Þjóðviljinn - 29.05.1982, Side 10

Þjóðviljinn - 29.05.1982, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. — 30. mal 1982 Svavar Sigmundsson skrifar málþátt Flokkadrættir og fleira um kosningar Ekki er ósennilegt að kosningarnar um siðustu helgi hafi vakið meö mér efnið sem verður til umfjöllunar að þessu sinni. Ég hef tekiðsaman orö sem merkja „deilur” og sagnir sem lúta að þvi merkingarsviði, en allt má tengja það undirbúningi kosninga, þó að kosningabaráttan á dögunum hafi reyndar verið heldur frið- samleg. En oröafarið er margvislegt: agg, ágreiningur, bági. bágur, brauk, brýna, brösur, deila, elja, eljan (eljun) ergjur, erjur, errur, flokkadrættir, hnippingar, hnotabit, hnotabitingur, hnútukast, illdeilur, illindi, jag, jögun, karp, klf, krytur, miskiið, oröabang, orðadeila, orðahnippingar, oröakast, oröasenna, orðaskak, pex, reipdráttur, rifrildi, rigur, rimma, senna, skær- ur, stapp, stælur, togstreita, úfar, uppistand, útistöður, viðsjár, væringar, ýfa, ýfingar, þjark, þjörkun, þrakk, þras, þráttun, þref, þræsa og þræta. Hér kennir margra grasa, og væri sjálfsagt hægt með yfirlegu að greina sundur enn betur en hér er gert eftir merkingar- brigðum. Auk þess má nefna orð sem nánast tákna „ágreining”, en eru kannski ekki eins sterk og þau sem að ofan eru nefnd: áskilnaöur, greinir, missætti, misþokki, óeindrægni, óeining, ósamkomulag, ósamlyndi, ósamþykki, ósátt, ósætti, skoðana- munur, sundrung, sundurþykki, sundurþykkja, tvidrægni og tvistringur. Þá má enn nefna oröum „rifrildi”. Ýmisorðaðofan mættu vel fylla þann flokk, en til viöbótar eru: gifur, hita, irringar og svarri. Eins og sjá má, eru ýmis þessara orða upphaflega notuð um „átök” likamlegs eðlis, t.d. hnippingarog togstreita.en þau eru siðan notuð i yfirfærðri merkingu. Sum oröin eru einkum höfö um „orðaskak”. Þegarlitiðer á sagnir um „aö deila”, verða þessar helst fyrir: aggast, akneytast, bitast, slá i brýnu, gifra, greina á, hnippast (við), hnotabitast (hnotabltast), eiga i illdeilum, troða illsakir við, jafnkýta, jagast, karpa, kifa, kirnast, kljást, kýta, steyla/stæla, mákana, munnhöggvast, nagga, orra, pexa, rifast, sagla, senna, elda grátt silfur, skammast, skattyrðast, snagga, stappa (uin e-ð), stæla, verða sundurorða, svarka (um e-ð),yrö- ast við, þjarka, þrasa, þrátta, þrefa, þræsa, þræta, þvarga. Hér verður ekki fariö nánar úl i einstakar sagnir, en auðsætt er, að ýmsar þeirra eru upphaflega tengdar þvi að „takast á” eins og var um nalnorðin. Spurningin er hvort sögnin að gifraá heima hér, nema i orð- takinu að gifra um geitarull, sem merkir ,,að karpa um fánýt efni”, en annars merkir gifra liklega upphaflega „tala, hafa hátt, þvaðra”. Lika er til að þræta um geitarháriðog jagast um geitarull.Annaðorðtækisvipaðrarmerkingarer aðdeila; um keisarans skegg (sbr. Halldór Halldórsson: örlög orðanna Ak. 1958, 13-16.). Fleira verður tint til aí oröum sem varða kosningar. Samheiti við það orð er kjöreöa val. Þegar menn á 19. öld fóru aftur að velja fulltrúa til alþingis,varnotað fleirtöluorðið vöi.Þannig seg- ir i heimild frá 1844: meöan völinstóðu yfir (Lúðvik Kristjáns- son: Vestlendingar 112, 34) og i Alþingistiðindum frá 1845 er tal- að um „að völin séu tvöföld” (106) (OH). Enn er talað um kjörfundi sambandi við kosningar, þó að þær likist ekki á neinn hátt fundi eins og þær fara fram nú. En nafn- giftin er auðvitað frá þeim tima, þegar kosið var á fundi, þar sem menn greiddu atkvæöi munnlega i heyranda hljóði. Orðið kjörfundur er fyrst skrásett árið 1843, i Fréttum frá Hróars- kelduþingi 11,71, skv. Oröabók Háskólans. Orðið atkvæðii þeirri merkingu sem við notum það nú, er frá þvi um aldamótin 1800 iskv. OH). 1 Minnisverðum tiðindum II stendur, að „Stjórnarherrarnir urðu samt... sigursælir... þegar til atkvæðakom” (256), og i sama riti nokkru siðar skrifar Finn- ur Magnússon um „að ná sem flestum kjósenda atkvæöum ”. (111, 44). Atkvæði merkti áöur „orð, ummæli” eða „úrskurður” og þaðan helur merkingin færstyfir i „atkvæðaseðil”. Svipuð þróun hefur átt sér stað i norðurlandamálum, þar sem danska stemme og sænska röstmerkja bæði „rödd” og „atkvæði”. Þaö skal og nefnt, af þvi að óvenjumikið vifaval var i nýaf- stöðnum kosningum, að orðin kvennaframboðog kvennalistieru . ekki skráð i seðlasafni Orðabókar Háskólans, en væntanlega vantar þau ekki þegar hún kemur út i fyllingu timans. Aðsiðustu vik ég að þvi sem nefnt hefur lýðræðiá islensku, en á sumum erlendum málum er kallað demokrati (e. democracy). Konráð Gislason kallaði þaö i orðabók sinni lýðstjórn „það að landstjórnarmenn eru kosnir af lýðnum”. Hann talar um lýðstjórnarrikiog um lýðstjórnarmann.Freysteinn Gunnarsson hefur i oröabók sinni lýöveldi eöa lýðstjórn f. demokrati, en demokrat kallar hann alþýðuvin eða lýðveldismann. Orðið al- þýðuvinurer fyrst skráð 1846, skv. OH, en þá skrifar Guðriður Magnúsdóttir, að assessor Jónsen sé „alþýðuvinur og öngvan- veginn alþýðuþekkjari” (Konur skrifa bréf, 103) og er merkingin hér liklega „demokrat”. En svo ég haldi áfram að hengja mig i oröir^þá er orðið lýðræði fyrst skráð af Stephani G. Stephanssyni (enn skv. OH), en hann skrifar Jóni Jónssyni frá Sleðbrjót Sunnudagshugvekju 20. júni 1915 á þessa leið: „Þessi heimsku-leynd meö það, sem hvern mann i landinu varðar og enginn hefir þvi einkarétt til að geyma, er heimssiður, en stjórnarbölvun og leiðir frá lýðræöilengra en nokkuðannað, þar sem þjóöræðiá aðheitaiorði kveðnu.” (Bréf og ritgerðir 11,74). En þarna var þá samheitið þjóðræöilika. — Og menn getur greint á um hversu fullkomið lýðræðið sé i reynd, jafnvel i borg Daviðs. Þeir sem vilja leggja orö I belg skrifi Málþætti Þjóðviljans, Sfðumúla 6. R. Einnig geta þeir haft samband viö Svavar Sigmundsson I sfma 22570. Svaka beibípönkari Biöskýlið á Hlemmi gegnir sama hlutverki og brautarstööv- ar erlendis og flugstöövar. Áningarstaður, samkomustaður, verslunarstaður og skjól fyrir veöri og vindum. A Hlemmi er ys og þys, asi og læti. Þar safnast b'ka fólk sem hefur ekki annað þarfara við tfmann aðgera. í einu homi sitja gamlir menn sem spjalla saman og virða fyrir sér mannlifið, í öðru eru pönkarar eins og úr öðrum heimi og i hinu þriðja drukknir menn sem hvergi eiga athvarf. Hér er gott að ylja sér. Svo þeytist fólkiö fram og til baka og Útur öðru hvoru á klukk- una.Kona dregur hrinandi barn á eftirsér. Voteygur gamall maður með grænan hatt sest út i horn og fer að hvisla einhverju i eyru jafnaldra síns sem er með heyrnartæki. Litlir strákar I eltingaleik og bústin kona með gleraugu litur á léreftin löng I Versluninni Pálinu. Drukkinn maður i bleikri skyrtu með i'slenska fánaveifu I barminum æðir um gólf og stjak- ar viö ungum pönkara. Ég heyri að litla stelpan við hliðina á mér flissar og segir við vinkonu sina: Svaka beibipönkari, finnst þér hann ekki æði? Beibfpikikarar eru snoöklipptir með fjólubláa og bleika sveipi um hárkollinn. Eyrnarlokkar i öðru eyra, svartir leðurjakkar alsettir áletruðum hnöppum. Peace framan á, anarki aftan á. Drukkni maðurinn snarstoppar og li'tur ógnandi á beibipönkar- ann. Sá siðarnefndi lætur sér hvergi bregða heldur dregur keöju hægt og yfirvegaö upp úr brjóstvasanum. „Hvað ertu með í keðjunni?”, segir sá drukkni dálltið óttasleg- inn. Beibípönkarinn hneggjar eins og hestur og lætur keðjuna siga. „Hvað ertu með i keöjunni?”, spyr sá drukkni aftur. Beibipönkarinn hneggjar og grettir sig allan og fitjar upp á trýnið. Sá drukkni starir furðu lostinn á keðjuna. „Hvað er i keðjunni?” Beibfpönkarinn lætur sér hvergi bregða og er nú orðinn Ibygginn á svipinn. Hann kippir keðjunni skyndilega upp og f endanum hangir ómerkilegur upptakari. Tólf ára stelpa i fjólubláum samfestingi rekur upp hlátursgól. Drukkni maðurinn hlær kæru- leysislega en beibi'pönkarinn hringsnýst um sjálfan sig og hoppar svo á einum fæti fyrir horn. Þetta var skemmtilegt. NUkemur beibi'pönkarinn aftur og stúlkan i' samfestingnum horf- ir með aðdáuná hann. Hann nælir sér isi'garettu, og kveikir I henni. Samt reykir hann ekki rettuna heldur lætur hana lafa kæru- leysislega milli fingra. Beibi- pönkarinn er varla meira en 11 ára. „Af hverju reykiröu ekki síga- rettuna, maður?” segi ég. „Kvadda mar, ég er aö láta liða úr henni”. Guðjón erlendar bækur D.H. Lawrence: Women in Love. Edited with an introduction and notes by Charles L. Ross. Pengu- in Books 1982. Útgáfusaga skáldsagna Lawrence er mörgum undrunar- efni nú á dögum og það er ekki langt um liðið frá þvi að sögur hans fengust útgefnar án úrfell- inga og styttinga. Women in Love var gefin út 1920 i Bandarikjunum af Thomas Selzer og ekki ætluð til almennrar dreifingar, enskar út- gáfur sögunnar voru meira og minna skekktar af velsæmisá- stæðum. Þessi útgáfa er byggð á útgáfu Selzers. Skáldsagan hefur einnig komið út i Penguin útgáfu verka Lawrence. Arthur Schnitzler: La Ronde (Reigen). Tr. By Sue Davies. Penguin Books 1982. La Ronde er leikrit I tiu þáttum. I hverjum þætti koma fram tvær persónur. Fyrst eru hóra og her- maður, þá hermaöurinn og þjón- ustustúlka, þjónustustúlkan og ungur maður og áfram, þar til að lokum hóran lokar hringnum með greifa. Samskipti persónanna enda öll á ástarleikjum. Schnitzl- er samdi þetta leikrit 1896, hann ætlaði þvi ekki að verða sett upp, en 1920 var það þó leikiö I Berlln og olli miklum skandal. Var það Kafka bannað og hefur ekki veriö fært upp eftir það, þar til nú, að tvö leikhús á Englandi hafa tekið upp sýningar á þvi. Freud mun hafa verið hrifinn af verkum Schnitzlers og sá siðar- nefndi ku hafa verið einna fyrstur til að nýta sér hugmyndir Freuds i verkum sinum. Schnitzler, sem var læknir, var Vinarbúi. Fæddist þar 1862 og dó 1931. Hann skrifaði mörg leikrit og einþáttunga, skáldsögur og smásögur og fjallaöi helst i verk- um sinum um smáborgara i Vin og varö sér af þeim sökum úti um óvild þeirra. En það voru fleiri I Vin i þann tið en smáborgarar og var Schnitzler virtur af þeim. La Ronde er tæpar 70 siður að lengd i stóra brotinu af Penguinbókum. Elias Canetti: Kafka's Other Trial The Letters to Felice. Tr. by Christopher Middleton. Penguin Books 1982 Kafka hefur löngum veriö bók- menntamönnum illráðanleg gáta. Hann bjó i einangrun hvað varðar samskipti við þá menn sem hefðu getað komiö honum á framfæri I lifanda lifi. Hann var meö endem- um hlédrægur og dulur aö sama skapi. Dagbækur hélt hann og þegar menn fóru að rýna i þær, þá sáu þeir þar F. eitt og vissi enginn fyrir hvað það stóð. Voru uppi getgátur um ýmis nöfn, en þaö var ekki fyrr en 1968, aö ljóst var hver konan á bak við F-iö var, Felice, sem Kafka skrifaði mörg bréf á fimm árum og trúlofaöist, en það samband stóö stutt. Bréf Kafka til Felice-ar komu út 1968 og þótti heldur betur hvalreki á fjörur aðdáenda hans. Elias Canetti, sá sem fékk nób- elinn i fyrra, er mikill Kafkaunn- andi. Hann sýnir það og sannar með þessu riti sinu. í þvi rekur hann það helsta, sem á daga Kafka dreif á þeim fimrn árum sem hann héltuppi bréfaskiptum viö Felice. Rit þetta er afskap- lega upplýsandi fyrir þá sem vilja af ævi Kafka vita. Bókin er rúmar 90blaðsiöurað lengd og auölesin.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.