Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 30
3Ó S1ÐA — WÓÐVILJÍNN Heigín 1 — 2. mai 1982 SUS óttast afstöðu námsmanna erlendis: „Kærið ykkur ekki inn á kjörskrá” segir í bréfi Geirs Haarde Tilraun til að hafa af mönnum kosninga- réttinn segir Úlfar Þormóðsson Geir H. Haarde, formað- ur Sambands ungra Sjálf- stæðismanna hefur í nafni samtaka sinna skrifað öll- um íslenskum náms- mönnum erlendis bréf/ þar sem hann segir að ónauð- synlegt sé að þeir kæri sig inn á kjörskrá. Olfur bormóðsson kosninga- stjóri Alþýðubandalagsins hafði samband við blaöið og sagöi að hér væri greinilega um óskamm- feilna tilraun að ræða til þess að hafa af námsmönnum kosninga- réttinn, þar sem vitað væri að hundruð námsmanna væru ekki komin inn á kjörskrá. Ibréfi SUSstendur: .„Islenskir námsmenn erlendis eru nú i l. sinn allir sjálfkrafa á kjörská i heimabyggð sinni á Islandi og þurfa ekki að kæra sig inn á kjörskrá nema serstaklega standi á.” — Ástæðan fyrir þvi að Geir H. Haarde hefur sent þetta bréf út er greinilega sú, sagöi Úlfar, að hann hefur áttað sig á þeim and- byr, sem Sjálfstæðisflokkurinn á við aö striða meöal námsmanna eftir að hann kom úr Norður- landaferðinni með Davið Odds- syni á dögunum. Hér er um vitaverða fölsun á staðreyndum að ræða, sem gerð er i þvi skyni að villa um fyrir fólki þannig að það tryggi sér ekki kosningarétt. Staðreyndin er sú, aö nú er óvenjumikið umrugling á kjör- skránni, sérstaklega meðai þeirra sem staðiö hafa i búferla- flutningum, og á þaö jafnt við um námsmenn erlendis og aðra. Alþýðubandalagið vinnur nú markvisst að þvi að kæra alla þá inn á kjörskrá, sem af ein- hverjum ástæðum hafa fallið út. Þannig höfðu þau Guðrún Helga- dóttir, og Sigurjón Pétursson út með sér útskrift á námsmönnum á kjörskrá þegar þau fóru i heim- sókn til óslóar, Lundar, Gauta- borgar, Stokkhólms, Uppsala og Kaupmannahafnar á dögunum. Námsmenn á þessum stöðum geta leitað til þeirra sem gengust fyrir fundum þeirra til þess að kanna hvort þeir eru á kjörskrá. Arðir geta snúið ser til kosninga- skrifstofu Alþýöubandalagsins eða til ættingja. Við kæru inn á kjörskrá þarf að tilkynna siðasta lögheimili á Islandi, nafnnúmer, fæðingarár, og hjúskaparár ef viökomandi eru gift. Áriðandi er aö þetta sé gert sem allra fyrst, þvi kærufrestur renn- ur út i lok næstu viku. Það er sérstök ástæða fyrir alla, sem nýlega hafa flust búferl- um, að kanna hvort þeir eru á kjörskrá, sagði Úlfar aðlokum. ólg. * Kappræðufundur um borgarmál úr sögunni: [Ungu mennirnir í vinstri flokkunuin treysta sér ekki til að verja meirihlutann I- segir Árni Sigfússon formaður Heimdallar „Okkur hafa boriut nvör frá ungu \ mönnunum i vinstri flokkunum þrem- , AlþýAuflokki, Alþýöubaadalagi og [ Framxóknarflokki, en því miöur er I niAarstaAa þeirra m, aA þelr trejsU heföi gengið aö komaat að niður- stðöu um hverju svara skyldi. Er svörin bárust, hefðu ungir fram- sóknarmenn sagt að þeir væru til- búnir til að mæta ungum sjálfstæð- Svipaðan tón kvað Árni hafa verið í svari ungra jafnaðarmanna, þeir vildu ekki koma fram með sam- starfsflokkum Alþýðuflokksins, meirihlutanum, gegn minnihluta sjálfstæðismanna. ^ald. okkurj ungu mennirnir vilja ekki taka upp hanskann fyrir eða verja það sem þeir eru sjálfir óánægðir með. Heiðarlegra hefði þó verið að segja \ það hreint út, eins og Æskulýðs- nefnd Alþýðubandalagsins gerír aði vísu 8vo gott sem: þeir vilja ekki T Sölvi Ólafsson formaður Æskulýðsnefndar AB: Erum tilbúnir í kappræður en Heimdallur ákveður ekki leikreglur „Þaö er af og frá aö við í Æskulýösnefnd Alþýðu- bandalagsins séum ekki til búnir i kappræður viö ihaldið/ enda tókum við það greinilega fram í svari okkar við áskorun Heim- dallarum kappræðufund"/ sagði Sölvi ólafsson for- maður ÆNAB, aðspurður um viðtal sem haft var við formann Heimdallar i Morgunblaðinu í gær um að ungir menn i vinstri f lokkunum treystu sér ekki til að verja meiri hlutann i borgarstjórn. ,,Ég verð að segja, að þessi uppsláttur hjá ihaldinu kemur mér mjög á óvart, en það er kannski svona, sem þeir ætla að „Hið ljósa man Sunnudaginn 2. mai kl. 14.00 veröur fluttur i Utvarpinu 4. og siðasti þátturinn i afmælisdag- skrá um Halldór Laxness átt- ræðan. Hann heitir „islands- klukkan — Hið ijósa man”. Fluttir eru valdir kaflar úr þessu mikla verki skáldsins i leik- gerð Lárusar Pálssonar og undir leikstjórn hans. Þaö var eitt af frumsýningarverkunum við opnun Þjóðleikhússins sem kunnugt er, og við heyrum Laxness flytja inngangsorð sin á vigsluhátiðinni. Einnig les hann nokkra tengikafla með leiknu þáttunum. Meðal flytjenda má nefna Brynjólf Jóhannesson, Herdis borvaldsdóttur, borsteinn O. Stephensen, Reginu Þórðar- dóttur, Harald Björnsson og Lárus Pálsson. Umsjónarmenn dagskrárinnar eru Baldvin Halldórsson og Gunnar Eyjólfs- son. reka kosningabaráttu sina. Það hljómar nefnilega eins og öfug- mæli hjá formanni Heimdallar að segja I viðtalinu við Morgunblaö- iö, að ungt fólk sé heiðarlegt en ljúga þvi svo, að æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins sé ekki til- búin til kappræðufundar.” Sölvi sagði að það væri hins vegar allt annað mál, sem menn þyrftu að velta fyrir sér sjálfir, hvort þeim fyndist það jafnrétti, - að Heimdallur fengi þrjá fulltrúa á umræddum kappræðufundi á móti einum frá hverjum hinna flokkanna, auk þess sem engum fulltrúa væri boðið frá kvenna- framboðinu. „Heimdeliingar verða að gera sér grein fyrir þvi, að það eru 5 flokkar sem takast á hér i borg- inni, og hver flokkur leggur sina stefnu fyrir kjósendur. Ég skil mæta vel, að ihaldinu veiti ekki af þremur fulltrúum tii að tala fyrir hin ýmsu flokksbrot flokksins. baö er vel vitað, að margir ungir Sjálfstæðismenn vilja alls ekki Davið Oddsson sem borgarstjóra og munu þvi ætla að skila auðu, sitja heima, eða jafnvel kjósa kvennaframboðið i mótmæla- skyni við framboð Daviðs,” sagði Sölvi að lokum. Sölvi Ólafsson Nýr sýslu- maður á Selfossi Forseti Islands hefur að tillögu dómsmálaráðherra skipað Andrés Valdimarsson sýslumann i Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu til að vera sýslumaður i Arnessýslu og bæjarfógeti á Sel- fossi frá 1. júll 1982 að telja. Frost um allt land Veðurguðirnir hafa gert lands- mönnum slæman grikk undan- farin dægur. 1 gær var frost um allt land og stefndi i það að ykist frekar en hitt. Á Akureyri og fyrir norðan var allt upp i 9 stiga frost en á höfuðborgarsvæðinu u.þ.b. 4 stiga frost. Gróður tekur þessum veðrabrigðum tæpast fagnandí né heldur mannfólkið sem fyllist af kvefpest og öðrum kvillum. — hól. Alþýðubandalagið í Reykjavík: 1. maí-fundur á Hótel Borg Að venju boðar Alþýðubandalagið i Reykjavlk til fundar að Hótel Borg er fundi verkalýðshreyfingarinnar lýkur á Lækjartorgi. Hæðumenn: Guörún Agústsdóttir ritari og Þorbjörg Samúelsdóttir verkamaður. Fundarstjóri: Sigurður G. Tómasson borgarfulltrúi. Guðrún Sigurður Þorbjörg Bónussamningarnir í fiskvinnunni: / Urslita var vænst í gærkvöldi Þessi samningalota er búin að standa út alla vikuna og við eigum von á þvi að samkomulag náist I kvöld, sagði Þórir Daniels- son framkvæmdastjóri Verka- mannasambandsins er við náðum i hann i fundarhléi i gær, en um er aðræða samninga um lagfæringu á bónuskerfi I fiskvinnu. Þórir sagði að þessir samn- ingar fjölluðu um flókin atriði, sem erfitt væri að útskýra i stuttu máli, og væri það m.a. ástæða þess hversu langan tima þetta hefði tekið. Þá sagði hann að fundir um aðalkjarasamning hefðu einnig tafið eitthvað fyrir. En við erum hér að lagfæra hluti, sem betur mættu fara og væntum þess að úrslitin ráðist i kvöld, sagði Þórir að lokum. ólg. Dr. Kristinn Guðmunds- son er látinn Kristinn Guðmundsson t gærmorgun lést i Reykjavik dr. Kristinn Guðmundsson, fyrr- um utanrikisráðherra, áttatiu og fjögurra ára að aldri. Kristinn lauk doktorsprófi i Þýskalandi 1926. Hann var siðan kennari við Menntaskólann á Akureyri og skattstjóri þar nyrðra. Utanrikisráðherra var hann 1953—56 og siðan sendi- herra, fyrst I London en siðar i Moskvu. Kona hans var Elsa fædd Kalbow. Dómnefnd um bók- menntaverð- laun Menntamálaráðuneytiö hefur skipað Heimi Pálsson, skóla- meistara, og Jóhann Hjálmars- son, rithöfund, fulltrúa af Islands hálfu i dómnefnd um bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs til þriggja ára frá 1. mars 1982 að telja. Sveinn Skorri Höskuldsson, prófessor, hefur verið skipaöur varafulltrúi i dómnefndinni sama timabil.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.