Þjóðviljinn - 29.08.1981, Page 19

Þjóðviljinn - 29.08.1981, Page 19
Helgin 29.-30. ágúst 1981 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 19 hernaöarbandalag eru börn þjóöarinnar fædd inn i ófriðarskyldu hernaöar. Kirkjan leggur áherslu á að börnin séu alin upp I guðrækni og góðum siðum. Herveldin krefj- ast þess að börnin hati með sér þá óvini, sem þau eiga, og aðstoöi við tortimingu þeirra. Hlutlaus þjóð elur ekki börn sin upp i hatri til annarra barna jaröarinnar. t kjölfar þess að þjóðin var viöjuð i hern- aöarbandalag, komu dilkar inn i landið, sumir feitir og pattaralegir, sem hernaðar- sinna langaði að gleypa. Þar skal til nefna kana- eöa dátaútvarpið. Viö eigum gott og menningarlegt útvarp, sem er i senn þjóðlegt og vikkaði sjón- deildarhring hlustenda. Það er fjölbreytt i efnisvali og hyglaði öllum aldursflokkum nokkru. Herinn reisti útvarpsstöð á Keflavikur- flugvelli. Hún var fyrir hans lið. En þetta útvarp hófst með brambolti og afþrey- ingarmúsik, eins og hún tiðkast vestra. Þessi læti voru svo spanandi fyrir mikinn 'porra á Reykjavikursvæöinu að fólk reyndi að nota þau sér til afþreyingar. Islenska út- varpið féll I skuggann og hlaut jafnvel á- rásir fá hernámsliðum. Ahrif kanaútvarpsins voru margskonar á islensk heimili. Þaö stuðlaöi að fyrirlitn- ingu á þvi, sem islenskt er. Börnin skróp- uöu I skólum, til þess aö hlusta á þaö. Þegar sjómenn fyrir vestan komu úr róðri að kvöldi og konur komu meö kaffi- könnuna, sögöu þeir: — Ekkert kaffi, bara hátta. Eins var það hér syöra með kanaútvarp-' ið. Þegar komið var aö rekkjutima nýgiftra hjóna og maðurinn var háttaöur i spenningi og tilhlökkun, þá sagði konan: —-Nei, dáta- * útvarpiö fyrst. Menning þeirra og kunnátta var ekki á háu stigi að þvi er fram kom I mörgum til- vikum. Þeir voru aö dunda við aö setja saman kynferðisleikföng til þess aö gefa islenskum drengjum, sem þeir náöu til. t spurningalista, sem lagður var fyrir dáta- hóp, var þessi lina: — Hver var Heming- way? Aliir skiluðu auðu. Fariö var meö þá i skemmtiferðir til þess aö skoöa þetta land. AÞingvöllum varþeim sagt frá þvi, að hér hafði verið þing fyrir þúsund árum. Þá sagði einn: — Hvað, — voruö þiö til á undan okkur? — Hvenær uröu þiö til sem þjóð? — Ja. — Ætli það hafi ekki veriö skömmu fyrir áriö 1500, sem Columbus var á feröinni og fann álfuna. — Það er einmitt það. tslenskir unglingar höfðu fyrir nokkrum árum tekið upp erlendar glefsur, eins og séra Bjarni sagði: — Áður sungu börnin Bi og blaka, nú syngja þau si-baba, si-baba. Með dátaútvarpinu jukust ferlega eftir- hermur og söngmáti islenskra ungmenna. Þeir fóru að syngja á ensku Kiss me og I love you. tslenskir smásöngvarar æfðu sig fyrir framan spegil, skældu sig og grettu, rugguðu sér i lendunum og sýndu kippi i þjóhnöppunum. Aö minnsta kosti tuttugu hljómsveitir spruttu upp á skömmum tima. Og á þessum árum varð töluverð sala á eyrnahlifum, og sagnir herma, að verslunarmaður hafi brugðið sér til útlanda og náð sér i umboö fýrir eyrnahlifar. Þó stofnaöi hann ekki eyrnahlifaverslun, heldur dreiföi vörunni um Reykjavikursvæði og Suðurnes. Hljóðsveiflurnar minntu á atburöi, sem geröust suöur I löndum fyrir fimm hundruð árum, þegar dansæöi greip lýðinn og fólk dansaði með hávaða og galsa milli borga, daga og nætur, á sama tima og rannsóknar-' rétturinn var aö stinga augun úr villutrúar- mönnum. Hér gerðist sá atburöur aö Freymóöur Jóhannsson, kunnur listmálari, stofnaði til sönglagakeppni um dægurlög. Þá spruttu upp ljóðahöfundar og tónsmiöar. Þaö var eins og sólskinsbros eftir útsynningsfýlu, lögin voru sungin i danssölum og á heimil- um. Þá kom Savannatrióið fram og söng á islensku við miklar vinsældir. Þetta bætti talsvert úr fyrirgangi smásöngvara og þeir fóru aö syngja islensk ljóð til jafns við þau ensku, svo að þjóðernislegri glætu brá fyrir, er liða tók á áratuginn Tónskáld þessara tima voru aðall. Sigfús Halldórs- son og Skúli Halldórsson, báöir islenskir I anda, en engir framúrstefnumenn. Þaö var gaman að fá lag Sigfúsar viö ljóö Vilhjálms frá Skálholti: Litla, fagra ljúfa vina, og tJt um græna grundu eftir Skúla. Tónskáldin Emil Thoroddsen, Eyþór Stefánsson og Ingi T. Lárusson höfðu undanfarna áratugi veriö „giftugjafar” á þessum sviöum, svo að þjóöin átti sjóði sem hafa ávaxtast. Guömundur Guðjónsson söngvari gerðist félagi Sigfúsar og hafa þeir veriö saman á söngferðum innanlandsog utan. Liklega er Skúli Halldórsson siðasta tónskáldiö, sem skrifar lög um horfna starfsmenn þjóðar- innar, smalana. Smalar i hliöum hóa ekki lengur. Bergmálið frá þeirra tið drukknaði i vélaskrölti tækninnar. Þessi áratugur bar merki striösgróöans. Nokkru af gróðanum var að visu varið til atvinnuveganna svo sem togarakaupa (ný sköpunartogararnir) og fleira mætti nefna. En margir þeirra, sem höföu fé undir hönd- um, eyddu þvi til lystisemda eða lögðu I verslunarbrask. Þannig voru hjón sam- ferða i flugvél til Liverpool, konan með smávöruverslun og maöurinn með herra- fatnaö. Þá tiðkaðist þaö aö fólk fór til inn- kaupa fyrir heimili sin i erlendum borgum, likt og Kjalnesingar skreppa til Reykja- vikur til að versla. En þó aö náttkjólar og túttur væru ódýrari I Liverpool en i Reykja- vik, þá gleymdist tlðum að leggja flugvéla- kostnaðinn og þessháttar á innkaupin. Þetta var sem sagt eyðsluáratugur og menn reyndu að koma i lóg þvi sem hand- bært var. Það haföi áhrif á yngri kynslóð- ina. Byrjaö haföi veriö á sparifjársöfnun skólabarna. Skólarnir sáu um aurana og lögðu þá inn i banka. En á þessum eyöslu- timum rénaöi sparsemin og varö siðan aö- eins minning. • Forseti Islands, Sveinn Björnsson féll frá árið 1952. Asgeir Asgeirsson var nú kjörinn forseti íslands. Hann hafði verið þingmaö- ur nær þrjá áratugi I kjördæmi Jóns Sigurðssonar. Arið 1949 sögðu tslendingar upp land- helgissamningnum flesksamningnum — v við Breta. Þar meö hófst sókn i landhelgis- málinu, sem stóð allan áratuginn. Arið 1950 var gefin út reglugerð um nýja landhelgis- linu, þ.e. að llna var dregin um ystu sker og fyrir minni fjarða og flóa, en markalínan sjálf var sett fjórum milum utar. Þegar landhelgin var færð úr þremur sjómilum I fjórar mótmæltu Bretar, en islenska stjórn- in svaraði. Bretar hófu þá samstundis löndunarbann á islenskum fiski I Bretlandi i hefndarskyni fyrir útfærslu landhelg- innar. Hófst nú mikiö þóf i landhelgismálinu. Landhelgisbannið var brotið aö ári liðnu og íslendingar hófu aftur landanir i breskum höfnunum. Ariö 1956 ákváðu Sameinuðu þjóðirnar aö kveðja saman ráöstefnu, til þess að fjalia um réttarreglur á hafinu. Islendingar mættu á ráðstefnu i Genf um þessi mál. Forystumaöur fyrir Islandi var Hans G. Andersen og flutti mál þjóðarinnar. Hann varö siöan forvigismaður þjóðarinnar I málinu erlendis. Margar tillögur komu fram, en tslendingar kynntu afdráttarlaus- ar skoöanir sinar. Og árið 1957 lýsti rikis- stjórnin yfir þvi, að landhelgin yrði færö út, hverjar svo sem niöurstööur Genfarráö- stefnunnar yrðu. Og reglugerð um 12 milna landhelgi var gefinút 30. júni 1958. Þar með hófst þorskastríð við Breta. Þaö var harö- vitugt, Islendingar höföu til verndar mið- unum sex strandbáta og eina flugvél, en Bretar létu þrettán togara veiöa i landhelgi að meðaltali á dag undir herskipavernd. Ahafnir á þessum togurum voru um 250 manns, en á herskipunum, sem gættu þeirra voru um eitt þúsund manns. Bretar reyndu aö sigla bæði veiöiskip okkar og strandvarnarskip niður. Eirikur Kristó- fersson skipherra var fremstur i vörninni á sjónum. Hinn 1. september 1958 viðurkenndu allar þjóðir, sem höfðu stundað veiöar á tslands- miðum, landhelgina, nema Bretar. A þaö má minnast, að enskt skáld orti á árunum 1420-1430 eins konar hetjukvæöi um enska sjómenn, sem þá voru aö byrja aö veiöa hér viö land. Jafnframt þvi sem öll þjóðin stóö nú einhuga bak viö rikisstjórn- ina, þá risu nú islensk skáld og ortu um her- för Breta hingað á miöin, og þótti engum hetjuskapur I aðförum þeirra. Milli 20 og 30 ljóö birtust I blööum um þetta á við og dreif. Hinn 1. september skrifaöi Lúövik Jós- efsson sjávarútvegsmálaráöherra undir reglugerðina um útfærslu landhelginnar I 12 milur. Þar með höfðu tslendingar rutt brautina og aðrar þjóöir komu á eftir. Eng- inn varð var við, aö Bandarikin styddu ts- land i þorskastriðinu, ööru nær. Hann sem var áður afglapinn á torgum er oröinn skáld i Hallormsstaðaskóg. Svo kvaöhann foröum. Arið 1955 tók Hall- dór Kiljan Laxness á móti bókmenntaverö- launum Nóbels. Hann var orðinn viöfrægur úti um heim, en hér heima vantaði hann viöurkenningu nokkurra benjaminita, sem lesið höfðu Alþýðubókina forðum og hneykslast á mörgum oröum, sem hann beindi aö þjóö sinni um lifnaöarháttu fólks- ins. Hann sagöi þetta ýmist I galsa og gagn- rýni eða i snuprum og háöi. En engin bók mun hafa verið lærdómsrikari fyrir þjóðina en Alþýðubókin. Og þá þótti benjamlnltum skörin færast upp I bekkinn, þegar hann sendi frá sér samsetninginn um unglinginn i skóginum: Eia perlur! eia gimsteinar! Eia leikur leikur i sólskini úti skógi! Hvað var nú þetta. Jórunn Viðar svaraöi með þvi aö lyfta Unglingnum i skóginum upp i veldi tón- anna. Halldór Laxness var annar tslendingur, sem hlaut Nóbelsverðlaun. Niels R. Finsen fékk I byrjun aldarinnar Nóbelsverðlaun fyrir ljósiækningar. Sundið var I hávegum og margir sund- garpar vöktu eftirtekt, vegna þess aö þeir bættu met eldri sundmanna I hvivetna. Má þar nefna Sigurö Þingeying Jónsson og Ara Guömundsson, sem báðir settu sundmet og sigruðu á erlendri grund. Um það leyti sem þeir voru I fararbroddi sundmanna, lá drengur við Skerjafjörð i rúminu með berkla I fæti og stóð til að tek- inn væri af honum fóturinn. Þegar hann tók að hressast, gekk hann við hækjur og staul- aöist um. Hann lék sér I fjörunni og fór aö vaða I sjónum. Siöan fékk hann sundskýlu og fór að æfa sundtökin, sem einhver hafði kennt honum. Þetta hafði þau áhrif á heilsu hans, aö honum fór að batna með hverju ári, svo aö hann fór aö svamla þar meö ströndinni. Hann hafði yndi af þessari iþrótt og loks tók hann þá ákvörðun aö reyna að synda yfir fjörðinn aö ströndinni hinum megin. Hann heitir Eyjólfur Jónsson. Og á þess- um áratug vann hann þau sundafrek, er enginn annar hefur leikið, hvorki fyrr né siðar. Þetta mætti kallast Eyjólfs-áratugur. Arið 1950 synti hann yfir Skerjafjörð I fyrsta sinn, en þann spöl synti hann oft sið- ar. Ariö 1951 synti hann úr Viðey til Reykja- vikur. En alls synti hann á árunum 1951-1962 tiu Viðeyjarsund. Þá synti hann sex sinnum úr Engey til lands. Hiö fræga Grettissund, úr Drangey til lands, synti Eyjólfur tvisvar sinnum. Hiö fyrra sinn 1957 á 4 klst. og 45 minútum. Og áriö 1959 á 4 klst. og 20 minútum. Frá Reykjavik til Akraness synti Eyjólf- ur á 13 klst. og 15 minútum, hreppti þá ólgu og slæma strauma. Áriö 1959 synti hann frá Vestmannaeyj- um til lands á 5 klst. og 26 minútum. Enn skal nefna, að hann synti frá Kjalarnesi til Reykjavikur, 10 1/2 km., frá Hrisey til Dalvikur, sem er álika langt og Grettis- sund. Einnig synti hann frá Svalbaröseyri aö Torfunesbryggju á Akureyri. Og enn var það, að hann synti úr Reykjavik upp I Gufu- nes, 5 1/2 km., og frá Reykjavik til Hafnar- fjarðar 14 km. Loks er aö geta þess, að Eyjólfur þreytti Ermasund, milli England og Frakklands, tvisvar sinnum. Ariö 1958 var hann á sundi I 16. klst., en hreppti þá þoku og brælu og sá ekki, hvar hann fór, en var kominn lang- leiðina. Ariö 1959 átti hann skammt eftir til lands, um fjóra km., og greindi bila I landi, en þá skall á fárviöri, svo aö hann varð að hætta og bátur, sem fylgdi honum, var hætt kominn. Einn af fremstu söngvurum þjóöarinnar, sagði viö greinarhöfund, að Eyjólfur heföi svo fagra og góða söngrödd, aö ef hann hefði lagt stund á þá list, þá heföi hann náð langt. Þau eru systkinabörn Guðrún A. Símonar óperusöngkona og Eyjólfur. Tveir tslendingar höfðu gert garðinn frægan undanfarna áratugi, annar erlend- is, hinn hér heima. Albert Guðmundsson varð viökunnur knattspyrnumaður. i mörg- um Evrópulöndum. Magnús Guðbjörnsson, Hlaupa-Mangi, var mesti þolhlaupari, sem Islendingar áttu á öldinni. Hann hljóp oftar en einu sinni frá Alafossi til Reykjavikur. Einnig hljóp hann milli Hafnarfjarðar og Reykjavikur. Og fyrstur manna hljóp hann frá Kambabrún til Reykjavikur, svo aö eitthvað sé nefnt. Þá vakti þaö mikla athygli, þegar 15 ára gamall piltur, Friörik Olafsson að nafni, varð sigurvegari I meistaraflokki i skák. Þjóðleikhúsiö tók til starfa árið 1950. Þar með var langþráöu takmarki náð. Leikrita skáldið Indriði Einarsson hafði manna mest barist fyrir þvi, aö slik stofnun risi upp. Við stofnun þjóðleikhússins varð sú breyting að þá var fastráöin leikarastétt á launum, áður höföii leikarar fengið kaup fyrir einstök hlutverk. Þjóðleikhússtjóri var ráöinn Guðlaugur Rósinkrans. A styrj- aldarárunum haföi Þjóðleikshúsiö hálf- byggt verið birgðageymsla fyrir herinn. Við opnun leikhússins voru sýnd þrjú leik- rit, þar á meðal Nýársnóttin eftir Indriöa Einarsson. En hann naut þess ékki aö sjá það. Hann lést árið 1939. 1930. Þjóðinni hafði fjölgað um eitt þús- und manns á ári 1916-1930. Hinn 9. júli 1941 skipti sköpum i sögu landsins, er Alþingi samþykkti að biðja Bandarlkja- menn um að vera hér á landi með her sinn. Myndin er af tjaldbúðum ameriskra hermanna 1941. Hinn 1. september 1959 viðurkenndu allar þjóðir sem stundaö höfðu veiöar á lslandsmiöum landhelgina nema Bretar. Myndin er úr þorskastriöinu. 1 1 2 j I i i f ! < ■ PUfT-KMB

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.