Þjóðviljinn - 16.01.1982, Blaðsíða 32
UÚÐVIUINN
Helgin 16.— 17. janúar 1982.
nafn
vfkunnar
Karl
Þorsteins
Nafn þessarar viku er
skákmeistarinn Kari Þor-
steinsson sem náö hefur frá-
bærum árangri á alþjóðlegu
skákmóti unglinga i Hio de
Janeiro i Brasiliu undan-
farið, en þegar siðast fréttist
var hann efstur með 9 vinn-
inga eftir 11 umferðir.
Skákmótið i Rio er haldið
af Skáksambandi Brasiliu i
samvinnu við tvö einkafyrir-
tæki, og tefla 16 sterkir skák-
meistarar 17 ára og yngri frá
Sovétrikjunum, Bretlandi,
Hollandi.Júgóslaviu og fleiri
löndum á mótinu. Það var
Skáksamband Islands sem
vakti athygli Brasiliumann-
anna á Karli er þeir fréttu af
mótinu, og varð þaö til þess
að honum var boðið. Skák-
sambandið styrkti hins
vegar eidri bróður hans, sem
einnig teflir.til þess að verða
Karli til aðstoðar.
Karl Þorsteinss. er læddur
13.október 1964 og hann lærði
taflmennsku af föður sinum
og bróður, sem er ári eldri.
Hann fór ungur að tefla hjá
Taflfélagi Reykjavikur og
varð 2. á Unglingameistara-
móti Islands fyrir 20 ára og
yngri árið 1977, þegar hann
var 13 ára. Fjórtán ára gam-
all náði hann 50% vinnings-
hlutfalli á Skákþingi islands
i meistaraflokki og árið 1979
náði hann þeim frábæra ár-
angri að sigra i eins konar
heimsmeistarakeppni ung-
linga innan 16 ára, sem
haldið var i Puerto Rico.
Á árinu 1980 komst hann i
hóp bestu skákmanna Is-
lands aðeins 16 ára gamall,
er hann varð 2. i áskorenda-
flokki Skákþings islands og
vann sér rétt til aö keppa i
landsliðsflokki árið eftir.
A siðasta ári hafnaði hann
i 4—5 sæti i landsliðsflokki á
Skákþingi Islands og var þá
m.a. fyrir ofan stórmeistar-
ann Guðmund Sigurjónsson
og alþjóðlegu meistarana
Jón L. Árnason og Inga R.
Jóhannsson.
Á mótinu i Brasiliu verða
tefldar 16umferðir. í siðustu
tveim umferöum sigraði
Karl þá Wells frá Englandi
og Maxim d’Lugy frá Banda-
rikjunum, sem þeir hjá
Skáksambandinu segja að
séu þekktir meistarar i skák-
inni.
Fyrstu verðlaun á mótinu
verða 500 dollarar, 2. verð-
laun 400 og þau 3. 300 doll-
arar.
Samkvæmt hinni alþjóð-
legu ELO-stigatöflu hafði
Karl 2305 stig áður en hann
fór i mótið og er þar í 17.—18.
sæti islenskra skákmanna.
Hætt er við að sú röð eigi
eftir að breytast ef heldur
sem horfir. Þjóðviljinn óskar
Karli góðs gengis i siðustu
umferðum mótsins.
Abalsfmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn hlaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroi Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663
8i285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl 9-12 er hægt að ná i af- greiðslu blaösins i slma 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348
Valdimar Sigþórsson háseti á
Snorra Sturlusyni.
Valdimar Sigþórsson háseti á Snorra Sturlusyni:
Pappírsleikur útgerðarmanna
Valdimar Sigþórsson
háseti á Snorra Sturlu-
syni var að hengja upp
auglýsingu i Kaffivagn-
inum á Granda þegar við
náðum í skottið á honum
og leituðum fregna og
álits á stöðunni einsog
hún var i gærmorgun.
Núna verðum við að
byrja uppá nýtt, baráttan
er hafin að nýju, sagði
Valdimar sem átt hefur
sæti í samninganefnd sjó-
manna í deilunni að
undanförnu.
— Ég er ekkert sáttur við
oliugjaldið, það á engan rétt á
sér. Kristján Ragnarsson og
hans menn I samninganefndinni
ljéðu ekki máls á þvi að það yrði
tekið út. Eftir nokkuð þóf ákváð-
um við lika að gefa frest á af-
námi oliugjaldsins fram yfir
næstu áramót.
— Ég held að það sé ekkert
annað að gera i stöðunni en
setjast niður og byrja uppá nýtt
þessa samninga við útgerðar-
menn. Við þá er þetta strið. Við
urðum að fallast á tillögu sátta-
nefndar einsog hún var lögð
upp. Boltanum var hent til rikis-
stjórnarinnar og samkomulagið
sprakk á fiskverðinu, þannig
litur þetta út i minum augum.
— Fjölmiðlarnir eru nú alvég
sérstakur kapítuli i þessari
deilu. Menn hafa verið þar með
vitiausa útreikninga og rang-
túlkanir. Meðalkaup venjulegra
sjómanna er ekkert hátt einsog
einhvern veginn hefur verið
rangtúlkað i fjölmiðlunum. Og
sjómenn á flotanum standa
engan veginn jafnt að vigi. Allar
sérkröfur til dæmis háseta á
stóru togurunum voru ekki með
i samningunum núna. Ef byrjað
verður upp á nýtt munum við
setja sérkröfurnar fram af
fullum þunga. Útvarpið gerði
okkur allt I óhag. Og blöðin
höfðu undarlegustu aðferðir i
fréttamennskunni. A samninga-
fundinum i fyrrinótt var húsinu
lokað og öllum óviðkomandi
visað út. Það kom hins vegar
ekki i veg fyrir það, að Morgun-
blaðið var með fréttir á baksiðu
blaðsins, sem við fengum þegar
ihendur á fundinum um nóttina,
með fréttum af þessum lokaða
fundi. Þetta þykir mér skrýtið i
meira lagi.
— Útgerðarmennirnir eru að
leika skollaleik. Þetta er allt
saman einn pappirsleikur.
Hverjir eiga flestar fiskvinnslu-
stöövarnar aðrir en útgerðar-
menn?
Þrátt fyrir allt held ég að vig-
staðan sé mjög góð fyrir sjó-
menn núna. Við höfum aldrei
haft jafn góða aðstöðu til átaka
og núna, mest allur flotinn i
landi og sjómenn orðnir lang-
þreyttir og reiðir.
-bg
Sjómenn á verkfallsvaktinni
Reiðubúnir í harðari átök
Orðnir
skítblankir
í verkfalli á
versta tíma
Niður á Granda hittum
við þá ívar Bjarnason á
Hilmi SU, Guðmund
Ólafsson á Ásbirni RE og
Öla Má Eyjólfsson á
Karlsef ni. Þeir voru hinir
gunnreifustu þegar þeir
voru spurðir um stöðuna í
deilunni í gær:
— Þetta er allt komið i
hávaðaloft aftur og við erum
alveg til I harðari átök. Auð-
vitað erum við orðnir skitblank-
ir og vildum gjarnan komast á
sjóinn sem fyrst. En það er ekki
gott viö aö gera einsog staðan er
orðin. Við erum eiginlega að
fylgjast með þvi hvort nokkur sé
á þeim buxunum að fara á sjó,
en enginn er aö gera klárt. Það
er orðin mun meiri samstaða
meðal sjómanna núna eftir allt
þetta brölt. —
— Við viðurkennum að það er
Guðmundur ólafsson á Asbirni
RE.
stundum erfitt að átta sig á
þessu máli og viö vitum ekki um
allar staöreyndir málsins. En
þaö erum við með á hreinu, við
viljum losna við oliugjaldið sem
allra fyrst. Núna er versti tim-
inn til að standa I verkfalii en
tvar Bjarnason á Hilmi SU.
sjómenn verða að standa saman
hvaðsem tautar og raular. Fjöl-
miðlarnir, sérstaklega útvarpið
hafa leikið málstað okkar illa en
það kemur ekki i veg fyrir að við
sýnum samstöðu. Svo erum við
steinhissa á Vestmannaeying-
Texti: óg
Myndir: gel
Óli Már Eyjólfsson á Karlsefni
unum, kannski hafa þeir eitt-
hvað misskilið fréttirnar.