Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 16
16SíbA — ÞJÖÐ’VILJINN Helgin 31. okt. — 1. nóv. 1981
T AU GADEILDIN
ÁPLÖTUNNIERULÖGIN:
HERLONGING
TAUGADEI LDIN
GUÐIR HINSNÝJATiMA
HVITAR GRAFIR
DANARTILKYNNING
TAUGADEILDIN (1980 —T981)
Vér viljum votta þakklæti öllum þeim sem sýndu samúð við
fráfall hljómsveitarinnar TAUGADEILDIN.
Vér viljum einnig vekja athygli á þvi að eftir hljómsveitina
liggur nokkuð af tónsmiðum, hvar af fjórar hafa veriö festar
á plast og fást viða um land i hljómplötuverslunum.
Þeir sem vilja minnast hinnar látnu er bent á að kaupa plöt-
una. Blóm vinsamlegast afþökkuð.
F.H. Taugadeildarinnar,
Óskar Þórisson, Arni Daniel Júliusson, Óðinn Guöbrandsson,
Þorsteinn Hallgrimsson, Kommi, og Egill Lárusson.
N.B. PLATAN ER GFFIN ÚT AF FALKANUM
OG DREIFT UM ALLT LAND.
KAMARORGHESTAR
ÚTVARP BANNAR BISA A ISLANDI!
LANDSFLÓTTINN EYKST STÓRLEGA!
BANNLÖG AFTUR I GILDI.
RUV AFSKRIFAR TVÖ LÖG AF SPLÚNKU-
NÝRRI KAMARORGHESTAPLÖTUNNI
„BISAR I BANASTUÐI".
ER ÞETTA: „PORNOPUNK", „SKALLASEX"
EÐA BARA PRENTVILLA?
EINA TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ KOMAST AÐ ÞVI,
ER AÐ HÖNDLA BANNEFNIÐ ÁÐUR EN
ALLT VERÐUR BANNAÐ.
DREIFING: FÁLKINN
daegurtónlist
I upphafi
skyldi endinn
Frá „kveðjuhljómleikum”
Utangarðsmanna f Háskólabiói
2.5. ’81. Ljósm. gel.
skoða
Nú þegar ævi Utangarös-
manna er öll kom óvæntur
glaðningur I hljómplötu-
verslanir, t UPPHAFI SKYLDI
ENDINN SKOÐA. Breiðskifa
með 16 lögum Utangarðs-
manna, þar af 10 lög sem ekki
hafa komið út áður.
Þessi útgáfa á áður óbirtu efni
Utangarösmanna er mjög kær-
komin. Þvi óneitanlega hefði
það verið leiðinlegt að vita til
þess að „standardar” eins og
„Crazy” og „Canvas City”
skyldu ekki komast á vinyl. En
þessi tvö lög voru alla tið ein af
NEFS
og Nýtt kompaní
Tónleikahald næstu viku
verður með besta móti, og ættu
allir að geta fengið eitthvað við
sitt hæfi. Vert er að vekja at-
hygli á tónleikum kvöldsins i
N.E.F.S. (þ.e. laugardag), en
þar munu Þursar og
„Þeysarar” gera „hitt” og þvi
skorað á alla sem vettlingi geta
valdið aö fara að horfa og hlýða
á undrið.
Þó er eitt sem skyggir á, en
það er að unglingakvöldið fellur
að þessu sinni niður i Nefs, þar
eð húsið er upptekiö. Er verið
að reyna að finna einhverja
lausn á þessu máli til fram-
búðar, þvi að fyrsta unglinga-
kvöldið gaf mjög góða raun.
Dagskrá næstu viku litur
svona út:
4. nóv. Nýja kompaníið i
Menntaskólanum við Sund
5. nóv. Nýja kompaniið i
Djúpinu Þursarnir I Fellaskóla
6. nóv. Bodies I N.E.F.S. Nýja
minum eftirlætislögum
Utangarösmanna. Af öðrum
lögum góðum á plötunni má
nefna „I Wanna Be Your Dog”
eftir Iggy Pop. En þetta lag
fylgdi hljómsveitinni allt frá
stofnun. Sérstaklega er mér
minnisstæður frábær flutningur
Utangarðsmanna á þvi á tón-
leikum i Gamla biói fyrr á þessu
ári. Af öðrum dútkomnum
lögum má nefna „Siðasta blóm-
ið”, eina fyrstu tilraun Utan-
garösmanna með reggea, við
sigilt ljóð James Thurber, og
„Júdas Frá ískaríot”, rokídag
við ljóð norska skáldsins Nils
Collet Vogt. En bæöi þessi ljóð
Jón Viðar
Sigurðsson
skrifar
kompaniið i Fjölbraut i Breið-
holti.
7. nóv. Nýja kompaniið i
Djúpinu N.E.F.S. — Garðsball
Þeyr, sem munu gera „hitt” I
kvöld með Þursum.
EGÓ-„tripp”
hefst á mánudag
Við skýrðum fra þvi hér í
Þjóðviljanum fyrir skömmu, að
Bubbi Morthens hefði stofnað
nýja hljómsveit, Egó að nafni.
Nii erEgóiðkomiö á það stig að
það ætlar I „tripp” austur og
norður um land, en lýkur ferða-
syrpunni I Reykjavík í lok nóv-
embermánaðar (Hótel Borg 26.
og Háskólabiói 28. ásam t norsku
hljómsveitinni Cut).
Fyrstu hl jómleikarnir á
„Egótrippinu” verða nú strax
eftir helgi: i Valaskjálfá Egils-
stöðum á mánudag, 2. növem-
ber. Þá vikuna og þá næstu
verða hljómleikar Egós á þess-
um stöðum:
Þriðjud. 3. nóv.: Alþýðuskólinn
á Eiðum, miðvikud. 4.: Egils-
búð, Neskaupstað, fimmtud. 5.
nóv.: Félagslundur, Reyðar-
firði, föstud. 6. nóv.: Herðu-
breið, Seyðisfirði, sunnud. 8.
nóv.: Sindrabær, Hornafirði,
mánud. 9. nóv.: Skógaskóii,
Rangárvallasýslu, fimmtud. 12.
nóv.: Hótel Akranes.
Liðsmenn hljómsveitarinnar
Egó eru auk Bubba Morthens,
sem sér um texta, lög og söng,
þeir: Þorleifur Guðjónsson,
bassi, Jóhann Richard, tromm-
ur, Bergþór Morthens, gitar, og
örn Nilsen, mixer. Þar að auki
er nú með þeim sem gitar”sess-
ion”leikari (gitargestur?)
Ragnar Sigurðsson.
Undirrituð kikti inn á æfingu
hjá Egói sl. miðvikudag, þar
sem þeir æfðu af krafti (t.d. lög
af tsbjamarblús, Plágunni og
splunkuný lög eftir Bubba) og
Friðrik Þór Friðriksson og
kvikmyndagengi hans undir-
bjuggu fyrir skotarás næsta
dag. Eftir heimsókn þessa segi
ég (græn af öfund) við væntan-
lega frumsýningargesti i Vala-
skjálfi: til lukku með aukið
jafnrétti í byggðum landsins, —
góða skemmtun. Og eitter vist:
Það erbara til eitteintak Bubba
Morthens i' rokkinu hér, og þótt
viðar væri leitað.
A
eru til I þýðingu Magnúsar As-
geirssonar.
Hægt væri að fara mörgum
orðum um Utangarðsmenn og
áhrif þeirra á islenskt tónlistar-
lif. En það er til litils að þylja
upp staðreyndir sem öllum eru
kunnar. Hvar værum við ef
þeirra heiði ekki notið við?
Þessi" plata er i engu
frábrugðin fyrri plötum Utan-
garðsmanna. Ef eitthvað er, þá
er hún betri, þvi að vel héfúr
tekist til með val laga á plötuna.
Þess útgáfa er hin ágætasta
og aðstandendum til sóma. Það
eina sem hægt er að setja út á
hana, er, að fullmikið er af áður
útkomnu efni. _ lVe
Tauga-
deildin
Synd og skömm. Platan kom-
in en hljóms veitin dauð.
„Aðeins” fjórum mánuðum eft-
ir upphaflega áætlaöan útkomu-
dag hefur fyrsta og eina plata
Taugadeildarinnar Iitið dagsins
Ijós.
Ferill hljómsveitarinnar var
stuttur, alltof stuttur. Þvi að
þessi plata ber öll merki þess að
hér séu hæfileikamiklir drengir
á ferð. Þessi bautasteinn er
hvorki stór né mikill um sig,
aðeins fjögur lög. Lögin fjögur
eru þekktustu lög hljómsveitar-
innar og þvi hægt að hugga sig
við það. Þau eru: „Guðir hins
nýja tima”, „Hvitar grafir”,
„Taugadeildin” og „Her long-
ing”, sem er á Rough Trade
útgáfunni, þ.e.a.s. ef hún litur
einhvern timann dagsins ljós.
Þessi plata er miklu betri en
ég bjóst við. Og það er ekki sist
fyrir þá sök sem ég harma
stutta ævi hljómsveitarinnar.
Hljóðfæraleikur er öllu betri
en ég bjóst við og á það við um
þá alla. Þeir sýna svo sannar-
lega hvað i þeim býr.
Textarnir eru vel fyrir ofan
miðja mælistiku islenskrar
textagerðar. Sérstaklega er
textinn i „Guðir hins nýja tima”
góður. En það lag er sterkasta
lagið á plötunni.
Þótt ævi Taugadeildarinnar
hafi verið styttri en vonir stóðu
til er hægt að hugga sig við að
væntanlega munu tvær hljóm-
sveitir risa af gröf hennar.
Hljómsveitir sem maður fær
vonandi að heyra i sem fyrst.
Blessuð sé minning
Taugadeildarinnar.