Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 18
íve ««'»•> 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 5.-6. júnl 1982 leigjenda og leigusala á því, að Félagsmálaráðuneytið gefur út eyðublöð fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði. Notkun þess tryggir réttíndi beggja aðila. Hið löggilta eyðublað fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði fæst án endurgjalds hjá bæjar- og sveitarstjórnum og á skrifstofum okkar. Önnur samningseyðublöð eru ekki gild. Fil. dr. Aale Tynni frá Finnlandi heldur fyrirlestur um Eddu og Kalevala i Nor- ræna húsinu mánudaginn 7. júni kl. 17.30. NORRÆNA Veriö velkomin HUSIÐ Auglýsið í Þjóðviljanum SJÖTUGUR Sigurgestur Guðjónsson Hann Sigurgestur Guðjónsson er 70 ára i dag, 5. júni, mér þótti það nokkuð ótrúlegt þegar útlit og starfsorka hans er höfð i huga, en kirkjubækurnar segja vist alltaf satt. Sigurgestur er einn af stofnend- um Félags bifvélavirkja og sat i stjórn félagsins frá 1935 til 1975, samtals i 40 ár, fyrst sem ritari og siðan sem formaður óslitið i 19 ár. Fyrstu ár hvers stéttarfélags eru erfiðustu árin, þegar verið er að vinna rétt félagsins. Þeir sem gáfu sig til starfa i stéttarfélögum á þessum árum gáfu oft meira en tima sinn og sinnar f jölskyldu, oft lentu þessir menn i þvi að missa vinnu eöa þá að þeir fengu erfið- ustu vinnuna, sem stafaði fyrst og fremst af þvi að þeir voru i störf- um fyrir sitt félag. Það þurfti þvi verulegan kjark og einbeitni til að gefa sig i þessi störf. Við bifvélavirkjar eigum Sigur- gesti mikið að þakka fyrir allt það starf og allan þann tima sem hann hefur lagt til okkar félags i gegnum tiðina. Það er oft þannig að sú starf- semi sem unnin er i kyrrþey án allrar auglýsingarstarfsemi gef- ur oft betri árangur en tiðar myndbirtingar og viðtöl i blöðum. Þannig vann Sigurgestur út á við, en inn á við tengdu félagsmenn Félag bifvélavirkja og Sigurgest ætið saman, það er kannski ekki óeðlilegt þegar það er haft i huga að hann hefur starfað svo lengi i stjórn félagsins, sem áður er get- ið auk þess sem hann hefur mætt á alla boðaða félagsfundi frá stofnun félagsins til dagsins i dag. Nú þegar þú ert 70 ára væri til- hlýðilegt að tina allt það til sem þú hefur gert fyrir félagið okkar i þau 40 ár, sem þú starfaðir i stjórn félagsins, en ég held að ég sleppi þvi þar sem slfkt er ekki eftir þinum starfsháttum að mikl- astyfirvel gerðum hlutum heldur láta verkin tala sinu máli. Sigurgestur hafðu þökk fyrir allt þitt mikia starf fyrir Félag bifvélavirkja um leiö og ég óska þér og þinni fjölskyldu til ham- ingju með daginn. Guðmundur Hilmarsson Lausar stöður Staða vitavarðar á Galtarvita hjá Vitastofnun tslands er laus til umsóknar. Um er að ræða tvö störf, vitavarðar og aðstoðarvitavarð- ar. Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir sendist fyrir 14. júni til Vita- og hafnarmálastofnunar, Seljavegi 32,Reykjavik. m %%

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.