Þjóðviljinn - 29.05.1982, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Ilelgin 29. — 30. mal 1982
Kosningaúrslitin: y Ólafur Ragnar Grímsson skrifar
ALVARLEG VIÐVÖRUN
HVAÐ NÆST!
Þegar úrslit kosning-
anna eru metin ræður
mælikvarðinn mestu um
niðurstöðuna. Felst við-
miðunin í valdahlutföllum
flokkanna á undanförnum
áratugum? Skapa yfirlýs-
ingar um ætlunarverk i
þjóðmálabaráttunni
grundvöll að matinu?
Hvort eru strikin á kvarð-
anum dregin með fortíð
eða f ramtið i huga? Svörin
við þessum spurningum
ákvarða túlkunina á afger-
andi hátt.
Alþýöubandalagiö er flokkur,
sem ætlar sér aö umskapa þjóöfé-
lagiö, afnema arörán manns á
manni, setja lifandi lýöræöi, sam-
vinnu og jafnrétti f öndvegi. Viö
viljum aö andlegt frelsi mannsins
og vöxtur menningarlifs séu met-
in meira en frelsi auömagnsins og
drottnun markaöarins. Raunsönn
og skapandi mennska á aö koma i
staö gróöafiknarinnar sem
hreyfiafl f samfélaginu.
Flokkur, sem setur sér slik
markmiö, hlýtur aö meta úrslit
kosninga fyrst og fremst í ljósi
áhrifa á framtiöina. Samanburö-
ur viö valdahlutföll í fortiöinni,
gömul hjólför flokkanna, getur
veriö fróölegur, en þegar Alþýöu-
bandalagiö á í hlut má hann ekki
veröa aö grundvelli niöurstööu.
Viö skilgreinum Alþýöubanda-
lagiö sem framsækiö afl, forystu-
flokk launafólks, brjóstvörn
verkalýöshreyfingar á vigvelli
stjórnmálanna, kjarnann í þjóö-
frelsisfylkingu tslendinga i bar-
áttunni gegn erlendum her og
ásókn útlends auömagns. Slik
skilgreining knýr okkur til aö
meta fylgisþróun flokksins á
strangari hátt en aörir flokkar
telja nauösynlegt. Kröfur okkar
eru meiri þvf aö mikil örlög eru i
húfi. Viö getum ekki unaö þvi, aö
kosningaúrslit flytji okkur i hiö
forna far 30 ára gamalla valda-
hlutfalla flokkanna. Viö erum
framsækiö afl. Fylgistap er okkur
þvi alvarleg viövörun.
Fylgi Alþýðu-
bandalagsins
t kosningunum um sföustu helgi
misstu sigurvegararnir frá 1978
verulegt fylgi. Hlutfallslegt tap
þeirra var svipaö. Alþýöubanda-
lagiö glataöi þó mun meira at-
kvæöamagni en Alþýöuflokkur-
inn. I raun misstum viö helmingi
fleiri kjósendur en kratarnir. Tap
þeirra nam 5% af heildarfjölda
kjósenda i landinu.en okkar 7,8%.
Afhroö Alþýöuflokksins i
Reykjavik er hins vegar hrikalegt
áfall og grefur undan sjálfum
undirstööum flokksins. Alþýöu-
bandalagiö hlaut ekkert slikt
högg. Mikilvægustu undirstööun-
um i styrkleika Alþýöubanda-
lagsins var ekki ógnaö á afger-
andi hátt.
I umræöum um kosningaúrslit-
in hefur vakiö athygli, aö f nokkr-
um kauptúnahreppum og tveimur
kaupstööum tókst Alþýöubanda-
laginu aö halda hinni miklu fylg-
isaukningu frá 1978. Þessi árang-
ur er vissulega mikilvægur og
fróölegt aö velta því fyrir sér
hvers vegna slikt tókst ekki á
fleiri stööum. Aö visu eru allir
þessir staöir i hópi hinna smærri
byggöarlaga. Neskaupstaöur og
Seyöisfjöröur eru meöal fólks-
fæstu kaupstaöanna. Þar eru per-
sónuleg sambönd og náin tengsl
viö íbúana auöveldari en annars
staöar. Sama gildir um Grundar-
fjörö, Skagaströnd, Reyöarfjörö
og Egilsstaöi, en á öllum þessum
stööum fór Alþýöubandalagiö
fram úr hinum glæsilega árangri
frá 1978. Sigur félaga okkar i
þessum byggöarlögum ætti aö
veröa okkur hvatning til dáöa
annars staöar á landinu og til aö
draga lærdóma af starfsháttum
þeirra og stefnuflutningi.
Þegar útkoman f hinum fjöl-
mennari byggöarlögum er skoöuö
blasir þvi miöur viö dekkri mynd.
Vissulega má segja aö Reykjavik
hafi sloppiö fyrir horn miöaö viö
erfiöar aöstæöur. Einnig er rétt
aö hafa f huga, aö á nokkrum
stööum náöist næst bezta útkoma
á sl. 20 árum. Þessi jákvæöu atr-
iöi eru mikilvæg, en þau mega
ekki hindra greiningu á heildar-
myndinni. Flokkur launafólks
verbur fyrst og fremst aö meta
heildarstöðuna i fólksflestu kaup-
stööum og kauptúnum landsins,
þar eö hún hefur afgerandi áhrif á
hvort og hvernig Alþýöubanda-
lagiö getur rækt hlutverk sitt sem
forystuafl verkalýösstéttarinnar.
Þótt fylgishlutfall okkar i
Reykjavik nú sé aöeins hærra en
1974 og meö hliösjón af kvenna-
framboöinu sæmilegt i saman-
buröi viö alþingiskosningarnar
1979, þá veröum viö engu aö siöur
aö skoöa gaumgæfilega þá staö-
reynd, aö í þeim þrennum kosn-
ingum, sem fram hafa fariö I höf-
uöborginni siöan viö unnum stóra
sigurinn 1978, höfum viö tapaö
1000-2000 atkvæöum i hvert sinn.
Slfk þróun getur ekki haldiö
áfram. Þaö er ekkert sjálfgefiö
náttúrulögmál aö hún stöövist nú
— aö viö getum ekki farið neöar.
Úrslitin i Reykjavik eru þvi bæöi
viðvörun um nauösyn þess aö
stööva slíka þróun og krafa um
mun virkari vinnubrögö, aukiö
fjöldastarf, skýrari stefnumiö og
markvissa fjölmiölakynningu á
verkum okkar fulltrúa.
Þrfr kaupstaöir — Kópavogur,
Hafnarfjöröur og Akureyri — eru
næstir Reykjavfk aö stærö. Sögu-
lega hefur styrkur Alþýöubanda-
lagsins veriö mismunandi á þess-
um stööum; forystuafl í Kópavogi
en áhrifaminna i Hafnarfiröi.
Þessir þrir kaupstaöir hafa sam-
tals 30.000 - 40.000 íbúa. Þeir eru
vaxandi þéttbýliskjarnar á sama
tima og fólksfjölgun Reykjavikur
hefur stöövast. Þaö er þvi alvar-
legt umhugsunarefni aö meöai
þeirra tugþúsunda, sem búa i
kaupstöðunum þremur, er hlutur
Alþýöubandalagsins afar lftill.
Samtals eru 33 bæjarfulltrúar i
þessum þremur kaupstööum, en
Alþýöubandalagiö hefur þar alls
aöeins 4. Sú staðreynd sýnir, aö I
þéttbýlinu utan Reykjavikur biöa
okkar risavaxin verkefni, bæöi til
aö endurreisa fyrri styrk og
sækja fram til nýrra landvinn-
inga.
Niöurstöður kosninganna
leiddu i ljós allt of veika stööu i
fjölmörgum þéttbýlisbyggöarlög-
um i kringum allt land. Þegar úr-
slitin i þeim 35 kaupstööum og
kauptúnum, þar sem skýr flokka-
framboö kepptu um fylgiö, eru
skoöuö, blasir viö, aö i 25 þeirra
fær Alþýöubandalagiö annaö
hvort einn fulltrúa eöa engan. Sú
niöurstaöa er liklega alvarleg-
asta á minningin i þessum kosn-
ingum. Listinn yfir kaupstaöi og
kauptún, þar sem staöan er svo
veik, aö ýmist verbur einn maöur
aö axla ábyrgðina á fulltrúastarf-
inu næstu fjögur árin eöa viö eig-
um engan fulltrúa I bæjarstjórn-
inni eöa sveitarstjórninni, er
rúmlega tvöfalt lengri en skráin
yfir þá staði, þar sem tveir eöa
fleiri fulltrúar okkar geta unnib
saman. Þessi veikleiki er áber-
andi einkenni i öllum landshlut-
um. Þaö þarf þvi allsherjarátak
og skipulagöa endurreisn á lands-
mælikvaröa til aö skapa sterkari
stööu i næstu kosningum.
Viö getum ekki unaö þvi tii
lengdar aö I þremur næst-stærstu
kaupstööum landsins eigum viö
samtals bara 4 fulltrúa af 33 og i
25 kaupstööum og kauptúnum af
35 eigum viö I hverjum þeirra
ýmist einn fulltrúa eöa engan. I
raun sýna kosningarnar sér-
kennilega þriþætta skiptingu i
fylgisgrundvelli Alþýöubanda-
lagsins. A öörum endanum er
Reykjavik, þar sem enn er mikill
styrkur, þótt hann heföi þurft aö
veröa meiri. A hinum endanum
eru ýmis smærri byggöarlög þar
sem flokkurinn vann mikla sigra
og fær jafnvel enn betri útkomu
en 1978. En á milli þessara
tveggja enda er siöan mikill fjöldi
kaupstaða og kauptúna, þar sem
staöa flokksins er svo veik, aö hún
er algerlega óviöunandi.
Aðrir flokkar
í umræöum um fylgistap Al-
þýöuflokksins hlýtur hin hrika-
lega útkoma i Reykjavik aö vera
meginatriöiö. Alþýöuflokkurinn
hefur i hálfa öld ekki fengið svo
litiö fylgi f Reykjavfk. Einn full-
trúi af 21 sýnir ömurlega niöur-
stööu. Þessi úrslit eru enn alvar-
legri fyrir Alþýöuflokkinn vegna
þess, að Reykjavik hefur skipu-
lagslega og á erfiöleikatimum
veriö lifakkeri flokksins. Þegar
hann baröist fyrir tilveru sinni i
alþingiskosningum á fyrrihluta
siöasta áratugs, var þaö Reykja-
vik sem bjargaöi honum og var
flotholt allra annarra þingmanna
flokksins. Kjarninn f starfssveit
og forystu Alþýöuflokksins hefur
ætiö komiö úr Reykjavik. Hrun
þar jafngildir skuröi á sjálfar
slagæöar flokksstarfsins.
Atökin um eöli og markmiö Al-
þýöuflokksins á undanförnum ár-
um hafa fyrst og fremst veriö
bundin viö Reykjavik. Þau átök
hljóta þvi aö birtast á ný, tviefld
og örvæntingarfull. Benedikt er á
brott. Vilmundur, Jón Baldvin,
Björgvin, Siguröur og Sjöfn eru
þegar komin I herklæöin. Deil-
urnar hófust á fyrsta útgáfudegi
Alþýöublaösins eftir kosningar.
Forysta Framsóknarflokksins
hefur hins vegar verið broslega
kotroskin i túlkun sinni á úrslitun-
um. Arið 1978 beiö Framsóknar-
flokkurinn verulegt afhroð. Hann
fékk verstu útkomu i áratugi.
Engu að sfður birtust Steingrimur
og Tómas nú i fjölmiðlum og voru
ánægöir meö, aö „Framsóknar-
flokkurinn hélt sinu”! Litlu verö-
ur Vöggur feginn. Þaö er ekki
stórhuga forysta sem situr ánægð
á fylgisbotni flokksins.
Þótt sums staöar hafi miðab
upp á viö varö heildarniðurstaðan
á öllu landinu sú, aö Framsóknar-
flokkurinn bætti nær engu viö sig
frá 1978. Stóra hruniö varö varan-
legt ástand. Fyrst Framsóknar-
forystan er ánægö meö slikan
núll-árangur, þá ættu aörir flokk-
ar einnig aö fagna þeirri útkomu,
aö Framsóknarflokkurinn situr
nú fastur I mestu fylgislægö i ald-
arfjóröung. Kannski ættum viö
bara aö samgleöjast Tlmanum og
flokksforystunni i sjálfsánægju
þeirra.
Sigur Sjálfstæöisflokksins var
ótviræöur um allt land, þótt hlut-
falliö væri nokkuö mismunandi.
Staöbundnar ástæöur geta þvi
ekki veriö meginskýringin á þess-
ari þróun. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur ætiö unnib sina stærstu
sigra i sveitarstjórnarkosning-
um, þegar hann hefur verið I
stjórnarandstööu. Sama geröist
nú. Flestir frambjóöenda flokks-
ins voru stjórnarandstæöingar.
Málgögn flokksins hafa haldiö
uppi linnulausri gagnrýni á rikis-
stjórnina. Aö auki voru Albert,
Gunnar og allir hinir, sem ábyrgö
báru á tilvist rikisstjórnarinnar,
flæktir I net stuöningsyfirlýsinga
viö kosningaplan stjórnarand-
stöðuarmsins. Stjórnarandstaðan
og sameiningarsöngurinn dugöu
til sigurs. Sjálfstæöisflokkurinn
var i senn sóknartæki gegn rikis-
stjórninni og athvarf fyrir þá sem
laöast aö hinni sterku samstöðu.
Einingarkröfur
í Sjálfstœðis-
flokknum____________________
Þegar Sjálfstæöisflokkurinn
nær slikum sigri meö einingar-
táknin letruö á gunnfána, hlýtur
skoðanastraumur flokksfólksins
alls aö beinast I eina átt: Krafan
um heilsteypta sameiningu til aö
ná nýjum sigri I næstu alþingis-
kosningum veröur gjallandi dag-
skipun. Ekki aöeins frá forystu-
trióinu Davið, Friörik og Geir,
heldur fyrst og fremst frá fólkinu
i flokknum, — út um allt land og i
hverfum borgarinnar.
Samstööutilfinning, sem endur-
heimt er á ný eftir langt sundr-
ungartlmabil og styöst viö stóran
sigur, er sterkasti hvatinn i fé-
lagslegu lifi stjórnmálaflokks.
Hún er alda, sem vex af sjálfu
s'ér. Persónulegur metnaður eöa
prfvat spekúlasjónir einstakra
forystumanna eru léttvægur
áhrifaþáttur i samanburöi viö
sameiningarþrýsting frá rööum
hinna óbreyttu, sem nú eru I sig-
urvimu.
Þaö er hins vegar kaldhæöni ör-
laganna, aö nú verður Gunnar aö
sætta sig viö aö kringumstæðurn-
ar eru hagstæöari fyrir Geir. For-
maöurinn nýtur einingar-
straumsins og stuðnings frá ung-
um varaformanni og nýjum borg-
arstjóra. A sigurbraut samein-
ingarinnar er aöeins ein hindrun:
Rikisstjórn Gunnars — og eining-
arsinnarnir vilja auövitaö ryöja
þessari hindrun úr vegi. Reynslan
sýnir einnig, aö brestir eru komn-
ir I stuöningsliö Gunnars á Al-
þingi. örlagagæfan viröist þvi
hafa yfirgefiö forsætisráöherr-
ann, en lætur sól sina skina á for-
manninn — aö minnsta kosti um
sinn.
1 grein, sem ég ritaði nokkrum
dögum fyrir kosningar, fólst eft-
irfarandi spádómur I lokaoröum:
„Laugardagsgreinin i Morgun-
blaðinu sýnir, aö fagni D-listinn
sigri i borgarstjörnarkosningun-
um I Reykjavik veröur samdæg-
urs sett fram krafan um aö dr.
Gunnar Thoroddsen fari frá völd-
um og einingartrióiö Geir, Friö-
rik og Daviö taki viö riki og
borg.”
Þessi spádómur rættist ræki-
lega. A sunnudagsmorgni haföi
D-listinn náö 12 borgarfulltrúum
og upp úr hádegi kom Geir i út-
varpið og setti fram kröfu um al-
þingiskosningar og nýja rikis-
stjórn. Formaöur Sjálfstæöis-