Þjóðviljinn - 31.10.1981, Síða 2

Þjóðviljinn - 31.10.1981, Síða 2
Z SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Helgin 31. okt. — 1. nóv. 1981 Af krítík um kínversku óperuna Það hefur stundum verið sagt að íslenskri siðmenningu verði allt að vopni. Hvar væri til dæmis fólkið í landinu á vegi statt gagnvart listinni, ef menn þyrf tu einir og óstuddir að mynda sér sjálfstæða skoðun um þær listgreinar sem þeim er ætlað að njóta? Slíkt er að sjálfsögðu ekki á færi almenn- ings. Menn geta í mesta lagi gert sér grein fyrir því sem þeim sjálfum finnst, en venju- legu fólki er í fæstum tilfellum I jóst hvað því á að finnast um t.d. hinar aðskiljanlegu list- greinar leiksviðsins. Hér er það, sem hinir svonefndu gagnrýn- endur koma til hjálpar og leiða lýðinn í allan sannleikann um það hvað honum á að finnast um bókstaflega alla þætti hinnar göfugu heimslistar. Fæstir eða enginn þeirra, sem um leiklist fjalla í íslenskum dagblöðum, hafa nokkru sinni kynnst því, hvernig leiksýning verður til, en samt eru þeir sérfróðir um leiksýningar, balletta, óperur og hvers kyns uppákomur á leiksviði og öðrum „listrænum" vettvangi. Háþróuð f leiri þúsund ára listform frá f jar- lægustu heimshlutum eru íslenskum gagnrýn- endum jafn handgengin og væru þau bagga- lútar í gullastokknum þeirra. Kennarar, stýrimenn og póstmenn skrifa um ballet og pa dö döin í Svanavatninu, bell- kantóið í óperunni, beitingu Ijósa á leiksýning- um, „nýtingu sviðsins til hins ítrasta", og svona mætti lengi telja. Það er semsagt fyrir tilstilli íslenskra gagn- rýnenda, að íslenskur almenningur fær vitn- eskju um það, hvað er listræn list og hvað ekki. Pöpullinn þarf ekki að vera að hafa fyrir því að reyna að gera sér grein fyrir því sjálfur. Fyrir íslenskum gagnrýnendum var kín- verska óperan, sem sótti okkur heim um dag- inn, að sjálfsögðu jafn opin bók og Gagn og Gaman,og stóð, eins og vænta mátti, ekki á gullkornunum um þessa æfafornu kínversku uppákomu byggðri á „menningararfleifð ald- anna" eins og það er kallað. Æ! fyrir mér er öll þessi dæmalausa um- f jöllun um listina orðin eins og sami grautur- inn í sömu skálinni og þegar ég er búinn að setja uppgleraugun mín, þá lítur dæmigerð ís- lensk krítikk um kínverska óperu einhvern veginn svona út: Gestaleikur í Þjóðleikhúsinu: Peking óperan Peking óperan er ævintýraleg samfléttun allra tjáningarforma og á því nokkuð vel heima á sviði Þjóðleikhússins. Þó ef til vill megi segja að sumt hafi tekist vel og annað miður í þessari sýningu, þá er því ekki að neita, að þegar litið er á óperuna í heild er hún órofa sem slík. í menningarlegu tilliti er margt líkt með kínverjum og íslendingum. Kínverjar eru flestir dreifbýlismenn, nema þar sem örlögin hafa þjappað þeim saman. (slendingar hafa löngum verið sveitamenn upptil hópa. Menn- ing beggja þessara þjóða á sér rætur í hinni al- geru sveitamennsku og er óhætt að segja að sá jarðvegur hafi getið af sér ríkulega ávexti á akri mennta og lista. Það háði mér nokkuð á þessari sýningu, hve erf itt er að þekkja kínverja í sundur og mætti að ósekju ráða einhverja bót á því til dæmis með látbragði, eða númerum líkt og í knatt- spyrnu. Þessi f rábæra, Ijóðræna sýning færir manni heim sanninn um það að Gunnar á Hlíðarenda getur haf a verið meira en einn meter á hæð og stokkið samt hæð sína í öllum herklæðum. Heljarstökk hinna kringilfættu mongóla og malaja framfyrir sig og afturfyrir sig eru sannarlega hámark Ijóðrænnar listrænnar tjáningar og veita manni þá fróun sem aðeins fæst þegar vel tekst og enginn slasast. Persónulega fannst mér textameðferð kín- verjanna nokkuð ábótavant og talsvert hvim- leitt hvernig ferjumaðurinn Gao Shitai ruglaði saman tveim setningum, þegar hann datt oní pollinn, en Chen Yaohua bjargaði þessu atriði frábærlega með höfuðtónunum. Gaman hefði verið að sjá Lárus Pálsson eða Harald Björnsson í þessu atriði, en því varð að sjálfsögðu ekki viðkomið, þar sem þeir eru báðir látnir. Tónlistin í sýningunni er nokkuð góð, sem slík, en ekki get ég neitað því að of t f annst mér hún það sterk að ég fékk ekki notið taltextans sem skyldi. Svo slysalega tókst til á f rumsýningunni, að Ijósaborð Þjóðleikhússins brást, rétt einu sinni, þannig að bardaginn í myrkrinu var sýndur fyrir f ullum Ijósum. Margir reyndu að bjarga þessu slysi með því að horfa á atriðið með lokuð augu, en hver heilvita maður sér það í hendingskasti, að þannig er illt að njóta leiksýningar svo vel sé. Sú vá er alltaf fyrir dyrum að maður vakni ekki aftur fyrr en allt er um garð gengið. Lang áhrifamesta atriði allrar sýningarinn- ar var tvímælalaust þátturinn „Api gerir usla f himnaríki" og skemmtileg tilviljun að íslensk- ir sjálfstæðismenn skuli einmitt hafa valið þennan þátt sem aðal dagskráratriðið á lands- fundi sínum, sem nú stendur sem hæst. Sannarlega ættu bæði kínverjar og sjálf- stæðismenn að hafa þessar gömlu hringhend- ur að leiðarljósi: skráargatiö La ganemar héldu i vikunni fund um ffkni- efnamál og höföu fengiö Asgeir Friöjónsson, dömara hjá fikni- efnadómstólnum, og Kristján Pétursson tollvörðtilaö tala um þau mál og sitja fyrir svörum. Segja má aö fundinum hafi ver- ið hleypt upp þvi að fikniefna- neytendur fjiSmenntu á fundinn og tóku hann eiginlega yfir. Aö- eins einn laganemi komst aö meö spurningu til þeirra As- geirs og Kristjáns. Mogginn lagði, eins og vænta mátti, alla forsiðuna igær, föstudag, undir landsfund Sjálfstæöisflokksins. Þar mátti sjá einhverja snyrti- legustuljósmynd sem lengi hef- ur sést i dagblöðum hérlendis. Risastór mynd var af lands- fundarfulltrúum i Háskóiabiói en litiö horn fremst i salnum sást þó ekki á myndinni. Þar var hornið sem Gunnar Thor- oddsen forsætisráöherra sát i. Andrúmsloftið viö setningu landsfundarins var mjög lævi blandiö og hver sem kom þarinn fann spennuna sem rikti. Magnaöast var þó þegar fundarmenn risu upp, aö lokinni ræðu Geirs Hallgrimssonar, og kiöppuðu i5 minútur,allirnema þrir: Gunnar Thoroddsen, Vala Thoroddsen og eiginkona Pálma Jónssonar. íslensku blaöameonirnir, sem fylgdust með heimsókn Vigdisar Finn- bogadóttur til Noregs og Svi- þjóöar lentu i margs konar ævin týrum og eru sum þess eölis aö ekki er hægt aö birta þau á prenti. Þjónusta við þá af hálfu sænska utanrikisráðuneytisins þótti frábær. Þeir fengu t.d. svartar limúsinur meö boröa- lögöum einkabilstjóra til þén- ustu, sem var ávallt á undan þjóðhöfðingjunum, þannig aö þeir fengu tækifæri til aö m ynda alltsem geröist. Ef blaöamenn- irnir þurftu aö fara heim á hótel til aö skipta um föt voru allar umferöarreglur brotnar þvi aö limúsinurnar voru merktar sænsku krúninni. Og leyfist þvi liklega allt. Sænskir eru ákaflega strangir á etikett- unni (siöareglunum) og þess vegna var allt i stifara formi i heimsókninni þangaö heldur en i Noregi. Vigdis Finnbogadóttir átti þó frumkvæði aö því aö brjóta út af þessum reglum og gerði þaö viö hæfi svo aö þaö vakti almenna ánægju allra. I Noregi var ýmis is brotinn. Vig- di's bauð t.d. íslensku blaöa- mönnunum i ibúðina sina i kon- ungshöllinni og ku þaö vera fá- heyrt. Einnig var i þessari heimsókn i fyrsta skipti i sög- unni sjónvarpað frá konungs- veislu i Noregi. Sviþjóð hittist svo á aö strand rússneska kafbátsins upp iland- steinum bar upp á einn dag heimsóknarinnar og setti sitt mark á hana. Þá um k völdiö var leiksýning i Dramaten og veittu menn þvi athygli aö Falldin for- sætisráðherra og Ullsten utan- rikisráöherra voru sem á nalum meöan á sýningunni stóö. í hlé- inu skutu þeir á einkafundi og eftir hann fór utanrikisráöherr- an af sýningu. Rússneski sendi- herrann i Sviþjóð var einnig á Dramaten þetta kvöld og fór hann einförum og foröaöist greinilega að koma nálægt sænskum ráðamönnum. Nú er nær mánuöur siöan Blaöa- mannafélag Islands kynnti út- gefendum kjarakröfur sinar og fór fram á samningaumræöur, en samningar þeirra renna út um þessi mánaöamót. Útgef- endur ætla sér þó greinilega aö draga samningana eins mikiö á langinn og þeir geta. Fyrst báru þeir viö aö þeir þyrftu að bföa eftir kjaramálaráöstefnu Vinnuveitendasambands ls- lands og aö henni lokinni hafa þeir boriö ýmislegt fyrir sig. A fimmtudag átti t.d. aö vera fundur en formaöur Félags .prentiönaöarins gataf einhverj- um ástæöum ekki komiö, og báöu atvinnurekendur um frest af þeim orsökum. Langlundar- geö blaðamanna er á þrotum og á f jölmennum félagsfundi þeirra í gær, föstudag, var sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæöum aö veita stjórn, trúnað- armannaráöiog samninganefnd félagsins heimild til verkfalls- boöunar. Akveðinn hefur veriö samningafundur á mánudag. íslendingar eru ákaflega visnaglaðir og strgyma nú inn á ritstjórnar- skrifstofur blaöanna visur f til- efni af sögulegum klofnings- landsfundi Sjálfstæöisflokksins. Karl i Kópavogi hvislaöi þessari inn um skráargatiö: Linni söngur sveröa og axa, sættist Þór og Freyr. Pálmi ætti aö vinna og vaxa og verða meiri en Geir. Mánudagsblaðið virðist hafa 9 lif eins og köttur- inn. Hér áður fyrr var það fast- ur liður, reyndar ekki á mánu- dögum heldur á fimmtudögum en nú i mörg ár hefur aöeins komið út eitt og eitt blaö á stangli og fólk orðiö litiö vart viö þau. A fimmtudag s.l. kom svo Mánudagsblaöiö skyndilega út i nýju formiog segir i leiðara aö það eigi framvegis aö koma út tvisvar I viku og ráöinn hafi ver- iö Olafur Gaukur Þórhallsson sem samverkamaöur Agnars Bogasonar ritstjóra. Leikdómar Agnars Bogasonar hafa ávallt veriö nokkuö sérstæðir fyrir tæpitungulausa sleggjudóma. Svo er i þessu blaöi. Hann segir um leikrit Steinunnar Jó- hannesdóttur, Dans á rósum, aö þaö sé brútalt klám skreytt göturæsisorötökum. Siöan segir orðrétt: „Þaö var lítið klappaö nokkrir ættingjar slógu saman höndunum en ekki meira, yfir- leittfórallur almenningur bölv- andi og ragnandi úr leikhúsinu. Þaö er kannski óþarfi að áfell- ast höfundinn, hún hefur eflaust þurft að ryðja sig...”

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.