Þjóðviljinn - 24.07.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.07.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN. Helgin 24.-25. júlí 1982 DJÚÐVIUINN Málgagn sósfalisma; verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag Þjó6viljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi Ölafsson, Magnús H. Gislason. ölafur Gislason, Öskar Guömundsson, Sigurdór Sig- urdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson. tþróttafréttaritari: Viðir Sigurðsson Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Slmavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsia, afgreiösla og auglýsingar: Slðumúla 6, Reykjavlk, simi: S 13 33 Prentun: Blaðaprent hf. ritstjórnararein úr almanakínu Alvarleg afglöp í tvískiptu ríki • Öryggismál flugvalla og flugsamgangna hafa alltaf öðru hvoru verið á dagskrá. Flugið hefur sifellt orðið veigameiri þáttur i samgöngu- og efnahagskerfi landsins án þess að úrbætur i flugvallar- og öryggismálum flugumferðar hafi fylgt i kjölfarið eins og æskilegt væri. Svo oft hafa flugmálayfirvöld og atvinnuflugmenn hrópað upp aðvörunarorð að flestum Islendingum er ljóst að öryggismál flugsins eru i ólestri viðast hvar á landinu. Menn láta það ekki aftra sér að fljúga á afskekktustu og hættulegustu flugvelli enda oft á tiðum ekki annarra kosta völ i samgöngum. Hitt hafa flestir talið sér trú um að á Reykjavikur- flugvelli — miðstöð innanlandsflugsins — væri öryggisútbúnaður allur hinn fullkomnasti. Annað hefur nú komið á daginn. • I landinu eru til öryggistæki sem hefðu hugsanlega getað afstýrt flugslysi og manntjóni ef þau hefðu verið i notkun. ,,Ef” og „hefðu” eru þungvæg orð i þessu samhengi og enginn getur fullyrt neitt með vissu um möguleikann á björgun mannslifa. Hitt liggur hinsvegar þegar fyrir að embættismenn og ráðherrar hafa sett þrætur um mannaforráð og valdssvið ráðuneyta og embætta ofar öryggi flugfarþega og flugmanna. Engar vifiiengjur eða málalengingar um bréfaskriftir, nefndastörf, samningaræður og aðra skriffinnsku duga til þess að fela þá köldu og nöktu staðreynd. Þegar mér var fengið það verkefni að skrifa þennan dálk fyrir tveimur dögum veitti ég þegar jáyrði mitt, og mundi ekki í svip að það var eiginlega umsamið milli min og ritstjór- ans að þessar vikur i sumar sem ég gegni afleysingastarfi við út- litshögun Þjóðviljans þyrfti ég ekki frekar en ég vildi að skrifa staf i blaðið. En þegar skyldan kallar gleymist gjarnan slikur ásetningur, þótt vinnudagurinn sé nógu langur samt. Og ég vissi lika samstundis um hvað mig langaði að skrifa. Það er: Reykjavik. Ferðalangurí Reykjavik Siöan ég hætti störfum á Þjóð- viljanum fyrir fimm árum hef ég alloft gist Reykjavik sem ferðalangur, þótt aldrei hafi komið til þess að beiðast þyrfti næturgreiða á Kolviðarhóli, enda lét siðasti eigandi þessa rómaða gististaðar, Reykjavik- urborg, jafna hús þar við jörðu fyrir nokkrum árum, áður en unnendur aldurhniginna húsa fengu þau itök i borgarstjórn Reykjavikur sem tryggðu slik- um merkiseignum framlif. Nú er liklegt að væntumþykja af þessu tagi eigi ekki lengur upp á pallborð yfirvalda i Reykjavik og verði hér eftir kennd við timabil það sem nefnt hefur verið „vorið i Reykjavik”, kjör- timabil þeirrar borgarstjórnar ervékisumar. Mér finnst alltaf gaman að koma til Reykjavikur og oftast geri ég hér allt of stuttan stans. Skemmtilegast af öllu finnst mér að fara i strætó og virða fyrir mér samferðamenn mina, hús og stræti. Það hefur komið En grunur minn er sá að hér i Reykjavik séu skilin skarpari milli fátæktar og rikidæmis en fljótt á litiö sést. Hér er lika margfalt fleira fólk og þá fleiri á lágum launum en nokkurs staö- ar annars staðar. Og um leið fleiri lúxusvillur og lúxusbilar en samanlagt annars staðar á landinu. Reykjavík íhaldsins Sú borg sem ég bjó i var Reykjavik ihaldsins, eins og fram hefur komið, þar sem ég var fluttur burt með fjölskyldu minni þegar sú sæla tið gekk i garð að vinstri meirihluti fékk að ráða ferðinni i fjögur ár. Er mér það nokkur söknuður þvi það gerir mig eiginlega óvigan i deilum um borgarpólitikina. Ég vil þó að það komi fram að ég er ekki hrifinn af áformum Daviðs borgarstjóra um að reisa ibúöarbyggð i nágrenni öskuhauganna og getur hann reitt sig á aö fólk úr minni sveit mun ekki heimsækja hann þeg- ar hann er fluttur á þær slóðir. Á hinn bóginn væri mér eng- in eftirsjá af þvi að sjá Reykja- vikurflugvöll hverfa undir ibúö- arsvæði, ef flakið af „Pétri gamla” fær að vera kyrrt á sin- um stað. Og það getur Daviö reitt sig á að hvergi verður betra að búa i Reykjavik svona i fyllingu timans, en einmitt uppi við Rauðavatn i þeirri veður- sæld og náttúrufegurð sem þar er. Hitt er svo annað mál að mörgum sveitamanninum finnst nóg um vegalengdirnar þegar verið er að flengjast milli borgarhluta i ættingjaheim- sóknir. Og gaman heföi ég af þvi að sjá á prenti tölur yfir alla Hér er stór hópur fólks sem hvorki byggir yfir sig glæsihall- ir né á þess kost að festa hendur á einhverju iburðarminna en er kominn upp á náð og miskunn þeirra sem selja vilja afnot af eignum sinum. Og þar er vist ekkert gefið og fá færri en vilja. Fallnir víxlar I raun og veru er ástandið i húsnæðismálum borgarinnar reginhneyksli. Ég virði það framtak að á sinum tima var gert stórátak til að útrýma her- mannabröggum sem vistarver- um Rey'kvikinga, með öllu sinu óheilbrigði, kulda.saggafýlu og mannlægingu. Og það framtak þakka ég öðrum en ihaldinu, sem lét það ófremdarástand haldast svo lengi sem stætt var. Hitt er ég sannfærður um að væru braggarnir enn uppi, til viðbótar þvi húsnæði sem til er i Reykjavik þá væru þeir allir setnir. Nú er aö hefja sin manndómsár fjölmennasti hóp- ur ungs fólks „á giftingaraldri” siðan land byggðist. Þessu fólki hefur verið boðið upp á lengri setu á skólabekk en almennt hefur þekkst áður. Það hefur ekki verið hugsað til enda 55 Römm er sú taug... • Ábyrgðin af þessum afglöpum er áreiðanlega margskipt og menn eru þegar teknir að velta henni á milli sin. Sjálfsagt verður enginn til þess frekar en fyrri daginn hér á landi að taka á sig hina formlegu ábyrgð og segja af sér embætti eins og tiðkast i sumum lýðræðisrikjum þar sem stjórnkerfisafglöp eru skrifuð á pólitiskan ábyrgðarreikning ráðherra. En ef embættismenn og stjórnmálamenn láta sér þau ekki af kenningu verða er illa komið. Öryggi I lofti, á láði og legi er æðra kaupþræ*um og stjórnkerfisdeilum. Auðvitað eru allskyns þröskuldar i vegi full- komins öryggis, en þeir sem ekki styðjast við þá einföldu meginreglu að öryggið sé öllu æðra eru ekki hæfir til þess að starfa að öryggismálum, hvað þá heldur að stjórna þeim. Með einhverjum hætti verður að draga þá til ábyrgðar. m Þjóðviljinn vill vekja sérstaka athygli á þvi að einokun utanrikisráðuneytisins á öllum málum er snerta bandarisku herstöðvasvæðin hefur leitt til margskonar stórvandræða. Hvort sem okkur likar betur eða ver er islenskt þjóðlif samfléttað og tengt inn á herstöðvasvæðin. En islenskar stjórnarstofnanir sem þvi eiga að stjórna og um að fjalla ná þar ekki inn fyrir girð- ingar. Þar tekur við varnarmáladeild utanrikis- ráðuneytisins þar sem tveir eða þrir menn eiga án sérþekkingar að fara með alla lagafram- kvæmd og samskiptamál gagnvart hernum og is- lenskum stofnunum. Þetta fyrirkomulag hefur hvað eftir annað leitt tii meiriháttar klúðurs. Það er löngu orðið mál að leggja ríkið i ríkinu niður og gera ísland að einu og ódeilanlegu landi. — ekh fyrir að ég hef gleymt að fara út á réttum stað, einkum þegar ég hef átt leið um ný hverfi, þar sem við augum blasa nýreist einbýlishús, sem eru svo að vöxtum að þau myndu sóma sér vel sem 50 kúa fjós og sam- byggð hlaða á myndarbýli i Fló- anum. En hvar fær fólk peninga til að byggja svo myndarlega yfr sig? Bankastjórinn minn á Selfossi er reikningsglöggur maður og lánar aldrei meira en hann telur menn geta endurgreitt hérna megin. Kannski er mannúðin meiri „fyrir sunnan”. Hvernig er þetta hægt? Er það kannski rétt sem illgjarn kunningi minn heldur fram að þannig sé stoln- um sköttum haganlega fyrir komið i steyptri umgjörð? Það lifa samt ekki allir á nótulaus- um viðskiptum þótt það sé opin- bert leyndarmál aö söluskattur- inn ratar ekki allur rétta leið. Fátæktog ríkidæmi Ég kannast við mann sem fer alltaf i aukavinnuna sina þegar hann er búinn i vinnunni á dag- inn. Hann reisti sér myndarlegt' hús hér i borginni fyrir tuttugu árum og vann mest aö bygg- ingunni sjálfur. Auk þess hefur konan sem hann sefur hjá alla tið unnið utan heimilis og börn þeirra lfka strax og þau höfðu getu til. Þannig hefur þetta þok- ast en húsið er enn hálfklárað. Þar er enginn marmari og ekki gullbryddað postulin á baði né neöanþvottaskál. Þar er hins vegar bráðabirgðaeldhús- innrétting og þau gera sér vonir um að geta tekiö stofuna i notk- un fyrir næstu jól. Börnin eru öll flutt að heiman og byrjuð að byggja. Taki nú enginn orð min svo að ég sé að ásaka Reykvikinga fyr- ir að bruðla meira að þessu leyti en landsbyggðarfólk. Oöru nær. Rúnar Ármann Arthúrsson þá sem notið hafa útivistar á svæði þvi handan Gnoðarvogs sem ekki mátti byggja á. Kjósandi Gunnars Ekki nenni ég að fjölyrða neitt um úrslit borgarstjórnarkosn- inganna síðustu en hugga mig þess i .staö við forna minningu um dyggan stuðningsmann og og kjósanda Gunnars Thorodd- sen I borgarstjórnarembætti. Kjósandi þessi var að virða fyr- ir sér nýsmiöaöa hliðgrind við heimili borgarstjórans. „Og þarna hefur hann látiö setja nafnið sitt, blessaður”, sagði hann með stolti i römmum og benti á hliðið. Þar stóö skýrum stöfum: Oddagata S.Þegar mér verður hugsað til þess að helmingur Reykvikinga hefur merkt viö ihaldið á kjörseöli sinum, þá minnist ég jafnan þessa ágæta manns. Já, þaðer vissulega gaman að vera sveitamaöur á ferð i Reykjavik, og viröa fyrir sér mannlifið með hugarfari ferða- langs. Þó verð ég aö viöurkenna það að eftir f jórar vikur á æsku- stöðvunum er ég farinn að lita borgina öörum augum. Ég er meira að segja farinn að standa mig að þvi að sletta mér framan i hluti sem ekki eiga að koma mér við. Ég hef fyrr minnst á fátækt og rikidæmi í Reykjavík. hvernig á að skapa þessu unga fólki aðstæður til að fá atvinnu við hæfi og húsnæði að búa i. Þessi hópur er að sjálfsögðu langf jölmennastur hér i Reykjavik.. Sú kynslóö sem búin er að koma sér fyrir með misjöfnu basli og veröbólguamstri og nýtur þess nú sem rómaður út- gefandi nefndi eitt sinn „eigna- gleði” hvað sem það nú er, hún stendur i skuld við þessa upp- rennandi kynslóð. Verðbólgu- vixillinn er fallinn á þá sem sist skyldi. Og ekki á ég von á þvi aö Davið borgarstjóri og félagar liöi sára kvöl vegna þessa fólks. Ef ekki á illa að fara verður samfélagið þegar að gera þær ráðstafanir sem duga þessari „verötryggöu kynslóð”. Hún á það inni hjá þeim sem hún kall- ar „geggjuöu kynslóðina”, að verðleikum. Það er vissa min að ef Alþýðubandalag og Kvenna- framboð hefðu hreinan meiri- hluta i borgarstjórn Reykjavik- ur gætu Reykviningar aö sinu leyti verið bjartsýnni en nú und- ir ihaldsforræði Daviðs og fé- laga. Að visu fannst sveitamannin- um ofboðlitiö eitrað tilhugalif nefndra fylkinga fyrir kosning- ar, en það gladdi mig óþreyju- fulla byltingarhjarta, aö sjá maklega vitnaö til skrifa Ingi- bjargar Sólrúnar, borgarfull- trúa Kvennaframboös, hér i blaðinu á þriöjudag. Vænti ég þess fyllilega að góö sambúð verði með þessum flokkum i minnihlutasamstarfi undir ihaldseinræði. Það færi betur á þvi að allir sem unna mannkyni meira rétt- lætis og jafnræöis reyndu að skipa sér þéttar saman. Og það verður kosið aftur. Og aftur. Kannski að verði bylting, hver veit. —ráa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.