Þjóðviljinn - 15.12.1981, Side 17

Þjóðviljinn - 15.12.1981, Side 17
Jólablaö Þjóftviljans — StÐA 17 LIST FATLAÐRA Nú er ár fatlaðra að kveðja. A þessu ári hefur margt verið sagt um málefni fatlaðra og lika ýmislegt gert til að bæta kjör þeirra og aðbúnaö I þjóðfélaginu. Verður vonandi framhald á þvi þótt árið sé liöið I aldanna skaut. Það kom glöggt fram við mörg tækifæri að fatlaöir eru ekki bara byrði á þeim heil- brigðu, þeir eru skapandi einstaklingar sem geta margt lagt af mörkum til aö fegra mannlifið. Þetta kom ma. i ljós á listaviku fatlaðra sem haldin var nú um siöustu mánaðamót hér f Reykjavik. Þar var komið fyrir Málarahorni þar sem fólk gat fengið útrás fyrir sköpunargleðina og sést smásýnishorn af þvi á myndinni hér að ofan. Myndin hér fyrir neðan er hins vegar af þroskaheftri stúlku sem las frum- samin ljóð. Hún heitir Ingibjörg Geirsdóttir og er vistmaður aö Skálatúni I Mosfellssveit. Ingibjörg er fædd áriö 1950 og byrjaði aö yrkja þegar hún var 7 ára gömul. Við fengum að klkja á blööin hennar og fundum þar þessi ljóð, snyrtilega vélrituð. Ástarvísa Ég og þú eru bæði góö og þæg og blið og lika sæl og kát. Ég segi við þig að ég elski þig af öllu hjarta af þvi að þú ert sætastur af öllum hinum. Bíllinn Það var einn bill að keyra á harða spretti og maður kom úr bilnum, hann var kominn frá öðru landi, hann gekk inn i húsið og bað um að gefa sér kaffi að drekka, hann var þreyttur eftir ferðina, en billinn stóð úti á hlaði, hann hugsaði með sér hvað hann ætti að gera. Guð Þegar Guð horfir á alla. Úr Dýravísum Bráðum koma allir farfuglar hingað þá er gaman að heyra þá syngja. Ástarvísa Ég elska hann Svavar af öllu hjarta , af þvi að hann er sætur. Ingibjörg Geirsdóttir. Rósin Hann Svavar er góður að gefa mér fallega rós að gjöf. og ég gaf honum lika rós að gjöf frá mér. og dásamlega íallega á litinn. Og er rauð á litinn með gulan hnapp inni i krónu sinni. Og hún brosir á okkur bæði. Og brosir lika á sólina og himinninn lika. Hún er falleg að sjá hana. Og er kát og góð. Og þú réttir út hendi á móti henni og þessi ilmur er i henni. Að hún skuli hafa svona góðan lit á sér og hann fer inn i hjartað á okkur báðum Og við erum bæði ástfanginn þú og ég. En hún, rósin lika? Rússneskt ævintýri Einu sinnivoru karl og kerling i koti sinu. Kerlingin hafði einn stóran galla : hún var alltof laus- málug. Þaö var ekki hægt að trúa henni fyrir neinu þyi að hún var ekki i rónni fyrren allt þorpið vissi það sem hún vissi. Karlinn fór út ískóg að grafa Ulfagildru. begar hann hafði grafið nokkuð djúpt, kom hann niður á f jársjóð. Þá hugsaði karl: „Hvaö á óg nú að gera? Þegar kerlingin min fréttir af þessum fjársjóði segir hún öllum i þorpinu frá honum. Það endar svo með þvi, aö hUs- bóndinn fær veður af þessu og tekur af mér alla peningana.” Hann hugsaöi lengi og loks datt honum gottráð i hug. Hann gróf fjársjóöinn niður, merkti staðinn og lagði af stað heim til sin. A leiðinni kom hann að á, þar sem hann átti silunganet, leit á netið og sá að i þvi var silungur. Karl- inn tók silunginn úr netinu og hélt áfram göngu sinni. Næst kom hann að héragildru og var i henni héri. Karlinn tók hérann, setti sil- unginn i glildruna, en hérann flækti hann i silunganetiö i ánni. Um kvöldiö kom hann heim og sagði við kerlu sina: ,,Jæja, Tatjana, kveiktu upp i ofninum og bakaðu eins mikið af pönnukökum og þU getur.” „Hvaö á það nú að þýða? Til hvers aö kveikja upp i ofninum þegar komið er kvöld? Og hver helduröu að baki pönnukökur svona seint? Sér er nú hver vit- leysan!” „Gerðu það sem þér er sagt og ekkert múður. Veistu það, Tanja, að ég fann fjársjóð úti skógi, við þurfum aö fara i nótt og sækja hann.” Kerlingin varð ofsakát við þessa frétt, flýtti sér að kveikja upp og fór að baka pönnukökur. „Borðaðu nú, á meðan pönnu- kökurnar eru heitar,” sagði hún við bónda sinn. Karlinn át nokkr- ar pönnukökur, en stakk afgang- inum af þeim oni poka án þess kerlingin sæi. „Það er naumast að þú étur i dag, ég hef ekki við að baka i þig pönnukökur!” sagði kerlingin. Þegar pokinn var orðinn fullur af pönnukökum, sagði karlinn: „Jæja, nú er ég orðinn saddur, nú skaltu borða sjálf og svo skulum við flýta okkur af stað.” Kerlingin borðaði i flýti og svo lögðu þau af stað. bað var dimmt af nóttu. Karlinn gekk á undan kerlingunni, tók pönnukökur uppUr poka sinum og hengdi þær á trén meðfram stignum. Kerl- ingin rak augun i kökurnar og varð steinhissa: „Sérðu maður, það hanga pönnukökur á trjánum!” „Hvað erskrýtið við það? Sástu kannski ekki pönnukökuskýið sem fór hér um áðan?” „Nei, ég sá þaö ekki, ég horfði alltaf niðurfyrir fæturna á mértil þess að detta ekki.” „Komdu,” sagöikarl,— „hér á ég héragildru, við skulum athuga hana.” Þau gengu að gildrunni og karlinn tók úr henni silunginn. „Æ, æ, bóndi sæll, hvernig stendur á þessum fiski i héra gildru?” „Veistu þaö ekki? Sumir silungar eru svona, þeir ganga um á þurru landi.” „Ég vissi það ekki. Hefði ég ekki séð þaö með minum eigin augum, mundi ég ekki trúa þvi.” Núkomuþau að ánni. Kerlingin sagði: „Einhversstaöar hérna er sil- unganetiö þitt, viðskulum kíkja á það.” Þau drógu upp netið, en i þvi var héri. Kerlingin fórnaði höndum. „Drottinn minn dýri! Hvað er á seyði i dag? Það er héri í netinu! ” „Hvaða læti eru þetta, einsog þú hafiraldreiséð vatnahéra! ” — sagði karlinn. „Það er nú einmitt lóðið, ég hef aldrei séð vatnahéra áður.” Loksins komu þau að staðnum þar sem f jársjóðurinn var falinn. Karlinn gróf hann upp, tók eins mikið af peningum og þau gátu borið, og faldi afganginn. Svo lögöu þau af staö heim. Vegurinn lá framhjá bæ húsbóndans. Þegar karl og kerling komu þar aö, heyrðu þau jarm i kindum : me-e, me-e... „Æ, æ, hvað er þetta? En óhugnanlegt!” hvislaði kerlingin lafhrædd. En karlinn svaraði: „Hlauptu, kona, þetta eru púkar að misþyrma húsbónd- anum. Bara að þeir sjái okkur ekki!” Þau hlupu sem fætur toguðu heim i kofa sinn. Karlinn faldi peningana og svo fóru þau að hátta. Aðuren þau sofnuðu sagði karlinn: „Tatjana, mundu nú að segja engum frá fjársjóðnum, annars getur illa farið.” „Auðvitað segi ég ekki orð,” lofaði hún. Daginn eftir fóru þau seint á fætur. Kerlingin kveikti upp i'ofn- inum, gréip siðan vatnsföturnar og fórút eftir vatni. Við brunninn hitti hún nágrannakonur sinar, sem spurðu: „Hversvegna varstu svona sein að kveikja upp hjá þér i dag, Tatj- ana?” „Æ, minnist ekki á ósköpin. Ég var á gangi i alla nótt og þess- vegna svaf ég yfir mig.” „Hvert fórstu i nótt?” „Karlinn minn fann fjársjóð, og við fórum að sækja hann.” Þennan dag var ekki talað um annað iþorpinu en karlinn hennar Tatjönu, sem fann fjársjóð og kom heim með tvo poka fulla af peningum. Um kvöldið heyröi húsbóndinn þessa frétt. Hann boðaði karlinn á sinn fund. „Hvernig vogarðu þér að leyna mig þvi að þú hafir fundið f jár- sjóð? „Ég hef ekki hugmynd um neinn fjársjóð,” svaraði karl. „Þrættu ekki!” hrópaði hús- bóndinn, „ég veit að þetta er satt, kerlingin þin sagði sjálf frá því.” „Já, en hún er ekki með öllum mjalla!” sagði karlinn og hló við, „hún lýgur upp ótrúlegustu vit- leysu.” „Við sjáum nú til,” sagði hús- bóndinn og kallaði Tat jönu á sinn fund. „Fann karlinn þinn f jársjóð?” „Já, húsbóndi góður, það gerði hann.’ ’ „Fóruð þið i nótt að sækja pen- ingana?” „Já, það gerðum við.” „Segðu mér hvernig það bar til.” „Fyrst gengum viö eftir skógarstignum og það héngu pönnukökur á trjánum.” „Hvaða pönnukökur? (Jti skógi?” „Já, úr pönnukökuskýinu. Svo fundum við héragildru, og i henni silung. Við tókum silunginn með okkur og héldum áfram. Næst komum viö aö ánni, drógum upp silunganet, en i þvi var héri. Við tókum hann li'ka meðokkur. Rétt hjá ánni gróf karlinn minn upp fjársjóð. Við fylltum pokana okkar af peningum og héldum heim á leið. Og við gengum fram- hjá bænum einmitt þegar púk- arnir voru að misþyrma yðar há- göfgi.” Þegar hérvarkomiðsögu þoldi húsbóndinn ekki meira, stappaði niður fótunum og æpti: „Burt með þig, heimska kerl ing!” „Þarna sjáið þér,” sagði karl- inn við húsbóndann: „það er ekki oröi trúandi sem hún segir! ” „Ég trúi þér, farðu heim,” sagði húsbóndinn. Karlinn fór heim til sin og undi hag si'num vel. Hann lifir ennþá góðu lifi og hlær að húsbóndan- um. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.