Þjóðviljinn - 01.05.1982, Síða 2

Þjóðviljinn - 01.05.1982, Síða 2
2 SIÐ A — ÞJÓÐVILJINN Helgin 1,— 2. mai 1982 Af karlrembusvínastíu Ég held ég muni það rétt, að á stofnfundi Rauðsokka í Þjóðleikhúskjallaranum, hérna um árið, hafi aðeins verið mættir tveir menn; Þorgeir Þorgeirsson og ég. Hitt voru allt konur. Ég veit ekki af hverju Þorgeir var þarna og man ekki af hverju ég var mættur. Kannske hef ur okkur báðum f undist að konur og karlar ættu að róa á einum og sama báfi í lif sins ólgu- sjó. Þó er mér nær að ætla að nærvera mín haf i stafað af því að á vissu aldursskeiði var ég hændari að konum en körlum. Mörg löng og ströng vatnsföll haf a runnið til sjávar síðan þetta var og margt hef ur breyst. Meðal annars hefur kvenhyllin, sem aldrei var nú raunar teljandi, farið þverrandi með árunum og er nú að því er virðist gersamlega þorrin. Nú á ef ri árum virðast aðeins tvær tegundir kvenna laðast að mér; ómálga stúlkubörn, sem ekki eru búin að fá dómgreindina og gamlar konur, sem búnar eru að missa hana. Afstaða mín til kvenna hefur afturámóti í engu breyst. Mér finnst þær enn sem fyrr dásamlegasta uppátæki skaparans, að minnsta kosti svo lengi sem þær gleyma þvf ekki að þær eru konur en ekki karlar. Margar þeirra sem voru þarna á stofnf undi Rauðsokka í Þjóðleikhúskjallaranum um árið eru enn ágætar vinkonur mínar og ræða gjarna við mig um sameiginleg áhugamál. Þetta skeður auðvitað öðru fremur, þegar okkur Rauðsokkum er í einhverju gróflega misboðið. Svo var það núna um daginn að ein slík kom aðmáli við mig og stóð.svona einsog á öndinni. „Það er sama hvar borið er niður. Alls 4staðar er sama misréttið. Alltaf þurfa konur að lúta í lægra haldi. Sama hvert litið er." Ég þorði ekki annað en samsinna þessu, því henni var meira en lítið niðri fyrir. ,, Hvað er nú að ergja þig, gullið mitt?" sagði ég, en sá strax eftir því að hafa hagað orð- unum svona óvarlega, því gull eru nú einu sinni leikföng. Sem betur fer tók hún ekkert eftir því hvað ég hafði kallað hana, hún var í of miklu upp- námi til að fara að gera veður útaf smá- munum. „Reykjavík er ekkert annað en karlrembu- svínastía!" æpti hún alveg á tampi útaf ein- hverju, sem ég vissi ekki hvað var. „Já, það er nokkuð til í því", svaraði ég svona til að halda friðinn. „En hvers vegna ertu að hafa orð á jafn sjálfsögðum hlut og þessu einmitt núna, dúllan mín?", sagði ég. Hún var svo æst að hún tók ekki einu sinni eftir því að ég kallaði hana „dúllu". Og nú kom hún loksins að því sem hafði valdið öllu uppnáminu: „ Ég var að fara yf ir götunöf nin \ Reykjavík og það var ófögur lesning, svo ekki sé nú meira ságt." Ég var auðvitað engu nær og hváði bara. „Það er sannarlega fróðlegt að sjá hvernig karlrembusvínin hafa klínt karlpunganöfnum á göturnar hérna í borginni, án þess að okkur konunum væri ætlaður sambærilegur skerfur frekar en endranær." „Já ekki er það gott", þorði ég að segja, en nú fór hún í gang: „Móti hverjum tiugötum", sagði hún, „sem draga nöf n af körlum, er aðeins ein nef nd eft- ir konu. Og ekki nóg með það, heldur hafa karlmenn alltaf gætt þess vandlega að skíra stuttar litlar og ótúttlegar götur í höfuðið á konum. Bara til þess eins að niðurlægja okkur. Taktu til dæmis Njálsgötu og Gunnarsbraut. Þetta voru með lengri götum, þegar þeim voru gef in nöfn. En Bergþórugatan, svona stutt og tíkarleg. Þú heldur kannske að þetta sé ein- hver tilviljun. Ekki aldeilis. Alltaf sama and- skotans karlremban." Ég reyndi að malda í móinn og nefndi Suðurlandsbraut, en fattaði auðvitað sam- stundir að hún er ekki skírð i höfuðið á konu. Eða það held ég að minnsta kosti ekki. ,, Ef götur í Reykjavík eru skírðar eftir kon- um" hélt vinkona mín áfram, „þá eru þetta einhver smásund, stubbar eða stígar, til dæmis Unnarstígur: Við hann eru f jögur hús. Hrannarstígur: Við hann er ekkert hús. Hall- veigarstígur: Æðislega tíkarleg gata með húsum aðeins öðrum megin, og allt er þetta bara af því að þessar götur heita eftir konum. Lengsta gatan í borginni er auðvitað skírð í höfuðið á einhverjum forn-karlrembukóngi í Hringaríki: Hringbrautin, og nær í kringum allar karlrembugöturnar í Reykjavik". Nú mundi ég eftir því, að ég var að verða of seinn eitthvað. Ég mundi bara ekki hvert, svo ég gerði mig líklegan til að kveðja, en hún ætlaði sér greinilega að slá botninn í ræðuna: „Hér er auðvitað Bræðraborgarstígur, en engin Systraborgargata, Dvergabakki en ekkert Smákonusund", og nú fannst mér eins og hún næði ekki andanum lengur.... „Karla- gata en engin Kvennagata." Ég var allan tímann búinn að vera að reyna að muna eftir götunaf ni, sem minnti á móður konu og meyju og allt í einu mundi ég það. „Stokkasel", stundi ég upp. Við þessa athugasemd var eins og þessi skoðanaskipti væru dæmd til að fá dálítið snubbóttan endi. Já, hvað segir raunar ekki í vísunni gömlu: Mörgum finnst að mannlifið sé meira en lítill kross. Vér karlar elskum kvenfólkið, en konur hata oss. skráargatið Eitt glæsilegasta hús landsins frá fornri tíð, Hótel Borg, hefur um margra ára skeið verið i sölu. Eigendur hússins hafa mikið reynt að losna viö það en litið gengið. Aron Guðbrandsson sá góði maður var á timabili kom- inn inn á gafl hjá Alþingi með þá hugmynd að Alþingi keypti hús- ið ef þingið stækkaði við sig. Hugmynd þessi varð að engu og siðan hafa allmargir aðilar heyrst i sambandi við kaup á hótelinu. Siðast heyrðist nafn Rauða krossins nefnt á nafn og vitaðer að viðræður fóru fram á milli eigenda hótelsins og for- ráðamanna Rauða krossins hér á landi. Ekki er vitað hvaða not Rauði krossinn gat haft aö hótelinu, e.t.v. sett upp sjúkra- stöð eða eitthvað þess háttar. Hitt er orðiö ljóst að nýlega dró mjög úr likum fyrir þvi að af kaupum yrði og mun málið dott- iðupp fyrir. Stórir hópar Islendinga hafa undan- farnar vikur verið suður við Miðjarðarhaf i þeim tilgangi að sóla sig en það hefur farið á annan veg hjá flestum þeirra. Kuldakast hefur verið þar suður frá og litt séð til sólar dögum saman. Þannig var grenjandi rigning allan timann hjá þeim sem voru i páskaferð á Costa del Sol og þeir sem undanfarið hafa verið á Sikiley segja sinar farir ekki sléttar. Þar var hitastigið gjarnan nálægt 5 gráðum á Celcius. Svo eru menn að kvarta undan veðráttunni hér heima á Fróni. Þaö er ekki ofsögum sagt af leiklist- argróskunni hérlendis. Litli leikklúbburinn á ísafirði er áhugamannaleikfélag sem hef- ur f vetur gert hluti sem margt atvinnuleikhúsið gæti verið stolt af. S.l. haust réði það til sin Böðvar Guðmundsson skáld til að semja fyrir sig nýtt leikrit og var það synt fyrir skömmu. Nefnist það Úr aldaannál og segir i leikdómi i Vestfirska fréttablaðinu að hér sé um list- rænt stórvirki að ræða. En ís- firðingar létu ekki við það sitja heldur létu þeir tónskáld á staönum, Jónas Tómasson, semja leikhljóð við verkiö og nú eru þeir búnir að gefa nýja leik- ritið útáprenti. Sá varmngur sem er einna mest keyptur af almenningi hérlendis er alkihól. Þess vegna er það i raun og veru dálitiö furðulegt hversu hægt er að fá þessa neysluvöru i fáum búðum. Þær munu vera alls 9 á öllu landinu. í Reykjavik eru þrjár búðir og þjóna þær öllu stór-Reykjavik- ursvæðinu og auk þess að veru- Leikarar úr Litla leikklúbbnum fóru riðandi um götur tsafjaröar til að kynna ieikritið Úr aldaannál eftir Böðvar Guðmundsson. Ljósm.: Trausti Hermannsson/Vestfirska fréttablaðið. Veröur Gamli-Lundur á Oddeyri geröur að listamannaskála? legu leyti stöðum eins og Selfoss og Akranesi. Nú i vor verður kosið um það á Akranesi hvort þar skuli opnuð búð. Bæjar- stjórninni bárust undirskriftar- listar með nöfnum 1109 bæjar- búa þar sem skorað var á hana að láta slika kosningu fara fram en það eru um þriðjungur kjósenda á Akranesi. Bæjar- stjórnin samþykkti siðan með 7 atkvæðum að láta kjósa um þetta en 2 bæjarfulltrúar sátu hjá. Akureyringar eiga einhvern fallegasta bæ á öllu landinu og hafa haft skilning á að varðveita gömlu húsin sin þó að stundum hafi orðið slys i þeim efnum eins og annars staðar. Nú hefur komið upp Sú hugmynd að gera eitt elsta húsið sem stendur á Odd- eyri að einhvers konar lista- mannaskála. Þetta er Gamli- Lundur við Eiðsvallagötu sem bæjarstjórnin hefur nýlega ákveðið að friða skv. B-flokki þjóðminjalaga. Hús þetta var reist árið 1858 og hefur nú staðið autt um hrið og er i einkaeign. Hugmyndin er að þarna geti verið samastaður listamanna og listunnenda og Eiðsvöllur sem er á næstu grösum þá vett- vangur útisýninga og annarra viðburða.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.