Þjóðviljinn - 29.05.1982, Síða 21
Helgin 29. — 30. mal 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 21
Bráöum koma...
Lítið tóm hefur gefist
til þess hér á síðunni að
geta þeirra mynda, sem
væntanlegar eru í kvik-
myndahúsunum og er það
af ýmsum ástæðum. Nú
verður þó reynt að gera
bragarbót þar á, enda
hafa fjölmargir farið
þess á leit við umsjónar-
mann hennar, að eitthvað
verði sagt frá þeim
myndum, sem búast má
við að sýndar verði innan
skamms tíma.
„Urgh — Music War” eöa
„Rodie”. Nú eru nýhafnar
sýningar á „Music War” i
Bandarikjunum, og vissulega
væri fengur að fá þessa mynd
svona snemma til landsins.
Jakob S
Jónsson
skrifar
Aö sjálfsögöu veröur þar ekki
um neins konar gagnrýni aö
ræöa, heldur fréttaflutning ein-
göngu. En þó er sá ljóður á, sem
gerir slikan fréttaflutning æriö
ómarkvissan, en hann er sá, aö
kvikmyndahúsin fá oft og tiðum
litiö sem ekkert af upplýsingum
um þær myndir, sem ætlunin er
aö sýna. En nóg um þaö.
Tónabíó ætlar að notfæra sér
þaö, aö hafa fengiö sér Dolby
stereó hljómflutningstæki og
mun eftir helgina hefja sýning-
ar á annaö hvort myndinni
„Music War” er, eins og nafniö
gefur til kynna, tónlistarmynd
og þaö af betra taginu eftir þvi
sem forráöamenn Tónabiós
sögöu. Meöal þeirra sem koma
fram eru The Police, Gary Nu-
man og fleiri álika nýbylgju- og
rokkkappar. En ef „Music
War” nær ekki til landsins um
helgina hefjast sýningar á
„Rodie” — sem á islensku
myndi liklega útleggjast sem
„Rótarinn”, en þar koma m.a.
fram Meat Loaf og Blondie — en
myndin er sögö vera af léttara
taginu
Laugarásblómun væntanlega
sýna Dóttur kolanámumannsins
nokkrum sinnum eftir helgina,
enda er aösókn aö henni ágæt
ennþá, en næst á dagskrá er
myndin um konuna sem
„hljóp”. Þaö er gamanmynd
um konu sem tekur upp á þvi aö
minnka og veröa ótrúlega smá
og leikararnir eru flestir
kunnir: þaö eru þau Lily
Tomlin, Charles Grodin og Ned
Beatty, sem fara meö aöalhlut-
verkin I þeirri mynd.
Nýja bló hefur sýningar eftir
helgina á Forsetaráninu — nýrri
bandariskri spennumynd sem
sýnir hvernig eigi aö fara aö þvi
aö ræna forseta Bandaríkjanna
— og án efa fýsir marga aö
komast aö þvi! Miguel Fern-
andes leikur hermdarverka-
manninn sem rænir Hal Hol-
brook i hlutverki forsetans og
heimtar demanta I lausnargjald
— en varaforsetahjónin sem
koma mikið viö sögu eru leikin
af þeim Van Johnson og Ava
Gardner. William Shafner, fer
einnig með stórt hiutverk.
Myndin er gerö eftir skáldsögu
Charles Templeton en leikstjóri
er George Mendeluk.
—jsj
Hvers virði
er „tceknin”
ein og sér?
Kvikmynd:
Rániö á týndu örkinni
(Raiders of the Lost Ark)
Ilandrit: Lawrence Kasdan
(eftir sögu George Lucas
og Philip Kaufman)
Leikstjóri: Steven Spielberg
Kvikmyndataka : Douglas
Slocombe
Tónlist: John Williams
Meöal leikenda: Harrison Ford
Karen Allen, Paul Freeman.
Sýningarstaöur:
Háskólabió
Þeir vöktu ekki svo litla
hrifningu, þeir Steven
Spielberg og George Lu-
cas og fleiri til, þegar
þeir komu f ram á sjónar-
sviðið í bandarískum
kvikmyndaheimi og
gerðu hverja
„þrumu"myndina á fæt-
ur annarri: Spielberg
gerði „Jaws" (Okindina)
og Lucas „Star Wars"
(Stjörnustríð — fyrri
myndina , eða skyldi
maður segja fyrstu?).
Þeir þóttu boðberar nýrra
tíma í kvikmyndagerð í
a.m.k. tvennum skiln-
ingi: þeir beittu óspart
alls kyns tæknibrellum í
myndum sínum og sjón-
rænum áhrifum, sem
vissulega tóku mið af því
að kvikmynd er fyrst og
fremst fyrir augað — og
myndir þeirra kostuðu
upphæðir, sem þekktust
ekki áður í kvikmynda-
heiminum, sem kallar þó
ekki allt ömmu sína í
þeim efnum.
Þaö má reyndar llka tina til,
aö allir eru þessir kappar (sem
sagöir eru standa fyrir nýbylgj-
unni i bandariskri kvikmynda-
gerö) ágætlega menntaöir I
sinni grein, og eiga a.m.k. sum-
ir hverjir töluveröan feril aö
baki i kvikmyndagerð.
Nú er svo komiö, aö nöfn
þeirra Spielbergs og Lucasar
þykja nægileg trygging fyrir þvi
aö mynd er góö — og „Raiders
of theLost Ark” er engin undan-
tekning á þvi. Hún á að þykja
góö og falla i kram áhorfenda.
Og hún fékk hvorki meira né
minna en fimm óskarsverðlaun
á þessu ári, aö þvi er kemur
fram i sýningarskrá.
Og jú, jú — þvi er svo sem
ekki aö leyna, aö ósköp er kvik-
myndin vel gerö: umhverfi og
búningar er óaöfinnanlegt,
kvikmyndatakan hnökralaus og
klippingin einmitt til þess fallin
aö skapa spennu hjá áhorfand-
anum. Tónlistin sömuleiöis og
lýsingin llka. Ekki er heldur
neinn hörgull á alls kyns uppá-
tækjum I atburöarás, sem gera
myndina spennandi og tauga-
kitlandi: eiturörvar og eitur-
slöngur, eitraöur matur og eitr-
uö augnaráö vondra manna.
En óneitanlega skýtur sú
spurning upp kollinum, hvers
vegna veriö sé aö troöa þessu
öllu i eina mynd, sem hefur svo
ekki meira aö segja en aö nas-
istar séu vondir menn —- sem
þeir auövitaö eru, en heföi ekki
mátt koma þeim boöskap til
skila á iburöarminni og jafnvel
ákveönari máta? Er ekki i raun
veriö aö hampa nasismanum og
öllu, sem honum fylgir meö þvi
aö nota nasista sifellt sem
vondu gæjana i kvikmyndum?
Og er þaö ekki dálitiö billegt,
þegar andi guös i liki undur-
fagurrar stúlku kemur heimsk-
um og ágjörnum nasisturp fyrir
kattarnef á mjög svo yfirskilvit-
legan hátt — og leysir siöan
fjötra góöa fólksins? Jafnvel
þótt þaö sé „tæknilega” mjög
vel gert? (Aö undanskildum
augljósum gloppum i sögu-
þræöi).
A hverjum tima veröa til
meira eöa minna augljósar
goösagnir i kvikmyndaheimin-
um. Spielberg, Lucas og félagar
þeirra eru á góöri leiö meö aö
veröa slikar goösagnir, ef þeir
eru þá ekki þegar orönir þaö —
en þeir hafa hins vegar sýnt
næsta fátt, sem gefur til kynna
ótviræö tök þeirra á kvik-
myndamiölinum — nema þá
„tæknilega”. Sögu kunna þeir
ekki aö segja ennþá, þótt þeir
sýni tilburöi I þá átt.
Og meöan svo er, sé ég enga
ástæöu til aö þeim sé hampaö
neitt öörum fremur.
—jsj
og blóöið ?
Hvar
Kvikmynd: Dóttir kolanámu-
mannsins
(Coal Miners Daughter)
Handrit: Tom Rickman
(eftir sjálfsævisögu
Lorettu Lynn)
Leikstjóri: Michael Apted
Kvikmyndun: Ralf D. Bode
Meöal leikenda: Sissy Spacek,
Tommy Lee Jones,
Beverly D’Angelo
Leon Helm.
Sýningarstaöur: Laugarásbió.
Ekki alls fyrir löngu
var kvikmynd um Wcxidie
Guthrie, byggð á sjólfs-
ævisögu hans, sýnd í einu
kvikmyndahúsanna hér í
Reykjavík. „Dóttir kola-
námumannsins" er
voru
sömuleiðis byggð á
sjálfsævisögu eins af
þekktari kúrekasöngv-
urum Bandaríkjanna,
Lorettu Lynn — og
maður skyldi ætla, að
margt væri líkt með þeim
tveimur myndum, enda
er ýmislegt áþekkt með
þeim Guthrie og Lynn:
bæði ólust upp í fátækt,
bæði kynntust snemma
sönghefð ameriskri, og
bæði urðu þau víðfræg
um síðir fyrir söng sinn.
En þaö veröur þó aö segjast
eins og er, aö myndin um
Lorettu Lynn stendur langt aö
baki myndinni um hann Gut-
hrie — og munar þar aö minu
tárin
viti mestu um efnisleg tök hand-
ritshöfundar og leikstjóra á sög-
unni. Þeim Rickman og Apted
heföi ekki veitt af aö ganga i
smiöju til snillingsins Hal
Ashby, sem leikstýröi „Bound
for Glory” — myndinni um
Woodie Guthrie.
Kannski er ég dulitiö ósann-
gjarn. Myndin er hreint ekki
slæm framan af, og þegar á allt
er litiö, er býsna trúverðug
mynd dregin upp af lifi foreldra
Lynn og hennar bernsku. En
þaö er eins og allt breytist til
hins verra, um leiö og hann
Doolittle kemur til skjalanna.
Hann veröur yfir sig hrifinn af
Lorettu litlu, aöeins fjórtán ára
aö aldri, og nánast nemur hana
á brott frá heimahögunum I
Kentucky og gefur henni gitar.
Honum likar nefnilega söngur
hennar fyrir börnin á kvöldin.
Og þá fara hjólin aö snúast eins
og i ævintýrunum þegar disin
góöa kemur til skjalanna, og
fyrr en varir er Loretta oröin
fræg um öll Bandarikin.
Þaö, sem er skrifaö hér aö
ofan, er auövitaö býsna fátæk-
leg mynd af raunverulegum
söguþræöi myndarinnar. Auö-
vitað dettur mér ekki i hug, aö
þaö sé neitt áhlaupaverk aö
komast á toppinn i bandariskum
músikheimi, né öörum músik-
heimi, ef þvi er aö skipta. En
þaö sé jafnauöveit og fljótlegt
og myndin gefur til kynna, þaö
kosti aöeins tima og nokkrar
næturvökur en hvorki blóö,
svita né tár — þaö er aðeins
stærri biti en ég er fær um aö
kyngja. Og þar held ég aö
hundurinn liggi grafinn, þegar
kvikmyndin er annars vegar;
þegar viö erum komin aö vel-
gengni Lorettu á framabraut-
inni, veröur kvikmyndin um
dóttur kolanámumannsins
skyndilega hálf útvötnuö mynd
um ameriska drauminn, uppfull
af „melódrama” i ætt viö Dallas
og álika sjónvarpsseriur og allt
voöa gaman, þótt þaö sé vissu-
lega mikiö strit meöan á þvi
stendur.
Þótt þennan falska tón sé aö
finna i sögunni af Lorettu Lynn,
stúlkunni sem helgaöi sig eigin-
manni og barneignum og kon-
unni, sem söng kúrekavisur, þá
er annað sem gleöur augaö og
eyraö: söngvarnir, sem mætti
þó heyrast meira af, og svo
leikur þeirra Sissy Spacek og
Tommy Lee Jones.