Þjóðviljinn - 24.07.1982, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 24.07.1982, Blaðsíða 25
Helgin 24.-25. júlí 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 25 Margar ánægjustundir hefi ég átt um dagana við könnun á náttúru tslands, en sjaldan hefi ég unað mér betur við slik störf en þegar ég dvaldist með Guðmundi E. Sigvaldasyni á Oskjuslóðum goshaustið 1961 og sumarið eftir. Þarna kynntist ég Guðmundi fyrst að ráði og fékk þar mætur á manninum, sem ekki hafa rénað siðan. Hér var ekki aðeins á ferð sérlega vel menntaður jarð- visindamaður, nánar tiltekið jarðefnafræðingur, með doktors- gráðu frá hinum fræga háskóla i Göttingen og tveggja ára þjálfun i mestu jarðfræðistofnun veraldar, U.S. Geological Survey. Hér kynntist ég einnig húmanista, heitum unnanda islenskrar náttúru. Sem sagt, manni mjög að minu skapi þótt ólikir værum um margt. Siðan höfum við Guð- mundur haft mikil samskipti. Sem aðstoðarfararstjóri i mörg- um fræðsluferðum með norræna jarðfræðinga, hefur hann, auk þess að miðla af sinni þekkingu, veriðhinn ósérhlifni og hjálpsami séntilmaður. Þegar svo var komið sögu, að norræn eldfjalla- stöð á Islandi var orðin að veru- leika, en þar i átti Guðmundur drjúgan þátt, var um ágæta menn að velja til að veita henni for- stöðu, en stjórn undirbúnings- nefndar mælti einróma með Guð- Guðmundur E. Sigvaldason Lítil afmæliskveðja viðlesnum, með öruggan bók- mundi og hefur hann verið endur- menntasmekk, ljóðelskum, enda kjörinn æ siðan,enda reynst mjög rómantiskum inn við beinið, og happadrjúgur i þvi starfi og hefur Áfangar — tíma- rit um ísland Út er komið 3. tölublað 3. ár- gangs af timaritinu Afangar og er það að vanda efnismikið og prýtt miklum fjölda mynda, og að þessu sinni óvenju miklum fjölda litmynda, en það kemur til af breyttum útgáfuháttum, eins og greint er frá i spjalli Sigurðar Sigurðarsonar ritstjdra. Meðal efnis i blaðinu eru lit- myndir Björns Rúrikssonar, ljós- myndara, sem hann tók að Fjallabaki og við Oskju, Sigurður ritstjóri skrifar ferðafrásögn frá Hornströndum, greint er fráhelstu gönguleiðum á Horn- ströndum og tók Sigurður Grims- son þær saman á aðgengilegan hátt með teiknuðum kortum; sagt er frá eggjaferð i Súlnasker, Helga Lilja Björnsdóttir fræðir um grasanytjar og greint er frá ráðstefnu Landverndar um ferða- mál og birtur útdráttur úr fram- söguræðum. Þá hefur útliti ritsins verið breytt og það stækkað til muna. Freyr kominn Enn er Freyr kominn til okkar i Síðumúlann og hefur nú þetta að flytja: Ritstjórinn skrifar forystugrein um Búnaðar- og garðyrkjukenn- arafélag Islands 10 ára, segir frá störfum þess og þvi hlutverki, sem það gegnir. Viðtal er við Jón- mund ólafsson, sem nýlega hefur látið af störfum hjá Framleiðslu- ráði eftir 34 ára þjónustu. Birt er erindi, sem Guðbrandur Hliðar dýralæknir flutti á ráðunauta- fundi 1982: Framleiðsla og vinnsla mjólkur og mjólkurvöru og gæðamat á mjólkurvörum. Einnig er erindi frá ráðunauta- fundi, sem Pétur Sigtryggsson svinaræktarráðunautur fluttu um ástand islenska svinastofnsins. Grein er eftir Sigurð Helgason bónda á Grund i Höfðahverfi og er þar einkum fjallað um loðdýra- rækt. Segir frjósemi gemlingsár- ið eitthvað til um frjósemi ánna siðar? nefnist grein eftir Jón Við- ar Jónmundsson og er hun unnin upp ur gögnum sauðfjárræktarfé- laganna. Jón Viðar á þarna aðra grein þar sem hann ræðir um þá erfið- leika sem nú steðja að sauðfjár- ræktinni og bendir á hvaða sjónarmið hljóti að ráða miklu um viðbrögð og aðgerðir i þeim málum á næstunni. Gisli Sverris- son yfirkennari á Hvanneyri skýrir frá þeim valgreinum. sem nemendum bjóðast við skólann. Steinþór Runólfsson gerir at- hugasemdir við erindi það, sem Björn á Löngumýri lagði fyrir Búnaðarþing um lausagöngu stóðhesta og sagt er frá skólaslit- um bændaskólans á Hólum og Hvanneýri. —mhg hafið þessa rannsóknastofnun til alþjóðlegrar virðingar. Er til dæmis um það, að þegar stofnað var alþjóðasamband eldfjalla- stöðva var hann kjörinn formaður þess. En ekki er siðúr mikils virði sá góði andi og sú starfsgleði, sem rikt hefur á Norrænu eldfjalla- stöðinni og þeir sem starfa i ná- býli við hana hafa notið góðs af. 1 sinni fræðigrein nýtur Guðmundur mikils álits erlendis sem hérlendis. Hann hefur i rikum mæli sinnt ráðgjafa- störfum i jarðhitarannsóknum á vegum Sameinuðu þjóðanna, aðallega i Mið-Ameriku og hefur gegnt veigamiklum visindalegum trúnaðarstörfum i heimalandi sinu. 1 dag, 24. júli, verður Guð- mundur fimmtugur. Bæði persónulega og i nafni Jarðfræði- stofu Raunvisindastofnunar Há- skóla Islands flyt ég honum þakkir og hugheilar árnaðar- óskir. Sigurður Þórarinsson ORUGG ENDURSALA @ VÉIADEILD Ármúla3S.38900 Blaðberabíó í Regnboganum kl. 1 laugardag: Amma gerist bankaræningi i litum (sl. texti Miðinn gildir fyrir tvo. I IÚÐVIUINN Ný íslensk húsgögn Barna- og unglingahúsgögn í sérflokki Nýju Víðishúsgögnin sem sýnd voru á Listahátíð á Kjarvalsstöðum eru nú fáanleg í verslun okkar að Síðumúla 23 og Húsgagnaverslun Guðmundar, Smiðjuvegi 2 TRESM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.