Þjóðviljinn - 29.08.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.08.1981, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 29.-30. ágúst 1981 mer er spurn Þorsteinn frá Hamri svarar séra Rögnvaldi Finnbogasyni: Á ljóðlistin sér jafndjúpar rætur í huga fólks nú sem á tíð Sigurðar Breiðfjörðs Margter meðágætum kveðið á Islandi nil um stundir, en nokkuð mun á huldu hverrar bylli það nýtur. Ljóðið hefur tekiðallmiklum stakkaskiptum; með aukinni fjölmiðlun og til- tolulega auðveldum útgáfumáta verður æ léttara um vik að birta hitt og þetta og kenna við ljóða- gerð, og mergð þess er mikil. Margur hyggur, og hefur vafa- laust nokkuð til sins máls, að lif- vænlegir hlutir stígi ævinlega uppá yf irborðið'um siðir, hversu mjög sem þeir hafa marað i kafi klúðurs og fánýtis. Vel má vera að svo sé, og er þá vel, en grunur minn er þó sá, að list- grein, hver sem hún er, gjaldi ætið þess sem illa er gert. Svo mun raunar um flest i okkar jarfmesku tilvist. Hvað sem Hður hinni öru framleiðslu á allskyns kverum, er undir hæl- inn lagt hvort það á nokkuð skylt við aö ljóðlistin eigi sér djúpar rætur i huga fólks, einsog séra Rögnvaldur vikur að i spurningu sinni. Tungan er vel á vegi stödd, ef eingöngu er miðaö viö það sem bezt er ort á tslandi — og ef þaö nýtur ein- hverrar umtalsverðrar hylli. Hún mun vera nokkur, en langt frá þvi að vera almenn. Ádögum Sigurðar Breiðfjörðs var smekkur manna misjafn aö vísu, einsog það sem ort var, en ljóöið sem sh'kt var í hávegum haft meðal almennings, einkum söguljóðið, riman. Stundum leikur á tveim tungum hvort svo var þráttfyrir aldalanga kyrr- stööu i þjóölifinu eöa hvort þaö var beinlinis sjálfsagður arfur hennar. Siðan rann upp timi byltinga og brautryðjenda á sviði mennta og þjóðmála, og ljóöiö öðlaöist annan og ferskari tón; og þótt margur virtist þá tala og kveða fyrir tómum eyr- um vanans, naut hver einasta sála góös af starfi þeirra öfundsveröu manna sem auðn- aöist aö njóta menntunar með hagsæld og framför fyrir aug- um, og nýtur enn. 1 seinni tið hafa uppvakizt kynlegar raddir sem stinga dálítið í stúf við þetta. Þær er vert að hugleiöa, ef á annað borð er veriö aö bollaleggja um stöðu islenzkrar ljóðlistar og tungu nú og i nánustu framtið. Og ég fæ ekki betur séð en að þær beri vitni um uppgjöf gagn- vart afsiðunariðnaði fjölmiðl- anna, og sé þar skaðvaldur sá er gefa verður gaum, ef sii er raunin aö íslenzk tunga sé miöur vel á vegi stödd. Sú skoðun hefur nefnilega látiö á sér kræla, að rithöfund- ar, menntamenn og gottef ekki islenzk tunga sjálf séu óæski- legir hemlar á velferð ieir- burðar. Síðastliðið haust var á marga lund sérkennilegt haust á siðum blaðanna og mörgum málþingum. 1 fyrsta sinn i sögunni varð leirburður að mikilvægu málefni. Ein ágæt menntakona létmeira aðsegja i veðri vaka að islenzk tunga gerði litið annað en flækjast fyrir. Þaö er ef til vill af svip- uðum toga þegar ungur há- skólamaður skrifar nýlega i blað stúdenta i islenzkum fræöum : „Þjóðsagan um málið, alþýðumál bændasamfélags- ins.... þessi þjóðsaga er á bömmer. Hún er til þess eins fallin að niðurlægja þá Islend- inga sem ekki hafa minni eður meiri tengsl við Arnagarðinn og ormahans ímálfarslegu tilliti”. Undansláttarhneigöin leynir sér ekki. Og mér er spurn: hverja voru Fjölnismenn að niður- f A J . . J§ ■ ' •■•'!■ m lægja, þegar þeir drápu islenzka tungu Ur dróma alræmdrar van- viröu? Bið afsökunar ef ég spyr einsog fávist barn. Stundum er einsog hér á landi riki einhver dularfull samá- byrgö um að vekja upp alls- konar vitleysu og viðhalda henni. Margur sá er hugleiðir stööu islenzkrar menningar telur sig einkum finna hættuleg- ustu sökudólgana meðal skóla- kennara. Varla opnar maður svo blað að ekki sé þar að finna hælbitog saurkast i garð þeirra sem starfa að velferð og þroska ungmenna. Á sama tima rikir Nýtur hið svonefnda dreifbýli sannmælis gagnvart Reykjavík í menningarlegum efnum? Bækur Guölaugs Arasonar fjalla einkum um fólk i sveitum og þorpum og á sjó úti. Með þetta i huga langar mig að spyrja Guðlaug: Nýtur hið svo- nefnda dreifbýli sannmælis- fgagnvart Reykjavik i menn- ringarlegum efnum? g.rafarþögn um uppeldisáhrif fjölmiðlanna, þarsem saman fer samvizkuleysi, andleysi og málleysi, vemdað af huldum máttarvöldum sem enginn reynir að sækja til ábyrgöar; en þessi máttarvöld eru raunar sjálf múgsál auövaldshyggj- unnar í sinni kaldrifjuðustu mynd. Hún villir um fyrir mörg- um — einnig þeim sem þykjast standa dyggir á verðinum, brynjaðir Marx i bak og fyrir. Og verum minnugir þeirra þjóöareinkenna sem ameriskir samningamenn töldu brýnastaö vinna bug á þegar herstöðva- samningarnir voru á döfinni. Hvað hefur þeim áunnizt i þeim efnum, og hvað eiga þeir eftir? . Og nú er videóið komið til að kæta sálirnar. Spurningin er hvort þetta er frjórri jarðvegur fyrir islenzka menningu og islenzka tungu en um var að ræða á dögum Sigurðar Breið- fjörðs, þegar gömul hefð orð- listarinnar dafnaði i kyrrþey i verbúðunum i Dritvik, þarsem stundum reru þrjú tii fjögur- hundruð manns samtimis, viðs- vegar að af landinu. Sú hefð var vafalaust einhæf og edduskotin, og það hlutverk beið endur- reisnarmanna að bæta hana og frjóvga, lyfta henni og alþýðu aUri á hærra þroskastig. Nú á dögum geta menn dundað sér við að slá af öllum gildis- og gæöakröfum málsins og vöndun verka almennt; en óvist er hvort það veganesti reynist heilla- drýgra en afbakaðar eddukenn- ingar hjá fátækum vermönnum i Dritvik. Að siðustu vildi ég óska þess að á ókomnum dögum verði menn ekki sviptir sinni dýrmæt- ustu eigind — að getahugsað, fá aö hugsa; að örtölvuöldin færi ekki í kaf það sem við höfum hér gert að umræðuefni. ritstjórnargrei n Einar Karl Haraldsson skrifar „Hsettuleg” húsnæðisum- ræða afhjúpar íhaldsklofningimi Morgunblaðið kallar þá um- ræöu, sem nú hefur staðið i nokkrar vikur um húsnæðis- vandann f Reykjavík, hættu- lega. Við kjósum heldur að segja að hún hafi með einkar skýrum hætti dregið fram þær andstæður sem fyrir hendi eru i islenskum stjórnmálum. Hver fulltrúi einkagróðans af öðrum gengur nú fram íyrir skjöldu með yfirlýsingar um að skortur á leiguhúsnæði stafi af „opin- berri íhlutunarstefnu vinstri manna”, og tilraunum til fé- lagslegra lausna á fbúðaþörf landsmanna. I húsnæðisumræðunni hefur sú stefnubreyting sem orðin er i Sjálfstæðisflokknum komið fram i dagsljósiö. Afturhvarfið til ómengaðrar ihaldsstefnu Jóns Þorlákssonar verður æ greinilegra, og minna ber á frjálslyndri umbótastefnu. ,em Ólafur Thors og Bjarn! Bene- diktsson beittu með lagni hygg- innaleiðtoga.Húsnæöisumræðan hefur i raun afhjúpað, að það er rangt að tala einvörðungu um persónulegan ágreining innan Sjálfstæðisflokksins. Þar er tek- ist á um stefnu, og svo undar- lega bregður við að það er minnihlutaskoðun markaðs- kenningarmanna sem er ofaná i flokksstofnunum, en ekki meiri- Hættuleg „umræða“ um húsnæðismálin Viðbrögð Þjóðviljans og Alþýðubandalagsmanna við húsnæðisvand- anum i Reykjavík einkennast af því, að nú á enn einu sinni að reyna að skjóta sér á bak við „umræðu". En í huga vinstrsinna er „umræðan" líkust reykbombu, sem herskip sprengir til að komast óhult af hættulegu svæði. „Umræða" Þjóðviljans og Alþýðubandalagsins miðar aldrei að því að komast að skynsamlegri niðurstöðu, takmark hennar er yfirleitt að auka umsvif ríkisins eða annarra opinberra aðila og þrengja forræði einstaklinga á eigin málum. í Þjóðviljanum í gær er birt viðtal við Sigurjón Pétursson forseta borgarstjórnar Reykjavíkur um húnæðismálin. Hver er lausnin, sem hann eygir? Jú, meiri opinber afskipti. „Heilar íbúðir geta staðið auðar og það getur verið ein manneskja í 6 eða 7 herbergja íbúð. Og það þarf að finna leiðir til að koma þessu húsnæði i notkun.“ Hvað er forseti borgarstjórnar að fara með þessum orðum? Það kemur fram í næstu setningu Þjóðviljaviðtalsins, þegar hann kvartar undan því að borgin hafi ekkert „fyrirskipunarvald eða löggjafarvald" gagnvart húseigend- um. Sigurjón Pétursson fór á sínum tíma með betlistaf á fund flokksbræðra sinna í ráðherrastólunum, Ragnars Arnalds og Svavars Gestssonar, og bað þá að breyta lögum, svo að hækka mætti útsvi hlutaskoðun frjálslyndra Sjálf- stæðismanna um land allt. Tvískinningur sá sem löng- um hefur rikt i Sjálfstæðis- flokknum endurspeglast vel i afskiptum íhaldsmanna af borgarmálum i Reykjavik. Fram ásjöttaáratuginn var það opinber stefna ihaldsmeirihlut- ans að húsnæðisþörf almenn- ings kæmi borgaryf irvöld- um ekki við. Verkaiýðshreyf- ingin knúði fram ákvarðanir um byggingu verkamannabústaða en ihaldið felldi allar tillögur um byggingu leiguibúða. And- staða ihaldsins við félagslegar lausnir í húsnæðismálum dugði þóekki til að halda vinsældum i borginni og það þróaðist upp kerfi leiguibúða og ibúða sem byggðar voru með mjög hag- stæðum lánum frá borginni en viðkomandi ibúar áttu sjálfir. Af siðarnefndu ibúðunum átti borgin skilyrðislausan for- kaupsrétt. En til marks um hve talsmenn róttækrar ihalds- stefnu eru orðnir sterkir í Sjálf- stæðisflokknum er það m.a. að eitt af siðustu verkum gamla ihaldsmeirihlutans, áður en hann féll 1978, var að afsala borginni forkaupsrétti á hundr- uðum ibúða. Nú er mikið fjallað um það hvort unnt sé að finna skyndilausnir á þeim húsnæðis- vandræðum sem fólk er i á Reykjavikursvæðinu. Eitt af þvi sem torveldar slikar lausnir er umrædd ákvörðun gamla ihaldsmeirihlutans. Og núverandi ihaldsminni- hluti iborginni er samur við sig. Hann er á móti öllum tillögum um byggingu leiguibúða á veg- um borgarinnar og kaupum á eldra húsnæði til útleigu. Og höfuðmálgagn minnihlutaskoð- ana i Sjáífstæðisflokknum, Morgunblaðið, tönnlast á and- stöðu sinni við verkamannabú- staðakerfið og hagstæð lánakjör til byggingar leiguibúða á veg- um sveitarfélaga. Stefna Alþýðubandalagsins i húsnæðismálum er andstæðan við hina óheftu einstaklings- hyggju sem i raun er ekki annað en hagsmunagæsla fyrir „gróðapunga ” Sjálfstæðis- flokksins. Alþýðubandalagið vill byggja upp nýtt kerfi á nokkr- um árum sem eyða mun hús- næðisvandamálum þess fimm- tungs þjóðarinnar sem á i' m est- um erfiðleikum á þessu sviði. Stefnt skal að þvi að um þriðj- ungur ibúða hér á landi verði byggður á félagslegum grunni, sem eignaribúðir i verka- mannabústaðakerfi eða leigu- ibúðir á vegum sveitarfélaga eða samtaka leigjenda. Markmiðið er að ibúar þessa lands eigi þess raunveru- lega kost að velja hvort þeir keppa aö þvi að eignast eigið húsnæði, eða leigja. Að þvi er stefnt að það verði ekki aðeins forréttindi hinna betur settu að velja hér á milli, heldur eigi lægst launaða fólkið ekki siður valmöguleika. Viðunandi hús- næði á að skoða sem mannrétt- indi og með þeirri húsnæðis- stefnu sem vinstri flokkarnir og þá Alþýðubandalagið sér i lagi undirforystu Svavars Gestsson- ar félagsmálaráðherra, hafa mótað, er stefnt að þvi að þau nái til allra. — ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.