Þjóðviljinn - 24.07.1982, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. júll 1982
Stœrsta verkefni í sögu verkfrœðinnar
Hafnargerðin er ekkert smásmíöi. Bakkinn er nær hálfur knúmetri á breidd og upp undir 10 km á lengd. Þar munu 18 stórskip geta lagst i-roö
JÚBAIL
í Saudi-Arabíu
Israelsmenn og gyðingar i
Bandarikjunum eru ekki of hress-
ir með skipti á Alexander Haig og
George Schultz i embætti utanrik-
isráðherra Bandarikjanna. Haig
er harður tsrelssinni en hver er á-
stæða tortryggni gyðinga i garð
Schultz? Hún er einfaldlega sú að
Schultz kemur beint úr stjórnar-
formannsembætti stærsta verk-
takafyrirtækis i heimi, Bechtel
Group Inc. i San Fransisco. Þetta
verktakafyrirtæki hefur um ára-
tugaskeið átt mikil viðskipti við
arabalönd og er nú að byggja
heila borg i Saudi Arabiu sem á
enga sina lika. Schultz er eðlilega
talinn munu verða hliðhollur ara-
biskum málstaö i embætti sinu af
þessum orsökum. Hér verður lit-
illega sagt frá Bechtel Group Inc.
ser.i teygir nú anga sina um allan
heim og stærsta verkefni þess
fyrr og siðar, borgin Jubail i
Saudi-Arabiu. Hún er kannski
stærsta verkfræðifyrirtæki sem
nokkurn tima hefur verið farið út
Leynd og góö
tengsl
Bechtel Group Inc. er eitt af
risavöxnustu fyrirtækjum
Bandarikjanna og starfar nú i um
20 löndum auk heimalandsins.
Samt sem áður hefur það gert svo
litið til að auglýsa sig að fæstir
hafa heyrt þess getið. Velta þess i
Bandarikjunum árið 1981 var 11,4
miljarðar dollara og sennilega
hefurekkert fyrirtæki iheiminum
breytt eins mikið yfirborði jarð-
arinnar á þessari öld og það.
Verktakar frá Bechtel hafa að-
stoðað við hönnun og byggingu
mannvirkja á borð við Hoover-
stifluna, San Fransisco-Oakland-
brúna, gasleiðsluna frá Alaska og
neðanjarðarlestirnar i Washing-
ton.
Fyrirlækið er i einkaeign og svo
mikil leynd hefur verið yfir starf-
semi þess að þvi er helst likt við
lokuðustu einræðisriki. Eitt af þvi
sem mjög hefur hjálpað fyrirtæk-
inu i harðri verktakasamképpni
eru öflug tengsl við embættis- og
stjornmálamenn i Bandarikjun-
um og er George Schultz utanrik-
isráðherra gott dæmi um það.
Meðal þeirra sem hafa verið
starfsmenn fyrirtækisins eru
John McCone sem fyrr var for-
maður bandarisku kjarnorku-
nefndarinnar og siðar forstjóri
bandarisku leyniþjónustunnar
(undir Kennedy og Lyndon John-
son), Parker Hart, sem um skeð
var sendiherra Bandarikjanna i
Saudi-Arabiu og Charles Walker,
sem um skeið var fjármálaráð-
herra Nixons. Auk Schultz eru nú
tveir ráðherrar i rikisstjórn
Reagans fyrrverandi starfsmenn
Bechtel Group Inc. Það eru þeir
Weinberger varnarmálaráðherra
og W. Kenneth Davis orkumála-
ráðherra.
Þessi tengsl gefa fyrirtækinu
tækifæri og forskot fram yfir önn-
ur fyrirtæki og má nefna það að
Stephen Bechtel yngri, forstjóri
fyrirtækisins, minntist þess fyrir
nokkrum vikum að Richard
Helms, fyrrv. forstjóri CIA hefði
aðvarað fyrirtækið á sinum tima
svo að það gat dregið sig til baka
með framkvæmdir i tran áður en
stjórnarbyltingin þar varð.
Saga fyrirtækisins
Bechtel-fyrirtækið rekur upp-
haf sitt til Þjóðverja sem hét
Warren A. Bechtel. Hann tók að
sér verkefni með múlasna sina
árið 1898 i sambandi vio járn-
brautarlagningu yfir indjána-
svæði i Bandarikjunum. Það • ar
þó ekki fyrr en 1931 að fyrirtækið
varð frægt fyrir að vera eitt 8 fyr-
irtækja sem tóku aö sér gerð
hinnar risastóru Hooverstiflu.
A striðsárunum hafði sonur
Warens, Stephen Bechtel eldri,
tekið að sér stjórn fyrirtækisins
og þá blómgaðist það einkum i
skipasmiðum (Liberty-skipin).
Aður en striðinu lauk var það svo
komið út i oliuhreinsun og siðar
tók það að sér smiði kjarnorku-
vera. Arið 1960 tók einkasonur
Stephens Bechtel, Stephen yngri,
við stjðrn félagsins og hefur rekið
það siðan.
Bechtel-fjölskyldan er orðin ein
rikasta fjölskylda i heimi. Steve
eldri, sem nú er 81 árs gamall er
talinn eiga eignir upp á 750 mil-
jónir dollara og einkaauður son-
arins er talinn yfir 200 miljón
dollara.
Stærsta verkefnið
Þó aö Alaskagasleiðslan og
Hooverstiflan séu stórkostleg
mannvirki hefur þó Bechtel-fyrir-
tækið ekki tekið neitt að sér sem
jafnast á við Jubailáætlunina i
Saudi-Arabiu. Nokkur hundruð
kilómetra norðaustur af Riyadh,
höfuðborg Saudi-Arabiu, er að
risa hátiskuleg borg sem ljúka á
við innan 15 ára. Þá á hún að ná
yfir land sem er jafnstórt og
Stór-London og rúma nokkrar
miljónir ibúa.
í sögu verkfræðinnar, allt frá
egypsku piramýdunum til Pan-
amaskurðarins hefur enginn ráð-
ist i svona risastórt og dýrt verk-
etm að þvi er tjármálaráðherra
Saudi-Arabi'u, Múhameð Ali Ab-
dúlKhail, segir. Stjórn hans hefur
þegar eytt 35miljörðum dollara i
Jubail og systurborg hennar,
Yanbú, og áætlar að eyða minnst
lOOmiljöröum dollara til viöbótar
á næstu árum. „Það nd bókstaf-
lega engin orö þvi sem er aö ger-
ast hér”, segir fjármálaráðherr-
ann.
Sá jarðvegur sem fluttur er
vegna borgargerðarinnar nægði
til að leggja tvöfalda hraðbraut i
kringum jörðina um miðbaug. 1
Jubaíl starfa nú um 1600 arkitekt-
ar, verkfræðingar og fram-
kvæmdastjórar frá Bechtel-fyrir-
tækinu og þeir hafa gert hliðar-
samninga við 274 meiriháttar
undirverktaka og 500 minni hátt-
ar undirverktaka um allt frá eld-
húsinnréttingum til risaraforku-
vers. Þeir stjórna lika um 41 þús-
und verkamönnum og iðnaðar-
mönnum frá 39 löndum.
Nákvæm vinnubrögö
Bechtel-fyrirtækið er þekkt
fyrir nákvæm og örugg vinnu-
brögð og áætlanir sem standast. 1
þvi er samankominn rjóminn af
bandariskri verkkunnáttu. Ef
eitthvað vantar er ekkert til spar-
að að nálgast það. Fyrr á þessu
ári stóð t.d. á „fittings” i pipu-
lagnirium250húsi'Jubailsem að
öðru leyti voru tilbúin. Strax var
tekin flutningavél á leigu og náð i
það sem vantaði alls um 20 þús-
und kólómetra leið.
Viðskiptasambönd Bechtel -
fyrirtækisins við saudi-araba eru
meira en 30 ára gömuL Stephen
Bechtel eldri og Ibn Saud konung-
ur urðu persónulegir vinir á 5.
áratugnum þegar fyrirtækið tók
að sér að reisa oliuhreinsunarstöð
i Bahrein. Allt frá þeim tima hef-
ur þetta samband staðið á föstum
— og ábatasömum — grunni. Áriö
1958 stjórnuðu verkfræðingar frá
Bechtel her 5000 verkamanna
sem lögðu svokallaöa Trans-Ara-
biuleiöslu um 1500 km vegalengd.
Bandaríska
verktaka-
fyrirtœkið
Bechtel átti
hugmyndina og
sér um
framkvæmd.
Schultz
utanríkisráðherra
stjórnarformaður
Starfsmenn viö framkvæmdir búa I þessu þorpi. Þar á meðal eru um 1600 arkitektar, verkfræðingar og
stjórar frá Brechtel-fyrirtækinu og 41 þúsund aörir starfsmenn frá 39 löndum, þ.á m. nokkrir frá tslandi