Þjóðviljinn - 24.07.1982, Side 11

Þjóðviljinn - 24.07.1982, Side 11
Helgin 24.-25. júll 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 dæminu við. Hvort sem frekar veldist til álita til að efla fræðin. Slikar hugrenningar vakna við upprifjun á ferð okkar um upp- runaslóðir Sturlunga, þar sem er Hvammur, þar bjó Sturla I. sem sagði að gefnu tilefni að með ýmsu móti sýndu konur ástir sin- ar. Og fyrr en varir erum við komnir i Þorskafjörð þar sem Matthias Jochumsson rann upp að Skógum. Við hlupum þar um að leita að húsatættum og gera okkar reverensíur fyrir skáld- mæringnumsemsmalaði um holt- ín hér og dreymdi. En við áttuð- um okkur siðar á að við fórum ekki nógu hátt i hliðarnar i leit að þvi koti; og sáum siðar staddir hinum megin fjarðarins rústirnar hátt uppi undir svipmiklum og. furðulegum stuðlabergsdrangi sem nefnist Vaðalfjöll. Þessi hnjúkur sést langt að, liginn á- sýndum, og kemur fram i kvæð- um Matthiasar að hann hefur verið skáldinu kær;svo sem þegar hann orti þegar hann kom á forn- ar slóðir: Nú vik ég upp á Vaðal- fjallatind/ Vestfirðinga kveð i hinnsta sinni. Og við dvöldum i skógarlundinum sem frændi Matthiasar, furðukarlinn Jochum Eggertsson dundaði við að rækta milli þess sem hann var að draga galdrastafi og spinna upp laun- helgar handa tslendingum, þar koma við sögu Krýsir hinir fornu ættskaðir frá Gullmunnum, frumþjóð islenzkrar menningar. Og á þessum slóðum var land- námsmaður Oddur skrauti faðir Gull-Þóris. Jochum skrifaði undir nafninu Skuggi, og þeir sem þurfa að læra að galdra gætu reynt að rýna i skræöu hans til þess arna i Þandsbókasafninu. En Skuggi kemur einmitt við sögu i hólm- göngu þeirra á ritvangi hinna margvlsu kappa séra Kolbeins Þorleifssonar og Einars Pálsson- ar. Maður skilur Matthias betur þegar maður kemur á þessar æskuslóðir hans með þeim seið sem býr i þessu landslagi, mikl- um svip fjalla og friðu undirlendi við sjó þar sem allt virðist ljúft á svona degi, viðsýnt um flóa með eyjamergð og skerja, þar sem voru matarkisturnar þótt aðrir syltu viðast; en særinn gat rokiði upp i ofstopa og veður skollið á snöggt og válegt. Þarna var öfl- ugt mannlif sem sótti björgina með harðfylgi og stæltist; og hætturnar ræktuðu útsjónarsemi og kjark og þróttj sem kemur fram lika i þjóðfrelsisbaráttu ts- lendinga, þarna átti Jón Sigurðs- son viða trausta stuðningsmenn. En löngu fyrr var frumherji vakningar Eggert Ólafsson að vaxa upp i Svefneyjum; i miklum Ijóma sögunnar siöan-, hann dreymdi um framfarir og upprisu þjóðarinnar til menningar þrátt fyrir niðurlæginguna og ómögu- legheitin i landinu á þeim tima. Og reyndar lika Árni Magnússon forveri hans sem var frá Kvenna- brekku i Dölum. Skammt frá Skógum voru hald- in þingin ár eftir ár frá 1849 sem voru kennd við Kollabúðir; þang- að menn streymdu að úr ýmsum áltum til að ræða það sem mætti gagnast landi og þjóð. Ýmsir komu um f jöll og áttu sumir lang- an veg, og aðrir siglandi inn fjörðinn og söfnuðust þar á eyrum og hlóðu búð sem var tjaldað yfir,- undir forystu séra Ólafs Johnson- ar á Stað sem var vildarvinur Jóns Sigurðssonar og einlægur fylgismaður,og annarra stórhuga manna. Við dvöldum andaktugir i búð- artóttinni og sáum hugsýnum þá safnast þessa ármenn islenzks sjálfstæðis; dagleiðið úr eyjunum biera bátana inn áður en aflands- vindurinn vaknar á kvöldin. Séra Sigurjón las fyrir okkur Einar Braga hina glöggu frásögn Lúðviks Kristjánssonar i bók hans Bildudalsminning; þá sögu hefur hann kannað allra manna bezt. Thor Vilhjálmsson skrifar: Nei þeir eru engir aukvisar fyr- ir vestan. Enda kemur þaðan blóminn úr sjómannastétt okkar. Ég lagðist i flakk i nokkra daga með góðum vinum, Einari Braga skáldi og séra Sigurjóni Einars- syni á Kirkjubæjarklaustri. Við svömluðum viða i hug- myndariku samlyndi, og nærð- umst vel á fróðleik og mannlifs- kynnum og töfrum landsins. Fyr- ir Breiðafjörð, og komum að Brjánslæk þar sem séra Sigurjón hóf gifturikan prestsferil sinn, sem sannaðist vel þegar við hitt- um Einar bónda þar og hans fólk; hjónin voru hin fyrstu sem séra Sigurjón gifti, og siðan áttu þau átta börn, vænt fólk. Einar bóndi er gjörvilegur maður, fróður vel og ann skáldskap. Hann hefur enda skrifað skáldsögur sem komu út fyrir fáum árum undir landsins i mildu veðri og prakt. Við gerðum stanz i Bessatungu i Saurbæ;og hugsuðum til Stefáns skálds sem þar bjó siðustu ár sin, angurværir nokkuð, og lituðumst um til að vita hvaða útsjón skáld- ið hefði haft af hlaðinu i basli sinu; en hann hafði vist jafnan góða hesta og lét sér ekki nægja hlaðsjónina sinum augum úr Mel- korkuætt; kannski gutlaði á pela i útreið skáldsins: Svo feginn og glaður / ég flytti þér kvæði/ en skáldið er þreytt/ og skortir næði. Þaðan er stutt i Hvitadal. Eins og Steinn Steinarr var mikið meinhorn i tali, aldrei heyrði ég hann leggja annað en gott til Stefáns,og sagði oft fallega frá honum, kynnum þeirra. Og þriðja skáldið af þessum slóðum Jóhannes úr Kötlum kom upp i huga okkar og ræðu með hugleið- ingum um hve heill hann var. Þetta hérað hefur verið drjúgt að fóstra hollvætti. Þegar við förum hjá Ólafsdal tengist för okkar fjórða skáldið, Snorri Hjartarson; Vaöulfjöll HELGARSYRPA höfundarnafninu Einar frá Her- gilsey. Þar er Einar fæddur, kominn i beinan karllegg útaf Eggerti Ólafssyni sem kallaður var Eggert betri til aðgreiningar frá þjóðhetjunni. Þegar hungrið var skæðast i Móðuharðindunum var sagt hann hefði gefið áttatiu manns að éta af afla sinum, dag- lega um sinn. Faðir Einars bjó i Hergilsey samtima kempunni Snæbirni i Hergilsey sem allir ættu að þekkja, og margir hafa lesið merka ævisögu hans-sem kom út með formála eftir Sigurð Nordal. Snæbjörn hafi verið mikilmenni, i hinni gömlu og góðu merkingu, sem miðar við, hvað maðurinn er af sjálfum sér, segir Nordal. Snæbjörn lifði til 1938, og dó þá 83 ára. Nordal segir frá þvi að hann hafi verið orðinn æði sjón- daufur svo það hafi þurft að fylgja honum milli húsa en þó var hann enn að sigla einn á báti um sinn kæra Breiðafjörð milli flárra skerja sem mörg mara i kafi i þarastakk sinum. En karlinn þekkti allar leiðir þar. Honum var óhætt þótt stundum væru menn uggandi um gamla manninn ein- an, og þrjózkan. Við Einar Bragi áttum stefnu- mót við séra Sigurjón i Búðardal. Hann var að koma af presta- stefnu á Hólum þar sem guðs- mennirnir loksins tóku af skarið um að standa með almættinu við- kunna i þvi að reyna að koma á friði i heiminum og lengja sögu mannkynsins. Loksins fengust prestarnir til þess þótt ýmsir kennimenn hafi þumbast við af ótta við að styggja Reagan, járn- skassið enska og Mogga. Og egna 'á sig meinfreti Svarthöfða. Nei gáðu að guði. Og sem betur fer sigraði friðurinn einróma i at- kvæðagreiðslu prestanna á Hól- um. Við félagar fórum úr Stykkis- hólmsrútunni við Heydalaaf- leggjara á Snæfellsnesi. Við hitt- um þar Pál bónda frá Haukadal skammt frá Haffjarðará, þeirri frægu laxá þar sem italski oliu- furstinn Mattei veiddi sumar eftir sumar, kom hingað með einka- flugvél sinni i auðveldi sinu með lifvörð og þjóna; eitthvað var hann vist fyrir fasistum á Italiu og kannski einhverjum mafiu öfl- um, hann fórst i flugslysi á ttaliu i sinni vél;og talið að andskotinn hefði haft fingur i spilinu, fasist- arnir i umboði hans. Það var ekki ónýtt að fara þennan spöl með Páli bónda, viðræðugóðum manni sem fræddi okkur vel á leiðinni um magnað svið: Hraun, svip- mikil fjöll, stór vötn i eyðilegu landi, gigar, rauðhólar. I Búðardal kom séra Sigurjón i jeppanum sinum glaður frá prestastefnunni á Hólum; og við héldum af stað i pilagrimsferðina áleiðis til átthaga hans i Arnar- firði þaðan sem galdrafólkið átti að koma slyngast. Siðan slöngr- um við þetta sem leið liggur um sögurik héruð við sjónaratlæti Jóhanncs úr Kötluni Hitt er aftur annað mál að vis- ast hefur Halldóra Tumadóttir á Grund i Eyjafirði ritað Viga - Glúmssögu i ellinni og eftirsjá eftir bónda sinn Sighvat Sturlu- son, og ótvirætt vakað fyrir henni að sýna að Ásbirningar stæðu ekki að baki Sturlungum að skáldgáfu, þótt mest væri gumað af þeim, og gætu skrifað rétt eins og þeir. Var þá skemmst að minnast sálmsins ódauðlega eftir Kolbein bróður hennar sem byrj- ar: Heyr himna smiður/ hvers skáldið biðuri hefur hann eflaust orðið henni hvatning til að láta ekki deigan siga i elliraunum sin- um, missi bónda fyrir vopnugi og vaskra sona, og taka sér fjöður- staf i hönd þótt fingur krepptust i hraglanda haustsins.og rita sög- una af kempunni sem ekki bogn- aði við andstreymi, né missti þvermóðsku sinnar. Er þessu varpað fram til að bæta kvennaframboðinu missi Laxdælu. Kinar frá Hergilsey Stefán frá Ilvitadal Það rennir ennfremur stoðum undir þessa kenningu að i Viga - Glúmssögu fer litið fyrir skart- lýsingum og öðru sem hleypidóm- ar hafa ætlað konum sérstaklega; og mun Halldóra hafa ætlað að sýna i eitt skipti fyrir öll að skáld- legt hugarflug kvenna læri i engu fjarri hugðarefnum karla nema siður væri. Og öfugt. Nema hitt væri. Og mætti gjarnan snúa Snorri Hjartarson tunga þar sem Snorri goði end- aði refsskap sinn og Bollatóftir. Svið Eyrbyggjasögu aö nokkru.og Laxdælasögu sem er eftir Sturlu Þórðarson eða ólaf hvitaskáld. Lýsingin á Bolla Bollasyni bendir til þess að sagan sé eftir Sturlu og hann hafi frænda sinn Sturlu Sig- hvatsson fyrir hugarsjónum sem hann dáði, þótt það hafi leynzt fyrirýmsurh fræðimönnum seinni Snæbjörn í Hergilsey afi hans Torfi stofnaði þar skól- ann sem skipti sköpum i sam- bandi við menntunarfæri bænda. Um son Torfa og fööur Snorra var ort þetta sem sýnir hógværð hans og mætti verða ýmsum tii eftir- breytni á Alþingi tslendinga. Ilundruö daga á þingi þagöi hann þaö var meira en nokknr gat. Við hvert leiti eða móbarð er eimurinn i lofti af fornsagnhetj- um, Kjartan Guðrún og Bolli, Ól- afur Pá og Auður hin djúpúðga. Kjartanssteinn, Sælingsdals- Matthias Jochumsson tima. Og sennilega hefur hann verið að hugsa til frænda sins Svarthöfða Dufgússonar i lýsingu á Beini sterka þegar hann lætur hann standa með bolöxina yfir aðskotahöfðingjanum Þorkatli Eyjólfssyni sem ætlaði að þrengja kosti Hjarðhyltinga. Haldlitil virðist sú kenning að konu þurfi til, og helzt nunnu, að lýsa fjálglega skarti, og úir og grúir i heimsbókmenntunum af skrautlýsingum eftir karla. Nóg um það.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.