Þjóðviljinn - 01.05.1982, Síða 5
Örfáum 5 gíra bílum óráðstafað á ótrúlega hagstæðu verði
Kr. 127.500.-
(gengi 30/4)
Helgin 1,— 2. mai 1982 þjóDVILJINN — SÍÐA 5
Sigurður Jónsson, verkamaður í Síldarvinnslunni:
• CITROÉN^ dregur ekki magann — Hin sjálfvirka hæöarstilling sér um sömu fjarlægö frá jöröu, óháö
hleöslu auk þess þrjár hæðarstillingar. Ómetanlegt í snjó og ófærö. • Vökvafjöðrunin (aöeins á
CITROÉN^) skapar eiginleika og öryggi, sem enginn annar bíll getur boöiö upp á, t.d. þó hvellspringi á
miklum hraöa er þaö hættulaust, enda má þá keyra bílinn á 3 hjólum. • Framhjóladrif eins og
á öllum CITROÉN^-bílum síöan 1936.
endingarbestu bílum þar í landi.
Gbbus?
Lágmúla 5, sími 81555.
Sænskar skýrslur sanna aö CITROEN^ er einn af 4
Komiö — Reynsluakiö
— Sannfærist
Kann vel
við allar
breytingar”
. Ég er búinn að vinna nú í vetur i frystihúsi
hér í frystihúsi Sildar-
vinnslunnar frá því að það
tóktil starfa vorið 1948, og,
jú, það má alveg segja það,
að aðstæður og starfs-
hættir hafa breyst mjög
mikið á þeim tíma, sem
liðinn er", sagði Sigurður
Jónsson, verkamaður, og
tók vel iað spjalla lítillega
vlð blm. Þjóðviljans, þótt
nóg væri að starfa. Hann
var spurður hvernig hon-
um líkaði við þá tölvuvæð-
ingu, sem hefur áttsér stað
Síldarvinnslunnar.
„Þetta er náttúrulega mikill
munur frá þvi sem áður var. Ég
kann ekkert illa viö það, ég kann
alltaf vel við allar breytingar. Og
þetta á að einfalda störfin fyrir
fólkiö”.
— Við hvaö vinnur þú hér, Sig-
urður?
„Ég er mest i þvi að snyrta frá
vélunum, þannig að ég kem nú
minnst nálægt þessum nýja út-
búnaöi”.
— Ert þú Norðfiröingur i húð og
hár?
„Já, blessaður vertu, hér hef ég
búið allt mitt lif. Ég var sjómaður
lengi fram eftir, allt undir
Sigurður Jónsson verkamaður hefur unnið við Sildarvinnsluna frá því hún tók til starfa.
fertugt. Þeir voru nú ekki stórir
þá, bátarnir; þetta voru ekki
nema 8—9 tonna bátar og á þessu
sótti maöur 7—9 klukkutima.”
— Kanntu aö nefna dæmi um
það, að kjör verkafólks hafa fariö
batnandi miðað við það sem var?
„Já, mér finnst til dæmis mik-
ill munur á þvi, að áður fyrr
þurfti fólkið að koma sér sjálft á
vinnustaöinn áður en vinnan átti
' að hef jast. Þá var ekkert farar-
tæki, eins og nú er, til að flytja
fólk á milli heimilis og vinnustað-
ar. Menn áttu bara að vera mætt-
ir á slaginu, það var yfirleitt
klukkan sjö”.
— En finnst þér, að þú fáir
meira fyrir peninginn i iaunaum-
siaginu nú cn áður?
„Nei. Ég held að ég fái minna
fyrir hann”.
Þar með var Sigurður horfinn á
braut, kvikur i hreyfingum. Það
er ekki að sjá á þessum brosmilda
öldungi, að hann hafi elst i anda,
til þess er honum hláturinn of
tamur. En hann er samt meöal
elstu starfsmannanna I frystihúsi
Sildarvinnslunnar, og hann á að
baki lengstan starfsaldur allra
sem þar vinna.
—jsj.
CITROEN^