Þjóðviljinn - 15.12.1981, Page 21

Þjóðviljinn - 15.12.1981, Page 21
Jólablað Þjóftviljans — StÐA 21 Ljóð og teikningar: Bragi Magnússon ■ ■ V . •>sr-. •>.* >- ■ -v Grasið dansar Vindurinn kemur suðandi, suðandi, niður brekkuna yfir veginn og bregður á leik um loðinn völlinn, setur sveipi í grasið, sveiflar því, — í gáskanum hneigjast gullinkollar að rauðkollum. Grasið dansar, og þér finnst þú sitja undir syngjandi tónum fiðlu og horns, meðan fínlegar dansmeyjar svífa um sviðið við hvísl um meistaraverk, en ekkert, ekkert mannlegt meistaraverk, ekkert svanavatn, engin sýning, hvaða nafni sem nef nist, jafnast á við vindsveip i grasi vallarins meðan þú situr í hásæti hólsins og horfir á gáskann og gleðina í grasinu, sem dansar um völlinn. Vökult er auga Vökult er auga vatnsins vökunótt, mýkt þess eins og mildur koss við meyjarbrjóst er vekur þig hægt og veröldin breytist í vökunótt. í djúpi augna þinna, i djúpi vatnsins, dulinn seiður vermdi kalið vetrarhjarta vökunótt. Ég gekk inn í seiðinn með söng í hjartanu um sigur lífsins, — ég veit ekki hvort ég vakti eða svaf þá vökunótt, mildi vatnsins, munaður lífsins, mýkt þín — . Vökult er auga vatnsins um vökunótt. Morgunn I skímunni þegar skuggarnir, langirog dökkir, skima eftir stað til að gista lengur, lengur, og fyrstu geislar sólarinnar eins og gullstaf ir stökkir, stinnir og beinir, án kvista, snerta vanga vatnsins, vaknar allt af næturdvalanum, þá gellur við gleðihróp, siguróp, í gljáfrandi morgunsvalanum —, álftirnar risa upp úr reyrnum og störinni og renna um vatnið með nýjan ungan dag förinni. Heill þér birta, heill þér Ijós, heill þér líf.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.