Þjóðviljinn - 15.12.1981, Side 4

Þjóðviljinn - 15.12.1981, Side 4
4 SÍÐA — Jólablað Þjóðviljans Síldarævintýri r n X • p* X • a Seyðisfirði Ungur Ameríkani lýsir haust- verkum í íslenskum fiskibœ Ég kom til Seyðisf jaröar i' slag- togi með tveim feröafélogum — Breta og Astraliumanni — i end- aöan ágúst s.l. eftir hálfs annars solarhrings velting frá Skotlandi yfir Noröur-Atlantshafiö á flat- bytnunni Smyrli, alsæll eftir hungurkiírinn sem boöiö er upp á um borö meö hinum undursam- legu dvergsalötum sem kosta 18 krónur danskar. Það voru ekki liönar nema 36 klukkustundir frá komu okkar i bæinn þar til við vorum blessun- arlega ráönir i vinnu. Viö mokuö- um skit og hengdum upp skreiö i nokkra daga þar til þeir uppgötv- uöu þann starfa sem viö virtumst best til fallnir, en það var aö moka is i frystiklefunum. Viö mokuðum honum irennu og yfir á bilpallog af pallinum I siló, sem siðan bar isinn náðarsamlegast um borö I nærliggjandi togara. Þessa vikuna máttum viö vinna margdúöaöir i gagnslausum sumarflikum, lánsflikum og smám saman i nýjum hlý jum föt- um, sem viö uröum okkur Uti um. Ef ekki heföi komiö til umhyggja vörubilstjóra nokkurs sem geröi sér grein fyrir ófremdarástandi okkar heföi efalaust fariö ver. 1 allt vorum viö 7 Utlendingar á staönum, en fækkaöi snarlega um 2 viö siöustu brottför Smyrils. Sviarnir tveir yfirgáfu okkur I ótöldum tárvotum kveðjuskálum upp úr smygluðu skosku viski og fokdýru „ódýru” vini úr verslun staöarins. Sviarnir voru aldurs- forsetarnir i hópnum hvað varð- aöi Islenskan starfsaldur, meö 9 mánuði að baki, og þeim fannst að einn islenskur vetur væri þeim nóg ogþau þráöu nú notalegheitin i gömlu góöu Gautaborg. Sambúðar- vandamál í byrjun höföum viö lítlending- arnir mest félagsskap hver af öðrum og gekk ekki alltaf árekstrarlaust. Viö höföum fyrst og fremst komiö til tslands til þess aö kynnast Islendingum en ekki til þess aö hitta aöra útlend- inga. Þaö kom til persónulegra árekstra; ágreiningur skapaöist um vinnumóral, og á stundum komu til væg en þó ekki ótiö út- brot þjóðemislegra óvildarkasta, og allt reyndi þetta á sambúöina. t fyrstu gátum viö jafnvel ekki notið huggunar og trausts i hinum rándyru veigum, en viö áttum þó eftir að komast upp á lagið með það um siðir. Fyrstu vikulokin liöu yfir þrautfúlum ameri'skum sjónvarpskvikmyndum aö heim- an, myndum sem viö hefðum aldrei litiö viö að öörum kosti — og yfir spilum, „Olsen Olsen” og póker, — en pókerspiliö átti smám saman eftir aö úrkynjast yfir i all-grimmúölegt peninga- spil. Við áttum sameiginlegt tungu- mál.enþar fyrir utan fundum viö ekki sameiginleg áhugamál og uröum brátt hundleiö á siendur- teknum bröndurum hvers annars. Við helguðum okkur Mammon i einu og öllu, hugsandi gott til glóðarinnar þegar aö uppskeru- timanum kæmi og viö gætum sól- undað uppsöfnuðum launum ef ekki i Paris, þa a.m.k. i Beykja- vik — en skemmtanalif á Seyöis- firði virtistmeö einhæfara móti á stundum. Þessir draumar okkar áttu siöan eftir aö leiöa til ólýsan- iegra vonbrigöa á fyrsta útborg- unardegi okkar, þegar ég fékk launaumslagiö fyrir vikuna frá 14. - 20. september. Launakjör Við höföum unnið tilskyldar 40 stundir. Kaupiö var misjafnt meöal útlendinganna — (há- markiö var nálægt 50 krónum) — vegna hins flókna launakerfis þar sem sérhvert starf gefur tilkall til sérstakra launa. Ég mætti breskum strák á leið- inni á launakontórinn. Mig grun- aði aö hér væri kannski ekki allt of feitan g(3t að flá, en gat þó meö engu móti reiknaö úthvaö okkur i rauninni bæri vegna hins marg- flókna og dularfulla bónuskerfis, sem unniö er eftir. „Jæja?” spuröi ég. „Don’t look, — gáöu ekki i þaö”, sagöi hann. Ég haföi unnið 24klst. fyrir 27,93 kr/klst„ 16 klst. fyrir 29.07 kr/klst. og fengiö i laun samtals kr. 1077.30 aö viöbættum kr. 142.68 i' bónus. Orlof var kr. 101.62. Frádreginn fæöiskostnaö- ur var 455 krónur (upp frá þessu hættum við aö boröa hádegisverð til þess aö spara okkur 70 kr. á viku, en fæöi var annars gott og rikulega lítilátiö þannig aö kvöld- verðurinn gat i rauninni dugaö). Frádregin stéttarfélagsgjöld voru kr. 10.57, skattar voru kr. 365.99 (30% skattur, sem ég fékk síðan lækkaðan niður i 23% vegna þess aö ég gaf loforö um aö ég mundi dvelja launalaust á land- inu i a.m.k. mánuö.) Samtals geröi þetta 831.56 krónur i frá- drátt þannig aö ég sat eftir meö 388 krónur i laun, sem ég ósjálf- rátt snaraöi yfir i 50 dollara i hug- anum. Þar sem viö útlendingarnir söfnuðumstnú saman viö stimpil- klukkuna leiö okkur eins og við heföum veriö likamlega slegin út af laginu, og vart heyrðist annaö en niöurbældar stunur. Ef ekki var neina peninga upp úr þessu aö hafa virtist þetta vera eins og til- gangsleysið uppmálað. „Þá er aö hypja sig heim i góðu gömhi Hamborg, strákar.” „Mig hefur lengi dauölangaö til að kynnast Sviþjóö.” „Ég held að það sé OK I Amer- iku á þessum árstima — if you can stand the bastards — þeir hafa aö minnsta kosti 40 sjón- varpsstöðvar.” Þrautseigja En viö streyttumst á móti og næsta vika gekk betur meö kr. 1069,-og þegar sildarvertiðin stóö i hámarki náöum viö upp i þá svimandi upphæð kr. 2505,- eftir 91 klst. vinnuviku. Þaö hvarflaði aö mér, að vart mundi nokkurt stéttarfélag I Bandaríkjunum h'öa aö unniö væri 91 klst. á viku. Þaö kostar of mikiö slit á verkafólkinu, mundu þeir segja, án þess aö taka með i reikninginn vart fyrirfirmst nokk- ur ameriskur atvinnurekandi er vildikostaþvitilaögreiöa 91 klst. vinnuviku eins og hún nú kemur út samkvæmt lögunum um lág- markslaun. Maður kemst ekki hjá þvi aö vera stööugt ámynntur um sinn þjöölega uppruna. Lélegt Urval bandarisks sjónvarpsefnis og dægurlagatónlistin gera þetta á stundum pinlegt þegar það er komiö Igegnum hiö undarlega is- lenska siukerfi. Aö ekki sé minnst á furöulega hernaöartilburöi I tiskunni —skjólgóðar kuldaúlpur fráU.S.Navy (án efa gagnlegar), ef tirlikingar á bandariskum matrósatuörum, og jafnvel enn furöulegri gervi-herbúningur meö merkjum og lit, sem mér er ekki kunnugt um aö sé i notkun innan bandariska hersins. Þákemst maðurekkihjá þvi aö heyra, þótt kunnáttan i islensk- unni sé ekki beisin, hvernig nöfn Bandari'kjanna og Sovétrikjanna eru stööugt tengd saman i útvarp- inu án góös fyrir nokkurn aöilann aö ég held, en þessi samspyröing viröist mér tengjast þeim skiln- ingi á „yfirdrottnunarstefnu stór- veldanna” sem er okkur nokkuö framandi. Ekki þaö að viö höfum ekki kynnst hinum fjölbreytileg- ustu afbriögum pólitiskrar hug- myndafræði á Seyöisfiröi, heldur fannst okkur það undarlegt, hvernig fólk virtist horfa uppá heiminn eins og leikvöll þar sem flest illt mátti rekja til tveggja stórvelda. Þaö er aö visu rétt, aö Bandarikjamenn eru sér meövit- aöirum grundvallaratriöi heims- yfirráðanna, en þeir hafa Aki þann skilning, aö ég held, aö þeir séu jafn utangátta og ábyrgöar- lausir gagnvart atburöarásinni og ég hef þóst finna hér. tsland er jú einusinni aðili aö Atlantshafs- bandalaginu og þar meö opinber þátttakandi I hildarleiknum, eða er ekki svo? Flugvél á himni Einn heiðbjartan daginn sáum viö hvar lágt fljúgandi flugvél, sem liklega var frá herstööinni, renndi sér inn yfir Seyðisfjöröinn. Einn tslendinganna brá skjótt, viö spennti gaffalinn sinn á milli fingranna og skaut imynduðum skotum aö vélinni eins og hann vildi senda hana veinandi til baka til Keflavikur vel fóöraöa af högl- um I afturendanum. „Go home American army!” „Welcome American Army, better roads for Iceland!” sagöi annar tslendingur meö hæönis- glott á vör. Ég sagði ekkert i fyrstu en horföi á gufustrókinn aftan úr vélinni leysastupp á bláum himn- inum. „Russian?” bætti ég viö meö vanmáttugu en vongóöu glotti. „Not Russian.” „Icelandic?” Kafbátur? Kannski rússneskur kafbátur? Fljúgandi rússneskur kafbátur? Sivinsælir. Avallt til staðar á 3. siðu Morgunblaðsins. Sannkallað ,,hit” i Sviþjóð. Nei. Vélin snéri vafalaust óspjölluð til heimavallar, ein- hvers staöar langt aö heiman. í saltfisk og skreið Vikurnar „fyrir sild” drógust á langinn vegna verkfallsins I októ- berbyrjun. Viðfórum nii aö vinna viö að hengja upp skreið, taka niöur skreiö, spyröa saman skreiö og vinna önnur störf er tengdust skreiðar- og saltfisks- vinnu, og ég náöi umtalsverðum árangri i þviaö dusta umframsalt af fiskinum og slengja honum upp á upplýst boröiö þar sem orma- tinsludömurnar fengu hann til meðferðar. Viö vorum óþreytandi i að læra þessiog önnur undarleg störf. Viö lærðum aö gogga þorska I augaö eöa tálknaverkina og að skera hausafþorskiogrifahann af ýsu. Vegna stærðar sinnar og um- talsverðra krafta var ástralska stráknum komið fyrirá enda salt- fisksborðinsþar sem nýsaumaðir saltfisksekkirnir, 50 kg„ aö þyngd, biöu þess að vera teknir i fangiö og lyft upp á þar til geröa palla. ,,Ég vildi aö þeirhættu að setja mig alltaf i púldjobbin,” sagði hann viö mig dag nokkurn, sem gaf mér aftur vafasamt tilefni til þess aö láta þaö berast að and- fætlingurinn nyti erfiöisins. Eitt sinn þegar konan, sem saumaöi sekkina, atyrti hann fyr- ir hægagang eða lildega öllu held- ur sinnuleysi, öskraöi hann upp meö tilgeröarlegum þjósti: „You do it!” Þótt hún hafi vart vegið meira en helminginn af þeim 100 kilóum sem hann átti, lagði hún rólega frá sér nálina og þráðinn og tók saltfisksekkinn orðalaust upp og lét hann snyrtilega frá sér á rétt- an pall. „She’sallright that one. Bloody all right.” „Aye, a fine lassie that. Indeed. — ó, þetta er nú stelpa sem tal- andi er viö, — ég held nú þaö.” Veðráttan Fyrsti snjórinn kom til Seyðis- fjaröar i' byrjun September. Þetta var i fyrsta skipti i 17 ár sem ástr- alski náunginn hafði séö snjó. Hann, og reyndar viö öll, uröum eins og börn i leikfangaverslun. Enginn varð óhultur fyrir snjó- boltunum nema topparnir I fisk- vinnslunni. Viö fórum stundum i bæinn og köstuðum aö þorpsbú- um. Þetta var leikur og við meintum ekkert illt. Viö vorum þónærri lentir i slagsmálum útaf þessu eitt laugardagskvöldiö. Þótt við höfum verið all öruggir meö sjálfa okkur, og mettaöa viskiremmu hafi lagt frá vitum okkar þetta kvöld, þá hvarflar þaö nú aö mér að viö höfum átt upptökin aö messunni, jafnvel þótt þaö hafi ekki verið ætlunin. Ég veit bara að ekki var neinum ætlaöur skaöi með þessum uppá- tækjum. Snjókoman veitti ný verkefni: snjómokstur. Þetta gaf meiri vinnu og var ekki svo afleitt. Snjórinn var hvitur, léttur og mjúkur, aö minnsta kosti i byrj- un, og þetta var eins og að moka fiðri. Þaö var fyrst eftir aö hann var tekinn að bráðna eöa eftir aö hann haföi verið troöinn niður af mönnum og vélum sem hann varð illur viðureignar, jafnvel þótt hann haf ialdrei náö þvi að líkjast þeirri gráleitu slimeöju sem viö þekkjum frá New York. Þolraunir Hriöarstormur skall á úr suö- vestri, og atvinnurekendurnir ótt- uðust aö skreiðartrönurnar færu út I veöur og vind meö öllu sem á þeim hékk. Viö skárum niöur gömul fiskinet, bundum þau undir trönurnar og fylltum þau meö eins stóru grjóti og viö gátum mögulega rogast meö i fanginu gegn veinandi vindinum og hagl- éli sem var hart eins og pipar- korn. Vindurinn feykti okkur hæglega um koll. Við þurftum að fara niöur i f jöruborðiö til þess aö finna grjótið og bera þaö upp i netin. Þetta virtist dálitiö spaugi- legt viö rikjandi aöstæöur — og i rauninni stórhlægilegt nú eftirá — David Donheiser er 27 ára gamall Bandaríkja- maður. Hann er búsettur í New York og lagði m.a. stund á bókmenntir við City University of New York. David hefur ferðast undanfarin tvö ár innan og utan Bandaríkjanna og unniðtilfallandi störf. Hann kom til íslands s.l haust eftir tveggja mánaða dvöl á Indlandi. ( eftirfarandi grein lýsir hann lífsreynslu sinni í síld og saltfiski á Seyðifirði. 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.