Þjóðviljinn - 31.10.1981, Síða 5
Helgin 31. okt. — 1. nóv. 1981 ÞJÓÐVILJINN — StDA 5
kjör eða þjóðartekjur á mann,
þá íiefur kaupmáttur verka-
mannalauna og ráöstöfunartekna
heimilanna verið mun meiri sið-
ustu þrjú árin en flest árin á und-
an. Við sjáum að kaupmáttur
greidds timakaups verkamanna
er á þessu ári talinn vera nær 12%
betri en hann var 1976, en liðlega
2% lakari en hann hefur orðið
hæstur, en það var árið 1974. (Sé
hins vegar ekki spurt um greitt
timakaup heldur taxtakaup
verkamanna, þá er árið 1981 með
kaupmátt sem er um 6% lakari
en hann hefur áður orðið hæstur
yfir heilt ár.) — Við sjáum hins
vegar að viðskiptakjör okkar i ut-
anrikisviðskiptum eru nú lakari
en þau voru 1976 og hafa veriö það
siðustu þrjú árin. Þessi siðustu
þrjú ár 1979 - 1981 eru i heild með
lakari viðskiptakjör en nokkurt
annað þriggja ára timabil frá ár-
inu 1970.
Við sjáum fleira. Viö sjáum að
á árunum 1979—1981 hefur tekist
að haida kaupmætti timakaups
verkamanna svo og ráðstöfunar-
tekjum nær óbreyttum þrátt fyrir
alvarlegt áfaii I viðskiptakjörum.
Þessu var ólíkt farið á árabilinu
1975 til miðs árs 1977 er kjara-
samningarnir komu til, enda þótt
viðskiptakjaraáfallið sem við
höfum búið við siðan 1979 sé sist
minna en á árunum 1975 og 1976,
vegna þess hversu iangvarandi
lægðin i viðskiptakjörunum hefur
reynst nú.
Við skulum lita á árið 1977. Þar
kemur fram veruleg hækkun á
kaupmætti frá árinu á undan, en
súlurnar sýna ekki að umskiptin
urðu með kjarasamningunum um
mitt það ár.
A fyrri hluta ársins 1977 var
kaupmátturinn enn I sömu lægð
og á árunum 1975 og 1976. Þá var
kaupiö skoriö og skammtað eftir
kokkabókum Geirs Hallgrims-
sonar og félaga. En það voru
kjarasamningarnir um mitt ár
1977 sem brutu þetta skömmtun-
arkerfi niður. Ahrif þeirra koma
ekki fram að fullu á súluritinu
fyrr en á árinu 1978. Kaupráns-
lögunum frá þvi i febrúar 1978 var
að mestu hrundið hvað dagvinnu-
kaupið varðar strax fyrir kosn-
ingar vorið 1978 og siðan hrundið
að fullu með stjórnarmynduninni
það haust. Þá fór kaupmáttur
hæst, haustið 1978 og fyrstu mán-
uði ársins 1979. — Siðan dundi við-
skiptakjaraáfallið yfir eins og
súluritið sýnir ljóslega. Siðan hef-
ur við erfiðan leik verið barist við
að halda óbreyttum kaupmætti
þrátt fyrir hin lökustu viðskipta-
kjör og tekist bærilega.
Nú þarf að gera
betur
En nú þarf að gera betur.
Tryggja láglaunafólki á næstu
tveimur árum betri kaupmátt en
nokkru sinni fyrr, en þoka þó
verðbólgunni niður. Um þetta
mikilvæga markmið ber mönnum
að sameinast hér og nú. Mark-
miðið er tviþætt^en verður ekki
sundur greint.
1 umræðunni um kjaramálin er
mikið talnaflóð borið á borð.
Þjóðviljinn vill hvetja allan al-
menning til að kynna sér, hvað
eru bestu fáanlegar upplýsingar i
þeim efnum og hvað hinsvegar
beinar rangfærslur eða villandi
staðhæfingar. Það geta allir gert.
Tölulegar upplýsingar eru
nauðsynlegar við umfjöllun um
þessi efni, en fólk þarf að vera á
verði gegn loddurum eins og t.d.
þeim þingmanni Alþýöuflokksins,
sem fullyrti með miklum þunga i
útvarpsumræðunum frá Alþingi á
dögunum, að ráðstöfunartekjur
heimilanna á mann heföu rýrnað
að kaupmætti um 6—11% frá ár-
inu 1977, þegar þær hafa sannan-
lega hækkað um 10% á þessum
tima.
Láglaunafólk á ekki að hætta að
gera kröfur. Þvertá móti á það að
standa fast á sínum réttlátu kröf-
um, en þekking er jafnan besta
vopnið. Annars verða menn lodd-
u'rum að bráð.
STORMARKAÐSVERÐ
Drengjaskyrtur einlitar st. 27 - 33 ...... kr. 72.00
Telpnanáttkjólar........................... ...” 75.70
Telpnanærföt, hvit, st. 4 -12, settið............” 40.00
Dömunáttkjólar................................ ” 102.90
Kventöflur.......................................” 31.20
Handklæði í gjafakössum frá kr. 124.00
Handklæði gott úrval
Kökubox frá kr. 50.50
Kökukefli kr. 54.10
Kökumyndamót frá kr. 9.15
Rjómasprautur kr. 16.75
Tertuform frá kr. 23.00
Tertuhjálmar frá kr. 35.25
Bökunarpappirsform 50 stk.
i pakka kr. 3.85
MUNID 10% AFSLÁTTARKORTIN
Opið til kl. 22 föstudaga og
hádegis laugardaga
STÓRMARKAÐURINN
SKEMMUVESI4A KÓPAVOni
Líkamsræktin h.t.
Laugavegi 59 (kjallara Kjörgarðs).
Sími 16400. Inng. Hverfisgötumegin.
Loksins! Loksins!
Við opnum í dag fullkomna
líkams- og heilsuræktarstöð
Glæsileg salarkynni
Opnunartímar fyrir bæði
kynin:
Mánudaga tii föstudaga
kl. 07-22.00.
Laugardaga kl. 10.00 til
17.00.
Lokaö sunnudaga.
Leiöbeinendur ávallt til
staöar. Aöalleiðbeinendur:
Gustaf Agnarsson og
Finnur Karlsson.
Innifalið í mánaðargjaldi
okkar er eftirfarandi:
Líkamsrækt.
Gufubaö.
Ljósabekkir.
Vatnsnudd.
Megrunarkúrar fyrir karla
og konur með sérunnum
matseölum.
Sérhannaöar æfingaskrár
fyrir hvern og einn.
Sérstakur bæklingur um
megrun meö kolvetna-,
prótein- og kaloríu-lista.
Matarkúr ef viökomandi
þarf aö þyngja sig.
•
Sérstaklega fyrir konur:
Meöferö gegn staöbund-
inni fitu (Cellulite) meö
sérunnum matseðli og æf-
ingum.
Opiö í dag og|sunnu-
dag frá kl. 10-00 til 17.00
báöa daga.
Komið og skoöiö staöinn
og látið skrá ykkur.
Öll handlóö og stangir eru
frá hinu heimsþekkta fyrir-
tæki Weider.
Umboðsaðili er Heimaval,
sími 44440.
Gættu heilsu þirmar og hún gætir þín
p