Þjóðviljinn - 24.07.1982, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 24.07.1982, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. júlí 1982 Múlakaffi, þaö fer seiðingur um magann og ég sé mig I anda hest- húsa einmenningssnitsel — og sötra úr kaffifanti um leið og ég skiptist á léttvægum sögum af fóiki sem ég þekki ekki par við andspæni minn sem þylur upp til- vitnanir úr leiðara Morgunblaðs- ins til að vera skemmtilegur, aldrei þessu vant. Þetta var ein- mitt þannig þegar ég vann á vakt- arvinnu uppi múla fyrir nokkrum árum og neytti oft á tiðum matar mins i Múlakaffi. Af þvi ég þykist vera siðarbót- armaöur sem lýsir sér m.a. i þvi að einungis fáir hafa sett saman jafn mikið nöldur um jafn létt- væga hluti og einmitt ég, þá hef ég alltaf verið á varöbergi þegar auglýsingar eru annars vegar. En einsog kunnugt er, þá er blaða- mennska öðrum þræði auglýsing. í þeim skilningi get ég sagt að ég sé á varðbergi gagnvart blaða- mennskunni. Þetta vona ég aö þú lesandi góöur skiljir réttum skiln- ingi. Burtséð frá pólitikinni, sem er eini hvatinn í útgáfu dagblaða, er allt annað efni húmbúkk og drasl. 1 pólitiskum fréttum og útlegg- ingum er leitast við að koma þvi á framfæri sem liggur einhverjum á hjarta. Þó boðskapurinn mis- faristoftast þá er markmiðið eitt- hvert. Allt annað efni er einungis til að húkka lesendur á krókinn, láta þá halda að þeir kaupi blöðin vegna einhvers annars en pólitik- urinnar. Þess vegna þykjast sum blöð vera „ópólitisk” — og sér- stakir boðberar sannleikans. Þannig er eitthvaö sem við köll- um raunverulegt, sannleikurinn. Og þetta er auövitað hvergi að finna i dagblöðum —enda eru þau hluti af gerfiheimi. Hvað um það. A föstudaginn sl. ætlaði ég að byrja nýtt lif. Spara við mig neyslu matar og taka uppá aðskiljanlegum likams- hreyfingum til að halda mér i formi. Þess vegna ákvað ég að skreppa i sundlaugarnar i hádeg- inu. Ég var varla búinn að leysa hnútinn á sundskýlunni minni inni sturtuklefa og troða skýlunni utaná beran mina, er dreif að ýmsa góðkunningja mina sem ég hafði ekki hitt lengi. Upphófust nú hinar merkustu samræður — og við skruppum i pottinn til að spjalla saman. Timinn fló svo hratt, að mér gafst ekki timi til að synda neitt þennan dag. Þegar ég var kominn á vinnu- stað sótti að mér sárasta hungur. En þar sem ég er staðfestan upp- máluð stóðst ég aliar slikar kroppsins langanir — um sinn. Uppúr hádeginu bað ég hlaupa- strákinn aö sækja mér súkkulaði- bita þarsem ég var næstum óvinnufær hungurs sökum. En bévitans súkkulaðið gerði ekki annað en æsa uppi mér sultinn. Þa kom fréttastjórinn einsog frelsandi engill og spurði hvort ég nennti að skreppa i Múlakaffi — þar var veriö að breyta — ný tækni — og boðið uppá snarl! Einsog ég hef margoft bent á i greinum, viðtölum og á fámenn- um fundum, þá er ég slikur prinsippfastur siðbótarmaöur, að nú voru góö ráöin dýr. Ég hef nefnilega hingað til getað hliðrað mér hjá þvi að taka þátt i þeirri spilling spillinga sem eru dulbún- ar auglýsingar með blaöamanna- fundum — og siöan kemur auglýsingin dulbúin sem frétt, frásögn eða viðtal i viökomandi fjölmiöli. Mér er sagt að fyrir einhverjum árum hafi þeir á Timanum gert verkfall á fyrirtækjakynningar — og blaöamenn ekki mætt á slika auglýsingafundi. En þetta er löngu liðin tið og blöðin liggja undir þessum viðbjóði á sinn hræsnisfulla máta. Sérstaklega er þetta dapurlegt hjá þeim blöð- um sem sigla undir „ópólitisku” flaggi. Þetta ku einnig vera þann- ig, aö blöðin færu öll á hausinn ef þau tækju ekki þátt I þessum vélabrögðum kapitalsins. Upp- gjöfin gagnvart þessu er altént algjör. í þessu efni er Þjóðviljinn undantekning, það er að magni til. En mér segir þó svo hugur um, að þaö sé meira vegna áhugaleys- is kapitalsins á að auglýsa I blaö- inu (þeirra heimska) heldur en áhugaleysis Þjóðviljans á kapít- alinu. Samt kemur fyrir, að svoddan auglýsingar koma dul- búnar sem eitthvaö annað hér i blaðinu — af sömu ástæðum og verra er, er vinstra fólkið að snú- ast til hægri. Hvort tveggja reyndar afleitt. Nýja tæknin var ennþá á dag- skrá þegar ég rankaði við mér úr Morgunblaðshugleiðingum, og ég spurði hvort nýja tæknin auðveld- aði starfsfólki vinnu sina. Vissu- lega sagöi Stefán og sýndi hvern- ig stúlkurnar geta tekiö diska án þess aö beygja sig i baki og fá tak. Tækninýjungar geta orðið venju- legu verkafólki til góös, sagði ég og lét mér detta i hug að setja fyr- irsögn á frétt um málið: Léttara lif hjá starfsstúlkunum á Múla- kaffi! Meðal blaðamanna var einn, sem át allt eftir forstjóranum. Þessi hlýtur að hafa veriö páfa- gaukur i fyrra lífi, hugsaði ég um leið og ég bölsótaöist yfir skorti Háskólans á umburöarlyndi við endurholdgunarkenninguna. ....mikil afkastageta”, sagði forstjórinn. „Mikil afkastageta”, sagði konan. „Margir gestir koma hérna daglega”, sagði for- stjórinn. Konan endurtók þetta allt saman. Og áfram hélt hún með þessar endurtekningar, — og ég sá Ara ljósmyndara á Timan- um hverfa undir veisluboröið til að hlægja. Umræðurnar voru liflegar við veisluborðið. Múlakaffi hefur fimmréttað við hádegis- og kvöld- verð. Verö máltiða er frá 40 til 90 krónur og er með þvi ódýrasta sem þekkist á markaðnum. Stað- inn sækja aðallega iðnaðarmenn, verkamenn, langferðabilstjórar og einbúar. Og einmitt þaöan kemur hugtakiö einmennings- snitsel — það er matur pipar- sveinsins á veitingastöðum. Múlakaífi er eiginlega eini mat- staðurinn og kaffistaðurinn sem hefur lifað amerisku grillbylgj- una i veitingahúsabransanum. Og hvað sem öllum nýjungum liöur, ætlar Múlakaffi að halda sinum alþýðlega sjarma með ódýrum og góöum venjulegum heimilismat I framtiðinni. Husmandskost, kall- ar danskurinn þetta vist. Til að mýkja hjörtun ennþá frekar skenkti veitingamaöurinn konjak i glös handa blaðamönnunum. Og ég fór að sýna á mér fararsnið. En ég stóöst ekki þá freistingu að hvisla i eyra sessunauts mins frá Mogganum að ég ætlaði að hafa fyrirsögn á fréttinni um breyting- arnará Múlakaffi „Morgunblaðið svolgrar i sig konjak”. Og ég sá að hann roðnaði við tilhugsunina. Svo fór hann aö reyna að útskýra friðarhreyfingu Morgunblaðsins. Múlakaffi er ofboðslega vinsæll staöur. Ég spurði Stefán hvort hann vissi hve margir væru af- greiddir með máltiðir á ári hverju. 600 þúsund, sagði Stefán sem greinilega heldur skikk á sinu bókhaldi og fyrirtæki. Og þegar ég kvaddi og þakkaði fyrir mig, datt mér I hug aö spyrja hvort hann væri ekki rikur. En svo fannst mér þaö ókurteislegt eftir allar góðgjörðirnar.. — óg Múlakaffi 20 ára —Blaðamannafundur með hugleiðingum hjá öðrum blöðum. Blaðamenn hjarna búa auðvitaö yfir meira siðferðisþreki en kollegar þeirra annars staðar sem verða aö ástunda þetta hórani öllum stund- um. Þó vikna sumir hér á veikum augnablikum og skrifa auglýs- ingafréttir — sérstaklega af flug- ferðum og þviumliku stóru. Magnús á Frostastööum kann einn með þetta að fara, með þvi að skrifa i Eiriks frá Brúnum stilnum um sinar ferðir. Ég var kominn að minu veika augnabliki, þegar ég gat ekki sagt nei við beiðni um að fara i Múla- kaffi. Eldsnöggt leitaði ég að afsökun i huganum — og fann hana auð- vitað. Alþýðan etur á Múlakaffi — og andrúmsloftið er svo viökunn- anlegt á staðnum, að matargestir fá ókeypis afnot af Þjóðviljanum. Og þarna drekka róttæku Dags- brúnarkarlarnir, sem eru bak- landið hans Gvendar Jaka, úr kaffifantinum og horfa á sjón- varpið fram eftir kvöldi — ástralska kengúran — maður nokkur flytur úr einu norðvest- urfylkja Bandarikjanna inni stór- borgina, þar hittir hann fyrir stúlkuen ekki er allt sem sýnist... Og þeir lygna aftur augum og láta sig dreyma um það þegar alþýð- an tekur völdin — og verkamaður verður forstjóri Eimskips. Þannig að ég var búinn aö fá réttlætingu — og dreif mig á Múlakaffi. Blaöamenn tóku að tinast inná kontórinn hjá Stefáni Ólafssyni og fjölskyldu sem reka þennan stað. Ég var eiginlega að vona að Jón Baldvin uppáhalds- penni minn úr andstæðingablöð- um myndi koma — og kinka kolli til min með skilningsrikum svip: „ég veit að þú skrifar svona um mig, af þvi þú ert pólitískur of- stækismaður en ekki afþvi þér sé i nöp við mig”. En Alþýðublaðið hafði greinilega öðrum hnöppum að hneppa en kynna sér breyting- ar á alþýðlegum matsölustað og Jón Baldvin kinkaði ekki kolli til min I þetta sinn. Hinsvegar áttaði ég mig á þvi hvaða dagur var þegar ég leit framan i Helgarpóstsmanninn. Þaö var föstudagur og helgin að koma I öllu sinu veldi. Og helgar- væntingin skein út úr andliti vinar mins á Helgarpósti — en yfir þaö lagðist grár fölvi á mánudaginn. (Um þetta nánar i bókum). Og siðan komu blaðamenn af blöðun- um i réttri röð til hægri, nema Al- þýðublaðið var ekki meö I þessari veislu. Hins vegar var fulltrúi frá blaöi sem ég hélt aö væri fyrir löngu dautt. Það eru engin tak- mörk fyrir þvi hve fjölmiðlar geta lifað lengi jafnvel þó þeir séu að drukkna i brennivini og skuldum. Aöaleigandinn sem stjórnaöi samkvæminu, stóð við nokkra stund frammi við anddyri að taka á móti fleiri blaðamönnum, þann- ig aö aörir hópuðust saman á af- vikinn stað — drúptu höföi i þögn að öðru leyti en þvi að nokkrar umræöur sköpuðust um gervi- nýru. Óneitanlega nýstárlegt um- ræðuefni — og flestir gátu tjáð sig um fyrirbærið, nema ég sem hætti aö drekka áöuren ég fékk verk i nýrun. Svo kom Stefán og var i stuði og kynnti nýja tækni sem innleidd er á Múlakaffi. Það fór hins vegar allt ofan garðs og neöan hjá mér afþvi ég hitti blaöamann Morgunblaðsins og þekkti manninn. Hvað er þetta drengur, sagði ég, eru þeir farnir aö ráöa eintóma laumukomma á Moggann? Ætli þaö ekki sagði hann og hló vandræðalega. En ég svitnaði við tilhugsunina um það hvaö ég kannaðist persónulega við marga blaðamenn á Moggan- um. Annað hvort er Mogginn að ráða vitandi vits vinstri sinnaö fólk til sin ellegar og það sem

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.