Þjóðviljinn - 29.05.1982, Side 3
Helgin 29. — 30. mal 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Félag sjúkraþjálfara
Mótmæla kjaradómi
Kjaramálanefnd Félags islenskra sjúkraþjálfara mótmælir harðlega
dómum þeim, sem fallið hafa i sérkjarasamningum félagsins við riki
og borg, segir í fréttatilkynningu frá sjúkraþjálfurum.
1 kröfum félagsins var megináhersla lögð á leiðréttingu á grunnlaun-
um. Er það til samræmis við aðrar háskólamenntaðar stettir með sam-
bærilega menntun, hvað varðar undirbúningsnám, námslengd, náms-
einingafjölda, sérhæfni o.fl. Einnig voru grunnlaun hjá sjúkraþjálfur-
um, sem starfa hjá sjálfseignarstofnunum og eigin fyrirtækjum höfð til
hliðsjónar.
Samkvæmt sérkjarasamningi BHM eru sjúkraþjálfarar starfandi
hjá riki i launaflokki 105 þ.e. kr. 8.757. Hefur engin breyting orðið þar á
undanfarin ár, og er þessi samningur notaður sem bein fyrirmynd við
gerðsérkjarasamningssjúkraþjálfara starfandi hjá borginni.
Nám til B.Sc.-prófs i sjúkraþjálfun við Háskóla Islands er 4 ár, 120
námseiningar og námsmat 173 stig.
Eftirfarandi tafla sýnir launamismun þann, sem er milli sjúkraþjálf-
ara og annarra háskólamenntaðra manna með sambærilega menntun.
Starfsheiti Náms Náms Náms Launa flokkur
Sjúkraþjálfari iengd einingar mat BHM
hjá riki og borg 120 173 105
Sjúkraþjálfari hjá fasteigna- stofnunum 4 ár 120 173 108-112
Sjúkraþjálfari með einkarekstur 4 ár 120 173 Kr.15.-20.00
Viðskipta- fræðingur 120 165 nettó 109
Verkfræðingur 4 ár 120 173 109
Sálfræðingur mcð BA-próf 3 ár 90 148 107
Tæknifræðingur eftir 3 1/2 ár 3 1/2 ár 170 107
N áttúruf ræðingur Bs„ Safnvörður Bs„ Bókasafns- fræðingur II 120 160-184 107
A þessu má glögglega sjá að sjúkraþjálfarar hjá riki og borg eru
gróflega hlunnfarnir. Það er þvi komin upp sú staða hvort yfirvöld
verði ekki að endurskoða afstöðu sina til endurhæfingar og hvort vilji
sé yfirleitt fyrir hendi til að veita landsmönnum þessa þjónustu.
I aðalkjarasamningi BHM og fjármálaráðherra skv. Kjaradómi frá
21. febrúar I982segir svo igrein 1.4.1. um röðun i launaflokka.
„Við röðun i launaflokka skal gæta innbyrðis samræmis milli starfs-
manna og þess, að rikisstarfsmenn njóti sambærilegra kjara og þeir
menn með svipaða menntun, sérhæfni, og ábyrgð, sem vinna hliðstæð
störf hjá öðrum en rikinu”.
Þessu ákvæði hefur ekki verið framfylgt og er þvi eðlilegt að hinn
frjálsi vinnumarkaður dragi æ fleiri sjúkraþjálfara til sin.
Sjúkraþjálfarar hjá riki og borg una þvi skiljanlega ekki hag sinum
vel að svo komnu máli og hyggjast leita leiða til leiðréttingar málum
sinum.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
Bergstaðastræti 10 A — Sími 16995
4 hellur, termostathella
Upplýst takkaborð
Tvöföld köld ofnhurð með
barnaöryggislæsingu
Stór ofn að ofan með rafdrifnu
grilli, sjálfhreinsandi
Stórofn að neðan, sem lika
má steikja og baka í
Sterkur gufugleypir fylgir,
með klukku og sjálfvirkni fyrir
eldavélina
Kolasía ef gufugleypirinn á
ekki að blása út fæst auka-
lega.
Til þess að gera þér mögulegt að
eignast þessa glæsilegu eldavél
og gufugleypi bjóðumst við til að
taka gömlu eldavélina þína upp i
fyrir 500 krónur.
Engar áhyggjur, við komum til þín
með nýju vélina og sækjum þá
gömlu án tilkostnaðar fyrir þig
(gildir fyrir stór Reykjavíkursvæð-
ið).
Sértu úti á landi. — Hafðu samband.
Umboðsmenn okkar sjá um fram-
kvæmdina.
+
+
+
+
+
+
Dragðu ekki að ákveða þig. Við
eigum takmarkað magn af þessum
glæsilegu KPS PA 460 eldavélum
á þessum kostakjörum.
Verð PA 460 etdavél
með gufugleypinum Kr. 10.890.-
Mínus gamla
eldavélin Kr. 500,-
Kr. 10.390.-
Útborgun Kr. 2.000,-
Eftirstöðvar kr. 1.400.- á mánuði
að viðbættum vöxtum.
PA 460 eldavélin er ein fullkomn-
asta og glæsilegasta eldavélin á
markaðnum.
PA 460 eldavélin
meö gufugleypi
Glæsilegir tískulitir
karry gulur, avocadó grænn
mál: 60x60x85 (eöa 90)
OGNÚERÞAÐINNANLANDSDEILDIN
Farþega- og vöruafgreiösla okkar er nú í eigin
húsnæöi á nýjum staö á Reykjavíkurflugvelli,
Öskjuhlíöarmegin.
Öll starfsemi innanlandsflugsins er nú á einum stað.
Farþegaafgreiösla, vöruafgreiðsla, áætlunarflug,
leiguflug og sjúkraflug. Hafiö samband við afgreiðsluna.
^tARNARFLUG
Innanlandsflug 29577