Þjóðviljinn - 29.05.1982, Side 14

Þjóðviljinn - 29.05.1982, Side 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. — 30. mal 1982 Bjarni Þórðarson og minnast hans með betra starfi, ötulli átökum i áttina til fegurra lifs hins sanna sósialisma. Klökkum hug ertu kvaddur með kærri þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þin, Bjarni bórðarson. Helgi Seljan • Meö Bjarna Þórðarsyni er fall- inn i valinn traustur og svipmikill forustumaður sem hafði skilaö sósialiskri hreyfingu og heima- byggð sinni Neskaupstað miklu og farsælu ævistarfi. í hálfa öld stóð Bjarni i fylkingarbrjósti sósialista i Nes- kaupstað. Hann var jafnframt á- hrifamikill leiðtogi i hreyfingu og samtökum sósialista i Austur- landskjördæmi og lengstaf rit- stjóri Austurlands sem hann stýrði af dugnaði og úthaldi sem er næsta sjaldgæft. Hann var löngu landskunnur fyrir afskipti sin af sveitarstjórnarmálum og af löngu og farsælu starfi sem bæjarstjóri i Neskaupstað. Hann var lengi atkvæðamaður i Sam- bandi Islenskra sveitarfélaga og gegndi þar trúnaðarstörfum. A fundum sambandsins og fulltrúa- ráðs þess kvaddi Bjarni sér oft hljóðs og mælti jafnan af þeim röskleika og hikleysi sem ein- kenndi málflutning hans. A þeim vettvangi var jafnan hlustað vel á það sem Bjarni lagði til mála, enda enginn i efa um þekkingu hans og viðtæka reynslu á mál- efnum sveitarfélaganna. Neskaupstaður hefur nú i nær fjóra áratugi reynst óvinnandi vigi sósialista og reyndist svo enn i kosningunum siðastliöinn laugardag er Alþýðubandalagiö hélt þar hreinum meirihluta i bæjarstjórn. Þannig hefur sá grundvöllur dugaö sem þrir ungir hugsjónamenn, Bjarni, Lúðvik og Jóhannes lögðu fyrir nær hálfri öld, og hafa siðan styrkt og eflt með dugmiklum verkum sinum og öflugu fylgi ágætra samherja. Mun þessa starfs og árangurs þess lengi minnst i hreyfingu islenskra sósialista sem lýsandi fordæmis um skynsamleg og far- sæl vinnubrögð. Nú hefur einn þessara braut- ryðjenda kvatt okkur. Sósialisk hreyfing á íslandi og flokkur hennar, Alþýðubandalagið, stendur i mikilli þakkarskuld við hinn fallna foringja og félaga. Hann helgaöi nær allt lifsstarf sitt baráttu alþýöunnar og hugsjón- um sósialismans. En hann var jafnframt raunsær framkvæmda- maður og hygginn stjórnandi, sem átti þvi láni að fagna að sjá ávöxt verka sinna i þróttmiklu bæjarfélagi, þar sem atvinnulif stendur með miklum blóma og félagslegar framkvæmdir og þjónusta er til fyrirmyndar. Bjarni Þórðarson var ávallt mikils metinn og naut verö- skuldaðra vinsælda i Sósialista- flokknum og siðar Alþýöubanda- laginu. Hann var snjall ræðu- maður á þingum og fundum og aldrei þurfti að efast um afstöðu hans. Hann var ákaflega hrein- skiptinn og traustur og heill i allri afstöðu sinní til manna og málefna. Hann var bjargið sem aldrei bifaðist og um tryggð hans og drengskap þurfti enginn að vera i vafa. Samherjar og vinir kveðja Bjarna Þórðarson með virðingu og þakklæti fyrir langt og ánægjulegt samstarf i þágu sam- eiginlegs málstaðar. Ég mun jafnan minnast hans sem eins besta og heilsteyptasta manns sem ég hefi kynnst og átt sam- starf við. Eftirlifandi konu Bjarna, Hlif Bjarnadóttur, syni hans og öörum ástvinum votta ég einlæga hluttekningu nii með ósk um að minningin um mikil- hæfan og góðan dreng megi milda söknuð þeirra á erfiðri skilnaðar- stund. Guömundur Vigfússon. • Með Bjarna Þóröarsyni er horf- inn einn allra svipmesti Austfirö- ingur, sem lifað hefir á siðustu áratugum, maöur, sem ávann sér I óvenjulegum mæli virðingu og traust allra, sem kynntust honum, samherja jafnt og and- stæðinga I haröri pólitiskri bar- áttu um margra áratuga skeið. Þessu ollu vitsmunir hans og kjarkur, en ekki siður hreinskilni hans og hispursleysi Alla þessa miklu kosti bar hann fram með reisn og höfðingsbrag. Hann stóö I margri pólitfskri höggorrustu, hlóö stundum val- kesti á báöar hendur eins og kappar mestir til foma, en sverð hans var jafnan fægt og skinandi. Andstæðingarnir þurftu ekki alltaf að binda um sárin, en þau voru hrein, þvl að sverð hans var einatt flugbeitt. Þvi miöur auönaðist fyrst og fremst aöeins Austfirðingum að kynnast þessum skörungi. Islenska þjóöin sem heild fór þess á mis og þaö varð hlutskipti Bjarna Þóröarsonar aö vinna þrekvirki sln i tiltölulega litlu og afskekktu byggöarlagi. Ég hefi oft hugsað um það, hvernig hann hefði notiö sin á Alþingi íslend- inga. Trú min er sú, að þar hefði hann oröiö þingskörungur, ekki siöur en baráttufélagi hans um langa tið, Lúðvik Jósepsson, en það heföi verið með öðrum stil. í þessum fáu minningaroröum um Bjarna Þóröarson verður ekki rakið staöreyndatal úr ævi hans. Þaö munu aðrir baráttufélagar hans gera. Mér eru á þessari kveðjustund efst i huga þau sterku áhrif, sem ég varö fyrir i allmiklum sam- skiptum yið Bjarna i stjórn- málum um rúmlega aldarfjórð- ungs skeiö og upp rifjast ótal minningarum þerman óvenjulega mann.semnúerskyndilega horf- inn sjónum. Ég haföi aldrei tækifæri til þess að umgangast Bjarna Þórðarson á þann hátt, að af yrðu náin kynni. Viö hittumst á ýmislegum fundum sósfalista og sveitar- stjórnarmanna á Austurlandi. En kannski urðu samskiptin mest I sambandi viö blaöiö, sem hann ritstýrði um áratuga skeiö, „Austurland”. Þaö var alltaf til- hlökkunarefni aö eiga von á að hitta hann eða heyra i honum á þessum fundum. Hanntók ekki mjög ofttilmáls, en þá lét hann i ljós afdráttar- lausar skoöanir og ætið vel rök- studdar. Mér fannst jafnan að flest væri fram komið i hverju máli, erB jarnihafði sagt sit.t álit. Ef um sveitarstjórnarmál á Austurlaridi var að ræöa, var hann vissulega oft mikill Norð- firöingur, enda láði honum enginn, þótt hann bæri fyrir brjósti þann stað, sem hann haföi átt svo mikinn þátt í aö byggja upp. Siðustu árin, sem ég var fyrir austan, hafði Bjarni dregið sig mjög f hlé frá félagsmálastörfum, en hann hætti sem bæjarstjóri áriö 1973. „Ég er orðinn svo latur, að ég nenni ekki á fundi”, sagði hann eitt sinn við mig, er ég spuröi hann, hvers vegna hann hefðiekkikomiðá einhvemfund. Mér er i minni fyrsti kjördæmis- ráðsfundur okkar, þegar Bjarni var ekki lengur í hópi Noröfirð- inganna. Það var einkennileg tilfinning, þegar hin háa oghvella rödd hans hljómaði ekki lengur I salnum og hvassar athugasemdir hans skýrðu málin ekki lengur. Mér fannsteins og komið væri að kynslóðaskiptum. 1 ræöumennsku Bjarna fór saman mælska og mikil málafylgja, sett fram á hreinni og ómengaöri i'slensku. 1 þeim skilningi var tungutak hans ákaflega öruggt. Af mörgu mætti taka, ef nefna ættí afrek á lifsferli hans. Mér þykir þó jafnan mest til þess koma, aö hann skyldi halda Uti vikublaöinu „Austurlandi” óslitíð i marga áratugi svo reglulega, aö einsdæmi er f islenskri blaöasögu um lítið héraösbiaö. Þaö kom alltaf útásamavikudegi, gekk aö þvi leytí eins og klukka. Lengi vel skrifaöi Bjarni mest af efni blaös- ins. Það var frekar hin siðari ár, að fleiri fóru að leggja blaöinu liö. Þetta var að sjálfsögðu alit sjálf- boðastarf. Eitt sinn var Bjarni spurður, hvernig hann héldi þetta út. „Flestir eiga sér eitt- hvert tómstundagaman. Þetta er mitt tómstundagaman”. Þau merkiiegu tiöindi geröust i hitteöfyrra, aö Bjarni tók aftur við ritstjórn sfns gamla blaðs eftir nokkurra ára hlé. Aö þessu sinni var þetta launaö starf, og þótti Bjarna þaö dálitið skrýtiö, er hann sagði mér frá þessu. Afþvl, semhérhefir veriö sagt, mætti ætla, aö mikill alvöru- maöur væri á ferö. Vissuiega var Bjarni Þóröarson alvörumaður, lif hans og starf frá æsku til full- orðinsára haföi sannarlega ekki verið neitt grin. Hins vegar var hann oft gamansamur og hlátur hans, sem var dálítiö stórkarla- legur, var jafnframt ákaflega smitandi. Þannig átti hann létt meö að koma manni I gott skap. Enhann gat lika verið snöggur á hinn veginn, eins og reynt var að gefa til kynna hér I upphafi. Bjarni var mikili á velli, þótt hann væri ekki hávaxinn. Eitt af þvf sem mér var alltaf undrunar- efni, var hin smágerða rithönd hans, ákaflega formfalieg. Bréf frá Bjarna orkuöu ætí"ö á mig aö þessu leyti sem listiðn og mér þykir nú vænt um aöeiga nokkur fráhonum.Mérliggur við aðtelja þetta til andstæöna I fari hans. Það er mikið skarö fyrir skildi við fráfall Bjarna Þórðarsonar. Lif hans var barátta, fyrst viö fá- tæktina fyrir lifinu, siðar til þess að tryggja meöbræöur sina gegn fátæktinni og fyrir sæmandi lífs- kjörum og þjóðfélagslegri aðstöðu á fjölbreyttan hátt. Hann var sigurvegarii þessari baráttu. Ég flyt eiginkonu hans, Hlif Bjarnadóttur, syni og öllum aðstandendum innilegar samúðarkveöjur. Sig. Blöndal • Mig langar að skrifa þér nokkrar lfnur og þakka löngu liðiö samstarf. Mér er sem ég sjái þig giotta og segja aö mér heföi verið nær aö skrifa á meöan þú enn varst lifandi. Af því varð aldrei, þó áttir þú inni hjá mér bréf. Fyrst eftir að ég flutti suður, þá kom það fyrir að þú skrifaöir vegna ýmissa mála og þá fylgdu með fréttir úr bænum. Þessi bréf voru skemmtileg. ÞU sagöir á gamansaman og hnitmiðaöan hátt frá þvi' sem fréttnæmt var og þú þekktir öðrum fremur æöa- slátt Neskaupstaöar. Ég kynntist þér allvel þegar við unnum saman að bæjarmálum á Norðfirði fyrir 30 árum. Þar naut sin vel dugnaöur þinn og óeigin- girni I þágu þess málstaöar sem þú trúöir á. A þessum árum var oft hart barist í pólitikinni. Noröfirskir só6ialistar unnu marga sigra með þrenninguna i fararbroddi, þig, Lúðvik og Jóhannes. 1 kosninga- slag stóð þér enginn á sporöi, hvorki f ræðu né riti. Þegar þú varst i þeim ham, þá var betra að vera samherji þinn en and- stæðingur. En núer þessu lokiö. Þú slappst viö þessa siöustu hægri sveiflu, en það var þó einn staöur sem stóö hana af sér og það sýnir e.t.v. best að þau spor sem þú og aðrir góðir félagar hafa markað á Norðfirði, eru djúp. Um leiö og ég kveö og þakka samfylgdina, þá sendi ég að- standendum þinum og öllum samherjunum samúðarkveöju. Anna Jónsdóttir • Um nónbil föstudaginn 21. mat daginn fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar, hringdi Hlif Bjarna- dóttir heim til okkar og tilkynnti lát manns sins, Bjarna Þórðar- sonar, ritstjóra og fyrrum bæjar- stjóra i Neskaupstað. Bjarni hafði átt viö mikil og erfiö veikindi að striöa aö undanförnu, svo aö þessi fregn kom kannski ekki meö öllu á óvart, en þó höfðu verið gefnar vonir um bata. Glöggt finn ég vanmátt minn við aö minnast Bjarna Þóröar- sonar sem veröugt væri, en þó vil ég I fáum orðum leiöa hugann til þessa góða og trygglynda manns með virðingu og þökk fyrir sam- starf og vilnáttu. Bjarni Steindór Þórðarson var fæddur á Kálfafelli I Suðursveit 24. april 1914. Foreldrar hans voru hjónin Matthildur Bjarna- dóttir og Þórður Bergsveinsson. Bjarni var elstur fimm systkina. Er Bjarni var i frumbernsku, fluttu foreldrar hans að Krossi á Berufjarðarströnd, og þar ólst Bjarni upp til 15 ára aldurs. Á Krossi var stundaður bú- , skapur til lands og sjávar og vann Bjarni öll störf, sem aldur og kraftar leyföu. En skyndilega varö fjölskyldan fyrir miklu áfalli. Þórður, faðir Bjarna drukknaði ásamt fleiri mönnum af bát sinum skammt frá lending- unni á Krossi. Ekkja með fimm börn bjó ekki viö nein sældarkjör á þeim timum, engar trygginga- bætur var um aö ræða, og aö- stæður ailar erfiðar á landlitlum jarðarhluta. En Matthildur hóf hetjulega baráttu meö hjálp eldri drengjanna og þá sérstaklega Bjarna, viö að framfleyta fjöl- skyldunni. Meö haröfylgi og þrautseigju tókst þeim að forðast það, að fjölskyldunni yrði sundr- að og hún Ienti á sveit. En það var ekki fátæktin ein, sem berjast þurfti við, heldur einnig langvar- andi veikindi og sjúkrahússvist sumra systkinanna. Ekki er ótrúlegt, aö á þessum harödrægu æskuárum á Krossi hafi vaknað meö Bjarna sú sam- félagslega kennd, er vill, aö allir búi viö öryggi og jafna aðstöðu i þjóöfélaginu, en berst gegn hvers konar óréttlæti og mismunun. Arið 1929 fluttist fjölskyldan til Neskaupstaöar, sem einmitt þá var aö fá kaupstaðarréttindi. Kannski eru þessir atburðir tákn- rænir fyrir þaö órofa samhengi, sem nær alla tið siðan rikti milli sögu Neskaupstaöar og sögu Bjarna Þórðarsonar. Þá sögu verður aö skrá. 1 Neskaupstaö tók Bjarni fljótt þátt i starfsemi Verkalýösfélags Norðfirðinga og starfi Kommún- istaflokksins, og varð einn helsti forustumaður þess flokks i Nes- kaupstað og siðar Sósialista- flokksins og Alþýöubandalagsins. Bjarni var hugsjónakommúnisti, sem átti þá list til að bera aö geta samræmt hugsjónina veruleika liöandi stundar. Hann var maður framkvæmda og framfara. Hann var fjarri þvi aö vera hvitflibba- kommi, stóð ætið meö báöa fætur á jöröu niðri — i raunveruleika samfélagsins — en missti þó aldrei sjónar á hugsjóninni og hafði hana að leiöarljósi I öllu starfi sinu og lifi. Bjarni átti sæti i bæjarstjórn Neskaupstaöar um 40 ára skeiö og sat fleiri bæjarstjórnar- og bæjarráðsfundi en nokkur annar hefir gert til þessa i Neskaupstaö. Hann var bæjarstjóri I Neskaup- stað I nær 24 ár, fyrst um tima 1946 og svo óslitiö frá 1950 til miös árs 1973. Hann hafði afgerandi áhrif á mótun bæjarmálefna i Neskaupstað allan þennan tima eða i f jóra áratugi, og verka hans til framfara og heilla fyrir bæjar- félagiö sér viða staö. Um þennan þátt I lifi og starfi Bjarna Þóröar- sonar munu aörir fjalla betur en Ritari Viljum ráða vanan ritara i Bifreiðadeild nú þegar. Krafa er gerð til færni og góðrar fram- komu. ^ SAMVINNUTRYGGINGAR g.t. — Starfsmannahald — Ármúla 3, simi 8l4ll. ég, og hefi ég þvi ekki fleiri orð þar um nú. Ekki naut Bjarni langrar skóla- göngu, langskólanám heföi þó reynst honum auövelt viðfangs, en aðstæöurnar leyföu ekki slikt. Barnafræöslu hlaut hann á Beru- fjarðarströnd, og i Neskaupstaö var hann i unglingaskóla. En sjálfsnám Bjarna var mikiö og viðtækt. Hann var sérlega vel aö sér i islenskri tungu og bók- menntum, einnig I lögfræöi og sögu, og þekking hans á sveitar- stjórnarmálum og stjórnsýslu var mikil og aödáunarverð. Hann átti mörg áhugamál og þá sér- staklega ættfræði, sögu og forn- leifafræöi, kynnti sér þessi mál- efni af gaumgæfni og skrifaði mikið um þau. Bjarni var sérlega vel máli far- inn og ritfær. Hann var áheyri- legur og snjall ræðumaður og rit- aði hvassan og meitlaðan stil. Skriftir og blaöaútgáfa voru snar þáttur i lifi Bjarna Þóröarsonar, og þó að þau störf væru nær alla tið unnin I tómstundum, bera þau vitni um handbragö atvinnu- mannsins, hvernig sem á er litið. I þágu sósialiskrar hreyfingar gaf hann út og ritstýrði fjölrituðu blööunum Uppreisn, Lýð og Ár- bliki og svo Austurlandi, sem fljótlega kom út sem prentað biaö, er Bjarni hafði komiö á fót prentsmiöju i Neskaupstað. Viku- blaðiö Austurland hefir komiö út óslitiö siöan 1951 og var Bjarni ritstjóri þess alla tið að undan- skildum árunum 1979 og 1980 en þá var ráðinn launaður ritstjóri við blaðið. Bjarni var þá banka- gjaldkeri I Neskaupstað og hafði gegnt þvi starfi frá 1974, að mig minnir. (Jtgáfa Austurlands hvildi alla tið á Bjarna fyrst og fremst og lengi framan af á honum einum bæöi hvaö vinnu snerti og eins að kosta útgáfuna, þvi að lengst af var halli á henni. Slikt hugsjóna- starf er sjaldgæft, en er einkenn- andi fyrir Bjarna og lýsir honum mjög vel. Bjarni Þóröarson var tvi- kvæntur. Fyrri kona hans var Anna J. Eiriksdóttir, en hún lést 1975. Þau áttu tvo syni, Eirik sem var kvæntur og bjó á Eskifirði og átti tvö börn, en fórst meö bát sinum ásamt fleiri mönnum I mynni Reyðarfjarðar, og Berg- svein sem er ókvæntur. Seinni kona Bjarna var Hlif Bjarna- dóttir, og lifir hún mann sinn. Reyndist hún honum sérstaklega vel á erfiðum timum og umfram ailt siðustu vikur, er hún vék ekki frá sjúkrabeði hans, en hjúkraði honum af nærfærni og hlýju. Með Bjarna Þórðarsyni er genginn einn skeleggasti forustu- maöur sósialista I Neskaupstað og á Austurlandi öllu. Hann var heill I stefnu sinni og störfum, harður baráttumaður fyrir sinni skoöun og óvæginn við andstæð- inga, en ætið sanngjarn og fús tii sátta, þó eftir harða sennu væri, og hann vildi láta alla njóta sann- mælis. Hann var virtur af öllum, sem honum kynntust, þvi aö hann vann ætiö að þvl að rétta hlut þeirra, sem stóðu höllum fæti, og hann kom ætið til dyranna, eins og hann var klæddur. I viðmóti gat hann oft verið snöggur upp á lagið og hrjúfur á ytra boröi við fyrstu kynni, en engum duldist sem kynntist honum nánar, að hann var tilfinninganæmur og inni fyrir sló heitt og stórt hjarta. Ég sem þessar fátæklegu linur rita, starfaði I átta ár sem bæjar- gjaldkeri undir stjórn Bjarna Þóröarsonar sem bæjarstjóra og vann með honum I fimmtán ár i ritstjórn Austurlands. Þetta sam- starf var gott og náið og mér lær- dómsrikt. Fyrir þaö vil ég þakka nú,svo og persónuleg kynni, sem urðu náin og traust. Lifsgöngunni, sem hófst á Kálfafelli 24. april 1914 lauk á Borgarspitalanum i Reykjavik 21. mai. sl. Minningarathöfn fór fram viö mikið fjölmenni i Foss- vogskapellu 26. mai og laugar- daginn 29. mal fer útförin fram i Neskaupstað. Megi roöinn I austri áfram skina þér, vinur, og bænum, sem þú unnir. Ég og fjölskylda min vottum ykkur, Hlif og Bergsveinn, okkar dýpstu samúð og einnig syst- kinum og fjölskyldum þeirra og barnabörnum Bjarna Þórðar- sonar. Birgir Stefánsson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.