Þjóðviljinn - 31.10.1981, Side 28
MOÐVIUINN
Helgin 31. okt. — 1. nóv. 1981
Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná I af- greiöslu blaösins 1 sima 81663. Biaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öil kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
nafn
vfkunnar
Ellert B.
Schram
Nafn vikunnar er Ellert B.
Schram ritstjóri Vísis.
Ellert afrekaöi þaö i vikunni
aö vera hálfvegis i framboöi til
flokksformennsku i Sjálfstæöis-
flokknum en þaö fór eins og
Þjóöviljinn spáöi á fimm^udag-
inn aö hann myndi láta beygja
sig áöur en af framboöi yröi.
Ellert afrekaöi þaö einnig aö
haida ræöu á landsfundinum
sem var meistaralegt sambland
af framboösræöu og afsagnar-
ræöu. Þrisvar sinnum undir
ræöunni merktu blaöamenn viö
dálkinn —-hann er I framboöi —
og þrisvar viö dálkinn — hann er
ekki i framboöi. Og þaö var ekki
fyrr en i lokaoröum aö Ellert
upplýsti aö hann teldi flokknum
best borgið án kosningar um
sig, og hlaut gott klapp fyrir aö
vera góöi strákurinn.
Ekki þar fyrir aö þörf heföi
veriö á góðum strák til aö leysa
af alla vondu kallana i flokkn-
um. „Hinu veröur ekki breytt,
aö atburöirnir i Sjálfstæö-
isflokknum: kosningaáföliin,
framboðin, stjórnarmyndunin,
bræöravigin, hafa skiliö eftir
sár og skiliö menn eftir i sárum.
Foringjar okkar hafa oröiö leik-
soppar þessara örlaga, traökast
niöur I innbyröis átökum,”
sagði Ellert m.a. og bætti viö aö
hvernig sem styrkleikahlutverk
yrðu á þessum landsfundi,
hvor svo sem yröi hlutskarpari i
kosningunum, þá gæti hvorugur
aðili sigraö.
Ellert kváö Sjálfstæöisflokk-
inn i herkvi og hann heföi fengið
nóg af þvf,þvi miöur virtist
þessi landsfundur ekki reiðubú-
inn aö brjótast út úr kvinni:
„Sjálfstæöismennirnir i rikis-
stjórn geta setiö þar út kjör-
timabilið og notiö valda sinna.
En þeir sameina aldrei flokks-
menn til fylgis viö þá rikis-
stjórn. Þaö er öllum ljóst. Geir
Hallgrimsson getur veriö end-
urkjörinn á þessum landsfundi
og setiösem formaöur næstu tvö
árin. En hann sameinar ekki
flokksmenn undir sinum merkj-
um. Þaö er öllum ljóst.”
Ellert kvaö framboöshugleiö-
ingar sinar hafa veriö sprottnar
af þörf til aö mótmæla rikjandi
ástandi, og mótmæla þvi aö
flokksmönnum væri aftur og
aftur stiilt upp í strföandi arma.
Hvaö ofaná yröi myndi ráöast af
atburðarrásinni á sjálfum
landsfundinum. Ef engar breyt-
ingar yröu á forystu flokksins
myndi landsfundur reisa
flokknum bautastein. (úr út-
varpsviðtali). Og svo viröist
sem atburöarásin hafi gert
framboö Ellerts aö engu og
sjálfur sagöi hann framboö
landbúnaðarráðherra i gær, og
hvislingar manna I hliðarher-
bergjum sýna og sanna aö eng-
ar sættir ættu sér staö. Og hvaö
þá um bautasteininn yfir flokk-
inn? „Viö veröum enn aö þreyta
þorrann og bita á jaxlinn”,
sagöi góöi strákurinn i Sjálf-
stæöisflokknum. —ekh
Þroskaheft bö
Oþvinguð
nii
IfOUTi
mxt*
sagði vigdís um
sýningu þeirra á
Kardimommu-
bænum
,Þetta var sérstaklega
skemmtileg sýning og gaman aö
sjá leikendurna svona óþving-
aöa, opna og hlýja á leiksviöinu.
Þegar maöur hefur unnið i leik-
húsi finnst manni þaö undravert
hvernig börnin geta setiö og
beöiö eftir réttu stikkoröi, fariö
svona fallega meö og lært allt
utanaö”. Þetta sagöi Vigdis
Finnbogadóttir forseti tslands,
eftir sýningu á Kardimommu-
bænum i Osló á föstudag i fyrri
viku en ieikendurnir voru aliir
þroskaheft börn úr skóla og
dagheimili Rögnu Ringdal.
Sagöi Vigdis aö þessi sýning
heföi verið eitt hiö eftirminni-
lcgasta úr Noregsheimsókninni.
Undir þau orö geta áreiðan-
lega allir tekiö sem sýninguna
sáu og þegar leiknum lauk meö
flutningi Helenar Hovland á
bæn eftir Thorbjörn Egner
„mættu öll börn hafa þaö eins
gott og ég” stóöu tár i augum
áhorfenda sem fögnuöu innilega
og lengi.
Kardimommubær Thorbjörns
Egners er flestum tsiendingum
kunnur. I sýningunni I Osló var
leikurinn örlitiö styttur og end-
inum breytt en þar voru allir á
sinum stað: ræningjarnir þrir,
ljóniö, Soffia frænka og Kam-
illa, Tóbias i turningum og svo
auövitað Bestian bæjarfógeti og
hin ágæta kona hans.
1 upphafiegri leikgerö lýkur
Kardomommubænum á þvi aö
slegiö er upp veislu, Soffia syng-
ur ljóð sitt um Bastian og allir
syngja Húrrasönginn. I sýning-
unni i Osló er veislan lengri og
skemmtiatriðin fleiri: hver
leikandi flutti eitt stutt atriöi: —
einn söng, annar dansaöi, sá
þriöji spilaöi á pianó o.s.frv.
Hver og einn i þessum 24ra
manna hópi sýndi hvað i honum
bjó og hvaö hann gat og þaö var
ekki svo litiö!
1 leikskrá er pistill frá
foreldrum leikendanna. Þar
segir aö á hverri æfingu og sýn-
ingu sjáist merki framfara hjá
börnunum en ekki siður veröi
þeirra vart utan sviösins, á
heimilum og stofnunum. „Við
trúum á mikilvægi þess aö
þroskaheftir gangi inn I sviös-
ljósiö i bókstaflegri merkingu”,
segja foreldrarnir „og sýni hvaö
þeir geta og hvaö þeir vilja.”
Eftir sýninguna fór forseti Is-
lands beint upp i sjónvarpssal
með leikendum og söng þar á Is-
lensku ræningjasönginn: Hvar
er húfan min? og Bastian bæj-
arfógeti sýndi hrifningu sina i
verki og knúskyssti Vigdisi.
Þættinum var sjónvarpaö á
sunnudag i upphafi landssöfn-
unar fyrir börn i þróunarlönd-
unum. Yfir 70 miljónir norskra
króna söfnuöust en auk Vigdisar
lögðu Ólafur konungur og Liv
Ullmann málefninu liö i margra
klukkustunda langri sjónvarps-
dagskrá. — A1
„Ja, fussum svei, ja fussum svei, mig furöar þetta rót. 1 hverju skoti skúm og ryk og skran og rusl og
dót!” Sofffa frænka I húsi ræningjanna. Ljósm. A1
tir leikskránni: Roger, Unni, Vera, Christian, Tone-Beate og Marit f sporvagni Sfvertsens.
ólafur Noregskonungur og Vigdis fyrir miöri mynd en sitt hvorum megin viö þau sitja Haraldur krón-
prins og Sonja kona hans meö börnum slnum. Ljósm. — AI