Þjóðviljinn - 24.07.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 24.07.1982, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. jlílí 1982 Ljósm.: gel Biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson, ræðir um friðarmál samþykkt á Alþingi hinn 26. febriíar si'ðastliðinn. Tilgangur hennar er „að vinna að auknum skilningi i löggjafarstarfi á vandamálum og verkefnum kirkjunnar” eins og segir í lögun- um.” — Hvernig er þessi nefnd til komin? ,,HUn er til komin vegna radda um það, að Alþingihafi ekki tekið nógu mikið tillit til mála sem kirkjan hefur sent þvi til frekari afgreiðslu. Það hefur óneitanlega borið við, að frumvörp frá Kirkjuþingi hafa legið hjá Alþingi nokkuð lengi. Þetta hefur skiljan- lega valdið nokkurri óánægju. Hins vegar hef óg fundið fullan vilja til úrbóta hjá þeim þing- mönnum, sem ég hef rætt við, og fagna ég mjög þessari framtaks- semi Alþingis. Þá má einnig benda á, að Prestastefnan samþykkti i álykt- un sinni að gera 12. september að sérstökum friðar- og þakkar- gjörðardegi þetta árið. Þá mun beöið fyrir friði í öllum kirkjum landsins.” Stjórnmálamenn að átta sig á vandanum „Annars má gjarnan bæta þvi við, að það hefur starfað nefnd kirkjunnar og stjórnmálaflokk- anna sem kirkjan kom á. HUn hefur verið að starfi um nokkurt skeið.” — Og þú átt þá von á góðu sam- starfi kirkjimnar og stjtírnmála- manna i þessu máli? ,,Já, ég á ekki von á öðru. Ég „Slíðra þú sverðið” ,,Líf ogfriður í heiminum liggja íþessum orðum Jesu’ „Það var ákaflega mikill sigur að geta staðið einhuga að þessu máli. Auðvitað má segja, að hver prestur hafi sina skoðun i friðar- málum, eins og aðrir borgarar þessa lands, en þetta meginsjtín- armið er sameiginlegt álit kirkj- unnar manna.” Þessi orð mælir biskup íslands herraPétur Sigurgeirsson, en við erum stödd á biskupsskrifstof- unni að heyra áht hans á ályktun Prestastefnunnar, sem nýlega er afstaðin. Aðalmál hennar voru friðarmálin og höfðu dr. Gunnar Kristjánsson, sr. Sváfnir Svein- bjarnarsonog dr. Þórir Kr. Þórð- arson framsögu og fluttu inn- gangserindi. Þau erindi voru lögð til grundvallar við samningu þessarar ályktunar, og sagði biskup, að Prestastefnan ætti þeim þremenningum mikið að þak ka. Samstarfsnefnd kirkiu o;í Alþingis mikilvæg — Prestastefnan ályktaði, að kirkjustjornin ætti að taka hönd- um saman við alla stjórnmála- flokka landsins um friðarmál og því var beint til biskups að hafa forgöngu í þvi efni. Hvernig hvggst blskupsembættið fram- fylgja þessu? ,,Ég lýsti því yfirá prestastefn- unni, að ég liti svo á að rétti vett- vangurinn fyrir þessi mál væri i samstarfsnefnd Kirkjuráðs og Al- þingis, en lög um þá nefnd voru Rætt við r biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson Hér má sjá tvo unga, islenska drengi virða fyrir sér byssur í glugga leikfangabúðar og eru þær seldar undir nafninu „The Professionals” — eða ATVINNUMENNIRNIR. hlustaði á umræðuþátt Stefáns Jóns Hafsteins í útvarpinu sl. sunnudag, þar sem mættu þeir fulltrúar þingflokkanna, er sóttu Afvopnunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú er nýlokið. Mér þótti fulltrúar þingflokkanna taka afar skynsamlega á málum þar. Þeir ræddu saman málefnalega og gerðu sér fullljóst hvers eðlis vandinn er og hversu mikill. Ann- ars vilja umræður um þjóðmál svo oft verða neikvæðar og niöurrifskenndar. Þá var það mikið ánægjuefni að heyra, að samþykkt Prestastefnunnar væri mönnum nokkurs virði.” tslendingar geta verið öðrnm fyrirmynd „Eitt af þvi sem þessi þjóð get- ur verið hvað þakklátust fyrir hefur mér alla tiðfundist liggja i þvi, að við höfum ekki þurft að kenna æskumönnum að brjóta 4. boðorðið: Þú skalt ekki morð fremja. Okkar gæfa hefur meðal annars legið i þvi að hafa ekki herskyldu. Við höfum einnig sýnt, að við getum unnið sigra vopnlaus, og kannski ekki siður vegna þess. Þarna á ég m.a. við landhelgis- deiluna, en hún var að minu mati mjög merk að þvi leyti, að þetta var réttlætismál og þvi tókst að ná þessu fram. Við getum bent á sálm Jóns Magnússonar, sem sunginn er á Sjómannadag: „Föðurland vort hálft er hafið...” Þetta var réttlætismál fyrir okk- ur og þvi' unnum við. En stærsta forsenda fyrir friði er einmitt réttlæti. Ófrið má rekja til þess, aö einhvers staðar hefur réttlætið ekki fengið að njóta sin, og detta mér þá stundum i hug þau ósköp, sem ganga á á Irlandi. Við leys- um ekki deilur með valdi og vopn- um, — heldur með viðræðum og samningum. Þar má minna á Kristnitökuna áriö 1000. Þar var staðið svo vit- urlega að málum, að til fyrir- myndar er. Þar sömdu hinir striðandi aðilar. Blóðug barátta leysir nefnilega aldrei vanda, heldur eykur við hann.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.