Þjóðviljinn - 24.07.1982, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. júll 1982
Ú T B O Ð
Tilboð óskast i sigtisbúnað fyrir grjótmulningsstöð
Reykjavikurborgar.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frfkirkjuvegi
3, Reykjavik.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 24. ágúst
1982 kl.ll fyrir hádegi.
ÍNNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR
Ffíkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Gatið og trekkhornið
tslendingar kunna ekki að búa i
eigin landi. Fyrr á öldum drápust
þeir úr kulda vegna þess að þeir
kunnu ekki að klæða sig eins og
eskimóar og þeir drápust úr sulti
af þvi að þeir kunnu ekki að nýta
sér landsins gæði t.d. grös og
fjörumat. Þeir Eggert og Bjarni
lýsa þvi i ferðabók sinni að aum-
ari hreysi hafi þeir aldrei séð en á
Hornströndum og voru þó fjörur
fullar af rekaviði.
Nú á dögum lýsir þetta sér m.a.
i þvi að tslendingar hafa svalir á
húsum sinum sem næðir i
gegnum i stað þess að vera skjól-
góðar. Og i Reykjavik eru
borgarbúar látnir hima fyrir utan
sölugöt i hvaða veðri sem er,
fyrirbæri sem gætu gengið á
Spáni og jafnvel i Þýskalandi og
Danmörku en aldrei i reykviskum
rokrassi.
Ég hef stundum á kvöldin og
um helgar himt fyrir utan eitt
slikt söluop viö Tónabæ og Lidó
eins og_ staðurinn var áöur
nefndur, likt og hann væri nætur-
klúbbur i Paris. Þar myndast oft
röð af kuldagráu fólki. Ekki er
nóg með það að hvorki er hægt að
skýla sér fyrir regni eða vindi
heldur er söluopið rétt við heljar-
mikið trekkhorn á húsinu. Þar um
leikur stöðugur næðingur.
Eigendur gatsins hafa löngum
selt i laumi ýmsan varning úr
matvöruversluninni er liggur bak
við — og þykir mér það góð og
sjálfsögð sjálfsbjargarviðleitni
þegar hvergi er hægt að fá ætan
bita annars staðar. A þessu er
hins vegar sá hængur að af-
greiðslukonan eða gatverjan þarf
að vera á stöðugum hlaupum inn
um alla matvörubúð og tefur
þetta mjög afgreiðsluna i gegnum
gatið.
Þarna var ég að kaupa i vikunni
og var orðinn helblár i framan af
kulda og auk þess lék vindurinn
lausum hala innan um mig allan
sem ekki gat talist heppilegt
miðað við hóstann og kvefið sem
hefur ásótt mig undanfarið. Loks
var aðeins ein kona á undan mér
og i hvert sinn sem ég hélt að hún
hefði nú lokið kaupum sinum datt
henni eitthvað nýtt i hug sem
hana vantaði og i hvert sinn þurfti
gatverjan að hlaupa fram i
verslun. Tók þetta óratima.
Þcgar loks kom aö mér hætti ég
við að kaupa ýmislegt smálegt af
eintómri samúð með afgreiöslu-
konunni og fólkinu sem hriðskalf
fyrir aftan mig i röðinni. Ég sagði
bara stutt og laggott: Einn pakka
af London Docks og eitt frans-
brauð, takk.
Þessi sölugöt voru vist upphaf-
lega sett i reglugerð til að ung-
lingar spilltust ekki við sjoppu-
hangs. Ja, þvilikt og annað eins.
Nei, þetta er ekki hægt. Þó er
hátið að hanga við gatið i júli-
mánuði miðað við janúar og
febrúar. Að standa þar i 10 vind-
stiga norðanhrið og hörkugaddi
verður ekki með orðum lýst.
Opnunartimi búða á að vera
frjáls i Reykjavik eins og ég og
aðrir góðir menn hafa margsinns
bent á. Verslunarmannafélagið
hlýtur að geta tryggt hag versl-
unarfólks. með öðrum hætti en
þessum. Það er sama hvort
maður kemur til London, Kaup-
mannahafnar, New York eða
Moskvu, alls staðar er hægt að
komast i búðir á hvaða degi sem
er og viða á nóttunni lika. Það er
menning. Þetta er menningar-
leysi.
— Guðjón
Borðstofuhúsgögn í úryafí
l S| F ■iw
i ijp
LH Fp
Munið okkar
hagstæðu
greiðsluski/má/a.
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600
HÚSGAGNADEILD. SÍMI 28601.