Þjóðviljinn - 09.10.1982, Side 19
c
Hclgin 9.-10. októbcr 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19
Þýskir skógar
að eyðileggjast
Við íslendingar tölum stundum
um mengun hcr á landi. Og víst er
hún til staðar og mun trúlega fara
vaxandi á næstu árum sé ckki farið
að með fullri gát og brunnurinn
I byrgður í tíma, svo sem kostur er.
Mætti þar sú slysaslóð, scm ýmsar
aðrar þjóðir hafa troðið, verða
okkur víti til varnaðar.
I Feey segir frá því að í Vestur-
Þýskalandi hafi grenitré, á hundr-
uðum þúsunda hektara, eyðilagst
af mengun. Trúleg orsök er talin
vera brennisteinstvísýringur frá
iðjuverum. Síðastliðin tvö ár hafa
aðrar barrtrjátegundir, sem og
lauftré, orðið fyrir verulegunt
áföllum.
Þjóðverjar hafa reynt að bregð-
ast við þessum eitrunaráhrifum
1 með ýmsu móti. Frá árinu 1975
hefur verið dregið úr brennisteins-
tvísýringi í kyndingar- og díselolíu.
Og bráðlega munu koma til fram-
kværnda í Vestur-Þýskalandi ný lög
um hreinsun útblásturs frá bensín-
og díselvélum.
Skógar í Austur-Þýskalandi hafa
einnig orðið hart úti. Flafa öll tré,
sem uxu þar á fjallgarði einum
miklum, strádrepist. Og þó að
reykur frá brúnkolaverksmiðjum á
þessum slóðum hafi verið hreins-
aður af eiturefnum, dugar það eng-
an veginn til því að mengun, ban-
væn trjágróðri, heldur áfram að
berast yfir landamærin frá Tékkó-
slóvakíu.
Slíka innrás þurfum við hér, „yst
á Ránarslóðum", trúlega vart að
óttast. Ef illa fer samt sem áður,
getum við engu um kennt öðru en
eigin glöpum.
- mhg
Yfirlæknisstaða
við Leitarstöð Krabbameinsfélags íslands er
laus til umsóknar.
Viðkomandi læknir þarf að vera sérfræðing-
ur í kvensjúkdómum og með þekkingu á
krabbameinslækningum.
Þetta er hálft starf.
Umsækjendur sendi umsóknir sínar til stjórn-
ar Krabbameinsfélags íslands, Suðurgötu
22, Box 523, 121 Rvk., fyrir 10. nóvember
1982, með upplýsingum um menntun og fyrri
störf.
Krabbameinsfélag íslands
RÍKISSPÍTALARNIR
HÚSNÆÐI ÓSKAST
Herbergi með eldunaraðstöðu óskast fyrir
erlendan sjúkraþjálfara, sem starfar við öldr-
unarlækningadeild.
Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmda-
stjóri öldrunarlækningadeildar í síma 29000.
FOBÐflBDRIÐ
Þaft gefur á skútuna......................
Forðabúrið hefur opnað eftir fríið.
Breytið til og lítið inn í skemmtilegustu fiskbúð bæjarins.
Við ætlum að sjá ykkur fyrir sælkerafisknum í skammdeg-
inu.
Sjáumst í búrinu.
Nefndin.
FORÐfl
BORIÐ
UHérerumvið
BORGARTÚN
Klúbburinn □
F yrsta
F lokks
F iskbúð
OPIÐ I mánud.-miðvikud. til kl. 18
Öl I I IIWl fimmtudaga til kl. 20
ULLUIVI föstudaga til kl. 22
DEILDUM laugardaga frá kl. 9-12
Opið
E BB lr>?W laugardaga
9-12.
Jón Loftsson hf. .
HRIIMGBRAUT 121^
SÍMI 10600
i 4 litir
RAUTT - BLÁTT BRÚNT - BEIGE
1 l HAGSTÆÐIR k. GREIÐSLU- SKILMÁLAR