Þjóðviljinn - 31.10.1981, Síða 17
Hélgin 31. okt. — 1. nóv. 1981 ÞJÓÐYILJINN — SIÐA 17
GLÆPA-
SAGAN
sem fagurbókmenntir
og þjóöfélagsgreining
Rætt við sænska rithöfundinn MAJ SJÖWALL
Sænski rithöfundurinn Maj S jövall er nú stödd hér
á landi i boði Norræna hússins og Máls og menn-
ingar. Maj Sjövall er þekkt hér á landi fyrir lög-
reglusögur þær, sem hún skrifaði i samvinnu við
eiginmann sinn, og komið hafa út hjá bókaforlagi
Máls og menningar á undanförnum árum.
Maj Sjövall er stödd hér á landi
i tilefni þess að nú er að koma út
sjöunda bókin i þessum bóka-
flokki, Maöur uppi á þaki i þýð-
ingu Ólafs Jónssonar. Við núðum
tali af Maj Sjövall og inntum hana
eftir þvi, hver hefðu verið til-
drögin að þvi að hún hóf að rita
lögreglusögur i samvinnu við
eiginmann sinn, Per Wahlöö.
Hef mikinn áhuga
á afbrotafræði
— Við unnum bæði við blaða-
mennsku á þeim tima, og Per
fékkst við afbrotafréttir en ég
hafði alltaf haft mikinn áhuga á
afbrotafræði. Per hafði skrifað
nokkrar pólitiskar skáldsögur en
þær náðu aðeins til litils lesenda-
hóDS miðað við útbreiðslu glæpa-
reyfara eftir Mai Lang og fleiri.
Okkur fannst þeir glæpareyfarar
sem þá voru skrifaðir i Sviþjóð
vera skrifaðar út frá þröngum og
borgaralegum sjóndeildarhring.
Viðvildum lýsa á raunsæjan hátt
hvernig lögreglan starfar og
koma af stað umræðu um hlut-
verk hennar i þjóðfélaginu. Jafn-
framt var það markmið okkar að
draga upp raunsanna mynd af
uppbyggingu þjóðfélagsins eins
og hún birtist i meðferð afbrota-
mála.
— Höfðuð þið nokkra persónu-
lega reynslu af starfi innan lög-
reglunnar?
— Nei, en við áttum góðan vin
innan lögreglunnar, sem veitti
okkur nytsamar upplýsingar.
Bækur okkar urðu hins vegar til
þess að vekja upp umræður i Svi-
þjóð um ýmsa þætti i starfi lög-
reglunnar, sem áður höfðu legið i
þagnargildi.
— Nú er það nokkuö óvenjulegt
að skáldsögur séu ritaðar i sam-
vinnu. Getur þú frætt okkur
nokkuð um hvernig samvinnu
ykkar var háttað?
Einmanalegt starf
— Jú, skáldsagnaritun er
venjulega einmanalegt starf, en
þar sem við höfðum að mörgu
leyti mjög likan hugsunarhátt og
ritstil þá hentaði þessi samvinna
okkur vel. Við gerðum i upphafi
áætlun um að skrifa 10 bækur, 30
kafla hver, og áttu þær að mynda
eina heild. Okkur tókst að ljúka
þessu verki á 12 árum áður en Per
dó. Hver bók byrjaði með óljósri
hugmynd, sem við ræddum siðan
okkar á milli. Þegar hugmyndin
hafði tekið á sig ákveðnari mynd
sömdum við eins konar efnisúr-
drátt fyrir hverjum kafla. Áður
en til þess kom þurítum við þó oft
að vinna all mikla rannsóknar-
vinnu varðandi staðhætti og
efnisatriði sögunnar. Síðan hófst
hin eiginlega söguritun með þeim
hættiaðégskrifaðit.d. 1. kaflann,
Per þann annan og ég þann þriðja
o.s.frv. Siðan hreinrituðum við
kafla hvors annars. Við unnum
þetta alltaf á nóttunni og hættum
ekki fyrr en sagan var fullgerð.
Þetta var hægt vegna þess að
hugmyndir okkar og ritstill fóru
saman.
— Hafa bækur ykkar náð mik-
illi útbreiðslu?
— Ég get ekki kvartað undan
þvi, þær hafa verið þýddar á um
20 tungumál. Viðtökur hafa
reyndar orðið betri i Danmörku
en i Sviþjóð. Ég held að Danmörk
sé meira menningarland en Svi-
þjóð og bókmenntaáhugi þar
meiri. Aðstæður i Danmörku og
Sviþjóð eru lika svipaðar. Hins
vegar kom það nokkuð á óvart, að
bækur okkar hafa lika selst mjög
vel i Japan, og þar kunna þver-
öfugar ástæður að liggja að baki.
Fjórar af sögum okkar hafa verið
kvikmyndaðar, þar á meðal
Maður uppi á þaki.sem Bo Wide-
berg gerði (og sýnd var i Austur-
bæjarbiói fyrir fáum
árum — innsk. Þjv.)
Breyttur smekkur
— Hefur orðið þróun i ritun lög-
reglusagna á undanförnum
árum?
— Ég held að smekkur lesenda
hafi breyst með tilkomu raun-
særri glæpaskáldsagna. Yfirleitt
hefur verið gerður mjög stifur
greinarmunur á glæpareyfurum
annars vegar og fagurbók-
menntum hins vegar. En viðhorf
bókmenntagagnrýnenda til
glæpasagnanna hafa breyst á
undanförnum árum og þær fá nú
oft hliðstæða meðhöndlun og
aðrar bókmenntir. Staðreyndin er
sú að það getur oft verið erfitt að
greina á milli hvað séu fagurbók-
menntir og hvaö sé reyfari.
Kannski var Glæpur og refsing
eftir Dostoyevski fyrsti glæpa-
reyfarinn?
— Skrifarðu áfram glæpa-
sögur?
— Nei, hin upphaflega áætlun
okkar var 10 bækur, og það nægir
að nota 12 ár af æfinni til sliks
verkefnis.
— Hvert er viðfangsefni þitt um
þessar mundir?
— Núna yrki ég ljóð.
Norræa húsið og bókaforlag
Máls og menningar gangast fyrir
bókmenntakynningu á verkum
Maj Sjöwall og Per Wahlöö i
Norræna húsinu á laugardaginn
kl. 16. Þar mun Ólafur Jónsson
flytja stutt erindi um verk þeirra,
Maj Sjöwall mun tala um eigin
ritstörf og Hjalti Rögnvaldsson
leikari mun lesa kafla úr bókum
þeirra hjóna. Aðgangur er öllum
frjáls.
ól.G.
i Dersú Uzala
í MÍR-
salnum
á sunnudag
Dersú Ozala, hin fræga
> verðlaunamynd Akira Kúro-
Isawa sem hann vann aö i
Sovétrikjunum um miöjan
siðasta áratug, veröur sýnd i
• MÍR-salnum, Lindargötu 48,
sunnudaginn 1. nóvember kl.
16. Sunnudaginn 8. nóv. fell-
ur kvikmyndasýning niður,
þar sem MIR efnir þá til sið-
degissamkomu i Þjóðleik-
húskjallaranum (kl. 15) i til-
efni 64 ára afmælis Október-
byltingarinnar og þjóðhátiö-
ardags Sovétrlkjanna.
Næstu 3 sunnudaga verða
sýndar jafnmargar 10 - 15
ára gamlar grúsiskar kvik-
myndir: 15. nóv. Fangaeyjan
(frá 1968), 22. nóv. Frestur-
inn rennur út I dögun (1967)
og 29. nóv. Hlýja handa
þinna (1972). Aörar kvik-
myndir, sem sýndar verða I
MlR-salnum fram að ára-
mótum eru: 6. des. Maður
með byssu (1938), 13. des.
Riddari af Gullstjörnunni
(1951), 20 des. Tengdadóttir-
in (1972) og 27. des. Sadko
(1951).
Aögangur aö kvikmynda-
sýningunum i MlR-salnum
er ókeypis og öllum heimill.
Rangæingafélagið
með
kaffisamsæti
í Bústaðakirkju
Rangæingafélagið i Reykjavik
heldur kaffisamsæti I safnaðar-
heimili Bústaðakirkju sunnudag-
inn 1. nóvember að lokinni messu
sem hefst kl. 14.
Eldri Rangæingar sérstaklega
boðnir.
Möskvar Siguröur A. Magnússon
morgundagsins
Þetta er sjálfstætt framhald sögunnar Undir kalstjörnu og
söguhetjaner9áraerfrásögnin hefst. Af einstakri nærfærnier
hér lýst sárum tilfinningum eftir móðurmissinn og erfiðri leit
að ástúð sem bætir hann upp. Um leið kynnumst við umkomu-
leysi og þrjóskufullri baráttu drengsins við óbærilegar að-
stæður heima fyrir og með augum hans sjáum við þær breyt-
ingar sem ganga yfir í kringum hann. Kreppuárunum lýkur,
hernámið tekur við, heimilislífið gjörbreytist - og ekki til hins
betra.
Sögunni lýkurer Jakobtelst vera kominn í „fullorðinnamanna
tölu” og sjónarmið unglingsins eru að taka við af hugrenning-
»■
m
um barnsins. Þannig kynnist lesandinn ólíkum viðhorfum
söguhetjunnar, þroska hennar og vaxandi forvitni, og af yfir-
vegun fullorðna mannsins fléttar höfundur einnig inn
skilningi sínum á atburðarás bernskuáranna.
Möskvar morgundagsins er ekki síður en fyrri bókin fallegt og
átakanlegt listaverk og um leið sérstæð aldarfarslýsing af
þeim sviðum Reykjavíkurlífs þessara ára sem litt hefur verið
hampað fyrr i bókum.
Frásögn Sigurðar A. Magnússonar af vettvangi uppvaxtarára
sinna fékk frábærar viðtökur er bókin Undir kalstjörnu kom út
haustið 1979. Hún varð ein mesta sölubók liðinna áratuga á
íslandi og metsöluhöfundinum tekst ekki síður upp er hann
rekur söguna áfram í Möskvum morgundagsins.
Mál IMI og menning