Þjóðviljinn - 24.07.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.07.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. júll 1982 Sigurður Thoroddsen áttræður Siguröur Thoroddsen verkfræö- ingur ber þess ekki merki, aö hann sé oröinn áttræöur. Allra sist er hann þaö i andanum, þvi aö fáir eru honum yngri i hugsun. Mér finnst hann ósköp likur þvi, sem hann var fyrir 47 árum, er ég sá hann fyrst á Hallormsstaö. Hann dvaldi þar sumariö 1935 um tima viö aö mæla fyrir rafstöö, sem reist var áriö eftir, en þetta var ein sú fyrsta og liklega sú minnsta, sem hann hannaöi af mörgum. Þá reykti hann eina 2 pakka á dag af Fil-sigarettum, sem voru þær sterkustu i þá daga. Siöan varð honum pipan kærari og Edgeworthið varö tóbakiö hans um árabil, lika þaö sterk- asta á markaöinum. En ekkert af þessuhefur unniö á nafna minum. Hann kom alltaf viö og viö aö Hallormsstað á árunum frá 1952 og þar til ég fór þaöan, þvi aö virkjanir á Austurlandi voru flestar hans virkjanir. Alltaf voru hann og Ásdis sérstakir aufúsu- gestir. Ég var alltaf að spyrja hann um virkjanir, en hann vildi bara tala um skógrækt og einatt bað hann mig aö sýna sér svart- greniö, sem er finlegast grenja. Sigurður er nefnilega mikill skóg- ræktarmaöur, kaliar reyndar skógarland sitt Ljótaland, sem allavega hefir veriö réttnefni áöur en hann fór um það höndum. Ekki kæmi mér á óvart, að hann ætti mikinn þátt i þvi, að Rafmagnsveitur rikisins hafa vlöa látiö planta trjám viö raf- stöövar sinar. A.m.k. var þaö gert viö Grimsárvirkjun aö til- lögu Siguröar. Siöustu veturna hefi ég boriö gæfu til aö hitta nafna minn oft i ákveönu laugardagskaffi. Alltaf fylgist hann jafnvel meö þvl, sem er aö gerast i veröldinni kringum hann og alltaf jafn hress og gamansamur. Fyrir þessi löngu kynni þakka ég honum nú af alhug og er þó ekki nærri allt taliö hér. í sam- skiptum og kynnum viö nafna minn tekst honum einhvern veginn að láta mann gleyma þvi, að þar er á feröinni einn mesti hugsuöur, sem þessi þjóö hefir átt, að þvi er varöar nýtingu orkulinda okkar, einkum vatns- aflsins og ennfremur maður sem lét eftir sig aö loknum starfsdegi langstærstu verkfræöistofu landsins. Auk þess aö vera lista- maöur. Svo fjarlægt er honum aö hreykja séryfir aöra. Einmitt hér er kannski fólginn leyndardómur- inn viö persónuleika hans. Á þessum merkisdegi i lifi hans sendi ég nafna mlnum, Asdisi og börnum þeirra hugheilar árnaðaróskir okkar Guðrúnar. Sigurður Blöndal Um tiuleytið á rúmhelgum dög- um er ljósleitum Saabbil gjarnan ekið fremur hægt i hlaðið við Ár- múla 4. Út stigur harðfullorðinn maöur i meöallagi hár, þéttur nokkuð, alla jafna i yfirhöfn og ailtaf með alpahúfu. Þarna fer Sigurður Thoroddsen verkfræð- ingur. Hann gengur seinlega upp að dyrunum og hyggur á leiðinni að gróðri eöa öðru athyglisverðu. Honum liggur vist litið á — og þó. Nóg er að starfa. Ævitiininn eyðist, unniðskyldi íangtum meir, Sist þcim lifiö leiðist o.s.frv. orti Björn i Sauðlauksdal. Þegar inn er komið heilsar hann á sinn sérstaka hátt með glaðlegu hó, hó. Alltaf eins, sér enda ekki tilgang i að breyta góð- um venjum. Hann kann betur við að tekið sé undir kveðjuna. Þarna gerir hann alla jafna stuttan stans, en á þó yfírleitt nokkur orðaskipti við fóikið. Þeim sam- ræðum lýkur oftast meö setning- unni: þá er nebbla þa, sem hefur hreint ótrúlega merkingarvidd en þó alltaf að umræðum um við- komandi mál megi gjarnan vera lokið. Úr neðsta liggur leiðin um hæð i efra. En leiðin er ekki greiö. Stig- arnir geta svo sem verið nógu seinfarnir — 20 þrep upp á fyrsta pall og annaö eins þar fyrir ofan. — Oft þarf aö stoppa og ræða við menn, þó tekur steininn úr þegar lögð er eldhúslykkja á leið- ina. Þar er nefnilega um þetta leyti oft staddur góðvinur Sigurð- ar og hjálparheila Asi Gvuð þús- undþjalasmiður með meira og sérlegur ráðgjafi um flest er að daglegu amstri lýtur. Fleiri koma i kaffi. Umræðurnar snúast um menn sem eru eða voru og mál- efni gömul og ný. Létt er yfir og sögur sagðar. Sigurður hefur á hraðbergi sögu að hverju atviki rétt eins og góði dátinn Sveik og eins og Sveik oftast eitthvaö spaugilegt. En ekki má tefja of lengi, i mesta lagi tvær meöalpipur. Hann fer i yfirhöfnina og setur alpahúfuna upp, hafi þá unnist timi til að taka hana ofan. Eftir viðkomu i nokkrum herbergjum á hæöinni er siöari hluti stigans tekinn léttilega. Sigurður hefur skrifstofu þarna uppi þar sem hann afgreiðir nauösynleg mál eftir einkunnar- orðunum : það sem er búið það er gert og þá er það ekki eftir. Úr skrifstofunni liggur leiðin oftast inn um virkjanadeildina þvi enn hefur hann mikinn áhuga á orkumálunum. Hann heilsar á flest öll borð og kannar að hverju fólkið starfar. Tekur af sér, sest, fær meira kaffi og reykir aftur eina til tvær pipur. Enn eru málin rædd á gamanasaman hátt en oft frá nokkuð öðru horni. Meira heyrist frá yngri árum hans i starfi og leik og þeim fjölda fólks sem hann hefur kynnst. Oft kem- ur setningin: þa er nebbla þa, sem þá getur allt eins merkt: það þýðir ekkert að fást um það, eða: enginn fær gert þvi þvi, eða ef frásögn gengurseint: æ blessaður farðu nú að koma þessu út úr þér. Þarna koma iöulega visur sem tengjast atburðum þeim sem um ræðir eða Sigurður klykkir út meö latneskri setningu. Svo stendur hann snöggt upp, nefnir að þetta gangi ekki, kveður alla og kallar sina eða jafnvel elskuna sina og fer, kannski minnungur Háva- mála um að ljúfur veröur leiður ef lengi situr annars fletjum á. Sú mynd sem hér hefur verið dregin upp af Sigurði Thoroddsen er ljóslega aðeins brot úr daglegu lifi manns sem hefur dregið sig i hlé af vettvangi dagsins og tekið til við aðra iðju. • Blikkiðjan Ásgarði 7, Garöabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Sigurður Thorodd- sen verður heima í dag, laugardag kl. 16.30-19.00 Sigurður Thoroddsen hóf rekst- ur sjálfstæðrar verkfræðistofu 1932. Frá þeim tima og allt fram til 1975 tók stofa þessi mestallan tima hans, en starfsvettvangur- inn var allt Island. Hann ferðaðist þvi mikið og kynntist vel landsins högum, enda allt i senn athugull, forvitinn og minnungur i meira lagi. Hann hafði þvi vitt sjónar- svið sem oft veitti honum þá sýn erkynjagler ein gátu i ævintýrun- um. Samferðamaður Sigurðar sagði hann hlaupa i verkfræðileg- an hnút er hann kæmi á hugsan- legan virkjunarstað. Þá var Sig- urður liklega að skyggnast i glerið. Eins og að likum lætur sjást verk Sigurðar Thoroddsen viða um land. A ferli hans, sem vegna vinnusemi verður enn þá lengri en ætia mætti af árum, gekk að sjálfsögðu á ýmsu. Gangur fyrir- tækisins endurspeglar i mörgu ástand i landi á hverjum tima og vist er að ekki var alltaf auðvelt að halda fyrirtækinu gangandi. Sigurður hefur alltaf verið skjót- ur að sjá möguleika og nýta þá. Kom sá eiginleiki verkfræðistof- unni oft að góðu gagni við öflun verkefna og úrlausn þeirra. Sigurður hlýtur að hafa verið ágætur i fræðunum a.m.k. þar sem hann beitti sér, en það sem á kann að hafa vantað bætti hann upp með innsýn fyrst en siðar einnig reynslu. Jafnframt segist hann alltaf hafa haft mannalán. Við sem þekkjum Sigurð „gamla” á stofunni hugsum lik- lega minna um verk hans utan hennar en innan. Hann hefur sér- staka hæfileika til þess að stjórna og umgangast fólk þannig aö þægilegur andi haldist á vinnu- stað án þess þó að gefa eftir á kröfum um afköst og gæði. Mannseðlið má segja að sé sam- sett úr ýmsum þáttum svo sem greind, minni, gæsku, dugnaði, metnaði, hégómagirnd, við- kvæmni, tilfinningasemi og fleira. Þættir þessir hafa misjafnt vægi hjá hverjum og einum og ná mismiklum þroska eftir aðstæð- um. Sigurður hefur náð að þroska með sér þá þætti er mestu varða i mannlegum samskiptum án þess þó að slaka um of á öörum. En siðast og ekki sist: Hann hefur liklega aldrei látið eftir sér að finnast verkefni leiðinlegt. Sig- urður hefur lifað og starfað með ágætum i anda visunnar: Að lifa kátur list mér mátinn bestur. Þó að bjáti eitthvað á úr því hlátur gera má. Sigurður Thoroddsen er barn sins tima, órofa tengdur þvi sem áður var, en jafnframt áhuga- samur um nýjungar og framfarir. Nafnið Sigurður Thoroddsen hefur tengst verkfræði hér á landi frá þvi er verkfræðin fluttist hing- að sem sérstök fræðigrein i lok 19. aldar. Fyrstur var Sigurður Jóns- son Thoroddsen og siðar Sigurður Skúlason Thoroddsen, bróðurson- ur þess fyrsta. Báðir héldu þeir verkfræðimerkinu á lofti sóma og höfðu stéttarstolt. Verkfræðistofan sem Sigurður stofnaði og rak ber áfram nafn hans og verður vonandi til pess ao tengsl nafnsins og verkfræðinnar haldist. Með afmæliskveðju 0 frá starfsfélögum. Brautryðjendur nútimalifs- hátta á tslandi taka nú að reskj- ast og margir eru horfnir til feðra sinna. Þetta á jafnt við um full- trúa visinda og lista og þá sem lögðu grunn að nýjum atvinnu- háttum og verkmennt i landinu. Yngrikynslóöirog þeir sem þrætt jafa spor þeirra sem voru i æsku þegar tsland varð fullvalda riki eru svo lánssamir, að margir þessara brautryöjenda eru enn á meðal okkar og hafa haldið heilsu og þreki, þrátt fyrir mikið ævi- starf. I þessum hópi er Sigurður Thoroddsen, verkfræðingur, sem i dag hefur áttatiu ár að baki. Um áratugi hefur Sigurður verið þekktastur islenskra verkfræð- inga meöal almennings og notið trausts og hylli að verðleikum. Drjúgan þátt i þvi á það fyrirtæki sem Sigurður stofnaði fyrir 50 ár- um, Verkfræöistofa Sigurðar Thoroddsen (VST). Verkfræði- stofuna byggði Siguröur upp á eigin vegum og breytti henni siö- ar i sameignarfélag með helstu samstarfsmönnum sinum. Fram- kvæmdastjóri verkfræöistofunn- ar var hann 1932—1974 og óx hún undir hans forystu úr litlu fyrir- tæki i stórveldi á islenskan mæli- kvarða á sviði ráðgjafastarfa. Þar starfa nú um 70 manns og eru um 30 þeirra hluthafar i fyrir- tækinu. Siguröi tókst aö tryggja stofunni þann gæðastimpil, sem sliku ráðgjafafyrirtæki er nauð- synlegur. Hann fæst ekki nema gætt sé óhlutdrægni og vand- virkni i smáu sem stóru. Ég er ekki i vafa um, að á þessu sviði hefur áhrifa SigUröar Thoroddsen gætt langt út fyrir eigið fyrirtæki. Hann hefur með verkum sinum og kröfum til samstarfsmanna öðrum fremur mótað þær siöa- reglur, sem fylgja þurfa óháðu ráðgjafastarfi, ef vel á að farn- ast. A sviði ráðgjafastarfa hafði Sigúrður mörg járn i eldi og verk- efnin fóru stækkandi. En eins og ötulum brautryöjanda sæmir lét hann sér ekki nægja það eitt sem viðskiptavinir báru fram óskir um, heldur hafði frumkvæði um verkfræðilegar athuganir á mörgum sviðum. Þar ber hæst margháttaðar kannanir a hag- nýtingu á vatnsafli Iplands, en þau verkefni hafa siðar verið drjúgur og vaxandi liður hjá VST, sem hefur nú forystu um verk- fræðilegan undirbúning að þeim stórvirkjunum, sem að er unniö og ákveðiö er aö ráðast i á næstu árum. A þvi sviði hafa orðið þau ánægjulegu umskipti að undán- förnu, að hlutur íslenskra verk- fræðinga og verktaka hefur vaxið stig af stigi, þannig að Islending- ar eru nú einfærir um frumkvæði og forystu i hagnýtingu orkulinda landsins. Þetta er gildur liður i sjálfstæöisviðleitni litillar þjóðar og engu ómerkari en sú sjálf- stæðisbarátta, sem háð er á hin- um hefðbundna velli stjórnmál- anna. Á báðum þessum sviðum hefur Sigurður raunar verið þátt- takandi og gildur liðsmaður og skiliö flestum betur samhengiö milli stjórnmála og verkkunnáttu og milli þekkingar og valds. Sigurður Thoroddsen skipaði sér unguribaráttusveit islenskra sósialista og sat á þingi fyrir Sósialistaflokkinn sem landskjör- inn þingmaður eftir framboð á Isafirði árin 1942—1946. Hann gegndi þá og siöar fjölda trúnað- arstarfa fyrir sósialista i ráðum og nefndum, ekki sist i tengslum við orkumál. Margir gegnir liðs- menn alþýðuhreyfinga, hér sem annars staðar hafa verið látnir gjalda skoðana sinna af handhöf- um borgaralegs valds og við- skiptalifs. Það ber m.a. vott um styrk Sigurðar sem manns og verkfræðings, að pólitiskir anö- stæðingar komust skammt með að beita hann bolabrögðum. Menn af sliku efni, hugsjóna- menn, hafnir yfir kreddu og lág- kúru, hafa áttdrjúgan þátt i styrk og áhrifum sósialista á stjórnmálavettvangi hérlendis og þar með stööu alþýðustéttanna i landinu. 1 starfi hefur Sigurður að sjálf- sögðu notiö persónueiginda, áskapaðra og áunninna. Nokkurs mátti vænta af syni Skúla Thoroddsen ritstjóra og Theódóru Guðmundsdóttur. Sigurður hefur farið vel meö þaö vegarnesti og eflaust hefði hann náð langt á hverri þeirri braut sem hann hefði lagt út á. Um það vitna list- ræn tök hans sem fristundamál- ara og störf að félagsmálum. Skaphöfn hans kimni, og jafnvægi hefur létt honum feröina hvar- vetna og lifgað upp hversdaginn fyrir samferðamenn. Ég get ekki talið mig i kunn- ingjahópi Sigurðar Thorodd- sen i venjulegum skilningi. Þaö er rétt liðinn áratugur siðan við hitt- umst fyrst og ég hef ekki haft vit á að leita persónulega til hans ráöa sem vert hefði verið. Þó hefur það borið við og reynst haldgott. Hitt hef ég ekki sparað að llta i komp- ur hans og skýrslur VST varðandi vatnsaflsvirkjanir o.fl., og það reyndar löngu áður en mig bar að i ráðuneyti orkumála. Raunar hannaði Sigurður þá virkjun sem lýsti upp æskuheimili mitt á Hallormsstað, og var það mikið mannvirki og kyngimagnað i augum þeirra, sem þar uxu úr grasi. Á vettvangi náttúruverndar lá við að leiðir okkar Sigurðar lægju saman. Við hittumst á Náttúru- verndarþingi hinu fyrsta vorið 1972. Þar kvaddi hann Náttúru- verndarráö sem hann hafði átt sæti i sem fulltrúi Verkfræðinga- félags íslands frá stofnun ráðsins eftir setningu fyrstu náttúru- verndarlaganna 1956. Góöur hug- ur Sigurðar til náttúruverndar kom þar fram, en ekki siður i hönnun þeirra mannvirkja, sem hann átti hlut að. Erindi sem Sigurður flutti á fundi i Verkfræð- ingafélaginu i desember 1955 og varðveitt er i timariti félagsins, er enn timabær og holl áminning fyrir islenska verkfræöinga sem margir hafa gerst góðir liðsmenn náttúruverndar og umhverfis- mála. Það þarf engan aö undra, þótt auga málarans Sigurðar væri næmt fyrir umhverfinu og sú sýn færðist i reynd yfir á teikniborðið hjá verkfræðingnum. Fjölhæfni er ekki aöeins góð gáfa heldur nauðsynlegur eigin- leiki þeim sem fást við flókin við- fangsefni og veljast til forystu. I tæknisamfélagi okkar er þetta raunar brýnna en fyrr og þann skilning þarf aö rækta i uppeldi og þjálfun. Til aö átta sig á þessu er hollt að kynnast störfum og við- horfum Sigurðar Thoroddsen svo ekki sé minnst á þann munað að fá að hitta hann og hans lika i hléi frá dagsins önn. A þessum timamótum sendi ég hamingjuóskir og kveðjur frá okkur Kristinu til þin og þinna. Hjörleifur Guttormsson Auglýsingasíminn er 8-13-33 weonuum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.