Þjóðviljinn - 24.07.1982, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 24.07.1982, Blaðsíða 21
Helgin 24.-25. júli 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 er fórnandi, gefandi og þjón- andi." Mistökin líka hiá kirkj- unni „Kirkjan hefur oft brugðist sem mannleg stofnun. Henni hefur ekki tekistað koma þessu sjónar- miði — þessu innihaldi kristin - dómsins —á framfærisem skyldi i heiminum. Því miður. Kristindómurinn sem slikur er þó æti'ð i fullu giidi. Boðskapur Krists er siungur og ferskur og i honum er og hefur ætið verið að finna lausnina. Við verðum að sýna fram á að hjálpin er fyrir hendi. Við verðum einnig að nota þá hjálp. Almenningur er að vakna til vitundar um þaö, að heimurin er kominn langt af íeið og stendur á heljarþröm. Það þarf að mynda öflug samtök til aö stöðva kjarn- orkuvopnaframleiðslu og allan vígbúnað. Meginatriðið hér er hugarfarsbreyting. Ef hún verður meðalmanna kemurhitteðlilega. Og hér hefur kirkjan miklu hlut- verki að gegna. bessi vitundarvakning er orðin nokkuð almennog þegar farin að skila árangri. Þaö er auðvitað mjög erfitt að meta hugarfars- breytingar, þvi mælistikan er ó- ljós, en ég tel þó andrúmsloftið hafa breyst ærið mikið. Þannig fannst mér óli'kt minni harka i orðaskiptum þeirra Brésnjefs og Reagans siðaster þeir skiptust á orösendingum um þessi mál heldur en oft áður. Þetta er friö- arhreyfingunum að þakka. Al- menningsálitið er að snúast i átt til friðar.” Tontísl isloósku kirki- „Að Kristnitökunni var staðiö svo viturlega, aö til ævarandi fyrir- myndar er.” „Okkar gæfa hefur meöal annars legiö i þvi aö hafa aldrei þurft aö kenna æskumönnum aö fara meö vopn.” — Telur þú tslendinga friöar- siirna ? ,,Já, tvi'mælalaust, þrátt fyrir allt. Viðmegum hins vegar gæta okkar mjög á þvi', að flokka- drættir verði ekki það miklir aö þeir beinlfnis verði okkur að fjör- tjóni. Við verðum ávallt að hugsa um hag heildarinnar. Orötakið „ísland lifi” verður að vera okkur efst i huga og við þurfum að rækta með okkur það hugarfar, að við lifum sem ein þjóð meðal þjóð- anna. Annars held ég, að Norður- landaþjóðirnaralmenntséu einna lengst komnar á friðarbrautinni — samskiptin þeirra i millum benda til þess. Hvernig og hvar annars staðar hefði það t.d. getað gerst, að þjóðardýrgripum sé skilað svo fyrirhafnarlitið sem okkur var skilað handritunum? Það var stórkostlegt og einnig einsdæmi að heyra danska menntamálaráðherrann segja: „Værsá god.Her er Flatöbogen. ” Þetta hefði tæpast getað gerst annars staðar svo friösamlega.” Friðurinn aðkallandi — hlutverk kirkjunnar mikið „Þegar hin myrku öfl eru svona sterk, er kannski ekki von á góöu.” — Hvernig getur kirkjan stuöl- aö aö friði og hvernig hefur hún staöiö aö þeim málum? „Það er nokkuð augljöst, aö mistekist hefur að grundvalla lif okkará þessari jörði sátt. SU leið, sem átti aö tryggja friðinn, að sögn, leiðir nú til þess að lif okkar allraer i bráöri hættu. Þetta sýnir okkur, aö stefnan er röng. Viö verðum ætið aö hafa lög og lög- reglu til að vernda borgarana en það er greinilegt að annað verður einnig að koma til —eitthvað sem gefur okkur frið á jörðinni. Að minni hyggju kemur kirkjan hér inn i málið. Við fæðingu Jesú var sungið: Dýrð sé guði i upp- hæðum og friður á jörðu meö þeim mönnum sem hann hefur velþóknun á. I boðskap Krists er friðurinn grundvallaöur. Kristin trú hefur þá sérstöðu meðal trú- arbragða að þar er náungakær- leikur og friður mikilvægara en allt annað. í einni af stóru dæmisögum Jesú segir faðirinn við soninn: Allt mitt er þitt. Hinn kristni maður á að gefa og hann á að þjóna öðrum. Hann heimtar ekki. Hann krefst einskis. Þetta er aö- alsmerki kristinsdómsins; hann „Hinn endanlegi sigur felst i því aö þola þaö sem illt er gjört, og Kristur sagöi okkur aö sliöra sveröin.” r.nnar vih umheiminn tsleuska kirkjan á vitaskuld aðild að þeim heimsstofnunum lúterskra kirkjusambanda sem hún á samleið með og fylgist með stefnumótun þeirra. Við spyrjum hvernig sambandi hennar við friðarhreyfingar kirkjunnar er- lendis sé háttað. „Anæsta ári munum við Norð- urlandabiskupar boða til Al- heimsfriðarráöstefnu i' Uppsölum og i Stokkhólmi undir yfirskrift- inni: Lff og friöur. Þaö er Olof Sundby, erkibiskup sem hefur unnið aö þessari ráöstefnu og komið þessu á framfæri viö Norð- urlandabiskupa.” Uppeldi til friftar er hoh- skapur kirkjunnar — Ilvaö finnst þér persónulega merkast i ályktun Prcstastefn- un n ar ? „Skýr afstaða um að leita Guðs friðar kemur fram i þessari á- lyktun. Einn veigamesti hluti hennar fjallar um uppeldi til frið- ar. Það er nefnilega svo, að við erum aö ala upp i börnum okkar hernaðaranda og ofbeldishneigð, þrátt fyrir vopnleysið. Þetta kemur svo greinilega fram i' fjöl- miölum. Nú er margsannað að sviðsettir glæpir og hryöjuverk hafa magnað tilhneigingar til of- beldis og árása,enda er þá verið aö höföa til lægstu og verstu hvata mannlegs eðlis. Þegar þessara myrku afla gæt- ir svo mjög, er kannski ekki við góðu að búast. Viö erum ekki nægilega á verði þarna, og ég er þess þó fullviss að hér á landi gengur þetta ekki eins langt og viða annars staðar þar sem þessi innræting er beinlinis talin nauð- synleg! En það er eins og ekkert sé hugsað um áhrifin i uppeldi barnanna. Ég sagði hér fyrr, að mér þættu tslendingar almennt miklir frið- arsinnar. Ég vil þó undirstrika að viö getum gertmiklu meira i friö- armálum — við eigum að gera betur I þvi að ala hér upp friðar- þjóð. Og þarna geta skáld og listamenn, kvikmyndagerðar- menn og fjölmiðlafólk gegnt stóru hlutverki. Þeirra ábyrgö er mikil — já,söm er ábyrgð okkar allra.” — Að lokum? „Verum þess minnug aö samn- ingaleiðin erbest. NU er svo kom- ið fyrir mannkyninu að það hefur hreinlega ekki efni á öðru. Kjarn- orkuvopnin hafa opnað augu heimsins fyrir þeirri staöreynd, aö lff og friður i heiminum liggur i orðum Jesú: Sliðra þú sverðið. Mannkynið verður að komast á þetta stig.” ast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.