Þjóðviljinn - 01.05.1982, Síða 6

Þjóðviljinn - 01.05.1982, Síða 6
6 SIÐA *- ÞJÓÖVILJI'NN Helgin 1,—2. mai 1982 DJÚÐVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Ctgefandi: Dtgáfufélag Þjóöviljans. Framlcvæmdastjóri: EiBur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Þórunn Sigurðardóttir. Dmsjónarmaöur sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson'. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi Ölafsson, Magnús H. Glslason, Ólafur Gislason, óskar Guömundsson, Sigurdór Sig- urdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson. tþróttafréttaritari: Viöir Sigurðsson Dtlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkaiestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn Oladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bfistjóri: Sigrún Báröardóttir Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Dtkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Slðumúla 6, Reykjavik, simi: 8 13 33 Prentun: Blaöaprent hf. ritstjórnargrei n 1. maí kemur og spyr • 1. maí, — alþjóðlegur baráttudagur verkalýðs- samtakanna, rís ár hvert úr djúpi tímans. Þessi dagur kemurtil okkar allra, sem viljum vera liðsmenn í inn- lendri og alþjóðlegri baráttu verkalýðssamtakanna. Ákall hans geymir lýðhvöt og sigursöng fallinna merkisbera, sem áður ruddu leið. Það ákall geymir einnig þær vonir sem f lugu hátt, þegar verkalýðssam- tökin voru að rísa á legg, en enn haf a ekki ræst. Og úr nútíðinni kröfur og vonir stríðandi alþýðu um allan heim, ekki síst þar sem mannréttindi eru fótum troð- in, þar sem baráttumenn verkalýðsins eru með of- beldi færðir í dýflissur valdhafanna, en her og lög- reglu sigað gegn hverjum þeim, sem tilraun gerir til að rísa upp. • Það ákall sem þýtur í storminum 1. maí geymir einnig raddir þeirra 100 miljóna barna, sem ekki f asatt hungur sitt í dag, þótt auðæfi jarðarinnar séu næg til að brauðfæða alla þá sem líta Ijós heimsins. • 1. maí kemur til hvers og eins meðeinfaldar spurningar, sem sumum finnst þó erf itt að svara: — Ætlar þú að taka þátt í baráttunni, sem háð er um allan heim fyrir jafnrétti allra manna, en gegn þeirri hrikalegu misskiptingu auðsins, sem við blasir í ör- birgð og allsnægtum. Ætlar þú að taka þátt í barátt- unni fyrir mannréttindum, fyrir rétti allra manna til að tjá skoðanir sínar og berjast fyrir þeim svo í Pól- landi sem í Tyrklandi. Ætlar þú að standa við hlið þeirra, sem leggja að veði líf sitt og blóð til að brjóta sinu fólki braut f rá örbirgð og eymd til þess mannlífs sem niðurlægir engan. • Hundrað miljónir barna, —það er há tala, og þau ganga öll svöng að sofa í kvöld. • 1. maí kemur til þín og spyr: Ætlar þú að sitja á friðarstóli við allsnægtaborðið, meðan þessi tala heldur áfram að hækka. Eða — ætlar þú að ganga með út i baráttunni, gegn því alþjóðlega auðhringaveldi, sem rænir brauðinu frá börnunum? • l. maf kemur til þín og spyr: • Ætlar þú að láta þig engu skipta hvorir fara með sigur af hólmi, —þeir sem berjast fyrir mannréttind- um og lýðfrelsi eða hinir sem láta her og lögreglu um að skera úr deilumálum. • Engin verkalýðssamtök geta lifað, nema sem stríðandi af I i þeirri alþjóðlegu baráttu sem hvarvetna er háð fyrir brauði, fyrir mannreftindum, fyrir friði. • Það er til þátttöku í þessari baráttu sem miljónir manna hópast út á götur og torg í dag í kröf ugöngum verkalýðssamtakanna. I Islensk verkalýðssamtök eru hluti af þeirri heild. » Með mikilli þátttöku í kröfugöngu verkalýðssam- takanna í dag mótmælum við líka kröftuglega, þeim ósvífnu kröfum, sem bornar hafa verið fram af Vinnuveitendasambandi Islands um 20-30% kjara- skerðingu íslensks verkafólks. Styrkur verkalýðs- samtakanna er ekki fyrst og fremst undir fáum for- ystumönnum kominn, heldur öllum hinum óbreyttu liðsmönnum. Styrkur samtakanna er sá eini styrkur sem verkalýðshreyfingin á. • íslensk verkalýðshreyf ing hef ur unnið stóra sigra á þeim 60 árum sem liðin eru síðan barist var í Suður- götu. Við (slendingar höfum komist nær því en f lestar aðrar þjóðir að útrýma fátæktinni, þökk sé baráttu verkalýðssamtakanna. Samt fer því enn ákaflega f jarri að okkar þjóðartekjum sé réttlátlega skipt, og fátt fjarstæðukenndara en fullyrðingar um það, að ekki sé hægt að hækka laun hinna lakar seftu með breyttri skiptingu þjóðartekna. • Fram til baráttu fyrir jafnréttishugsjónum verkalýðssamtakanna! » Fram til faglegrar og pólitískrar sóknar og nýrra sigra. k. úr almanakrinu Enn einu sinni viröast tslend- ingar vera aö átta sig á þvi, aö frændur þeirra Færeyingar, hafa þeim ýmislegt aö kenna, hvaö varöar fiskveiöar og fisk- vinnslu. A sama tima og Færeyingar hafa á undanförnum árum lagt aiit kapp á aö nýta kolmunna til manneldis og þróa bæöi vinnslu- aöferöir. veiðar og tryggt sér markaðf fyrir afuröir, höfum Viu isiendingar flotiö aö feigöar- ósi. Loönan er horfin af miö- unum, og hvort sem hún nær sér upp aftur eöa ekki, þá er þaö staöreynd aö loönuveiöar veröa ekki stundaðar viö tslands- strendur aö neinu marki á næstu árum, og jafnvel næstu framtiö. Sjálfsagt hafa landsmenn al- mennt ekki gert sér fyllilega grein fyrir þeirri þýöingu sem loðnuveiðarnar höfðu fyrir þjóöarbúið. Þegar veiðarnar eru að engu orðnar, standa landsmenn frammi fyrir þeirri staðreynd að afleiðingarnar eru meiri háttar áfall fyrir þjóðarbúið sem kemur meðal annars fram i mun lægri þjóðartekjum en ella, óhagstæðari viðskiptajöfnuði og minnkun gjaldeyristekna. Vissulega er hægt að vera vitur eftir á, segja eflaust margir. Menn verða hins vegar að gera sér grein fyrir þeim sannindum, að þegar fiski- fræðingar og aðrir minni spá- menn lýstu þvi yfir um miðjan siðasta áratug, að hér væri möguleiki á að veiða allt að miljón lestir af loðnu árlega, þá hafi menn ekki verið allt of áhugasamir, um önnur óarð- bærari verkefni i sjávarútvegi, eins og t.d. nýtingu á kolmunna- stofinum. Siðan þær staðreyndir lágu á borðinu fyrir tveimur árum siðan, að sóknin i loðnustofninn getur aldrei orðið sú, sem áður hafði verið áætlað, þá hlýtur það vissulega að vekja furðu, að ekki skuli hafa verið farið að hugsa af meiri alvöru út i það sem i staðinn gæti komið, vit- andi það að stóran hluta ársins hafa austurevrópsk verk smiðjuskip stundað kolmunna- veiðar með góðum árangri á landhelgislinunni úti fyrir Aust- fjörðum. Ekki siður hafa for- ystumenn i islenskum sjávarút- vegi, vitað um þá þróun sem átt hefur sér stað i kolmunna- veiðum Færeyinga á allra siðustu árum. Hrygningastofn Kolmunnans i Norður-Atlantshafi er áætlaður um 10 miljón lesta. A siðasta ári veiddust um 1.2 miljón lestir úr stofninum, og fiskifræðingar hafa áætiað að óhætt sé að auka þá veiði i 1.5 miljón lesta. Sovétmenn hafa verið drýgstir i þessum veiðum á siðustu árum. í fyrra tóku þeir upp um 760 þús. lestir af kol- munna á 200 milna linunni út af Austfjörðum. Færeyingar hafa áttað sig á þessu gulli sem þarna syndir um sjóinn, og eru með stórtækar áætlanir á prjón- unum. Kolmunnaveiðar og vinnsla kolmunna til manneldis munu i næstu framtið veröa veigamikill þáttur i atvinnulifi og útflutningi þeirra. Nú er þegar svo komið að helmingur allra fiskveiða við Færeyjar eru kolmunnaveiðar og tilraunir frænda okkar við veiöar og vinnslu hafa gefið bestu raun. Veiðarnar skila góðum aröi, og hugmyndir eru uppi um enn frekari aðgerðir á þessu sviði. Kolmunninn Getum ekki setið aðgerða- laus öllu lengur Sigurjón Arason fiskifræð- ingur, Magni Kristjánsson skip- stjóri og Helgi Seljan alþingis- maður eru þeir aðilar sem helst hafa bent á möguleika Islend- Lúðvík Geirsson skrifar inga í þessum efnum á siðustu árum, og reynt að koma réttum yfirvöldum i skilningum hversu miklir hagsmunir eru hér á ferð. Sigurjón hefurm.a. bentá, að „ef Islendingar ætla sér á annaö borð að snúa sér að kolmunna- vinnslu þá verða þeir að fara til þess.” Raunhæft sé að miða við 200 þús. tonna veiði árlega til að byrja meö, og fyrstu árin þyrfti að gera ráð fyrir blönduðum veiðiskap, þ.e. að hluti kol- munnans færi i bræðslu en hinn hlutinn til vinnslu til manneldis, þar sem ekki er fyrir hendi að- staða i landi til að fullvinna allan þann afla sem að landi bærist hverju sinni. En hvernig er hægt að vinna kolmunna til manneldis. Færey- ingar hafa farið tvær leiðir aö þessu marki. Annars vegar frysta þeir kolmunnann hausaðan og slógdreginn og hins vegar flaka þeir hann og frysta. Afskurbur fer siðan allur I bræðslu. Hér á landi hefur Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins unnið um nokkurt skeið að þróunarverkefni á þurrkun kolmunna, en þetta er unnib i samráði við norrænu Hafrannsóknarstofnunina. Niðurstöður hafa sýnt góðan árangur og vitað er að góður markaður er fyrir kolmunna- skreið i Nigeriu, og ætti vinnslan að geta skilað góðum arði. Þá hefur kolmunni einnig verið unninn i marning og tekist hefur að finna góða markaði fyrir þá vöru. Helgi Seljan alþingismaður hefur á þremur undanförnum þingum lagt fram tillögu um að rikisstjórnin hefjist nú þegar handa við að koma ,,á fót vinnslustöð á Austurlandi til vinnslu kolmunnaafurða með frystingu og þurrkun i huga.” Þessi þjóðþrifatillaga hefur enn ekki náð eyrum þingmanna, sem á sama tíma eiga ekki orð yfir, hversu illa standi fyrir þjóðarbúskapnum, eftir að loðnuveiðarnar brugðust. Vissulega er ýmislegt jákvætt að gerast i þessum efnum nú á siðustu vikum og mánuðum. Þar er hins vegar um einstaka framtakssemi að ræða en ekki skipulagöar hugmyndir um möguleika og hlut okkar Islend- inga i kolmunnaveiðum fram- tiöarinnar. Menn hafa sofið allt of djúpum svefni og það er þörf á- minning sem Magni Kristjáns- son skipstjóri hefur bent á hér i Þjóðviljanum fyrr i vetur, aö „það er enginn vafi á að við munum sækjast eftir veiðum kolmunna. Spurningin er hins- vegar sú hvenær og hvort það verði of seint. Ætla má að veiði þessa fiskjar verði kvótaskipt milli þjóða og ef ekki verður breyting á frammistöðu okkar, er hætt við að hluturinn verði rýr.” Þessa staðreynd þyrftu menn að átta sig á hið allra fyrsta. Ekki sist þeir sem hafa með yfirstjórn fiskveiða þjóðarinnar að ráða. — lg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.