Þjóðviljinn - 09.10.1982, Qupperneq 5
Helgin 9.-10. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
„Allt
er
tengt
líkama
okkar
segir María Jósefs-
dóttir, gyðingur
með íslenskan
ríkisborgararétt, sem
nú sýnir listaverk sín
í Gallerí Lækjartorg
„Ég er fædd í Berlín, en foreldrar
mínir voru landlausir gyðingar. Ég
fluttist til ísrael með foreldrum
mínum þegar ég var barn og bjó
þar á uppvaxtarárunum. Tvö ár
var ég í ísraelska hernum, en hélt
síðan til Parísar til myndlistar-
náms. Faðir minn var drcpinn af
aröbum, en við sluppum frá Þýska-
landi rétt fyrir ofsóknir nasist-
anna“, segir Myriam Bat-Yosef,
öðru nafni María Jósefsdóttir, en
hún opnar nú um helgina myndlist-
arsýningu í Gallerí Lækjartorg.
Saga hcnnar er óvanaleg um margt.
Og hún heldur áfram að segja okk-
ur frá:
„Til framhaldsnáms hélt ég til
Florence. Þar kynntist ég íslenska
listamanninum Erró og við fluttum
til íslands. Það var skrýtið að koma
hingað í kuldann frá Italíu. Ég
eignaðist dóttur og varð að vinna
fyrir okkur. Ég fékk vinnu í súkku-
laðiverksmiðjunni Freyju og vann
þar við að pakka inn sælgæti. Þar
lærði ég að tala íslensku. En ég
viidi verða listamaður, — halda
áfram við það sem ég hafði rnennt-
að mig til. Og ég varð að velja á
milli hjónabands og starfs. Við
skildum eftir 9 ára hjónaband og ég
fluttjst frá íslandi. Én ég hef alltaf
komið hingað af og til og er ennþá
íslenskur ríkisborgari, þótt ég búi í
París".
María hefur haldið yfir 50 einka-
sýningar víða um heim og tekiö
þátt í fjölda samsýninga, Verk
hennar eru á nútímasöfnum t.d. í
París, New York, Stokkhólmi,
Tokýo og Tel Aviv. Hún hefur
einnig hlotið margs konar viður-
kenningu fyrir verk sín. Hún hefur
unnið talsvert með geðlæknum að
myndtjáningu féiagslega truflaðra
ungmenna. Og hún er ntikii jafn-
réttiskona:
„Staða kvenna í listum er mjög
sérstök. Þær verða að helga sig
tjáningu sinni, eigi þær að ná ár-
angri: en eigi þær fjölskyldu, hvílir
áþeim kvöð, sem karlinenn þekkja
sjaldnast. Karlmaður, sem sinnir
lítið börnum sínum er gjarnan tal-
inn séni, á meðan kona sem tekur
list sína fram yfir fjölskylduiíf, er
fordæmd. Öll mín tjáning er tengd
kyni mínu, og ég held að konur og
karlar séu raunverulega ntjög ólík.
Ég hef rnikinn áhuga á Taóisma og
trúi á tilvíst hinna andstæðu afla í
heiminum, Yin og Yang. Á santa
liátt er manneskjan samansett úr
þessunt tveimur andstæðum, þótt
Yin sé oftast ríkara hjá konum og
Yang hjá körlurn. Unt leið og jafn-
vægið á milli þessara afla raskast,
deyr manneskjan. Á sama hátt og
mannkynið tortímist, ef þessum
öflum er endaniega stíað í sundur í
heiminum.
91
r Aj
I 1
■
■ r y rj
o pjjj 3
' Ifeéi r i \%
María við eitt verka sinna, hreyfanlegt tatlborð. Ljósmyndarinn var fljót-
ur að stilla upp í drekaafbrigði Sikileyjarvarnarinnar. Ljósni.: eik.
Ég held að listaverk kvenna séu
yfirleitt tiltinningaríkari og gjöf-
ulli, þótt karlmenn hafi gjarnan
kallað þau dútl og handavinnu.
Aðeins konan getur fætt nýtt líf.
Það skýrir allt. Allt sem við gerunr
er tengt líkama okkar á einhvern
hátt. Og það er engin tilviljun að
konur hafa síður áhuga á að vinna
með skipuleg, vitsmunaleg og
háspekileg form í myndlist en karl-
ar. En það þýðir ekki að list okkar
sé ómerkilegri, veikari og yfir-
borðskenndari", segir María.
Sýning hennar verður opin dag-
lega frá'kl. 14—18 fram til 24. októ-
ber, en á sunnudögum er opið til
kl. 22. Á sýningunni er 71 verk af
ýmsum gerðunr, auk mynda á silki
og nytjahluta. Einnig verður sýnd-
ur videoþáttur með viðtali og per-
formans eftir hana. — þs
erlendar bxkur
The Pelican Book
of the Renaissance
Penguin Books 1982.
Höfundurinn er rónraður sagn-
fræðingur. Hann er ritstjóri nokk-
urra mannkynssagnaverka og
harðduglegur við skriftir. Þessa
bók unt Endurreisnina skrifaði
hann fyrir Horizön. Hún kont svo
út hjá Penguin 1964. Hefur hún
verið endurprentuð og breytt fjór-
um sinnum.
Bókin segir af tilkomu og út-
breiðslu Endurreisninnar.
Óhægt er að tíunda innihald
hennar svo nrynd verði á. Plumb er
ekki sá eini sem í bókina ritar. Ein-
ir sjö frómir listfræðingar eiga
stuttar ritgerðir í henni um Michel-
angelo. t.d., Lorenzo da Medici.
Leonardo og fleiri. í bókinni er
fjöldi mynda og er hún nauðsynleg
þeim sent ekki eru alfarið með á
nótunum um Endurreisnina á It-
alíu.
The Complete Works of
Saki
H.H. Monro. Introd. by Noél Cow-
ard.
H.H. Monro fæddist í Burma
1870. Hann ólst upp á Englandi og
hlaut þar menntun sína. Munro
ferðaðist víða nteð föður sínum og
starfaði í lögregluliði í Burma um
eins árs skeið.
Ritferilinn hót' hann sem kól-
úmnisti, og um þaö leyti séndi hann
frá sér sína fyrstu bók, Reginald
(1904).
Reginald er hryssingslegur
náungi og er bókin stuttar anectót-
ur at' honum. Seinna kom svo frá
Munro, sem þegar var farinn að
kalla sig Saki, Reginald in Russia.
Þá kontu enn fleiri smásögur og
Saki skrifaði skáldsögur og leikrit.
Ekki hefur Saki verið hampað aö
þessu. Hann var svo óheppinn,
segir Noél Covvard, að vera á
undan sanrtíð sinni. Hann lést
1916.
Hér er á ferðinni þykk og mikil
bók. Er hér öllum smásögum hans
safnað saman, skáldsögum þremur
og leikritunr.
Greek Literature
An Anthology. Translations from
Greek Proseand Poetry. Chosen by
Michael Grant.
Á tímum videos. soda-stream,
heimilissýninga og ótölulegs fjölda
at' fjólubláum Ijósum, er vissulega
þörf á því. aö mannsafnáður láti
svo lítið að-athuga hvað t'orfeðurn-
Michelangelo
Lconardo
ir, þeir sent lögðu grunninn að öll-
um þessum óskapnaði, undu við.
Heldur hefði Herodotusi brugð-
ið, ellegar þá Hómeri.
Greek Literature er þýðinga-
safn. Þar er að finna kviðuhrafl
Hómers, lyrik Sapphoar. leikrita-.
búta Sophociesar, kafla úr Histori-
um Xenophons og margt margt
fleira. Kaflareru XI. Aftast í henni
er ártalaskrá, þá er lesendum bent
á bækur senr góðar teljast til frekari
kynninga. Heintildaskrá og nafna-
skrá yfir höfunda og þýðendur.
Michael Grant skrifar inngang.
Hann er frægður mjög i kynningu
bókarinnar og hefur þvtt ógrynni
úr grísku og latínu fyrir Penguin
forlagiö.
Greek Literature kom fyrst út
1973 og er þetta þriðja prentun
hennar.
'gMMAXT)
Þú kemur með þinn DAIHATSU
og keyrir burt á nýjum
DAIHATSU
CHARADE
Verð frá
117.950 kr. með öllu
*r þifin blll
Mismunur
samningsatriði
CHARMANT TAFT 4x4
Verð frá
145.700 kr. með öllu
t þinn bill
Mismunur
s amningsatriði
Verð frá
208.400 kr. með öllu
t j)inn bíll
Mismunur
samningsatriði
DAIHA TSUUMBOÐIÐ, Ármúla 23, -
Sími 85870-39179