Þjóðviljinn - 29.05.1982, Page 13
Helgin 29. — 30. mal 1982 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 13
þegar við vorum um 14 ára gaml-
ir. Þá fluttist Bjarni með móður
sinni, sem var ekkja, og 4 systkin-
um til Neskaupstaðar. Ekkjan
var bláfátæk en Bjarni var elstur
hennar barna.
Það varð þvi hlutskipti Bjarna
Þórðarsonar, þegar hann kom til
Neskaupstaðar, rétt i byrjun
heimskreppunnar miklu að ger-
ast fljótlega aðalvinnuaðstoð
móður sinnar og hjálparhella
hennar fátæka heimilis.
Móðir Bjarna, Matthildur
Bjarnadóttir, var skörungskona,
sem ekki lét sér nægja að berjast
til sigurs fyrir si'num barnahópi,
heldur tók hún barn til uppeldis af
fátækri nágrannakonu. Bjarni
Þórðarson kynntist þvi snemma
að lif alþýðufólks var enginn leik-
ur. Ekkja með 5 börn naut þá
engra félagslegra styrkja og þá
var-knappt um vinnu og varla um
annað aðræða enkomasttil sjós.
Bjarni var sjómaður i allmörg
ár.
Og svo tók verkalýðsbaráttan
við.
I verkalýðsmálum vann Bjami
mikið starf og vár i mörg ár einn
aðal-forustumaður verkafólks i
Neskaupstað. Þaö var einmitt i
þeirri baráttu sem leiðir okkar
Bjarna og Jóhannesar Stefáns-
sonar lágu saman og segja má að
á þeim vettvangi hafi orðið til það
fóstbræðralag okkar, sem siðan
hefir staðið.
Bjarni Þórðarson átti þess ekki
kost að stunda langt skólanám,
aðeins nám i unglingaskóla. En
Bjarni varð þó gagnmenntaður
maður — menntun hans var öll
sjálfsmenntun, menntun af lestri
bóka, skarpri athyglisgáfu og
reynslu úr skóla lifsins.
Bjarni var mikill bókamaður,
átti mikið bókasafn, ættfróður og
flestum mönnum fróðari um
menn og málefni á Austurlandi,
ekki aðeins um samtimann, held-
ur einnig um löngu liöna tið.
Bjarni Þórðarson var skarp-
greindur, mikill málafylgjumað-
ur, jafnt i ræðu og riti. Ég veit að
þeir sem sáu hann og heyrðu á
mannþingum, i kappræðum á
fundum, eða flytja samið mál,
þeir gleyma ekki Bjarna Þórðar-
syni.
Bjarni var afburða dugnaðar-
maður. Störf hans i þágu
sósialista á Austurlandi og reynd-
ar i landinu öllu, veröa seint met-
in til fulls. Bjarni var bæjarstjóri
i Neskaupstað i' full 23 ár, og
áhrifamesti maður i bæjarstjórn
Neskaupstaðar um 40ár.
Hann var aðalhvatamaður að
stofnun Sambands austfirzkra
sveitarfélaga.
Bjarni var mikill sveitarstjórn-
armaður, enda gjörkunnugur
þeim málum. Hann var mikils
metinn i landssamtökum sveitar-
stjórnarmanna.
Oft er til þess vitnað, að
sósialistar hafihaft hreinan meiri-
hluta i bæjarstjórn Neskaupstað-
ar óslitið i 36 ár og enn hefir bæzt
við kosning þeirra til 4 ára.
Enginn einn maður á stærri
hlut að þessum trausta meiri-
hluta sósialista i Neskaupstað en
Bjarni Þórðarson. Vissulega hafa
þar margir góðir menn komið við
sögu og góð samstaða og mikill
félagslegur áhugi. En Bjarnivar
lengst af aðalforinginn. Hann stóö
fyrir útgáfu blaða og var alltaf
óbilandi baráttumaður.
Bjarni sá um blaðaútgáfu i
Neskaupstað i um 40 ár. Fyrst sá
hann um útgáfu á fjölrituðum
blöðum, en siðan má segja að
hann hafi gefið út vikublaðið
Austurland reglulega, irúm 30 ár.
Ég hygg að ekkert vikublað hafi
komið út utan Reykjavikur, jafn-
lengi og jafnreglulega óg Austur-
land undir ritstjórn Bjarna Þórð-
arsonar, nema Dagur á Akureyri.
Slikt þrekvirki vann Bjarni Þórð-
arson i litlu byggðarlagi úti á
landi. Hann stóð lika sjálfur og
persónulega fyrir þvi að kaupa
prentsmiðju vegna þessarar út-
gáfú og koma henni upp i Nes-
kaupstað og reka hana þar i nokk-
urár.
Nú þegar Bjarni Þórðarson er
horfinn af sviðinu, munu sam-
herjar hans og flokksbræður um
allt land minnast hans með hlý-
hug. Gamlir félagar sem með
honum voru á Alþýðusambands-
þingum minnasthans. Félagarnir
úr Sósialistaflokknum munu
minnast hans frá flokksþingum
og þeir sem með honum voru á
landsfundum Alþýðubandalags-
ins minnast hans. Allir munu þeir
minnast hans, sem stjórnmála-
garps, sem ræðuskörungs og sem
óbilandi baráttumanns islenzkra
sósialista. A Austurlandi munu
allir verkalýössinnar minnast
Bjarna Þórðarsonar með þakk-
læti og virðinguog allir samherj-
ar hans á Austurlandi sem með
honum hafa starfað munu þakka
honum giftudrjúgt starf i þágu
sameiginlegra hugsjóna.
En það verða ekki aðeins sam-
herjarog samstarfsmenn Bjarna,
sem nú munu minnast hans, það
mun allur þorri samferðamanna
hans á Austurlandi einnig gera,
hvar i flokki sem þeir standa.
Pólitiskir andstæðingar Bjarna
virtu hann mikils og munu fús-
lega minnast hans með þakklæti
fyrir lærdómsrika samfylgd.
INeskaupstað dá allir bæjarbú-
ar, Bjarna Þórðarson og þess er
ég fullviss, að ýmsir þeir, þar i
bæ,sem Bjarnideildi harðast við,
mununú við leiðarlok þakka hon-
um hreinskilni hans og dreng-
lyndi. Þeir munu, eins og
samherjar hans og viðurkenna að
hans skarð verður vandfyllt i
Neskaupstað.
Fáum mönnum á ég meiri
þakkir að gjalda en Bjarna Þórð-
arsyni. Við vorum ekki aðeins
vinir frá þvi við fyrst hittumst,
heldur samstarfsmenn og sam-
herjar irúm 50 ár. Mér er ljóst, að
ég hefði ekki setið á Alþingi i rúm
37 ár samfleytt og i ri'kisstjórn i
nokkur ár, nema vegna þess, að
Bjarni Þórðarson hélt uppi sinu
þrotlausa starfi á okkar heima-
slóðum og að þar átti ég þá sam-
herja sem úrslitum réðu.
Bjarni Þórðarson var stórbrot-
inn maður á mörgum sviðum.
Hann tók þá ákvörðun að hætta
bæjarstjórastarfinu löngu áður en
félagar hans töldu ástæðu til þess.
Bjarni hafði þá enn mikið starfs-
þrek. En hann vildi endumýja lið-
ið, fá unga og nýja menn til
ábyrgðarstarfa. 1 þeim efnum
var hann framsýnni en flestir
aðrir,sem komist hafa til ábyrgð-
arstarfa.
Bjarni lagði þó ekki niður störf
sin, þó að hann hætti sem bæjar-
stjóri. Afram var hann i bæjar-
stjórn um skeið og hann var rit-
stjóri Austurlands til æviloka og
áfram hélt hann störfum I áhuga-
liði sinna samherja svo lengi sem
heilsan entist.
Fyrri kona Bjarna var Anna
Eiriksdóttir, fædd og uppalin á
Norðfirði.
Þau Anna og Bjarni áttu tvo
syni, Eirik, sem fórst með fiski-
bát i mynni Reyðarfjarðar fyrir
nokkrum árum og Bergsvein,
sem nú er á E gilsst öðum.
Heimili þeirra önnu og Bjarna
var hlýlegtog vinalegt.
Anna var heilsuveil allt sitt lif,
hún andaðist árið 1975, og stóð þá
Bjarni einn eftir með soninn
Bergsvein.
Siðari kona Bjarna var Hlif
Bjarnadóttir og lifir hún mann
sinn. Hlif bjó Bjarna vistlegt og
gott heimili og var honum mikil
stoð eins og þá var komið högum
hans. Hún reyndist Bjarna eins og
best var á kosið i erfiðum veik-
indum og sjúkrahúslegu siðustu
mánuðina.
Um leið og ég kveð vin minn
Bjarna og þakka honum fyrir allt
það sem hann hefir verið mér og
okkar samherjum, fýrir það sem
hann hefir verið okkar bæjarfé-
lagi, okkar flokki og öllum bæjar-
búum i Neskaupstað, votta ég
systkinum Bjarna, Bergsveini
syni hans og Hlif konu hans og öll-
um aðstandendum samúð mina
og minnarkonu.
Við minnumst Bjarna með
þakklæti og virðingu.
LUðvik Jósepsson
Með Bjarna Þórðarsyni er horf-
inn af sjónarsviðinu einn fremsti
oddviti úr röðum islenskra sósial-
ista um áratuga skeið. Nafn hans
er tengt Norðfirði og Neskaup-
stað, þar sem hann átti heima frá
unglingsárum til dauðadags.
Samfélaginu innan fjallahrings-
ins fagra umhverfis Norðfjörð
helgaði hann krafta sina og vann
því allt sem hann mátti. Hug-
myndaheimur hans og atorka var
þó langt frá þvi að vera stað-
bundin. Hann sótti föng sin og
hugsjónir viða að, var viðlesinn
bókamaður og fylgdist með
landsmálum af brennandi áhuga
engu siður en þvi sem gerðist i
heimabyggð. Með fjölþættum
störfum sinum að félagsmálum
og sem ritstjóri áhrifamikils
landsbyggðarblaðs um áratugi
hafði hann mikil áhrif á þróun
mála á Austurlandi og störf og
stefnu sósialista sérstaklega.
Asamt Lúðvik Jósepssyni og
Jóhannesi Stefánssyni lyfti
Bjarni Þórbarson merki rót-
tækrar þjóðmálastefnu i Nes-
kaupstað, þar sem þeir félagar
skipuðu sér saman i sveit
kommúnista þegar um 1930 og
gengu siðar i Sósialistaflokkinn
við stofnun hans 1938. Þeir eru
tvimælalaust heilstey ptasta
þrenning i stjórnmálasögu is-
lenskra sósialista og voru þegar á
besta aldri orðnir þjóðsagna-
persónur i krafti valda og áhrifa i
bænum rauða. Sem einstaklingar
voru þeir hver með sinum hætti
sérstæðir og næsta ólikir, en sam-
heldni og ögun i hinni pólitisku
baráttu veitti þeim styrk. Þannig
komu þeir fram þriefldir og
verkaskiptingin virtist fljótt á
litið hafa komið sem af sjálfu sér.
Allir voru þeir vaxnir upp i fátækt
og sem kornungir menn hertir i
stéttaátökum kreppuáranna á
fjórða áratugnum. Framlag
þeirra til sigursællar baráttu
sósialista i Neskaupstað um
marga áratugi verður ekki skilið
sundur nema að takmörkuðu
leyti. Þegar minnst er hins fyrsta
þeirrasem hverfur af sjónarsvið-
inu, hljóta nöfn hinna tveggja að
vera i bakgrunni.
Egvar engum þeirra málkunn-
ugur er ég kom til Neskaupstaðar
fyrir nitján árum. Það breyttist
fljótt, einkum urðu kynni min af
Bjarna fljótt allnáin. Leiðin lá til
bæjarstjórans, sem þá hafði að-
setur i núverandi Sjómannastofu,
fyrst til að t ilky nna aðsetursskipti
og brátt leiddi orð af orði. Fyrr en
varði var Bjarni búinn aö biðja
mig um grein i „Austurland”,
hina fyrstu sem vera átti eins
konar umsögn um Skáldatima
Halldórs Laxness, sem kom út
haustið 1963. Siðan átti ég um
árabil sæti i ritnefnd „Austur-
lands”, sem ritstjórinn kvaddi
saman vikulega. Það var
skemmtileg reynsia. Ahugi
Bjarna á öllu sem að blaðinu laut
var fágætur, enda helgaði hann
þvi fristundir sinar aðmiklu leyti,
skrifaði það sem þurfti til að fylla
siöur þess og sem aðrir lögðu ekki
til og fylgdi síðan blaöinu eftir
gegnum prentsmiðju allt til dreif-
ingar. Verkaskipting við blaðið
var takmörkuð lengi vel og flest
mæddi á ritstjóranum. Eg man að
Bjarna þótti léttir er aðrir tóku að
sér að pakka og skrifa utan á til
áskrifenda! Ég efast um að aðrir
en þeir sem glimt hafa við ein-
yrkjabúskap i blaðaútgáfu geri
sér ljóst, hvert afrek Bjarni vann
með þvi að koma Austurlandi
reglulega út i 27 ár samfleytt og
það með þeirri reisn sem ætið
fylgdi þessu litla blaði og gerði
það gjaldgengt sem lesefni innan
sem utan fjórðungs.
Vikublaðið Austurland var skýr
spegilmynd af Bjarna Þórðar-
syni. Þar birtust viðhorf hans til
þjóðmála frá viku til viku. Þar
kom fram sveitarstjðrnar-
maðurinn og lengst af bæjarstjór-
inn með eldlegan áhuga. Og þar
sáum við stöku sinnum glitta i
fræðimanninn og sagnfræðinginn,
einkum á tyllidögum svo sem i
jólablaði. Þáttur blaðsins i
áhrifum sósialista i Neskaupstað
og á Austurlandi er meiri en
flesta grunar. Þar skipti sam-
fellan i útgáfu sköpum, sú rækt
við hversdaginn sem ein getur
skilað uppskeru er til lengdar
lætur.
Bjarni Þórðarson var einstæður
persónuleiki, mikilúðlegur, ósér-
hlifinn og hreinskiptinn. Oft
minnti hann mig á kappa úr forn-
sögum, eins og ég sá þá fyrir mér
við lestur i æsku, aðeins var
sverðið hér stilvopn eða brandur
orbsins. Bjarni var þróttmikill
ræðumaður, og enginn komst hjá
að leggja við hlustir á meðan
hann talaði. Hann hafði þá gáfu
áróðursmannsins að geta dregið
upp einfaldar linur, yddað megin-
atribi, stundum svo nálgaðist
klisju. Að baki bjó mikið skao.
sem pólitiskir andstæðingar
fengu oft að reyna og samherjar á
köflum. Bjarni var funi, en afar
hlýr og nærfærinn við sina
nánustu. A bak við brynju
baráttumannsins var stutt i kviku
og rikar tilfinningar. Kimni og
glettni lifgaði upp i kringum hann
og hlátur hans hvellur gleymist
engum er heyrðu.
Bjarni „bæjarstjóri” gengur
ekki lengur um götur Neskaup-
staðar, þéttur og berhöfðaður
með sinn gráa koll. Sjúkleiki lagði
hann að velli óvænt og fyrir aldur
fram. Spor hans, hnitmiðuð og
djúp, verða hins vegar ekki
afmáð i bráð.
Sú hugsjón sem hann barðist
fyrir lifir áfram. Sú sveit sem
hann skipaði sér i og veitti forystu
heldur áfram göngunni. Við
stöldrum við i áfanga og þökkum
Bjarna Þórðarsyni liðveislu og
samfylgd.
Hans nánustu sendi ég
samúðarkveðjur.
H jörleifur Guttormsson
Þegar eldhugi háleitra hug-
sjóna og mikilla athafna hverfur
af sviði, þá syrtir að.
Og hugurinn hvarflar til mál-
þinga, þar sem orðsins list lék á
tungu, hreinskilni og skarpleiki
hugsunarinnar settu mark á mál-
flutninginn, tæpitunga var þar
engin, enda hafði sá sem aldrei
unni sér hvildar, hvorki i barátt-
unni fyrir betra og fegurra mann-
lifi né i erilsömum önnum hins
daglega starfs, full efni á þvi að
segja umbúðalaust, hvar ábóta-
vant var, hvar vitin væru sem
varast skyldi. En siðast en ekki
sizt var hann hinn ráðsnjalli
hugsuður nýrra leiða, nýrra
markmiða i baráttunni.
Já, og hugurinn leitar austur til
Neskaupstaðar, þar sem verk
hans tala i hverju einu, þar sem
ævistarfið var unnið af einstakri
elju og fágætri samvizkusemi.
Bæjarstjórastarf hans bar vissu-
lega hæst og samdóma álit allra
mun það, að árvekni og athafna-
semi hans hafi verið með ein-
dæmum. Bærinn hans ber þess
lika ljósan vott, hann átti góða
samstarfsmenn, en sjálfur axlaði
hann ávallt þyngstu byrðarnar og
ruddi brautina af ósérplægni
þess, sem aldrei spyr um eigin
verkalaun, aðeins um það hvað
muni fjöldanum til farsæidar til
framtiðar horft.
Og skyldi Austurlandi gleymt,
málgagni okkar austfirzkra
sósialista, sem hann unni svo
mjög og helgaði krafta sina.
Hversu miklu skyldu skrifin hans
Bjarna hafa áorkað um dagana,
vakið menn til vitundar um eðli
stéttabaráttunnar, hugsjónir
sósialismans, hið rétta eðli þeirra
dægurmála, sem efst voru á
baugi.
Skrif hans voru leiftrandi skörp
og skýr, þau skildu allir. Þar eins
og i töluðu máli hans glitraði á
margar perlur, þar logaði hár-
beitt háðið, þar voru háleit mark-
mið færð i búning sem hæfði, þar
var islenzkt gullaldarmál i
hávegum haft. j
Fáa skarpari stjórnmálapenna !
hefur hin sósialiska hreyfing átt,
fáa meir óþreytandi að einfalda
hið torræða, án þess að missa
nokkurn tima tök á snilld áróð-
ursins fyrir máttugan málstaö
hins kúgaða eða þess sem minna
mátti sin. Og hugurinn reikar
heim til hans, þar sem rabbað var
i rólegheitum um torráðnar gátur
mannlifsins, eða brugðið var á
leik og fyndnin og gamansemin
sat i fyrirrúmi.
Eða leitað var orsaka og
ástæðna fyrir einhverjum vanda
og hann krufinn til mergjar af
meitlaðri rökvisi og miklu raun-
sæi.
Þær stundir eru nú þakkaðar.
Bjarni var stórbrotinn persónu-
leiki, stór jafnt i gleði sem sorg.
Hin þyngstu áföll, sem yfir
dundu, megnuðu i engu að brjóta
hann niður, þó heitt væri hjartað
og tilfinningarnar rikar af næm-
leik þess sem ann og gefur
umfram allt annað.
Aðrir munu rekja ævi hans og
störf, en ærið verk mun það og af
mörgu að taka.
Mér er i minni mannkosta- og
hugsjónamaður, sem ég hreifst af
ungur og lærði þvi meir að meta,
sem ég kynntist honum betur.
Hverfult er þetta lif, hvergi óraði
mig fyrir þvi siðast er við
fundumst, að leiðarlok væru á
næsta leiti.
Það var honum mikil lifsgæfa
siðustu árin að hafa Hlif, þá önd-
vegiskonu sér við hlið. Að henni
er nú harmur kveðinn svo miklu
fyrr en skyldi. Svo er og um son
hans Bergsvein og sonarbörn
hans og tengdadóttur.
En huggun er það harmi gegn
aö eiga svo einstaka minning um
afburöa mann. Heit er kveðja min
til þeirra allra, og Hlifar þó fyrst
og siðast, sem til hinztu stundar
vakti yfir honum og umvafði
ástúð sinni.
Bjarni Þórðarson er horfinn af
sviðinu og svipminni er Neskaup-
staður nú, þegar svo frækinn for-
ystumaður um áratugi er fallinn i
valinn. Okkur sem auðnaðist að
kynnast honum, baráttu hans og
bjartsýni, heiðum hugsjónun^.og
einstakri atorku, okkur er það
fyrst og fremst skylt að halda
merki Bjarna hátt á lofti, þeim
gunnfána sem hann dró að hún.
Sjá næstu síöu.