Þjóðviljinn - 09.10.1982, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 09.10.1982, Qupperneq 12
12 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.-10. október 1982 Eg veit til hálfs hvað konan sem ég sá fyrir mér var að segja. Og þá er að komast að því Ljósm. ‘-‘-víöHr'' Hvað leynist á bak við orðin? Það er ekki auðvelt að finna þessum sögum mínum samnefn- ara, segir Svava. Þær eru til orðnar á alllöngum tíma, sú elsta skömmu eftir að sögusafnið Veisla undir grjótvegg kom út en þær síðustu nú í sumar. Það er í þeim visst sam- hengi, eins þótt það vanti inn í all- langan tíma - þegar ég sat á þingi og skrifaði lítið. Þeim svipar að því leyti til minnar fyrstu bókar, Tólf konur, að í hverri þeirra er lýst ein- staklingi andspænis vissum vanda, og eru þeir allir konur nema einn. I sjálfri aðferðinni koma ýmsir þætt- ir saman - fantasía, sálfræðilegt raunsæi, sitt af hvoru tagi. urðu tíðindi í ævintýrum afskap- lega trúleg í mínum augum: til dæmis það að hálfur mannsbúkur kemur veltandi niður reykháf í einu þekktu Grimmsævintýri. Ég hafði þann lestrarmáta að ég gat trúað þessu eins og það hefði gerst. Mér finnst að ævintýri séu þannig sögð að maður geti og eigi að trúa þeim. Og fleira er tjáð en það sem er í orðum sagt. Ég var að lesa um grænlenskar konur og mjög náið og skilningsríkt samband þeirra við börn sín - sem byggir ekki á því að þær tali svo mikið við börnin held- ur eiga þær sér eitthvað það mál líkamans, sem börnin skilja. Stjórnmál geta fullnægt áhuga manna á því aö koma á einhverjum til- teknum, afmörkuöum breytingum. En bók- menntaþörf fullnægja svo mörgum öörum þörfum þess sem skrifar - eins þótt hann viti fátt um afdrif þess sem hann hefur saman sett. Svo farast Svövu Jakobs- dóttur orö í viðtali sem til var stofnað í tilefni af því, aö von er á smásagna- safni eftir hana frá Iðunni í haust og seinna í vetur flytur Þjóöleikhúsiö leikrit eftir hana. Smásagna- safnið nefnist „Gefið hvort ööru....“ A.B. rœðir við Svövu Jakobsdóttur um ritstörf og stjórnmál Fiskar undan steini Eitt af því sem stjórnar mér við skriftir er áhugi á því að skoða nán- ar hvað getur leynst á bak við það tungumál, sem er orðið hversdags- legt í okkar munni, orð, orðatiltæki sem sýnast steinrunnin. Áhugi á að reyna að lífga þau við. Og eins lífs- hætti og útbreidda siði, sem eru or- ðnir að dauðri venju, en geta eins verið tákn fyrir einhverja víðtæka lífsreynslu. Ég hefi gaman af að taka þessi fyrirbæri og gera þau upp á nýtt áþreifanleg og raunsæis- leg. „Gefið hvort öðru hönd ykk- ar“ er sagt við hjónaefni - og í minni sögu heggur brúðurin af sér hendina og réttir hana brúðguman- um. Þetta er dálítið í ætt við ævintýrin sem ég hefi haft hugann við frá því ég var barn. Hvernigsem á því stóð Eitt af þvísem stjórnar mér við skriftir er áhugi á því, að skoða nánar það sem getur leynst á bak við orð og orðatiltœki sem eru or- ðin hversdagsleg og eins og steinrunnin í okkar munni. Hvað er þetta? Annað er það sem hefur stjórn á mér við smásagnagerð: allt í einu sé ég fyrir mér eitt atvik, manneskjur lifna í huga mér - og þá sest ég niður og reyni að átta mig á því hvað var að gerast og af hverju. Oftast sé ég þannig fyrir mér eitthvað það, sem verður svo enda- lok sögu sem síðan þarf að finna skýringu á. Til dæmis sé ég fyrir mér gamla konu og mjög umkomu- lausa sem talar við aðra konu úti á götu - ég veit í hvaða hugarástandi hún var, en ég veit ekki nema til hálfs hvað hún var að segja, ég þarf að komast að því. Og þá er að setj- ast niður og vinna. Og hugsanlegt væri líka að skrifa leikrit út frá slíkri aðsókn.... Já það er rétt, ^ð ég hefi líka skrifað leikrit, sem heitir „Kjallar- inn“ og kemur upp seinna í vetur. Það er reyndar afar erfitt að segja frá leikriti, maður ímyndar sér að þar sé svo margt sem eigi að koma á ótvart. En það er skemmst frá að segja, að í þessu leikriti er ég að skoða hvernig nokkrar persónur bregðast við ógnum kjarnorku- styrjaldar. Sjálfsagðir hlutir Ég var víst citthvað geðvond í símanum þegai þú hringdir vegna þessa viðtals. Það er vegna þess að ég er orðin nokkuð leið á því hve mörgum finnst það fréttnæmt að ég skuli skrifa um konur. Mér finnst vitanlega ekkert eðlilegra. Aldrei eru karlar spurðir af því, hvort þeir séu að skrifa um karlmenn! Mér finnst það eigi að vera sjálfsagður hlutur að konur og karlar séu jafn- rétthá í bókmenntum en ekkert til að gera verður út af. Það er jafnvel eins og það hafi komið bakslag í umræðuna eftir því sem þeim konum fjölgar sem hafa farið að taka sínar bókmenntir og sína kvenlegu reynslu alvarlegar. Eins og körlum finnist þessi þróun einskonar ógnun við sig og hafi þeir tilhneigingu til að segja: jæja, nú vitum við þetta og nú er nóg kom- ið. Eða: farið þið nú í guðanna bænum ekki að starfa eftir kenn- ingunni. Mér finnst þetta leiðinda þröng- sýni: í stað þess að menn gleðjist yfir því að skynsviðið stækkar þá loka ntenn að sér, eins og glutra niður hæfileikanum til að víkka sitt reynslusvið. Þetta getur komið fram í því, að þegar kona skrifar lélega bók, þá tekst körlum ekki að skoða hana og gagnrýna eins og aðrar lélegar bækur - eins víst að hún verði þeim tilefni til að hefna sín á kvennabókum í heild. Og liggur þó í augum uppi að ef bók konu er vond þá er það vegna þess að hún er illa skrifuð en ekki vegna þess að hún fjallar um reynslu kvenna. Svo kemur það líka til, að margir karlar eru spéhræddir og þeim illa við þá útreið sem frændur þeirra fá í ýmsum bókum. Aldrei eru karlar spurðir að því hvort þeir séu að skrifa um karlmenn. Mér finnst það eigi að vera sjálf- sagður hlutur að kon- ur og karlar séu jafn- rétthá í bókmenntum en ekkert til að gera ve- ður út af.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.