Þjóðviljinn - 29.08.1981, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 29.08.1981, Qupperneq 16
IfiSlÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 29.-30. ágúst 1981 nútlminn Fortlöin Þegar þú minnist á uppruna oröa, dettur mér i hug nafngiftin Lappar sem er einskonar skammarnafn á Sömum. Uppruni þess orðs er finnskur „lappo” sem þýöir endir. Lappland er þvi landsendir og Lappar fólkiö sem byggir landsenda. Á hinn bóginn eru Samar mjög trúaöir og áber- andi kirkjuræknarien t.d. Sviar.” Þótt Samar séu þjóð meö sitt eigið mál og eigin menningararf- leifð, búa þeir vitt og breitt i 3 rikjum. Er raunhæft aö þeir fái sjálfstjórn? „Varla. Þaö sem viö viljum fyrst og fremst er aö ráöa sjálfir nýtingu þess lands sem viö höfum haft yfirráð yfir og nýtt okkur til framfæris og aö stuölaö verði að þvi að viö fáum haldiö þjóðernis- legum og menningarlegum sér- kennum, og þau viðurkennd. Ennfremur að á Sama verði litiö sem eina þjóð”. Hver er staða Sama i Norrænu samstarfi? „Samar taka ekki þátt i þvi sem þjóð. Við höfum enga svokallaöa „lýðræðislega kjörna fulltrúa” sem yrðu viðurkenndir af öðrum þjóðum. Það kemur m.a. i veg fyrir þátttöku okkar i norrænu samstarfi. Þó mun Samar ásamt Færey- ingum, Grænlendingum og A- lendingum fá rétt til að hafa á- heyrnarfulltrúa i Norðurlanda- ráði.” Þagað um Alta Hafa Samar samskipti við aöra minnihlutahópa? Hvern stuðning hafið þiö fengið i baráttu ykkar fyrir auknu sjálfræði? „A árinu 1979 héldum við Sam- ar hátið, einskonar þjóðhátiö. Þangað buðum við fulltrúum frá Grænlandi, Eskimóum frá Kan- ada, Indiánum frá Suður-Ame- riku, Sömum frá Kússlandi og Kúrdum. Þetta er reyndar liður i formlegu samstarfi minnihluta- hópa i heiminum og hafa þau samskipti verið okkur mjög gagnleg. I Finnlandi rikir meiri skilning- ur á sérstöðu Sama en i Noregi og Sviþjóð. 1 Menntamálaráðuneyti Finnlands er málefnum Sama sinnt sérstaklega og er það gert af fulltrúa Sama sjálfra. Þar er einnig stefna hins opinbera að gera það sem hægt er til að vernda menningu Sama. Dæmigert fyrir stöðu Sama i Noregi er hvernig að Alta-Kauto- keino-virkjuninni var staðið at hálfu stjórnvalda. Landiö er tekið frá hreindýrunum sem við byggj- um afkomu okkar á, og er sú stoð sem þjóðernisleg tilvera okkar byggist mikið á, og lagt undir vatn. Svo halda menn að dugi að greiða fyrir það með peningum. 1 Sviþjóð var hinsvegar þagað um Alta-málið i opinberum fjöl- miðlum. Þar var öllum viður- kenndum starfsvenjum i frétta- mennsku kaslað fyrir róða. Þessi undarlega þögn var ákveðin af stjórnvöldum, gegn kröfum fréttamanna. Tilgangurinn var vist að styggja ekki pólitiska samherja vestan landamær- anna. Að Samar ættu einhvern rétt eða hefðu eitthvað um þetta að segja var algert aukaatriði. Svona er staða Sama i Sviþjóð, sem allra landa mest og best styður mannréttindabaráttu viðs- vegar um heiminn. Sterk fjölskyldu tengsl Hvernig er fjölskyldulif Sama? „Fjölskylduböndin eru ákaf- lega sterk, reyndar eru ákaflega sterk bönd milli Sama almennt. A heimilum búa þrir til fjórir ættliö- ir saman og heimilin eru sjálfum sér nóg um fæði og klæöi. Ein af viðteknum venjum i samskiptum Sama er ef þig vantar svefnstað, bankar þú upp á hjá næstu Sama- fjölskyldu, þér er boðið i bæinn. Þú rúllar þar út svefnpokanum þinum sem pláss er og sefur nótt- ina. Ollum finnst þetta sjálfsagt. Eins er maður aldrei gestur i föð- urgarði og að færa fjölskyldu sinni gjafir þegar komið er i heimsókn, þykir mesta ókurt- eisi.” Hvernig er fjármálum Sama háttað? „Flestir Samar eru i venjuleg- um kjarnafjölskyldum og hafa eigin fjárráð á borð við aðra. Hreindýraeigendur og aðrir þeir sem búa i Samabyggðunum hafa u.þ.b. helming tekna sinna til einkaþarfa, hinn helmíngur tekn- anna rennur til sameiginlegra þarfa allra i viðkomandi hóp. Þá leggur sá sem mest hefur tii hæstu upphæðina. Þetta er mjög eðlilegt, þvi mikið af vinnunni við hreindýraræktina er sameigin- leg, s.s. smölun og siátrun. Samabyggðinni er skipt niður i svæði, sem siðan eru nýtt sameig- inlega af einskonar „kollektiv- um”. Reyndar er ekki til einka- eign á landi. Landrýmið fyrir hreindýrin hefur þrengst mikið, og virðist ekkert lát ætla að verða á þvi. Nú eru aðeins 800 fjölskyid- ur sem lifa einvörðungu á hrein- dýrarækt. Þær búa i 47 Samabæj- um (kollektivum)”. Hreindýrahorn eru kynorkuaukandi „A siðustu árum hafa vestræn hagvaxtarsjónarmið þrengt sér inn i hreindýraræktina. Nú hefur hagnaðarvonin eyðilagt mikið af hefðum sem tengdust þessari at- vinnu. Obbinn af hreindýrunum er seldur til Japans. Þar eru hornin notuð i lyf sem Japanir telja að auki kyngetu sina. Til að hægt sé að vinna þetta efni úr hornunum verður að slátra hrein- dýrunum snemma hausts, þá eru hornin enn m júk og hæf til mölun- ar. 1 þeim tilfellum sem hornin eru seld sérstaklega fæst mjög hátt verð fyrir þau en óhagræðið af að vera með slátrun á mismun- andi timum er mikið”. Árið 1971 voru sett lög i Sviþjóð um réttindi Sama innan Sama- byggðarinnar. Þessar reglur eru i stórum dráttum svona: 1. Samar sem hafa meirihluta tekna sinna af hreindýrarækt mega eiga hreindýr. 2. Réttindi Sama sem höfðu hreindýr, en hafa nú tekjur af öðru, takmarkast við að veiða villt dýr, fugla og fiska og hefja hreindýrarækt i Samabyggð- inni. 3. Þeir sem einu sinni áttu hreina, mega vinna hjá öðrum við hreindýraræktunina. 4. Samar sem eiga foreldra sem áttu hreindýr njóta engra rétt- inda i Samabyggðinni. „Þessi lög eru um margt merkileg, enda þau einu sem við vitum um á Norðurlöndum sem lögbinda stéttaskiptingu. Eins og af þessum lögum má sjá eru þau siður en svo fallin til að auka samheldni Sama, virðast reyndar vera sniðin til að etja þeim sam- an”. Leggið inn gott orð Hvernig geta Islendingar stutt ykkur? „Kynning á sérstöðu Sama i Norðurlandaráði væri mikils virði. Þóekki væri nema til að við fengjum að koma fram sem þjóð. Við erum líka ein þjóð og viljum að á okkur sé litið sem slika. Þið styðjið okkur mikið með þvi að gera það.” „Við stjórnum ekki græðgi úlfanna” ,né hvað lestirnar hrerama”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.