Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 15
Helgin 16.— 17. janúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Verslanir við
Bankastrœti og
neðanverðan Laugaveg:
Um
heita
erlendum
nöfnum
Nokkrar umræður hafa spunnist um erlend heiti á
islenskum skemmtistöðum að undanförnu, sérstaklega
eftir að tveir nýir, Manhattan og Broadway, komu til
sögu. Þykir mörgum það hin mesta ósvinna að skira
islensk fyrirtæki slikum nöfnum og getur undirritaður
tekið undir það. Hitt er annað mál, að þetta er ekki ný
bóla á íslandi og m.a.s. gömul hefð fyrir þvi, t.d. að skira
verslanir i höfuðið á erlendum stórborgum. Svo virðist
samt að erlend heiti hafi færst i vöxt siðustu ár og til
marks um það má nefna að i Bankastræti og við neðan-
verðan Laugaveg (frá Snorrabraut) eru nær 40 verslanir
með erlendum nöfnum eða litlu færri en þær sem heita
góðum og gildum islenskum nöfnum. Verður þetta gert
að umtalsefni i grein þessari.
Meðan verslun á íslandi var að
miklum hluta i höndum útlendinga
var eðlilegt að þær hétu erlendum
nöfnum, svo sem Duus, Thomsens
Magasin, Fischersverslun, Bryde,
L.H. MQller, O. Ellingsen o.s.frv.
Mikil viðskiptasambönd tökust við
Bretlandseyjar á siðustu öld og þá
komu upp verslunarnöfn svo sem
Glasgow, Edinborg, Liverpool og
Aberdeen.
I seinni heimsstyrjöld jukust ensk
áhrif að mun á Islandi og siðan þá
hafa fjölmörg islensk fyrirtæki verið
skirð enskum heitum, svo hvim-
leiður sem sá siður er. Þar má nefna
t.d. Electric h.f. (stofnað 1940) og
Everest Trading Company (stofnað
1952).
Flestar verslananna við Lauga-
veginn sem bera erlend nöfn eru nýj-
ar af nálinni og margar tiskuvöru-
búðir. Hins ber að geta að
fjölmargar verslanir við þessa götu
heita góðum islenskum nöfnum og
fer engum sögum af þvi að þeim
vegni verr en þeim sem bera erlendu
heitin. Þar má sjá nöfn eins og Rima,
Helgafell, Penninn, Vinnufatabúðin,
Skæði, Brá, Glitbrá, Gullhöllin, 1001
nðtt, Vöggur, Sjón, Osk, Silfurbúðin,
Glugginn, Framtiðin, Elfur, Tisku-
skemman, Dagný, Iða, Brynja,
Mömmusál og Vaggan.
Hér verða talin upp erlendu heitin i
Bankastræti og upp að Laugavegi
100. Þó er sleppt öllum videóleigun-
um, en þær eru nokkrar þarna og
hafa allar videó sem forlið.
Bristol (Bankastræti 6), Clara (nr.
8),Kosta Boda (nr. 10), Bon Bon (nr.
11), Pophúsið (nr. 14), Biering
(Laugavegur 6), Bixið (nr. 11),
Nesco (nr. 10), Sport (nr. 13), Tékk-
kristall (nr. 15), Liverpool (nr. 18),
Bonanza (nr. 24), Milano (nr. 24),
Olympia (nr. 26), Amazon (nr. 30),
Partner (nr. 30), Bistro (nr. 32),
Bonny (nr. 35), Faco (nr. 37),
Franch Michelsen (nr. 39), Marella
(nr. 41), Kúnst (nr. 40), Nora (nr.
45), Figaró (nr. 51), Top Class (nr.
51), Plaza (nr. 52), Blondie (nr. 54),
Dltima (nr. 59), Fiber (nr. 61),
Magnor-kristall (nr. 62), Loilipop
(nr. 62), Karnabær (nr. 66), Amatör
(nr. 82), Fanny (nr. 87), Barón (nr.
86), Domus (nr. 91) og Marilyn (nr.
92).
Fleiri fy'rirtæki á þessum slóðum
eru reyndar með útlendum heitum,
svo sem hársnyrtistofurnar Papilla
og Désirée. Af þessu sést greinilega
að Broadway, Hollywood og
Manhattan eru ekki einangruð fyr-
irbæri heldur býsna útbreidd.
— GFr