Þjóðviljinn - 02.09.1982, Qupperneq 7
itudagur 2. scptcmbcr 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Felst
Satan í
þvottadufti?
Fyrir nokkru komst sá orðrómur á kreik i einni af
smærri borgum Frakklands að ,,mínútusnákur"# sem
borist hefði inn i stórverslun þar á staðnum með banana-
sendingu, hefði bitið barn til bana. Nýlega var búið að
opna þessa stórverslun, og skipti engum togum*. hún
tæmdist, viðskiptavinir hættu að láta sjá sig og
verslunargróðinn hrapaði lóðrétt niður.
Merki Procter and Gamble sem
kom sögunni af stað.
Þvi er nefnilega trúaö i Frakk-
landi að „mínútusnákurinn”, sem
elur aldur sinn i hitabeltislönd-
um, hafi þá náttúru, að sá sem
hann bitur deyi nákvæmlega sex-
tiu sekúndum siðar, og vildu
ibúar staðarins sennilega bæði
refsa eigendum verslunarinnar
fyrir svo vitavert gáleysi að hafa
ekki betra eftirlit með banana-
sendingum og forðast að lenda
sjálfir i návigi við þetta kikvendi.
Meinlaust dýr
Nú var vitanlega ekki nokkur
minnsti flugufótur fyrir þessari
sögu. Enginn „minútusnákur”
hafði borist til staðarins á einn
eða annan hátt — og hefði heldur
ekki gert nokkrum mein þótt
hann hefði komið skriðandi, þvi
að „minútusnákar” eru sagðir
vera meinleysisdýr, og stafar
þjóðsagan af misskilningi á nafn-
inu, sem er ranglega þýtt úr
ensku og þýðir upphaflega aðeins
„smásnákur”. En hitt var aug-
ljóst að þarna hafði einhver, sem
vildi koma stórversluninni i
slæma stöðu af viðskiptaástæðum
eöa öðru, séö sér leik á borði og
komið þessari sögu af stað.
Verslunarstjórinn brá við skjótt
og birti stórar auglýsingar i blöð-
um þar sem hann hét allháum
launum hverjum þeim, sem gefið
gæti upplýsingar um upphafsmnn
og útbreiðendur sögunnar. Það
kom þó fyrir ekki og erfiðlega
gekk að vinna traust viðskipta-
vinanna á ný. Þvi var heldur ekki
að neita að sagan var kænlega
saman sett, þvi vitað er að ýmis
óskemmtileg kykvendi berast oft
á milli landa i stórum vörusend-
ingum og menn eru af eðlilegum
ástæðum hræddir viö það sem er
torkennilegt og kemur langt að,
samkvæmt þvi gamla spakmæli
sem orða mætti svo: „ég veit að
minútusnákurinn ræðst ekki á
menn, — en veit hann það?”
Hættan var þannig engin fáránleg
fjarstæða.
Nú munu brellur af þessu tagi
ekki vera alveg óþekktar i við-
skiptalifinu, þótt hér sé gengið
nokkuö lengra en áöur, en undan-
farin tvö ár hefur gengið um
Bandarikin önnur keimlik saga,
sem beinist einnig gegn ákveðnu
fyrirtæki en er það miklu fjar-
stæðukenndari að það vekur
stórar áhyggjur af vitsmunalifi
manna á ofanveröri tuttugustu
öld.
örlagaríkt merki
Sá orðrómur kom sem sagt upp
i Bandarikjunum fyrir tveimur
árum — og gróf fyrst um sig i
„bibliubelti” miðvesturfylkjanna
en breiddist þaðan um aðra hluta
landsins — að sápuduftshringur-
inn viðkunni Procter and Gamble
sem hvetur húsmæður til aö þvo
hvitara en hvitt meö Daz eða
Ariel, hefði gert bandalag við
sjálfan myrkrahöfðingjann til að
auka söluna á framleiöslu-
vörum hringsins með ein-
hverjum djöfullegum belli-
brögöum...
Undirrótin að þessari sögu, sem
i upphafi var sögð af fúlustu al-
vöru, var skjaldarmerki það sem
Procter and Gamble hefur notað i
meira en öld og prýðir umbúð-
irnar á öllum framleiðsluvör-
unum. Það er hringlaga og er
hægra megin i hringnum mynd af
karlinum i tunglinu með voldugt
skegg en vinstra megin þrettán
stjörnur, sem eiga að tákna þrett-
án stofnfylki Bandarikjanna. Allt
litur þetta fremur sakleysislega
út i augum leikmanna, en bibliu-
fróðir menn i „bibliubelti”
Bandarikjanna voru á annarri
skoðun. Þeir komust fyrst að þvi
að karlinn i tunglinu var með eitt-
hvert pirumpár á höfðinu sem leit
út eins og hrútshorn — en hrútur
er ein af kraftbirtingarmyndum
Satans þegar hann fer að sprella i
jaröneskum mönnum. Siðan var
farið að huga betur að skjaldar-
merkinu, og kom þá i ljós að
þegar stjörnurnar þrettán eru
tengdar saman á vissan hátt
kemur i ljós talan 666, og sama
tala sést i bylgjum skeggsins,
þegar þær eru skoöaðar i spegli.
Þessar niðurstööur vöktu að
sjálfsögðu allmikinn skjálfta i
„bibllubeltinu”, þvi þar kunna
menn Opinberunarbókina utan að
eins og umferðarreglurnar og i
henni stendur (13. kafli, 18 vers):
„Hér reynir á speki; sá sem
skilning hefir, reikni tölu dýrsins,
þvi tala manns er það, og tala
hans er sex hundruð sextiu og
sex”.
Samkvæmt gömlum hugmynd-
um um „dýriö mikla”, sem hefur
töluna 666 og er allmiklu skað-
vænlegra en „minútusnákurinn”,
táknar það Anti-Krist, sem mun
rikja yfir heiminum i sjö ár, á
timum skelfilegra ógna, áður en
hinn eini og sanni Kristur kemur i
annað sinn. Á þessum tima mun
hann neyða menn til þess að bera
Leynist sá gamii höggormur i þvottaduftinu sem þvær hvitara en hvitt?
táknið 666, og þeir sem láta undan
munu ekki verða hólpnir heldur
farastieiiifum eldi. Töldu trúaöir
menn i bibliubeltinu að með þvi
að gera þennan samning við Lúsi-
fer hefði Procter and Gamble
tekið að sér aö merkja menn með
þessu voðalega tákni, þvi hver sá
sem brúkaði Ariel eða Daz
þvottaduft væri i rauninni farinn
aö bera töluna 666.
Málaferli
1 fyrstu tóku yfirmenn sápu-
duftshringsins þessum söguburði
með rósemd, sem gerðu þó blaða-
mönnum og trúarleiðtogum við-
vart um málið, einkum á þeim
svæðum þar sem sagan reis hæst.
En þegar orðrómurinn hélt áfram
að magnast — og svo var komiö
að hringurinn fékk 15000 sim-
hringingar um málið i júni
sl. — var ákveöið að láta til
skarar skriða. Höföuð voru fimm
meiðyrðamál gegn nafngreindum
mönnum fyrir rakalausan sögu-
burö, og svo fékk sápudufts-
hringurinn aðstoð ýmissa kirkj-
unnar þjóna til að þvo af sér allan
áburö um óleyfilegt samkrull
með Belsebúb.
Yfirmenn Procter and Gamble
voru ánægðir með árangurinn,
þvi að i júli fækkaði simhring-
ingum um málið niður i „aðeins”
6000. En aðrir veltu þvi fyrir sér
hvort þeir hefðu ekki brugðist of
j rösklega við og stuölað þannig
óviljandi aö þvi að breiöa út sög-
una enn meir en áður haföi verið,
þvi að siðustu vikurnar hefur
hennir einnig orðið vart i Eng-
ilandi. Þannig hafa höfuðstöðvar
Procter and Gamble i Newcastle
fengiö bréf og simhringingar um
þetta alvarlega mál að undan-
förnu og dreift hefur verið dreifi-
bréfum meðal kirkjugesta þar
sem getur að lesa: „Er andskot-
inn að sniglast i eldhúsum yðar?”
Það er þvi fleira sápukyns en
„Löður” sem á i vök að verjast
fyrirsiðferðis- og trúarpostulum i
engilsaxneska heiminum þessa
stundina.
(e.m.j. endursagði eftir „Le
Monde” og „Financial Times”)
SVAR: Lánstími verðtryggðra lána skiptir miklu máli,
því greiðslur af þeim halda verðgildi sínu allan
lánstímann, en eru eðlilega léttbærari ef láns-
tíminn er langur. Margir lífeyrissjóðir gefa
mönnum kost á mismunandi lánstíma, frá 10
árum og upþ í 25 ár. Hér þurfa væntanlegir lán-
takendur að staldra við og huga að nokkrum
atriðum: Hvað er eðlilegt að dreifa greiðslu-
byrðinni af framkvæmdinni á langan tíma? Og
hversu gamall verð ég, þegar lánið rennur út?
Ef um fasteignakaup er að ræða, þá er ekki
óeðlilegt að dreifa byrðinni af þeim á a.m.k. 15 ár.
Um viðhald íbúða og viðbætur gegnir öðru máli.
Þar er eðlilegt að dreifa byrðinni á miklu skemmri
tíma, 10 til 15 ár, eftir eðli framkvæmdanna.
Óráðlegt er að taka lífeyrissjóðslán til kaupa á
bifreiðum og til ferðalaga og annars slíks. Að
minnsta kosti ættu slík lán ekki að vera til lengri
tíma en 5 til 7 ára, enda er t.d. bifreið orðin lítils
virði eftir 7 ár, og það er ekki skynsamlegt að eiga
þá eftir að greiða í fjölda ára af verðtryggðu líf-
eyrissjóðsláni.
Ekki er heldur ráðlegt að taka verðtryggt lán,
sem greiða þarf af eftir að lántakandinn er kominn
á lífeyrisaldur. Þó lífeyrir hafi batnað nokkuð á
síðustu árum, þá er hann varla við það miðaður
að menn standi í framkvæmdum.
LANDSSAMBAND SAMBAND ALMENNRA jiTf?
LÍFEYRISSJOÐA LÍFEYRISSJÓÐA \él6