Þjóðviljinn - 01.05.1982, Síða 19

Þjóðviljinn - 01.05.1982, Síða 19
Helgin 1,— 2. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 „Fleiri verkamannabústaðir nauðsyn” Rætt við • • Orn Jóhannsson múrara á Húsavík #/Það er alveg Ijóst að þörfin fyrir byggingu ibúða á félagslegum grunni er mikil hér á Húsa- vík/ rétt eins og annars staðar á landinu"/ sagði örn Jóhannsson múrari og stjórnarmaður Verka- mannabústaða á Húsavík/ er blaðamaður hitti hann á aðalfundi Verkalýðsmála- ráðs Alþýðubandalagsins. „Við erum núna með 8 ibúðir i byggingu sem veröa afhentar 1. ágúst í sumar og 6 til viðbótar verða byggðar á næstunni. Miðað við þörfina sem fram kom þegar umsóknir lágu fyrir virðist full þörf á að byggja helmingi meira” Hvað með atvinnuástandið á Húsavik. Er það gott? „I dag er það ágætt og nóg að gera. Það var meö Húsavik eins og flest sjávarpláss úti á landi að atvinnuástandið var orðið afar slæmt fyrir um áratug siðan. Þá var gert stórátak i uppbyggingu sjávarútvegsins undir stjórn þá- verandi sjávarútvegsráðherra, Lúðviks Jósepssonar, og togarar byggðir i stórum stil. Raunar fengum við Húsvikingar ekki togara þá strax heldur kom Július Havstein nokkrum árum siðar og svo Kolbeinseyin nú nýverið. Hér á Húsavik er vel rekið útgerðar- fyrirtæki i félagslegri eign, Höfði h/f og okkar sjávarútvegi er vel borgið i umsjá þess. Hið öfluga atvinnuástand hér hefur gert það að verkum að fjölgun Húsvikinga hefur undanfarin ár verið heldur meiri en landsmeðaltal segir til um”. Hvað með aðrar atvinnu- greinar? „Það eru vissar nýjar atvinnu- greinar i uppbyggingu og má þar nefna dráttarbrautina, sem er al- menningshlutafélag og svo er verið að byggja upp húseininga- verkstæöi i örum vexti. Það er svolitið einkennilegt að einka- framtakið á afar erfitt uppdráttar hér hjá okkur á Húsavik. Það má segja að öll meiri háttar fyrirtæki á staðnum séu i félagslegri eigu og það segir meira en margt annað um möguleika einkafram- taksins þegar félagslegu kraft- arnir eru rétt stilltir saman” Hefur Alþýðubandalagið sterka stöðu á Húsavik? „Ég held það sé engin goðgá að fullyrða að svo sé. Við höfum 3 bæjarfulltrúa af 9 og erum stærsti flokkurinn á Húsavik. Við stefnum hiklaust á að fá 4 bæjar- fulltrúa kjörna i vor og erum með glæsilegan frambjóðanda i þvi sæti, Hólmfriði Benediktsdóttur húsmóður og tónlistarkennara með meiru. Alþýðubandalags- menn hér eru þvi tilbúnir i slaginn og viö opnuðum kosninga- skrifstofu i Snælandi núna á Sumardaginn fyrsta”. Samningar eru nú framundan. Hvernig finnst þér staðan hjá verkalýðssamtökunum vera, Örn? „Ég held að allir geti verð sam- mála um að verulegrar leiðrétt- ingar er þörf á kjörunum, ekki sist þeirra sem smánarlegustu launin hafa. Við i Bygginga- mannafélaginu Arvakri höfum aflað okkur verkfallsheimildar og ég vænti þess að sem flest féiög geri það á allra næstu dögum. Það er liklega meiri þörf á þvi nú en nokkru sinni fyrr að sauma að atvinnurekendavaldinu og knýja fram mannsæmandi laun til handa þeim þúsundum lands- manna sem við bágust kjör búa”, sagði örn Jóhannsson múrari á Húsavik að lokum. — v m F yrir 10 árum í fréttum frá Amsterdam i gær segir að dr. Euwe, forseti alþjóða skáksambandsins hafi lýst þvi yf- ir að sambandið muni reyna að styðja þá hugmynd að Island haldi allt einvigið milli Fischers og Spasskis.-----Þjóðviljanum barst i gær tilkynning frá skák- sambandi Sovétrikjanna þar sem rakin eru kunn atriði, en þar segir á einum stað: „Takist FIDE að vernda skipuleggjendur fyrir hömlulausum kröfum áskoranda getur einvigiö enn farið fram.” (3. mai). Um helgina féll héraðshöfuð- borgin Quang Tri i hendur viet- namska þjóðfrelsishersins eftir harða bardaga. Sækir hann nú fram til keisaraborgarinnar Hue og virðist vera kominn að mikil- vægri varnarstöð. En jafnframt ræður hann hluta af þjóðveginum alllangt fyrir sunnan Hue svo að Saigon-herinn á erfitt með að- drætti þangað. Allur norðurhluti Binh Dinh-héraðsins er á valdi þjóðfrelsishersins og nálgast hann nú Kontum. Loftárásir Bandarikjamanna á Suður-Viet- nam eru æðisgengnar, og er Norður-Vietnam hótaö miklum hefndum úr lofti. (3.mai). William Rogers, utanrikisráð- herra Bandarikjanna, fékk óblið- ar móttökur hjá stúdentum er hann i gær kom i skoöunarferð inn á svæði háskólans. Um 300 stúd- entar tóku á móti ráðherranum og fylgdarliði hans og sýndu hon- um hvern hug islenskir náms- menn bera til þeirrar rikisstjórn- ar, sem heyir ægilegasta tor- timingarstrið sem háð hefur ver- ið. Utanrikisráöherrann varð frá aðhverfaánþessaðfá inngöngu i Árnagarð en stúdentarnir lögðu áherslu á að þangað tækist honum ekki að komast. (3. mai). Svona til að vekja forvitni og hneykslun ætlum við að hafa hér nakið módel og nemendur að vinna við að teikna það — og raunar að vinna ýmislegt annað i stað þess að halda venjulega vor- sýningu sagði Kjartan Guðjóns- son listmálari, kennari við Mynd- lista- og handiðaskólann við blaðamann Þjóðviljans i gær. (3. mai). Konur blásara úr Lúðrasveit Reykjavikur gangast fyrir kaffi- sölu á sunnudaginn kemur, þann 7. mai, i Blóma- og vikingasal Hótels Loftleiða til styrktar mönnum sinum sem i tilefni 50 ára afmælis lúðrasveitarinnar ætla sér að leggja land undir fót og halda til Islendingabyggða i Kanada. Konurnar héldu þvi blá- kalt fram á blaðamannafundi á dögunum að þetta yrði glæsileg- asta kaffi sem nokkur hefði enn augum litið... (4. mai). „Einkaframtakið flýr af hólmiállúsavik” segir örn Jóhannsson múrari. Tokum þátt í sameiglnlegu ÁtÁki Á ÁRIALDRAÐRA Til að bæta úr einni brýnustu þörf í málum aldraðra er stefnt að því, að þessi nýja hjúkrunardeild við Hrafnistu í Hafnarfirði, sem rúma mun 80—90 manns, verði tekin í notkun í lok þessa árs — árs aldraðra. Veitum öldruóum veróskuldaðan stuóning- Verum meö í happdrætti DAS Mlðier möguleiki yrsojA ^

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.