Þjóðviljinn - 01.05.1982, Qupperneq 23
Helgin 1 — 2. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN _ SIÐA 23
Margt á döfinni
Fyrir nokkru auglýsti Bridge-
sambandiB eftir 4ra manna sveit-
um til keppni um landsliö á
Norðurlandamót i Finnlandi i
sumar. Aðeins 3 sveitir sýndu
áhuga á þessari keppni. Ein
þeirra var sveit Sævars Þor-
björnssonar og vegna hins góða
árangurs sveitarinnar i vetur
hefur stjórn BSI ákveöið að velja
sveitina til farar á Norðurlanda-
mótiö, sem hefst 19. júni n.k.
Sveitina skipa auk Sævars: Jón
Baldursson, Valur Sigurösson og
Þorlákur Jónsson.
Þátttökutilkynningafrestur i
Bikarkeppni sveita er til 12. mai
n.k. Keppnisfyrirkomulag verður
einsog undanfarin ár útsláttar-
keppni, og skal 1. umferð lokiö
fyrir 21. júni, annarri umferð
fyrir 26., 3. umferö fyrir 23. ágúst
og 4. umferð fyrir 20. september.
Dagsetning úrslitaleiksins verður
ákveðin síðar. Keppnisgjald
veröur kr. 600 á sveit og renna
80% af þátttökugjöldunum i
ferðasjóð til að jafna niöur ferða-
kostnaði sveitanna. Tekið er við
skráningu á skrifstofu sambands-
ins i sima 18350, og eins erhægt að
hafa samband við einstaka
stjórnarmenn.
Heimsmeistaramótið i tvi-
menning og keppni um Rosen-
blumbikarinn verður háð 1,—16.
október n.k. i Biarritz i Frakk-
landi. tsland hefur rétt á að
senda 9 pör i tvímenninginn, op-
inn flokk; 4 pör i kvennaflokk; 24
pör i blandaðan flokk og 5 sveitir
til keppninnar.
1 haust ákvað stjórn Bridge-
sambands Islands aö úthluta
sætum til spilara eftir þessum
reglum: 4efetu pör á tslandsmóti
i tvimenning hafa rétt til að taka
þátt i mótinu ef þau eru óbreytt,
öðrum sætum verður úthlutað
eftir umsóknum til þeirra para
sem samaniagt hafa hæsta sölu
meistarastiga aö loknu lslands-
móti 1982.
I kvennaflokk hafa þau pör rétt
til þátttöku sem urðu i 10 efstu
sætum i tslandsmóti i tvimenning
1982, öörum sætum veröur út-
hlutað eftir umsóknum til þeirra
para sem hafa spilað i landsliði á
timabilinu 1978-1982 og siðan
þeirra sem hafa hæsta saman-
lagða tölu meistarastiga að loknu
tslandsmóti 1982.
Bridgesambandið Uthlutar
sætum iblandaðan flokk eftir um-
sóknum. Islandsmeistarar I
sveitakeppni hafa rétt á þátttöku
um Rósenblumbikarinn en
Bridgesambandið mun aö ööru
leyti gangast fyrir myndum
sveita meðal þeirra para sem
taka þátt i' opnum flokki i tvi-
menningi til að skipa önnur sæti.
Samkvæmt ofangreindu, og
eins með þeim fyrirvara að
Bridgesamband tslands skuld-
bindur sig ekki til neinnar fjár-
hagsaöstoðar við spilara sem
fara á mótiö, vili BSÍ biðja þá
spilarasem hafa áhuga á að fara
á þetta mót að hafa samband við
skirfstofuna eða stjórnarmenn
fyrir 22. mai. Bridgesambandið
mun i samvinnu við Samvinnu-
feröir/Landsýn, reyna að ná
góðum ferðakjörum fyrir fulltrúa
tslands i Biarritz.
Umsjón
Ólafur
Lárusson
Eftirmál
í miðvikudagsþættinum fjallaði
undirritaöur itarlega um fram-
mistööu einstakra para i Islands-
mótinu i tvfmenning, sem lauk
um siðustu helgi. Þar var sögö
saga af viöskiptum austanmanna
og ótiltekins pars af Suöurlandi.
Þátturinn vill leiörétta þessa
„sögu” sem ekki reynist hárrétt i
meðförum (?).
Enda er það oft þegar „létt” er
tekið á málunum vilja þau gjarna
misfarast af ýmsum ástæðum.
Þó veröur þátturinn aö játa, að
einsog hún hljómaði, var hún
nokkuö góö, eða hvað?
Sem sagt þetta hefði getað
gerst, en gerðist ekki.
Frá Bridgefélagi Selfoss
Nýlokiö er hjá félaginu aðal-
sveitakeppni, er 10 sveitir tóku
þátt í samtals 40 spilarar. Þetta
var stærsta mót vetrarins. Sigur-
vegari varð sveit Sigfúsar
Þórðarsonar sem hlaut 162 stig.
Auk hans spiluöu i sveitinni:
Kristmann Guðmundsson, Gunn-
laugur Sveinsson, Kristján Jóns-
son og Jónas Magnússon.
Röð efstu sveita varð:
1. SigfúsÞórðarson ....162 stig
2. örn Vigfússon...........132 stig
3. Gunnar Þórðarson..115 stig
4. Sigurður Sighvatsson .. 105 stig
5. Leif österby...........101 stig
6. GesturHaraldsson .... 83stig
Staða efetu para i barometer-tvi-
menningskeppni eftir 2 umferðir:
Kristján Jónsson —
Kristján Már Gunnarsson 76st.
örn Vigfússon—
VilhjálmurPálsson 71 stig
Þórður Sigurðsson—
Gunnar Þórðarson 69stig
Frá Tónlistarskólanum
í Reykjavík
Inntökupróf i Tónmenntakennaradeild
skólans verður mánudaginn 17. mai n.k.
Umsóknarfrestur er til 12. mai.
Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu
skólans og þar eru einnig gefnar nánari
upplýsingar um prófkröfur og nám i deild-
ÍHHÍ- Skólastjóri
Sumarnámskeið ’82
Kennslugreinar klassiskur gitar og blokk-
flauta.
011 kennsla á hljóðfærin fer fram i einka-
timurr; en hóptimum i tónfræði og tón-
heyrn. Þessi námskeið eru ætluð byrjend-
um og þeim sem lengra eru komnir. Inn-
ritun fer fram dagana 1. til 5. mai i sima
18895-
Orn Viðar
Gleðilegt sumar!
Frá Bridgefélagi
Reykjavikur
Siðastliðinn miðvikudag var
fyrirhugað að halda áfram ein-
menningskeppni félagsins, en þar
sem ekki mættu nógu margir til
leiks í tvo riðla , var brugðið á það
ráð að spila tólf para tvimenning.
Úrslit urðu þessi:
Gylfi Baldursson —
Sigurður B. Þorsteinsson 193
Aðalsteinn Jörgensen —
Þorlákur Jónsson 192
Böðvar Magnússon —
RúnarMagnússon 1*1
Guðmundur Hermannsson —
Þorgeir Ey jól fsson 181
Siðasta spilakvöld hjá félaginu
á þessustarfsári verður n.k.mið-
vikudag. Þá er fyrirhugaö að 16
efstu menn úr fyrsta kvöldi ein-
menningskeppninnar spili um tit-
ilinn einmenningsmeistari BR
1982. Aðrir spilarar, sem mæta
spila eins kvölds tvimenning.
Spilamennska hefst i Domus
Medica kl. 19.30.
St. Jósefsspítali
Landakoti
H júkrunar -
f ranikvæmdast j órastaða
er laus til umsóknar frá og með 1. ágúst
1982 eða fyrr. Hlutavinna kemur til
greina.
Einnig er laus staða deildarstjóra á lyf-
lækningadeild frá 1. ágúst 1982.
Allar nánari upplýsingar veittar á ?krif-
stofu hjúkrunarforstjóra millikl. 11—12 og
13—14 alla virka daga.
Reykjavikl/5 1982
St. Jósefsspitali
Landakoti
Þjóöviljinn
vill ráða afgreiðslustjóra til starfa frá 1.
júni n.k.
Óskað er eftir skriflegum umsóknum, sem
sendist framkv.stjóra blaðsins sem allra
fyrst. Upplýsingar um fyrri störf og
menntun fylgi.
mv/um
Láttu
beina
lækka
Ferðavalið aldrei fjölbreyttara!
Rimini
Portoroz
Grikkland
Toronto
Hawaii
Kalifornia - rútuferð
Rínarlönd - rútuferð
• 8-landa sýn - rútuferð • írland - rútuferð eða dvöl í Dublin
• Moskva, Leningrad, • Flugogbíll-fráKaupmannahöfn
Sochi við Svartahafíð • Winnipeg
• Þrándheimur - rútuferð • Bangkok, Bali, Singapore
• T romsö - rútuferð/tjaldferð • Orlof aldraðra
• Sumarhúsí
Sviss og Austurríki
x SL-aðildarfélagsafsiáttur
x SL-barnaafsláttur
x SL-ferðavelta
x ... og síðast en ekki síst sama verð fyrir alla landsmenn.
Kynntu þér nýjungar Samvinnuferða-Landsýnar í afsláttar- og greiðslukjörum. Aukinn
farþegafjöldi opnar okkur á hverju ári nýjar leiðir til lægri verða og hagstæðari
greiðslukjara. _ .
Glæsilegur s
og kvikmyndasyning i axg
Samvinnuferdir-Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899