Þjóðviljinn - 31.10.1981, Page 19

Þjóðviljinn - 31.10.1981, Page 19
Helgin 31. okt. — 1. nóv. 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19 Þjóðverjar stóðu á öllum götuhornum og mikil óreiða rikti á strætunum. Þegar við höfðum hjólað drjúga stund, kom sporvagn akandi á móti okkur. Skyndilega var hann stöðvaður af hóp manna. Þeir gerðu sér litiö fyrir, ráku Ut fólkið, lyftu vagninum af tein- unum og skelltu honum þvinæst á hliðina, þvert á götuna. Við þeystum á hjólunum eins hratt og við gátum, þvi Þjóðverjarnir komu hlaupandi og skutu á allt sem hreyfðist. Við komumst ósködduð til Frederiksbergbakke. Hitinn var alveg að drepa okkur, og við náðum vart and- anum fyrir mæöi. BúbUbús svaf hin rólegasta. Þjóðverjar höfðu komið fyrir vegatálmum, en einhvem veginn komumst við igegn. Ég var langtfrá þvi að vera við fulla heilsu, en beit á jaxlinn. Afram urðum við að halda. Búbúbús byrjaði að gráta, við stigum af hjólunum og ég tók barniðmeð mér niöur i skurð og reyndi að gefa þvi brjóst. En mjólkin var búin. Barniðhéltá- fram að gráta og við fórum at verða skelkuð við að gráturinn visaði Þjóðverjum leiðtilokkar. Skyndilega sáum við hóp þýskra grænstakka standa við vegar- krá ekki alls fjarri. Ég fann skeflinguna hrislast um likam- ann. Einn Þjóðverjanna kom auga á okkurog hélt i humátt til okk- ar. Hann nam staðar fyrir framan okkur og virti flótta- mennina fyrir sér. Allt i einu rétti hann okkur brosandi nokkrar gosdrykkjarflöskur! Þaðvoru til manneskjur með- al böðlanna. Ég hugsaði með sjálfri mér: — Þú tekur þegjandi við drykknum og kemur honum i þig. Bamið verður að fá nær- ingu. Gosdrykkurinn bjargaði okk- ur. Vökvinn nægði til að brjóstin framleiddu örlitla mjólk og barnið róaðist. Enn héldum við af stað. Ég sá varla úr augunum fyrir þreytu, og með undarlegt suð fyrir eyrunum. Ég stakk papp- irsrifrildi í hlustirnar, en þaö kom að litlu haldi. Skyndilega heyrði ég yfirþyrmandi klukknahringingu. Ég hélt að þaö væru kirkjuklukkurnar i Lejre, en i raun voru þessir sterku hljómar imyndun ein. Svo man ég ekki meir. Ég lá f þrjá daga á bóndabæn- um hjá ættingjum Henriks. Yndislegur læknirannaðist mig, hjóninvoru dásamleg, og smám saman náði ég fullum kröftum á ný. Og barnið var lifandi og full- hraust. Við áttum bókstaflega ekkert nema fötin sem við stóð- um f. Allt okkar hafurtask varð eftir f Kaupmannahöfn. Enþað ersvo furðulegt, þegar kemur aö þvi að maður þarf að flýja,þá skipta veraldlegar eig- ur engu. Ósköp hlýtur lifið að vera manni mikiis virði. Sjá næstu síðu fljótir aö gleyma verkfærinu aðrir geta þjáðst endalaust af segulbandsskrekk eða byrja ósjálfrátt að tala með útvarps- rödd um leiö og blýanturinn og blokkin eru komin á loft. Megin- hlutverk skrásetjarans er þvi að veita viðmælanda sinum öryggi, likt og góöur leikstjóri útrýmir óöryggi og efa leikaranna. Sögu- maður verður að treysta skrá- setjara sinum á sama hátt og skrásetjari veröur aö trúa sögu- manni. Þannig skapast gagn- kvæmt trúnaðarsamband sem er undirstaða allrar góörar sam- vinnu. Ég hlýt þvi sennilega að vera einn þeirra fáu sem eru ekki yfir sig hrifnir af viðtalstækni itöisku blaðakonunnar Oriönu Fallaci þótt afrakstur hennar sé oft merkilegur. Fallaci hefur sagt, að hún liti á viðtalið sem andlegar samfarir, og það er i sjálfu sér ágætur mælikvaröi á ástarlif hennar. Hin árásar- kennda aðferð hennar fær margan þjóðhöfðingjann til að segja þaö sem hann mundi ann- ars ekki hafa látið uppi og það er gott og vel. En ég efast um aö hún hafi kafaö undir skel þeirra að neinu marki, kynnst persónu þeirra eða tengst sálarlifi þeirra. Textinn hennar er ekki ritaður með æðaslögum viömælandans. Hann er skrifaöur meö svita hans. Þegar samtölum er lokið, hefst sjálf úrvinnslan. Nú er það skrá- setjarans aö sanna, að sam- vinnan hafi boriö ávöxt, héöan af dregur hann einn hlassiö. þaö er að sjálfs. smekksatriöi hvort rit- höfundurinn notar spurningar og svör I bókinni, heldur sig við fyrstu persónu eintölu eða blandar þessu saman. Persónu- lega finnst mér snoturlegast að láta sögupersónuna sjálfa segja frá (fyrstu persónu eintölu- formiö) og draga hlutverk skrá- setjara i skuggann. Bókin fjallar um ákveðna persónu og ævi hennar en ekki skrásetjarans og misjafna viðtalsfimi hans. Auö- vitaö er ekki hægt að afmá fingraför skrásetjarans með öllu, en hlutur hans veröur að blandast frásögn sögumanns aö þvilikum finleik að lesandinn merkir það ekki, heldur alitur aö hann sé aö lesa sjálfsævisögu. En þetta er sem sagt smekksat- riði. Franski rithöfundurinn André Malraux, ritaöi viðtalsbók við de Gaulle og dregur hlutverk sitt hvergi undan. A köflum stendur Malraux framar á svið- inu en sjálfur forsetinn, hugsanir hans og spurningar leita frekar á lesandann en svör de Gaulle. 1 formála bókarinnar segir Mal- raux einnig, að bókin hafi að geyma alls kyns samræður sem i sjálfu sér skipta engu máli. Hann hafi hins vegar kosið að halda þeim óbreyttum þvi án þeirra heföi andrúmsloftið milli skrá- setjara og sögumanns brenglast eða eyöilagst með öllu. Þannig getur ritun æviminn- inga ekki aðeins veriö spurning um smekkvísi heldur einnig um áherslu og umgjörð. Heimildir eru einnig veiga- miklar varðandi úrvinnsluna. Sannprófa verður hvert vafaat- riði, sérhvert ártal, sérhvert staðarheiti og nafn. Þetta er mjög timafrek skýrsla og eflaust er engin endurminningabók óbrjáluö að þessu leyti. Þaö er einnig mikilvægt að heimildirnar eyðileggi ekki textann. Leiði- gjarnar eru þær ævisögur sem hrúga upp ættartölum, götu- nöfnum og mánaðarheitum, meö þeim ósköpum aö sjálf persónan og ævirás hennar kafnar undir farginu. Islenskir ævisagnarit- arar gera iðulega ekki greinar- mun á persónulýsingu og ætt- fræði, tilfinningum og sjúkdóms- greiningu, samvist og venslum. Heimildaritarar eru ennfremur með orð Ara fróða i huga og reyna aö hafa það heldur er sannara reynist. En hvað er sannleikur þegar endurminningin erannars vegar? Hve rétt munum viö? Nemum við enn angan horfinna tima? Er ekki fortiöin filma sem ljós hefur kom- ist i eins og Pétur Gunnarsson oröaði það? Skyldi þaö vera tilviljun að nóbelsverðlaunahafinn Pablo Neruda hefur sjálfsævisögu sina (sem að hluta til er prósaljóð) með þessum orðum: „Þessi ævi- saga eða endurminningar eru full af götum sem stundum stafa af gleymsku, þvi þannig er lifið. Hvfld svefnsins gerir okkur það kleift að þola daga vinnustritsins. Margar endurminningar minar eru gufaðar upp i framkölluninni, þær eru mélaöar likt og brotið gler. Endurminningar söguritar- ans eru ekki þær sömu og endur- minningar skáldsins. Sá siöar- nefndi hefur ef til vill ekki lifað jafn mikiö, en ljósmyndað mun meira og glatt okkur með smáat- riðum fegurðarinriar.” Séö i ljósi þessa er ævisagan ekki heimildasaga, heldur dæmi- saga fyrir þá sem eftir koma. Kafli úr endurminningum Guðmundu Elíasdóttur söngkonu sem Ingólfur Margeirsson skráði. Bókin er væntanleg hjá Iðunni á næstu dögum Helgarviötal Ingólfs Margeirs- sonar við Guðmundu Eliasdóttur i september 1979 varð upphafið að samvinnu þeirra. Eins og lesend- um Þjóðviljans er i fersku minni teiknaði Ingólfur myndir af þeim sem hann tók viðtal við, og hér er Guðmunda. þráö sem hann getur spunnið I sálarvef viðmælandans. Margir pennar sem fást viö viö- töl, álita það afgerandi hvaða verkfæri séu notuö við að skrá- setja orð viðmælandans. Sumir telja að best sé að hafa blokk við hendina, aörir eru á þeirri skoðun að segulbönd séu happadrýgst, og þeir menn eru til, sem vilja nota minnið eitt er þeir skrifa niöur samræður dagsins. Að minu viti skiptir verkfærið engu máli. Aöalatriðið er að sögu- maður sé ekki smeykur við blokk- ina eöa upptökutækiö. Verkfærið verður að vera ósýnilegur hluti af samvinnunni, líkt og hljóðnemi fyrir þjálfaðan söngvara eöa klof- stigvél fyrir laxveiöimann. Sumir frásögumenn eru óvenju Danski fáninn blaktir við hlið hakakrossfánans. Piltur hleypur i skjól þegar skotfæraverksmiðja i Kaupmannahöfn springur i loft upp fyrir tilverknað skemmdarverkamanna um mitt ár 1944. NASISTUM um vörubílum. Ég skalf og nötr- aði af hræðslu, en reyndi að sýn- ast sallaróleg og steig Tviö fast- ar á pedalana. Við náðum Vibenshus Rund- del. Þar hittum við lögregluþjón, sem sagði okkur að Þjóðverjar heföu lokaö borgarmörkum klukkan fimmum morguninn og hélduöflugan hervörö. Við sner- um við. Ég var örmagna af þreytu og næringarleysi og þjökuð eftir barnsburöinn. Skyndilega missti Henrik jafn- vægið á barnavagninum og hann steyptist á hliöina. Ég hélt aö min siðasta stund væri runn- in upp. Til allrar mildi varð barninu ekki meint af byltunni og við héldum áfram og kom- umst heim heil á húfi. Allt varrólegt þennan dag. Öhugnanlega rólegt.Og veðrið var guðdómlega fagurt. Um eftirmiðdaginn tóku sprengjuvélar að sveima yfir höfðum okkar og vélbyssurnar létu aftur f sér heyra. Fæstir þorðu að láta sjá sig á götunum en skriðu eftirþökunum til að ná sambandi við nágrannana. Um kvöldið skröpuðum við siðustu matarleifunum saman og Búbúbús saug þurra mjólk- urdropa úr skrælnuöum brjóst- um minum. Við ákváðum að gera aöra flóttatilraun að morgni. Arla næsta dag endurtók sag- ansig : Ég setti barnafötin niður i hjólhestakörfu mina, BUbúbús var komið fyrir i vagninum og Henrik dró hann á eftir sér á reiðhjólinu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.