Þjóðviljinn - 29.05.1982, Side 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. — 30. maí 1982
Minning
Bj arni Þórðarson
fyrrverandi bæjarstjóri
Fæddur 24.4. 1914 — Dáinn 21.5. 1982
Bjarni Þórðarson er látinn.
Þessi hrausti og hressilegi maður
réttra 68 ára að aldri. Einn þeirra
samferðamanna, sem setti svip á
umhverfi sitt. Vonin um, að hann
kæmi heim aftur af sjúkrahúsi,
hress og glaður eins og hann var
vanur, brást. Veikindin reyndust
honum og læknavisindum ofviða.
Það var ekki i skapgerð Bjarna
að láta sorgina yfirbuga sig, en af
þvi fékk hann oftar en einu sinni
þungbæra reynslu. Þvi hygg ég að
hann hefði viljað að aðrir litu
sömu augum á fráfall hans.
Náiðsamstarf um hálfrar aldar
skeið kallar fram ótal minningar
um félaga og vin.
Hugsjónir sósialismans, þrot-
laus vinna og hörð barátta skiluðu
samtiðinni árangursriku ævi-
starfi Bjarna Þóröarsonar.
Bjarni Steindór Þórðarson var
fæddur 24. april 1914 að Kálfafelli
i Suðursveit A-Skaftafellssýslu.
Foreldrar hans voru: Þórður
Bergsveinsson, útvegsbóndi að
Krossi á Berufjaröarströnd og
Jóhanna Matthildur Bjarnadótt-
ir.
Þórður var sonur Bergsveins
Skúlasonar, sem bjó að Urðar-
teigi en lést að Krossi 97 ára gam-
all. Skúlaættin er rakin til Skúla
Sigfússonar, sem bjó i Sandvik i
Norðfjarðarhreppi og var fæddur
1723.
Kona Bergsveins var Sigriöur
Þóröardóttir frá Flugustöðum i
Alftafiröi S.-Múlasýslu.
Faðir Matthildar var Bjarni
Runólfsson frá Heiði i Kirkjubæj-
arhreppi V.-Skaftafellssýslu.
Móöir hennar var Steinunn Jóns-
dóttir frá Hátúnum i Kirkjubæj-
arhreppi. Móöurætt Bjarna er þvi
úr Skaftafellssýslum.
Skúlaættin var stór og margir
af þeirri ætt hér i Norðfirði.
Bjarni hélt mikiö upp á Berg-
svein afa sinn, sem var nokkuö
sérlundaður en merkismaður.
Atti Bjarni fjölda skyldmenna
hér, en hann var ættfróður og
geröi talsvert af þvi að rekja ættir
manna.
Foreldrar Bjarna fluttu að
Krossi á Berufjarðarströnd, þeg-
ar hann var kornabarn og stund-
aði faöir hans þar sjóinn ásamt
landbúskap. 19. september 1925
fórst Þórður ásamt 4 mönnum
öðrum skammtfrá landiá Krossi.
Voruþeir aö koma frá skeljatöku.
Ekkert var hægt að gera þeim til
bjargar, en heimilisfólkið að
Krossi varö vitni að þessum sorg-
lega atburði.
Matthildur var orðin ekkja með
4 börn og bar það fimmta undir
belti. Bjarni var elstur, 11 ára,og
hafði þá misst föður sinn sem var
aðeins 34 ára gamall.
Matthildur var einstök dugnaö-
arkona og einsetti sér að halda
heimilinu saman þrátt fyrir
mikla fátækt. Var þá siður að
tvistra heimilum og var lagt aö
henni að koma börnunum i fóstur.
Loksins eftir 5 ára búskap
hennar á Krossi gafst hún þar upp
og flutti 1930 til Neskaupstaðar.
Voru allar eignir búsins seldar á
uppboöi og engu þyrmt, jafnvel
tslendingasögurnar fóru undir
hamarinn.
Siguröur bróðir Matthildar var
búsettur á Norðfirði og var Bjarni
hjá honum og Guðlaugu konu
hans veturinn 1929 til 1930, þar
sem hann settist i unglingaskól-
ann hér.
Einnig var hann næsta vetur i
skólanum og var það öli hans
skólaganga. Það varð hlutskipti
Bjarna, sem var elstur þeirra
systkina, aö vera aðalfvrirvinna
heimilisins en öll fóru þau systkin
snemma að vinna og heimilinu
var haldið gangandi.
Matthildur var einstök mynd-
arkona og mér fannst alltaf gam-
an að koma á heimili hennar. Þar i
var alltaf hlýtt i litlu ibúðunni i
Kastalanum. Var alltaf kátt og
fjörugt þar, fullt af fólki og eink-
um unglingum.
Hugur Bjarna hneigðist
snemma að sjónum og sagði hann
oft að sér félli sjómennskan vel.
Hann tók vélstjórapróf 18 ára
gamall og var upp frá þvi mótor-
isti á bátum. Lengi var hann á
m/s Björgvin með Óskari Sig-
finnssyni og fór með honum á
vertiðir á Hornafjörð. Þá var
hann með Birni Ingvarssyni á
Snorra gamla. Voru þeir Bjarni
og Björn miklir mátar.
Bjarni hafði orð fyrir að vera
bæði duglegur og ósérhlifinn sjó-
maður. 011 sin sjómannsár tók
Bjarni mikinn þátt i félagsmál-
um. Hann gekk i Verklýðsfélagið
17 ára og varð strax aðsópsmikill
og óvæginn i gagnrýni á forystu
félagsins. Var honum vikiö úr fé-
laginu 1931 ásamt 2 öðrum vegna
gagnrýni og pólitiskra skoðana
sinna. En hann var tekinn aftur i
félagið 1933.
Þessi ár fór hann einnig af full-
um krafti út i pólitikina. Stofnaði
og stjórnaði deild Kommúnista-
flokksins. Gaf út f jölrituð blöö, en
fyrsta blaöið hét Uppreisn.
Þá var Bjarni kosinn i bæjar-
stjórn á sjómannsárum sinum
eða 1938.
Þegar Sósialistaflokkurinn fær
meirihluta i bæjarstjórn Nes-
kaupstaðar 1946 fer Bjarni i land
og réöi sig á bæjarskrifstofuna
þar sem hann er skrifari og gjald-
keri til 1950. Það ár er hann kos-
inn bæjarstjóri og gegnir þvi til
1973.
Jafnframt þessum störfum var
Bjarni i bæjarstjórn frá 1938 til
1978 eöa lengur en nokkur annar.
Þótt Bjarni hefði ekki langa
skólagöngu að baki var hann
gagnmenntaður maður, viöles-
inn, vel máli farinn og ritfær.
Hann hafði tekið mikinn þátt i
félagsmálum og var vel að sér i
bæjarmálum. Þvi treystum við
honum vel til þess að gegna starfi
bæjarstjóra, sem var mikiö og
margþætt starf, oft mjög erfitt
einkum þegar fjárhagur var
þröngur.
Starfið féll Bjarna vel og jafn-
framt þvi hafði hann forystu fyrir
meirihlutanum. Áhugamál hans
voru fjölmörg og margt var
framkvæmt.
Ein framkvæmd og eitt rnál var
honum sérstaklega hugleikið en
það var bygging hins myndarlega
barnaheimilis. Mér finnst alltaf
þaö vera hans verk. En þar var
hann framsýnni en flestir sveitar-
stjórnarmenn.
Bjarni var vinnuhestur, mætti
alltaf stundvislega og gerði kröfu
til mætingar og stundvisi á hinum
fjölmörgu bæjarstjórnar- og
nefndarfundum sem hann boöaði
til og sat sjálfur.
Fyrstu árin i bæjarstjórastarf-
inu færði hann bókhald bæjarins I
og skrifaði fundargerðir bæjar-
stjórnar og nefnda. Hann hafði
hreina og læsilega rithönd var
fljótur að skrifa og gekk mjög vel
frá bókhaldi og fundargerðum.
Bæjarstjórnarfundir voru oft
fjörugir einkum fyrstu árin. Atti
Bjarni mikinn þátt i þvi, var
mælskur og málafylgjumaður.
Hann var fljótur að átta sig og
búa til tillögur ef með þurfti, i hita
umræðnanna.
Bæjarstjórastarfið er meira en
fundir og starf á skrifstofu. Þvi
fylgir þátttaka i alls konar sam-
tökum sveitarstjórnarmanna.
Var Bjarni þar mjög virkur. Atti
mestan þátt i lagasetningu við
stofnun Sambands sveitafélaga i
Austurlandskjördæmi.
Var hann þar i stjórn. Einnig var
hann i stjórn Sambands isl. sveit-
arfélaga og fulltrúaráði þess.
Sótti Bjarni þing þéssara sam-
banda og fórum við um árabil
þangaö saman. Var hann þar að-
sópsmikill, mælskur og tillögu-
góður, virtur af öllum þingheimi.
Mér fannst mjög gaman að fara
meö Bjarna á þessi þing og fund-
ina á Norðurlandi, þar sem sveit-
arstjórnarmenn að austan, vest-
an og norðan komu saman um
nokkurra ára skeið. Var Bjarni
hrókur alls fagnaöar, kátur og
orðhreppinn, bæði á fundunum og
ekki siöur i matarhléum og á her-
bergjunum þegar við sváfum
kannske margir i sama herbergi.
Þessi störf Bjarna, bæöi á sjón-
um, og i bæjarstjórastarfi hafði
hann sér og fjölskyldu sinni til
framfæris. Blaöaútgáfa hans og
ritstjórn allt frá unglingsárum er
eflaust einsdæmi. Slik eljusemi er
sérstök, að ritstýra og skrifa að
mestu vikublaöið Austurland yfir
30 ár. Koma þvi út reglulega.
Hann átti mestan þátt og lagði
mest i prentsmiðjukaupin árið
1951.
Bjarni átti létt með að semja
bæði iblaðiðog ræðursinar. Hann
skrifaði ágætt mál, var góður i
stafsetningu og lagöi mikla á-
herslu á aö stillinn væri villulaus.
Fáir vissu það, aö Bjarni lærði
alþjóðamálið Esperanto og var
góður esperantisti. Fékk hann
bækur á þvi máli, einkum um
sósialismann.
Þegar Bjarni var ungur, gerði
hann talsvert af þvi að yrkja en
hann hætti þvi alveg. Honum
fannst hann ekki ná nógu góðu
valdi á bundnu máli.
Þaö kom eðlilega i hlut Bjarna
Þórðarsonar að halda oft ræður
viöalls konar tækifæri. Hannhélt
slikar ræður hérumbil alltaf
skrifaðar, vandaði til þeirra og
flutti af skörungsskap.
Minnist ég þess, sérstaklega
þegar sendiherra Dana Bodil
Begtrup, heimsótti bæinn og siöar
sendiherra Sovétrikjanna, hvað
þeim þótti mikið til koma um
ræður Bjarna, flutning hans og
myndarlegar móttökur bæjarins.
Voru ræöurnar að sjálfsögðu
þýddar á mál sendiherranna.
Bjarni var lengi i stjórn Sildar-
vinnslunnar hf. og stjórnarfor-
maður Dráttarbrautarinnar hf.
Eftir aðhann hvarf frá starfi bæj-
arstjóra vann hann i nokkur ár i
útibúi Landsbankans í Neskaup-
stað.
Bjarni kvæntist 22. nóv. 1941
Onnu Jóhönnu Eiriksdóttur, en
hún lést 26. júli 1975. Eignuðust
þau tvo drengi Eirik og Berg-
svein. Eirikur bjó á Eskifirði en
fórst með báti sinum Haföldu i
Reyðarfirði fyrir þremur árum.
Bergsveinn dvelur á Egilsstöö-
um.
Bjarni og Anna bjuggu öll sin
hjúskaparár i litlu húsi i Þórhóls-
gili. Upphaflega var þaö smiða-
verkstæði Eiriks föður önnu, en
hann innréttaði húsið til ibúðar
fyrir ungu hjónin. Var mikil vin-
átta tengdasonarins og Hildar og
Eiríks. Höfðu þau misst aðra
dóttur sina þá fyrir nokkrum ár-
um. En Anna haföi legið mörg ár
á sjúkrahúsi sem ung stúlka.
Þurfti hún alltaf að fara vel með
sig, þar sem hún gekk aldrei heil
til skógar. Bjarni og Anna gerðu
ekki miklar kröfur til ytri gæða og
létu sér nægja litið hús en þar var
alltaf mjög hreinlegt og vinalegt.
Bjarni var nærfærinn maður
undir niðri, þótt hann væri stund-
um hrjúfur á yfirborðinu. Hann
var heimakær og góður heimilis-
faðir.
Lif þeirra hjóna var ekki allt
dans á rósum. Astúð og einstök
umhyggja var sýnd þeim, sem
þurftu hennar við.
Siðari kona Bjarna er Hlif
Bjarnadóttir bónda i Breiðdal
Snjólfssonar og konu hans Dag-
rúnar Siguröardóttur.
Varð sambúð þeirra alltof stutt.
Var það mikil hamingja fyrir
Bjarna aöeignastaftur góöa konu
sem var honum mikill stuöning-
ur. Eignuðust þau nýja ibúð og
bjó Hlif Bjarna þar gott og mynd-
arlegt heimili. Var gestkvæmt á
heimili þeirra og rausnarskapur i
hvivetna. Maður dáði þrek og
nærfærni Hlifar i erfiðum veik-
indum Bjarna,þvi áður hefur hún
ekki farið varhluta af sorg og erf-
iðleikum. A hún aðdáun og þakkir
skilið fyrir allt þaö sem hún hefur
á sig lagt.
Þaö fer ekki hjá þvi, að hryggð
og söknuður sæki að manni, þegar
samferðarmaður eins og Bjarni
Þórðarson hverfur af sjónarsvið-
inu. Samstarf, sömu hugsjónir,
náin vinátta þar sem menn um-
gangast svo aö segja daglega um
50 ára skeið, skilur eftir svo ótal
margt I hugskoti manns.
Við hjónin kveöjum Bjarna af
einlægniog þökkum honum langa
samfylgd, og vináttu sem aldrei
bar skugga á.
Vottum við konu hans Hlif og
Bergsveini syni hans ásamt syst-
kinum og ættingjum dýpstu sam-
úð.
Jóhannes Stefánsson
Bjarni Þórðarson fyrrverandi
bæjarstjóri I Neskaupstað og um
langt árabil einn af aðalforystu-
mönnum sosialista á Austurlandi,
erfallinn frá.
Bjarni lést á Borgarspitalanum
i Reykjavik föstudaginn 21. þessa
mánaöar.þánýlegaorðinn 68ára
að aldri.
Það er vissulega sjónarsviptir,
þegar persónur af gerð Bjarna
Þórðarsonarhverfa af sviðinu, en
sérstaklega mun sú breyting
verða mikil og tilfinnanleg i hans
heimabæ Neskaupstað þar sem
hann var dáður af félögum sinum
og virtur og mikils metinn af öll-
um bæjarbúum.
Við Bjarni Þórðarson vorum
samstarfsmenn og samherjar og
nánir vinir nær alla mina starfs-
æfi. Við Bjarni kynntumst fyrst
Sjá næstu síðu
Kveöja til gamals
leikbróður,
Bjarna Þórðarsonar
Aldrei hann af hólmi rann.
Hart var sótt og varist.
Enginn hafði eins og hann
árum saman barist.
I æðum hans sú ólga brann,
sem eldinn kynti rauða.
Arðrán dæmdi ávallt hann
eins og svarta dauða.
Bjarni uppskar hnjóð og hól.
Ég horfi í blöð hans rauðu.
Hann mat lítið skraut. Var skjól
og skjöldur þeirra snauðu.
Hann öðrum betri átti hlíf,
sem allt rak burtu myrkur.
Bernskuhugsjón, heilbrigt líf
er hvers manns mesti styrkur.
Það mun víða seinna sjást,
þá sitthvað yfir fýkur,
að engum manni Bjarni brást.
Var bestu drengjum líkur.
Aðalsteinn Gíslason