Þjóðviljinn - 16.01.1982, Page 8

Þjóðviljinn - 16.01.1982, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJJNN Helgin 16.— 17. janúar 1982. mer er spurn Ólafur Gunnarsson framkvœmdastjóri i Neskaupstað svarar Þjóðviljanum Hvers vegna er ekki stofnuð fiskrétta- verksmiðja á íslandi? Ólafur Gunnarsson ... ogspyr Jón Sigurðsson forstjóra Málmblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga: Hver er munurinn á þvíað reka málmblendiverk- smiðjuna með 1. 2 eða 3 ofnum eða er kannski besti kosturinn að reka hana ekki? Spurning Þjóðviljans var svohljóðandi: Hvers vegna er ekki stofnuð fiskrétta- verksmiðja á (slandi þar sem fullunnir eru ýmis konar fiskréttir úr frosn- um sjóvaraf urðum, líkt og Norðmenn gera og selja á Evrópumarkað? Meginhluta gjaldeyristekna þjóðarinnar er aflaö með útflutn- ingi sjávarafuröa. Þvi miður fer þeim Islendingum fækkandi, sem þekkja nægilega vel til hinna margvislegu starfa i sjávarút- vegi. Við sem störfum i þessum atvinnuvegi hljótum þvi að fagna hverju tækifæri sem gefst til þess að fjalla um sjávarútveg i fjöl- miðlum. Ég mun þvi leitast við aö svara eftir bestu getu spurningu, sem lögð var fyrir mig i Þjóðvilj- anum þ. 10. jan. sl. I hugum Islendinga virðist fisk- réttaframleiðsla vera vinnsla úr frystum sjávarafurðum, umfram það sem tiðkast hefur til þessa. Margir telja að meirihluti frystra fiskafurða sé fluttur úr landi sem hálfunnið hráefni. Svo er þó alls ekki. Hátt i 70% framleiöslunnar er flakaframleiösla I margvisleg- um umbúðum, sem fer beint til neytenda. Þessi framleiösla hefur reynst hagkvæmust til þessa og litið breyst i á annan áratug. Fryst fiskblokk er hráefni fisk- réttaverksmiðja. | Fyrirtæki i þessum iðnaði eru | margvisleg. Allt frá litlum fjöl- skyldufyrirtækjum með fábrotna framleiðslu, upp i verksmiðjur með mörg hundruð manns i vinnu. Framleiðsla stærri fyrirtækj- anna er mjög fjölbreytt. T.d. framleiðsla verksmiöjur Cold- water Seafood Corporation 200 - 300 tegundir fiskrétta. Nú eiga Islendingar þrjár fisk- réttaverksmiðjur i Bandarikjun- um. Tvær þeirra eru I eigu Sölu- miðstöðvar Hraðfrystihúsanna, SH og ein I eigu frystihúsa innan Sambands tsl. Samvinnufélaga. Þessar verksmiðjur eru og hafa verið iykillinn að velgengni þess- ara aðila á Bandarikjamarkaöi. Sem dæmi um þaö álit, sem þessi fyrirtæki njóta má nefna, að Coldwater Seafood Corporation dótturfyrirtæki SH, hefur selt frystar afurðir fyrir Færeyinga i Bandarikjunum. SH er nú aö hefja smiði á frystigeymslu og fiskréttaverksmiðju i Bretlandi. Ekki er gert ráð fyrir þvi að byggja strax stóra verksmiðju með mörg hundruð manna starfs- liöi. Farið veröur hægt af stað og safnað reynslu við framleiðslu fiskréttanna og þekkingu á mark- aönum. Starfsmannafjöldi yrði liklega 30 - 50 manns. Ef vel geng- ur veröur siðan aukin framleiðsla á þeim vörutegundum, sem hægt er að fullvinna. En þá er komið aö spurning- unni: Hvers vegna er aðili eins og SH að byggja fiskréttaverksmiöju i Bretlandi en ekki hér? Fyrir þvi eru veigamiklar ástæður og veröa þær helstu taldar upp hér á eftir: 1. Samskipti við markaðinn Náin tengsl þurfa að vera á milli framleiðslu fiskréttaverk- smiðju og markaöarins. Kaup- endur ætlast oft til þess að fisk- réttirnir séu framleiddir og fluttir til þeirra á nokkrum dögum. Stöðugt samband er þvi við kaup- endur bæði varðandi magn og gæði vörunnar. Fjölmargar teg- undir fiskrétta þola ekki nema um 3mánaða geymslu, þótt aðrar endist lengur. Þvi skiptir mjög miklu máli aö stytta þann tima eins og hægt er, sem fer i flutn- inga. 2. Flutningskostnaður Fiskur er um 60 - 65% heildar- þungans i fiskréttum. Onnur efni svo sem brauðmylsnu, oliur o.fl. þarf að flytja til landsins. Fisk- réttir eru mjög viðkvæmir i flutn- ingi og rúmtak sama þunga 2 - 3 sinnum meira en fiskblokka. 3. Tollar Nú er 10 - 15% tollur á sjávar- réttum i Bandarikjunum og lik- lega 10% inn til Efnahagsbanda- lagsins. Enginn tollur er á fisk- blokk eða fiskflökum. 4. Almenn sölustarfsemi Fyrirtæki SH og SIS i Banda- rikjunum selja ekki aöeins fram- leiðslu verksmiðjanna, heldur lika fiskflök og ýmsar aðrar teg- undir. Með nánum tengslum viö markaðinn og öflugu sölustarfi söiudeilda þessara fyrirtækja er hægtað sinna þessu verkefni mun betur en ella. Þaö sem fjárfest er i þessari starfsemi skilar sér margfaldlega aftur. Sest þaö best á þeim árangri, sem náðst hefur viö sölu fiskflaka. Vonast er til aö með fiskréttaverksmiöju I Bret- landi eflist enn sölustarfsemi SH þar I landi og e.t.v. viöar. Þessi atriði og mörg fleiri valda þvi aö skynsamlegra þykir að starfrækja fiskréttaverksmiöjur erlendis. Með verksmiöjum I Evrópu og Bandarikjunum er verið aö styrkja stöðu frystra af- urða á mörkuöunum. Hitt er svo annað mál, að meö samvinnu viö þessar verksmiöjur geta seinna komiö upp möguleikar til meiri vinnslu fiskafurða hér á landi. Eitt er víst, að allir hafa áhuga á þvi að auka slika starfsemi, svo framarlega sem endar nái sam- an. Annars er það merkilegt, að alltaf er verið að tala um að f jölga þurfi atvinnutækifærum á sama tima og viðast hvar vantar stór- lega fólk til fiskvinnslu allt i kring um landið. En hversvegna framleiða Norðmenn fiskrétti I Noregi? Inn- anlandsmarkaður fyrir frysta fiskrétti er stór i Noregi, og enn- fremur er mjög stór markaöur i Sviþjóð, sem liggur vel viö fram- leiðslu Norðmanna. Það er mjög eðlilegt að þegar um svo stóran innanlandsmarkað er að ræða, sé jafnframt eitthvað flutt út. Slikt getur mjög vel falliö inn I fram- leiðsluáætlanir verksmiðjanna. Samtök frystihusa I Noregi hafa samt talið hagkvæmt að eiga verksmiðjur i Bretlandi, Frakk- landi og fleiri löndum. 1 Evrópu erum við langt á eftir þeim I þessum efnum, vegna þess að við höfum lagt megináherslu á Bandarikjamarkað. Þar hafa fengist bestu verðin og viö varla haft undan með framleiðsluna, þar til nú síöustu tvö árin. Hitt er svo annaö mál, að ef rekstraraf- koma frystihúsa veröur áfram lik þvi, sem hún hefur verið undan- fariö, þarf ekki að gera neitt sér- stakt átak i sölumálum. Fram- leiðslan minnkaði verulega á siö- asta ári og virðist sú þróun munu halda áfram. Fjárvana og oft nánast gjaldþrota fyrirtæki, eru bæði ófær um að fylgjast með breyttum kröfum markaöanna og að fjármagna nýja tækni. Afleið- ingin er minni framleiöni, og minni gjaldeyristekjur en ella. Neskaupstaö jan. ’82 Ólafur Gunnarsson ritstjornararein Stríð herforingjaklíkunnar í E1 Salvador er þjóðarmorð I E1 Salvador reynir herfor- ingjastjórn að kúga 4.3 miljónir ibúa til hlýðni og undirgefni með aðferðum sem bera svip af þjóð- armorði. Herforingjastjórnin I E1 Salvador er studd af banda- lagi spilltra hermanna, iðnjöfra og stórjarðeigenda sem heldur vilja ganga milli bols og höfuðs á siðasta verkamanninum, bóndanum, stjórnmálamannin- um og prestinum, en aö sam- þykkja einhverjar umbætur i þessu landi, þar sem lifskjör eru einna lökust i allri Mið- og Suð- ur-Ameriku. Þessi hernaður gegn þjóðinni i E1 Salvador nýt- ur siðferöilegs og fjárhagslegs stuðnings Bandarikjastjórnar, sem eingöngu kýs að lita á ástandið I E1 Salvador sem strið gegn heimskommúnismanum. Þessvegna styður Bandarlkja- stjórn stríö gegn þjóðinni i E1 Salvador og sendir hernaðar- ráðgjafa sina þangað til þess að aðstoða við fjöldamoröin. Vitnisburður um þjóðarmorð Nýlega var Hans-Göran Frank, kunnur sænskur lög- fræöingur, á ferð i E1 Salvador á vegum Jafnaðarmannaflokks- ins i Sviþjóð. Hann kveöst hafa fengiö skýrslu i hendur frá lög- mannanefnd erkibiskupsins i E1 Salvador sem sýni, að á árinu 1981 hafi 13.000 andstæðingar herforingjaklikunnar verið myrtir. Mannréttindanefnd E1 Salvador hefur birt tölur um að á árinu 1980 hafi yfir 15 þúsund manns verið myrtir og á fyrstu 9 mánuðum ársins 1981 hafi umþb. 65 manns verið myrtir dag hvern aö undirlagi herfor- ingjastjórnarinnar, og að heild- artala myrtra sé á bilinu 17 til 25 þúsund manns. ,,Ég vii ekki halda þvi fram”, segir Hans Göran Frank heim- kominn frá EI Salvador,” að i E1 Salvador eigi sér staö þjóðar- morð af sömu tegund og stærð- argráðu sem I Vietnamstrlðinu. En strföið i E1 Salvador er byrj- að að taka á sig sama svip. A stórum svæðum er almenningur rekinn á flótta, heiiir bæir eru jafnaðir viö jöröu og ibúar þeirra sallaðir niður allir með tölu, og það er herforingjaklík- an sem ber ábyrgö á morðun- um.” Aðslá þjóðina ógn Að baki morðanna i E1 Salvador standa herinn, lög- reglan, vopnaðar sveitir sjálf- boðaliða og ein sex samtök sem komið hafa upp dauöasveitum. Astæðan til þess að vitað er hverjir moröingjarnir eru mun vera sú aö þeir vilja gjarnan láta þekkja sig. Tilgangurinn er að hræða til hlýðni og undir- gefni. Að slá þjóðina slikri ógn að hún megi sig ekki hræra. 1 þessu skyni eru jafnvel barna- hópar myrtir — enginn á aö vera óhultur — og sé minnsti grunur um samúö eöa stuöning við andstæöinga herforingja- klikunnar eru bændur, gamal- menni, konur og börn á svæðinu umsvifalaust llflátin. Um 100 þúsund manns — aöallega börn og unglingar — eru á vergangi og flótta I E1 Salvador við hinar ömurlegustu aðstæður. Fimm hundruð þúsund manns hirast i flóttamannabúðum I nágranna- rikjum E1 Salvador, og tugþús- undum saman eru Ibúar I sveit- um neyddir til þess aö flytja til borganna, þar sem hægt er aö hafa þá undir eftirliti. Andlitsfegrun eða pólitísk lausn Nýjasta tilraun herfor- ingjaklikunnar, sem nýtur full- tingis ýmissa stjórnmálamanna úr rööum kristilegra demó- krata, til andlitsfegrunar i aug- um umheimsins er að efna til al- mennra þingkosninga, I lok mars nk. Einungis sex hægri flokkar og stjórnarflokkurinn kristilegir demókratar eiga að fá að taka þátt i kosningunum. Ýmsir forystumanna flokkanna sex hafa þegar ásakað yfirvöld um falsanir á kjörseölum. Þessi andlitslyfting herforingjaklik- unnar nýtur stuðnings annarra herforingjastjórna i Miö- og Suður-Ameriku, Bandaríkja- stjórnar og stjórnar Venezuela. — I þvi ástandi sem nú rikir IE1 Salvador eru engar þær for- Einar Karl Haraldsson skrifar sendur fyrir hendi, sem geta gert kosningarnar i mars lýð- ræðislegar, segir Hans Göran Frank. Erkibiskupinn 1 E1 Salvador hefur lýst stuðningi við tillögur sem ýmsir aöilar reyna að afla fylgis um aö stjórnvöld og Frelsishreyfingin i E1 Salvador setjist við samn- ingaborö og leiti pólitlskra lausna sem stuðlað gætu aö friði i landinu. Riki Vestur-Evrópu og t.d. Mexikó hafa lýst fylgi við þessa hugmynd. En Banda- rikjastjórn vill heldur stuðla að kosningaskripaleik og halda áfram stuöningi viö fjöldamorö- in i E1 Salvador. Oscar Romero erkibiskup i El Saivador sem myrtur var 24. mars 1980 hvatti til þess I einni af sinum siðustu ræöum aö heimurinn léti ekki Ibúa E1 Salvador einsamla I baráttu sinni. Enn hefur morð hans ekki verið rannsakað né hirt um aö kæra morðingjana þótt þeir séu þekktir. En við skulum minnast orða hans og efla stuöning við málstað alþýöunnar I E1 Salva- dor og fordæma framfærslu Bandarikjastjórnar á herfor- ingjakllkunni og fjöldamorðum hennar. —ekh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.