1940 var floti 30 til 40 vélbáta sendur og fluttur vestur og noröur og dreift á veiðistöðvar þar. Asgeir Asgeirsson var forsætisráðherra I byrjun kreppunnar. Eftir honum var þetta haft um kreppuna: — Hún er eins og vindurinn. Enginn veit hvaðan hún kemur eða hvert hún fer. Og Predikarinn sagði um vindinn: — Vindurinn gengur til suöurs og snýr sér til norðurs, hann snýr sér og snýr sér, og fer aftur að hringsnúast á nýjan leik. En flestum varð brátt ljóst, að kreppan átti upptök sin I auðvaldsrikjum Banda- rikja Norður-Ameriku. Bandariski rit- höfundurinn John Steinbeck skrifaði skáld- verkiö Þrúgur reiðinnar, sem lýsir ástand- inu þar i landi I upphafi kreppunnar. Bókin var þýdd á islensku. Þrátt fyrir kreppu og óáran varð þessi áratugur á margan hátt merkur fyrir dugnað og menningu þjóðarinnar. Þetta var mesti félagsmálaáratugur aldarinnar. Þá voru stofnuð milli 30 og 40 félög verka- manna og iönaöarmanna. Þessi félög unnu að bættum hag vinnustéttanna i landinu, réttindum þeirra og menntun. Störf þeirra höföu mikil áhrif á löggjöf landsins til hags- bóta þjóðarinnar I heild. A þessum hrollkalda áratug leystust úr læðingi öfl, sem höfðu varanleg og góð áhrif. Það var eins og þegar norðlensk jörö kemur skrúðgræn undan snjósköflunum á vorin. Það var með þeim hætti að megin þorri ungra skálda og rithöfunda hófu sam- starf I menningarmálum og stofnuðu fyrsta rithöfundafélag á Islandi. Það hét Félag byltingasinnaðra rithöfunda. Á hundraö ára afmæli Fjölnis gaf félagið út timaritið Rauöa penna. Upp úr þessum félagsskap spratt svo Mál og menning, sem varð brátt stærsta bókmenntafélag landsins. Upphaf þessara samtaka rithöfunda voru þau, að milli tiu og tuttugu rithöfundar komu saman og ræddu um stefnur I bók- menntum og pólitiskum efnum. A 19. öldinni stóðu skáldin viö hliö stjórn- málamanna i frelsisbaráttunni og ortu ljóð til vakningar I þjóöernismálum. Rithöfund- ar Félags byltingasinnaöra rithöfunda urðu á hliöstæðan hátt skáld alþýðunnar. Þá komu til sögunnar tveir austfirskir bræöur Kristinn og Einar Andréssynir. I þessum flokki voru nokkrir þjóðkunnir rithöfundar Halldór Kiljan Laxness, Jóhannes úr Kötl- um og Þórbergur Þórðarson. Yngstu skáld- in I hópnum voru Jón flr Vör og Ölafur Jó- hann Sigurösson, báðir innan viö tvltugt. Kristinn E. Andrésson varð fyrirliði rit- höfunda. Hann haföi lesið erlendis i háskól- um og haföi nú fengiö köllun að lyfta þjóð sinni andlega á erfiöum timum. Það var hans verk að stofna rithöfundafélagiö, stofna timaritið og siðan útgáfufyrirtækið. Einar bróöir hans kom þá fram og ruddi brautina fyrir velgengni bókmenntafélags- ins. Hann vann afrek, þegar hann á skömmum tima gerði Mál og menningu að stórveldi i bókmenntalifi þjóðarinnar. Jó- hannes úr Kötlum sagöi: — Hafi eldri bróð- irinn verið heilinn, sem skipulagði og stjórnaði M.M., þá var yngri bróðirinn hjartað, sem dældiblóðinu út á meðal fólks- ins. Einar þekkti hvert hús I Reykjavik og vissi um fjölskyldur á hverjum staö. Hann gekk um stræti og stiga með tösku sina út- troðna af bókum og barði að dyrum eða hringdi húsbjöllu. Engu máli skipti, hver yfirskrift var á hurö, þar sem hann knúði dyra. Hann heilsaöi hýr á brá og lagði tösku sina frá sér, þar sem hentast var. Hann kom meö fagnaðarboðskap, ræddi um bæk- ur og félagsmál og hreif fólk með mælsku sinni og glaðværð. Hann var aö sýna og bjóða ritverk, sem fólkið hafði raunar beöið eftir. Og taskan léttist, fólk gerðist áskrif- endur, en hann fór á heimastöðvar, fyllti tösku sina aftur og hélt á nýjar leiðir. Þann- ig fór hann stundum margar feröir á dag. Hann var snyrtilegur i framgöngu, hýr I tali með bros á vör og ljóma I augum. Þannig vann hann afrek, sem má I minnum hafa, safnaði á nokkrum mánuðum 5 - 6 þúsund áskrifendum aö ritum M.M. Einar var sjómaður á yngri árum, þar til hann gerðist starfsmaður M.M. Hann var fæddur 3. mai 1904, kvæntist 1936 Jófriöi Guðmundsdóttur frá Helgavatni I Þverár- hllð. Þeirra dóttir, Anna, hefur frá unga aldri unnið i þjónustu félagsins. Þó að atvinna drægist almennt saman i landinu á þessum árum, blómgvaöist þó ein atvinnugrein. Vinsmygl er alþekkt, þótt engar hömlur séu á innflutningi áfengis. En á bannárunum jókst bruggið með ári hverju og varð loks að blómlegum atvinnu- vegi. En sá atvinnuvegur varð að fara fram I leyni. Skyggnir menn sáu huldumenn öðru hverju, en enginn var svo rammskyggn aö hann sæi bruggara I dagsljósi. Þeir voru að mestu i næturvinnu. En þrátt fyrir kreppu i landi var nógur markaður fyrir framleiðsl- una. En smám saman fundust þessir lista-1 menn og bragöarefir. Bruggverksmiöja ] fannst i kjallara i Reykjavik, þar var fram- leiðslan I brúsum og tunnum. Á Akureyri I var gróska i atvinnunni. Sýslumaður Eyja- | fjaröarsýslu tók ellefu bruggara á einum degi. Fullkomin bruggverksmiðja var inni á Kaldadal. Þar höfðu þeir grafið jarðhús inn I hól og gengiö svo frá inngangi, aö naumlega var hægt aö finna dyr. En þar inni voru þrjár vélar til framleiöslunnar. Þegar lögreglan fann verksmiöjuna, tóku þeir þar 250 kg. af sykri, helltu niöur 400 litrum af landa, eyðilögöu öll tæki og brutu jaröhúsiö. Þetta var i rauninni mesta fram- tak tslendinga á þessum kyrkingsárum. Nei, þetta var ekki stærsta verksmiðja sinnar geröar á landinu. Austur i Fljótshlfö var önnur verksmiðja, sem var öðrum meiri. Bræöur tveir höfðu grafið jaröhús 50 metra frá bænum, komið þar fyrir tækjum og skolpleiöslu frá húsinu. Járnplötur höfðu þeir sem þak og mokuðu mold yfir. Þegar þetta fannst, voru þar 8 stórar ámur, sem | tóku 300 litra hver. Þar voru tvenn fulikom- in bruggunaráhöld, primusar og brúsar. Bannlögin voru upphafin 1934. Það var 11 annað sinn, sem stétt manna á Islandi lagö- ist niður á einum degi. Arið 1909 komu vatnsberar Reykjavikur saman I Aðal- stræti, hvolfdu skjólum sinum og settust á þær við Ingólfsbrunn, en Gvendarbrunna- vatniö rann úr krönum húsanna. Með af- námi bannlaganna lagðist þefarastéttin niður, hvarf siðan I kyrrþey út I ýmsar rik- isstofnanir, svo sem Skipaútgerö rikisins. Þar mun lengi hafa verið bent á mann, og sagt: — Þetta var þefari. Þjóðin bar höfuðið með reisn, þótt efna- hagslega kreppti að. tþróttir voru I blóma. Tveir ungir menn þreyttu Grettissund. Pét- ur Eiriksson, 19 ára, synti 26. júli 1936 úr Drangey til lands. Hann var 5 klst. og 19 minútur á sundinu. Og Haukur Einarsson synti Grettissund frá Drangey til Reykja á Reykjaströnd 7. ágúst 1939. Hann var á sundi 3 klst. og 20 minútur. Jónas Halldórsson, einn af sundköppum þessara ára, haföi sett 25 sundmet, þegar hann var 25 ára að aldri, en alls setti hann 50 Islensk sundmet á áratugnum. Listmálarar áranna voru Gunnlaugur Scheving, Gunnlaugur Blöndal, Finnur Jónsson, Jón Engilberts, Snorri Arinbjarn- ar, Þorvaldur Skúlason og myndhöggvar- arnir Sigurjón ólafsson og Asmundur Sveinsson. Skákmenn höfðu getið sér orös i listinni og verið sendir til skákkeppni i Suöur-Am- eriku. Og árið 1936 mættu 10 Islenskir skák- menn á ólympiumóti i Þýskalandi. Og 50 Islendingar fóru á Ólympiuleikana 1936 og tóku þátt I nokkrum greinum. Þaö var stór hópur skálda og rithöfunda, sem komu þá fram og sendu frá sér fyrstu bók sina: Vilhjálmur frá Skáholti 1931, Steinn Steinarr 1934, ólafur Jóh. Sigurðsson 1934, Þórunn Elfa Magnúsdóttir 1933, Ragnheiður Jónsdóttir 1934, Elinborg Lár- usdóttir 1935, Guðmundur Danielsson 1935, Stefán Jónsson 1936, Jón úr Vör 1937, Stefán Júliusson 1938, Jón Helgason 1939, Guö- mundur Böðvarsson 1939, Þórir Bergsson (Þorsteinn Jónsson) 1939. Og fleiri voru þó. A söngsviðinu heyrðust tónar Islands viða um lönd með söng Karlakórs Reykja- vlkur undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar. Og söngvaranna Stefáns Islandi, Einars Kristjánssonar, Mariu Markan og Guð- mundu Eliasdóttur. Aratugnum lauk 1940 lauk með ótta, vegna styrjaldarinnar, en þó meö nokkurri hreykni yfir þvl að vera hiutlaus þjóð, utan viö vig og manndráp og geta veitt öðrum þjóðum skjól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.