Þjóðviljinn - 09.10.1982, Side 24

Þjóðviljinn - 09.10.1982, Side 24
Á miðvikudagskvöld var ég illa kvefaður og slappur og fékk ágætis tilefni til að fá mér Toddý. Það var munaður, og brátt fór mér að iíða reglulega vel - þrátt fyrir kvefið. Svo kom ég mér vel fyrir í þægileg- asta hægindastólnum, færði lita- sjónvarpið sem næst mér og byrj- aði að glápa. Væri ég köttur, hefði ég malað af ánægju. Fyrst mændi ég á fréttir og í þeim var svo sem ekkert nýtt. Þá horfði ég á Nýjustu tækni og vísindi, og þar voru frétt- ir. Og svo kom Dallas. Værðarsvipurinn á andliti mínu breyttist brátt í værðargrettu. Illa er komið fyrir þjóð minni ef það er sáluhjálparatriði að hafa svona kvikmyndir heima í stofu í hverri viku. Ég þraukaði þennan þátt samt af, enda heitt toddý við hönd- ina. Ég megnaði hins vegarekki að horfa á mynd um vatnshöfuö í dag- skrárlok. Dallas var n'óg í bili og ég kominn með grautarhöfuð. Þessi Toddý og Dallas þáttur um Dallas fjallaði um sambúð Sue Allen, sern er fegurð- ardís, alkóhólisti og rola, og J.R., sem er fantur, illmenni og sálufé- lagi morðingja. Hún eignast barn, sem . öldungadeildaþing- maður nokfcur (ég man ekki hvað hann heitir) er faðir að. Öldunga- deildarþingmaðurinn vill hreppa bæði konu og barn úr höndum J.R. í myndarlok er svo barninu rænt, og fæst Væntanlega úr því skorið í næsta þætti hvort það var pabbinn, „pabbinn", eða morðingjarnir sem stóðu fyrir barnsráninu. Líklegt þykir méT samt að það hafi verið morðingjarnirj en öldungadeildar- þingmaðurinn verði grunaður lengi vel. Aðrir sem koma við sögu eru ætt- arhöfðinginn, gamall skúrkur sem hefur fengið hjartaslag, kona hans, sönn húsmóðir sem ekkert skilur, hvorki í bissnes, framhjáhöldum né öðrum myrkraverkum. Þá er það bfóðirinn Bobby, traustvekj- andi og einfaldur náungi og kona hans, fegurðardrottning sem veit nú hvað hún syngur. Hún er systir öldungardeildarþingmannsins. Ennfremur er dálítið gáluleg stelpa í fjölskyldunni. Ekki virðist hyski þetta hafa önnur andleg áhugamál en græða peninga og verður vel ágengt með klækjum, mútum og öðrum óþokkabrögðum. Allt býr það í einu og sama húsinu og eru þar kræsingar á boðstólum upp á hvern dag og dýrindisvín. Samt eru flestir óhamingjusamir eða hafa ógnar- stórar áhyggjur af peningunum sín- um og er líklega boðskapur þátt- anna sá að best sé að vera fátækur og una glaður við sitt. Að því leyti er Dallas heldur svona forheimskandi án þess að ég ætli að gern veður út af því - enda er ég hvorki í Kattavinafélaginu, Músavinafélaginu né Mannræktar- félaginu. Sjálfur undi ég glaður við toddý- ið mitt það sem eftir lifði kvölds og fór svo bara að sofa. Guðjón Fyrirlestur á Landspítalanum: Börn á sjúkra- húsum Prófessor Lennart Köhler, sem er rektor við Norræna Heilsuverndar- háskólann í Gautaborg, heldur er- indi á mánudagskvöld 11. október kl. 8.30. Talar hann um heilbrigð- isþjónustu við börn með langvar- andi sjúkdóma á Norðurlöndum. Fundarstaður er í fundarsal Geð- deildar Landspítalans á 3. hæð. Á sænsku nefnist fyrirlesturinn: Organisering av omsorgen för kroniskt sjuka barn av olika kate- gorier í nordiskt - eventuellt eruop- eiskt - perspektiv. Athöfn við sty ttu Leifs heppna I dag, laugardag, kl. 11.30 fer fram athöfn við styttu Leifs Eiríks- sonar á Skólavörðuholti í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að Bandaríkjastjórn gaf Islcndingum styttuna. í dag er minningardagur Leifs heppna í Bandaríkjunum. Við athöfnina flytja ávörp for- seti íslands, forsætisráðherra, sendiherra Bandaríkjanna, borg- arstjórinn í Reykjavík og Patricia McFate, forstjóri American- Scandinavian Foundation í Nevv York. Sigurður Helgason, formað- ur Íslensk-ameríska félagsins, stýr- ir athöfninni. sunnudagskrossgátan Nr. 342 l 2 3 V s ÍP 7 s 8 */ 8 9 *L y )ö s 'Y' V II T~ 12 )l $2 II 13 6 iV Ý V )V /6 2 » V /é t> V 1) é> 7- V Vt WT íZ 20 )3 )) )3 * V V 2) 13 1T 7- /3 /7 ¥ 22 2Z n )0 IT W~ V )0 3 7 /4 20 IS S V V- ID 12 )Z TT d )0 7 13 /3 sr /0 J~ b> '4 (V) IZ )t> !Z i2 / k? 2£ 7- y H- II )2 /0 n 13 2? h * 28 7/ U é> /S ID /2 S2 )? /L 30 9 /D i? 8 8 T/ // 3o IV V 9 3/ H- 7 13 TT n £2 32 8 s 8 II i/ (vj 7 /? T~ 12 (, V i? i ID IV- '3 5? 23 4 T~ l8 8 $2. id- TtT 22 T~ u 12 So 3 10 AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝþÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á stofublómi. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj- ans. Síðumúla 6, Reykjav ík, merkt: „Krossgáta nr. 342". Skila- frestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 1 12 )/ 1S & 2S H- Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort se lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá ao finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnu- brögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verðlaunin Verðlaunin fyrir krossgátu nr. 338 hlaut Karen M. Gestsdótt- ir, Lyngheiði 14, Kópavogi. Þau voru bókin Ritsafn I eftir Sverri Kristjánsson. Lausnar- orðið var Búkarest. Verðlaunin að þessu sinni er mikil og vegleg bók sem kom út hjá Iðunni í sumar og nefnist Hverju svarar læknirinn, 335 spurningar um heilsufar, læknismeðferð, lyfjanotkun og fleira. vertó Bertd Mðrtcnv t.urtMriniv l*cu svöf°r æknirin 55 spumingar im heilsufar, læknismeflferö, fjanotkun og fleira úmlega 200 ýringarmyndir

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.