Þjóðviljinn - 01.05.1982, Page 20

Þjóðviljinn - 01.05.1982, Page 20
20 SÍÐA — ÞJÚÐVILJINN Helgin 1 — 2. mai 1982 Fágætar bækur tíl sölu Bókavarðan hefur flutt starfsemi sina i stærra og betra húsnæði að Hverfisgötu52, Reykjavik. Þar er betri aðstaða til grúsks og lestrar, m.a. geta gestir fengið sér sæti i gömlum stólum og kannað innihald þeirra rita, sem þeir hafa áhuga á. Við tökum nær daglega fram nýjar bækur og gamlar. Nokkur dæmi: Kuml oghaugfé eftir dr. Kristján Eldjárn, Strandamenn eftir sr. Jón Guðnason, Horfnir góðhestar eftir Asgeir frá Gottorp 1—2, Vestlendingar 1—3 eftir Lúðvik Kristjánsson (handunnið skinnband), Saga Hraunshverfis á Eyrar- bakka eftir dr. Guðna Jónsson, bækur dr. Bjarna Sæ- mundssonar: Fiskarnir, Fuglarnir og Spendýrin (allt frumútg.), Islenzkir hestar og ferðamenn e. Guðm. Há- varöarson, nokkrar frumútgáfur eftir Halldór Laxness: m.a. Barn náttúrunnar (1919), bórður gamli halti, Undir Helgahnúk, Atómstöðin o.fl., Náttúrufræðingurinn 1—50 árgangur, komplet, Taó Te King, Bókin um dyggðina og veginn. Árnesþing 1—2 (Dr. Einar Arnórsson og Guðm. Kjartansson o.fl.), Úr fylgsnum fyrri aldar eftir Friðrik Eggerz 1—2, Söguþættir landpóstanna 1—3 (frumprentið), Menn og menntir e. Pál Eggert ólason 1—4, handunnið skinnband, Landfræðissaga Islands 1—4 eftir dr. Þorvald Thoroddsen, failegt handband, Saga mannsandans eftir dr. Agúst H. Bjarnason, flestar bækur dr. Guðmundar Finnbogasonar, Vestan um haf, útg. Einars H. Kvarans o.fl., Oröabók islenzkrar tungu 1—2 eftir Jón skáld Ólafs- son (aílt, sem út kom), Islenzk ævintýri 1—2 eftir Hugo Gering, Pislarsaga Jóns Magnússonar,frumútg. í heftum, Helstu trúarbrögð heims (myndskr. útgáfan), Vartegn, fyrsta bók Karls Einarssonar „Dunganon” hertoga af Sankti Kildu, Söngvar förumannsins eftir Stefán frá Hvítadal. Efling kommúnismans eftir Einar Olgeirsson, Leninisminn eftir Josef Stalin, Mein Kampf eftir Adolf Hitler, Meðferð opinberra mála eftir Einar Arnórsson, Upptök sálma eftir dr. Pál Eggert Ólason, Skagfirzk fræöi 1—7 (þ.á.m. Ásbirningar), Refskák auðvaldsins, Við- fjarðarundrin, Indriði miðiil o.fl. bækur eftir Þórberg Þórðarson, Skrá um Handritasöfn Landsbókasafns, Merkir Borgfirðingar eftir dr. Eirik Albertsson, Grund i Eyjafirði (ób. i heftum), Vulkaner i det nordöstlige Island eftir Þorvald Thoroddsen, Bréf Matthisasar Jochumsson- ar, Originaes Islandicae 1—2, Langt inn i liðna tið, Krist- mundur Bjarnason, Vestmenn eftir Þorstein Þ. Þorsteins- son, Bhagvadgita og Tao the King, ísienzkar nútimabók- menntir eftir Kristin E. Andrésson, Alþingishátiðin og Lýðveldishátiðin og ótal margt annað skemmtilegra og fágætra bóka nýkomið. Kaupum og seljum gamlar og nýlegar islenskar bækur, heil söfn og einstakar bækur, gömul póstkort, smáprent, pólitisk plaköt, heilleg timarit og biöð, smærri islensk myndverk og gamlan islenskan útskurö og minni silfur- muni. Gefum reglulega út verðskrár um Islenskar bækur. Þeir sem óska að fá þær sendar, vinsamlegast hringi, skrifi — eða liti inn. Sendum i póstkröfu hvertsem er. Gamlar bækur og riýjar BÓKAVARÐAN Hverfisgötu 52 Reykjavik, Simi 29720 Laus staða Staða fulltrúa á Skattstofu Suðurlandsum- dæmis, Hellu, er laus til umsóknar. Æski- legt er að umsækjendur hafi lokið prófi i lögfræði eða viðskiptafræði. Umsækjend- ur með haldgóða bókhaldsþekkingu koma einnig til greina. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skattstjóra Suðurlandsumdæmis, Hellu, fyrir 1. júni n.k. Fjármálaráðuneytið, 28. aprii 1982 dægurtónlist Leik- hús- tón- list Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. NU er það Theatre of Hate. Ég hafði varla heyrt á þá hljóm- sveitina minnst fyrr en ég fékk fyrstu breðskífu hennar, West- world, i hendurnar, og hvflik plata. Þegar hljómsveitin var stofn- uð fyrir einu og hálfu ári voru liösmenn fimm, Kirk Brandon söngvari og gitarleikari, Stan Stammlers bassaleikari, John (Boy) Lennard saxafón og klarinettuleikari, Luke Rendle á trommur og Steve einhverá git- ar. Sá siðast nefndi hætti fljót- lega i hljómsveitinni og nú ný- lega bárust þær fréttir að trommuleikarinn hefði hætt. Hljómsveitin er ættuð frá London eftir þvi sem ég best veit, og þeir félagar hafa flestir verið i' minni háttar hljómsveit- um þarum slóðir. Hljómlist hljómsveitarinnar er dálitið tormelt, a.m.k. varð ég að hlusta á hana 3 - 4 sinnum áður en ég heillaðist. Hljóm- sveitin teygir anga sina mjög viða og þvi erfitt að koma henni á bás. Það er fyrst og fremst saxafón- og klarinettuleikur Johns Lennard sem gefur plöt- unni ferskan blæ, enda óvana- legtað hafa saxafónista i hljóm- sveit sem þessari. Textar hjá Theatre of Hate eru góðir og um mál sem eru i brennidepli. Þannig fjallar titil- lag plötunnar „Doyou believe in Westworld” um kjarnorku- sprengjunaog „allt þaðsemhún getur fært okkur”. „Klan” er um stri'ðið fyrir botni Miðjarð- arhafs og „Conquistador” til- einkað „conquistadwum” á öll- um tlmum. Upptökustjóri á þessari plötu er enginn annar en Mick Jones, Clash-meðlimur. Westworld er þrælgóð hljóm- plata og verður gaman aö fylgj- . ast meö þeim drengjum á kom- andi árum, þvi að ég hef þá trú og von að þeir eigi eftir að verða eitthvað stórt og gott. — jvs Einu sinni var... Það er ekki oft að kostagrip sem þennan rekur á fjörur manns, Siouxsie and the Bans- hees: Once upon a time, The Singels, þvi hér er að finna mörg af bestu lögum hljóm- sveitarinnar. Eins og flestum er kunnugt er hljómsveitin búin að starfa i fimm ár, og hefur sent frá sér fjórar breiðskifur, ef þessi er undanskilin og nokkrar litlar plötur. A þessari plötu er að finna a- hliðar allra litilla platna sem hljómsveitin hefur sent frá sér. Platan hefst á „Hong Kong Garden” sem er fyrsta lagiö sem hljóðritað var með hljóm- sveitinni og hefur um nokkurt skeið verið illfáanlegt. Er þvi fengur að fá lagiö hér á stórri plötu. Af fyrstu breiðski'fu hljómsveitarinnar, Thc Scream er lagið „Mirage”, af Join Hands „Playground Twist”, „Happy House” og „Christine” af Kaleidoscope og „Spell- bound” og „Arabian Knights” af JuJu. önnur lög hafa ekki komið út á breiðskifu áður, þ.á m.hin stórgóðu lög „Israel” og ,,The Staircase” (Mystery) Það má nefna fyrir einlæga aðdáendur, að til eru 12 tomma litlar plötur með sumum þess- ara laga og eru þau þá yfirleitt örlltið lengri og i annarri útsetn- ingu. Þvi má bæta við svona I lokin aö nú fyrir jólin kom út tvöföld litil plata með The Creatures og heitir hún Wild Things by the Creature. En The Creatures eru Siouxsie og Budgie, trommu- leikariBanshees. Einu sinni var er þrælgóð plata og vel til þess fallin að gefa mönnum forsmekkinn að meistaraverkum hljómsveitar- innar. t JonathanRicham and TheModernLovers Eitt skemmtilegasta fyrir- bæriö i tónlistarheiminum nú um alllangt skeið er Jonathan Richman and the Modern Lov- ers. Hljómsveitin er komin þó nokkuð til ára sinna — yfir fyrsta tuginn — sem er frekar óvenjulegt. Jonathan og The Modern Lov- ers voru starfandi i Boston I upphafi seinasta áratugar. Þeir voru hálfgert ,,kúltúr”-fyrir- bæri hjá þröngum hóp er Kim Fowley rakst á þá og fekk til aö hljóörita plötu fyrir Warner Brothers. Kim þessi Fowley hefur um alllangt skeið verið mikils metinn vestan hafs sem upptökustjóri, lagahöfundur og umboðsmaður. Hann hefur meðal annars starfað með Alice Cooper, Marty Balin og Runn- aways. Þessar gömlu hljóðritanir sem hljómsveitin gerði 1972 fyr- ir Warner Brothers, koma nú fyrst út og finnst mörgum vera timi tilkominn. I þessari útgáfu af Modern Lovers eru,auk Jona- thans, Jerry Harry (seinna i Talking Heads), David Robson (seinna i Cars) og Ernie Brooks. A löngum ferli hefur hljóm- sveitin sent frá sér nokkrar breiðsklfur en hljótt hefur verið um hana hin siöari ár. Miklar mannabreytingar hafa átt sér stað og er enginn af upprunaleg- um meðlimum eftir. Það er mjög erfitt aö lýsa hljómlist hljómsveitarinnar, helst hægt að kalla hana popp. Hún er bráðskemmtileg, jaörar við að vera fyndin, mjög einföld og gripandi. Það þarf ekki mikl- ar „pælingar” tilaðmelta hana. Samt býr hún yfir einhverju seiðmagni sem laðár. Textarnir eru sama marki brenndir, mjög einfaldir og nálgast fáránleikann á köflum. Ekki verður sagt, að still Jonathans hafi breyst með ár- unum. Það .er helst aö þessi plata sé öllu rokkaðri en plötur hans á undan. Það er mjög gaman aö hlýða á þessa plötu, maöur kemst i gott skapviðaðhlustaáhana.það er eitthvaö ferskt og heillandi við hana. Jón Viöar Sigurðsson skrifar - /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.