Þjóðviljinn - 09.10.1982, Page 30
» /T ♦ - \ * Ty*
30 SIÐA —
ÞJÖÐVILJINN' Helgin
9.-1Ó.' október’ Í982
í stað kvalafullra rannsókna liggur sjúklingur nú á þessum rennibekk meðan tölvusneiðmyndatækið vinnur sitt verk. Á innfelldu myndinni má sjá
Kolbein Kristófersson taka við tækinu af Svavari Gestssyni en hjá tækinu sjálfu standa Jón L. Sigurðsson yfirlæknir á röntgendeild og Art Glenn
forstjóri General Electric lækningatækjadeildarinnar í Bandaríkjunum. Ljósm. -eik.
Tölvusneiðmyndatækið afhent í gær:
Bylting í sjúkdómsgreiningu
í gær afhenti heilbrigðisráðherra Landspítalanum formlega tölvusn-
eiðmvndartækið, sem ríkisstjórnin gaf fyrirheit um á 50 ára afmæli spíta-
lans í desember 1980. Kolbeinn Kristófersson, prófessor, ylirmaður rönt-
gendeildar Landsspítalans veitti tækinu móttöku en viðstaddir voru starfs-
menn spítalans og stjórn ríkisspítalanna.
í ávarpi. sem Svavar Gestsson,
heilbrigðisráðherra hélt við þetta
tækifæri. kom fram að nýja tækið,
kostar ríflega 700 þúsund dollara
eða um 11 milljónir íslenskra
króna. Um leið og þessunt áfanga í
rannsóknarstarfi spítalans er fagn-
að sagði Svavar að hugíi yröi að því
hvert væri næsta verkefnið. Þröngt
væri um rannsöknardeildir spíta-
lans og brýnt væri að hefjast handa
hjartaskurðlækningum hér á landi.
Pctta kom fram í ávarpi sent
Svavar Gestsson, heilbrigðisráð-
herra flutti í Landspitalanum í
um byggingu svonefndrar K-
deildar, sem hýsa á stoðdeildir spít-
alans.
Tölvusnéiðmyndatækið sem
kom til landsins í maí og starfs-
menn spítalans settu upp hefur nú
þegar nýst um 350 sjúklingum. Hér
er urn að ræða eitt fullkomnasta
rarinsóknartæki á sviði læknisfræ-
ðinnar í dag,- tæki sem kemur í veg
fyrir að börn og fullorðnir þurfi að
gær. Sagöi Svavar í samtali við
ÞJóðviljann að mál þetta hefði
lengi verið í bígerð og að mati
gangast undir kvalafullar og stund-
um lífshættulegar rannsóknir eins
og Davíð Á. Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri ríkisspítalanna benti
á. Þá mun tækið auka nýtingu spít-
alans, stytta legu og rannsóknart-
íma sjúklinganna og koma í veg
fyrir óþarfa skurðaðgerðir.
Með sneiðmyndatækinu má
festa á filmu og tölvuskjá ótal
þversnið af líkama sjúklingsins.
Myndataka af öllu höfði manns
tekur milli 40 og 50 mínútur og í
flestum tilfellum er greiningu þar
með lokið, því læknir fylgist með:
sérhverri mynd á tölvuskjánum.
Myndataka af bol tekur hálfan
ráðunauta sinna væri fyllilega
tímabært að hefjast nú handa.
Árlega fara milli 80 og 90
manns tjl útlanda til hjarta-
skurðslækninga sem ekki er hægt
að framkvæma hér á landi.
annan tíma. Sneiðmyndin sem
tölvan framkallar er greinilegri en
þó skorin væri úr líkantanum sneið
og hún skoðuð. Með tækinu má
einnig gera rannsóknir á slagæðast-
íflum án þess að beita æðaþræ-
ðingu og eftir að sjúklingurinn er
farinn úr tækinu má kalla myndirn-
ar fram, stækka þær og minnka og
líta á þær frá öðru sjónarhorni, þ.e.
hronrétt á sneiðarnar.
Myndir úr tölvusneiðmyndatæk-
inu rná nú með nýju geislaáætlun-
arkerfi spítalans nýta til út-
reikninga á geislaskömmtum en
það kerfi leysir útreikninga sent
eðlisfræðingur þarf marga vinnu-
daga tif á ntinna en einni klukku-
stund.
-Á1
Svavar á
belnni líhu
í Þjóð-
vfljanum
Bein lína verður til Svavars
Gestssonar n.k. þriðjudag og
veröur Svavar við símann hér
á Þjóðviljanum frá kl. 17- 19.
Svarar hann spurningunt
þeirra sem hringja. Svörin
verða birt (ásamt spurning-
um) í blaðinu í næstu viku.
Síminn er 8 13 33.
-AI
FYRIRLESTUR
Samstarf iðnfyrirtækja
og hönnuða
Þriðjudaginn 12. október kl. 16.30 mun danski hönnuðurinn
Jakob Jensen halda fyrirlestur í Kristalsal Hótels Loftleiða.
Mun fyrirlesturinn fjalla um samstarf iðnfyrirtækja og
hönnuða.
Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við Samkeppni um
iðnhönnun, sem Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis
heldur í tilefni af 50 ára afmæli sparisjóðsins.
Fyrirlesturinn er öllum opinn, meðan húsrúm leyfir.
Sparisjóður Reykjavíkur -
og nágrennis
Hjartaskurðlækningar hérlendis?
í fjárlagafrumvarpinu, sem lagt verður fyrir alþingi á mánudag er
tillaga frá heilbrigðisráðuneyti um að á næsta ári heljist undirbúningur að
Nýtt fyrirtæki,
Farskip h.f.:
Hefur
rekstur
farþega-
skips
næsta
sumar
Eimskipafélag íslands h.f. og
Hafskips h.f. hafa samcinast um
stofnun nýs fyrirtækis, Farskip h.f.
til að annast útgerð bílfcrju og
farþegaskips milli Reykjavíkur,
Bretlands, Þýskalands frá og með
næsta sumri. Fyrirtækin höfðu sitt
í hvoru lagi verið að þreyfa fyrir sér
um rekstur svona skips, en ákváðu
af hagkvæmnisástæðum að vinna
saman.
Einar Hermannsson, sem ráðinn
hefur verið framkvæmdarstjóri
Farskips h.f. sagði í samtali við
Þjóðviljann að skipið sem ákveðið
hefur verið að kaupa væri eitt af
skipum Silja-linen fyrirtækisins
finnska sem er eitt af stærstu
bílferju- og farþegaflutn-
inga-skipafélögum heims. Skipið
er 10 ára gamalt, byggt í Frakk-
landi.
Skip Silja-linen fyrirfækisins er
kunn fyrir hversu véí búin og glæsi-
leg þau eru. Aðbúnaöur farþega,
sem geta verið 450 í ferð, er ein-
staklega góður og mikið við að vera
fyrir farþega um borð.
Gert er ráð fyrir að ferðir frá Is-
landi verði einu sinni í viku yfir
sumartfmann.
-S.dór
-_ i
Bankamenn
samþykktu
Bankamenn samþykktu í gær
samning þann við bankana sem var
undirritaður nieð venjulegum
fyrirvara 24. september. Á kjör-
skrá voru 2621, atkvæði greiddu
2215 og samþykktir voru 1822 eða
82,2%.
Norræn
ráðsteina
um full-
orðins-
fræðslu
Fullorðinsfræðsla er viðfangs-
efni norrænar ráðstefnu sem haldin
er um þessa helgi á vegur norrænu
menningármálaskrifstofunnaf. Til
ráðstefnunnar ííefur verið boðið
starfsmönnum stjórnvalda, stofn-
ana og samtaka sem vinna að full-
orðinsfræðslu á Norðurlöndum.
Ráðstefnan sem haldin er að
Borgartúni 6 í Reykjavík hefst í
dag kl. 9 með ávarpi Ingvars Gísla-
sonar menntamálaráðherra. Á rá-
ðstefnunni verða lagðar fram
skýrslur um stöðu fullorðinsfræ-
ðslu á Norðurlöndum. Þrír aðalfyr-
irlestrar eru í höndum Johan Eng-
elhardt fræslustjóra í Danmörku,
Kim Mörch Jacobsen lektors í Sví-
þjóð og Britten Kallerud ráðu-
nauts í Noregi. í hópumræðum
verður rætt um hugsanlegar lausnir
á vandamálum fullorðinsfræðslu í
hverju landi og um sameiginleg
viðfangsefni Norðurlanda í því
samhengi. Ráðstefnunni lýkur nk.
sunnudag.
-óg-