Þjóðviljinn - 09.10.1982, Page 31
Helgin 9.-10. október 1982 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 31
Óvissa um opinberar verðhækkanir:
„Ábyrgð stjórnvalda
mikíT
Könnun Verðlags-
stofnunar sýnir að
miklar verðhækkanir
hafa skollið yfir,
✓
segir Asmundur
Stefánsson
„Sú könnun sem Verðlagsstofnun
hefur nú gert sýnir svo ekki verður
um villst að verðhækkanir hafa
skollið yfír með miklum hraða að
undanförnu. Ef við lítum fram til
verðupptöku vegna vísitöluút-
reiknings í byrjun nóvember er sý-
unt að niðurstöður hennar munu
ráðast af því hvaða afstöðu stjórn-
völd taka til hækkana á verði opin-
berrar þjónustu á næstu vikum.”
Þetta sagði Ásmundur Stefáns-
son forseti ASÍ í samtali við blaðið í
gær í tilefni þeirrar samþykktar
sem miðstjórn ASÍ hefur gert um
verðhækkanir þar sem stjórnvöld
eru hvött til aðhalds I verðhækkun-
um á opinberri þjónustu og minnt á
að verkalýðshreyfingin hafi áskilið
Ásmundur Stefánsson: Miklu
skiptir hvaða afstöðu stjórnvöld
taka til hækkunarbeiðna opinberra
aðila á næstunni.
ser allan rétt til uppsagnar samn-
inga í kjölfar setningar bráða-
birgðalaganna.
„Ábyrgð stjórnvalda í þessum
efnum hlýtur að vera meiri en
nokkru sinni fyrr", sagði Ásrnund-
ur, „á sania tíma og þau ætlast til
skerðingar á verðbótum almennra
launamanna 1. desember n.k.”.
í lok september kannaði Verð-
lagsstofnun verðhækkanir á nokk-
rum liðum vöru og þjónustu frá 1.
ágúst. Þar var um að ræða mat-
vöru, drykkjarvöru, hreinlæti-
svöru. bensín og ýmsa þjónustu.
sem samanlagt vega rúmlega fjórð-
ungi af heildarupphæð framfærslu-
vísitölu. Vegin hækkun þeirra frá
1. ágúst til loka september reyndist
vera nærri 19%. í niðurstöðum
könnunarinnar segir m.a. að gera
megi ráð fyrir að nær allar verð-
hækkanir séu komnar fram á verði
innlendrar iðnframleiðslu en óvíst
sé um innflutta vöru sent breytist
eftir þróun gengis. Þá segir að ýms-
ir liðir innlendrar þjónustu hafi
hækkað minna en meðal hækkun á
þeim vörum sem könnunin náði til
eða í samræmi við launahækkun 1.
september síðstliðin. Þessvegna
megi gera ráð fyrir að hækkun
framfærsluvísitölu á tímabilinu ág-
úst - nóvember verði minni en 18-
19%. Óvíst sé hinsvegar hvaðopin-
ber þjónusta rnuni hækka mikið
um mánaðarmótin næstu, og það
er einmitt sú óvissa sem nriðstjórn
ASí beinir spjótum að.
- ekh
Daggjöld eða bein framlög til sjúkrastofnana?
Bein framlög
mun betri
segir Sigurður
Þórðarson,
deildarstjóri í fjár-
málaráðuneytinu
„Ég teldi skynsamlegast að öllum
sjúkrastofnunum í landinu yrði út-
hlutað beinum framlögum úr ríkis-
sjóði og ég andmæli því sem firru
lað með því sé verið að svipta þessar
istofnanir sjálfræði”, sagði Sigurð-
ur Þórðarson deildarstjóri í fjár-
málaráðuneytinu þegar Þjóðviljinn
innti hann álits á málinu.
„Ég hef mjög lengi verið hlynn-
tur beinni fjármögnun sjúkrastofn-
ana vegna þess einfaldlega að dag-
gjaldakerfið er meingallað og
þjónar alls ekki tilgangi sínum. 7
fyrsta lagi er það útgjaldahvetjandi
því það fylgir ekki sveiflum í rck-
fiIL________
Sigurður Þórðarson: Daggjalda-
kerfið hefur ekki reynst heppilegt
og ég tel að stefna eigi að beinum
framlögum til sjúkrastofnana.
strinum og tilhneigingin er sú að
daggjöldin haldist í hámarki enda
þótt tilkostnaðúr lækki. Ég get
nefnt sem dæmi að vegna hjúkrun-
arfræðingaskorts í Vestmanna-
eyjum og á Borgarspítalanum hef-
ur þurft að fækka innlögnum en
það hefur ekki leitt til lækkunar á
heildarupphæð daggjaldanna",
sagði Sigurður ennfremur.
„I öðru lagi átti daggjaldakerfið
að verka í þá átt að innlagningar-
dagar sjúklinga yrðu færri. Þetta
hefur því míður ekki gerst og það
er staðreynd að sjúklingar liggja
lengur á daggjaldastofnunum held-
ur en á ríkisspítölunum".
„Þegar breytingin var gerð á rek-
stri ríkisspítalanna 1977 frá dag-
gjaldakerfi yfir í föst framlög
ríkissjóðs, var stefnt að því að efla
innri stjórn sjúkrahúsanna og það
h^fur tekist. Rekstur þeirra er betri
og það er mun meira eftirlit með
öllum rekstri og kostnaðarþáttum.
Þetta hefur hins vegar ekki tekist
með daggjaldastofnanirnar því
eins og rannsókn sem nýlega fór
fram leiðir í ljós, fylgja daggjöldin
ekki nógu vel kostnaði. Daggjalda-
nefnd á í miklum erfiðleikum með
að fá nauðsynlegar upplýsingar um
raunveruleg rekstrarumsvif til þess
að ákveða daggjöld þannig að
rekstur verði í jafnvægi", sagði Sig-
urður Þórðarson, deildarstjóri í
fjármálaráðuneytinu, að lokurn.
Ferðakostnaður eða rógur
Þjóðviljanum hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ferðaskrif-
stofunni Utsýn vegna lesendabréfs, sem birtist í Þjóðviljanum sl. mi-
ðvikudag.
Vegna lesendabréfs í Þjóðvilj-
anum hinn 6. þ.m. „Eru íslenzkir
ferðamenn rændir?" óskar
Ferðaskrifstofan Útsýn birtingar
á eftirfarandi:
„Ferðalangur" sá, er skýlir sér
bak við nafnleynd í rógskrifum
sínum, ber fram slíkar blekkingar
að furðu sætir að dagblað skuli
birta, án þess að kynna sér nrála-
vöxtu. Umræddur „ferðalangur"
gerði ekki viðskipti sín við Útsýn,
svo vandséð er. hvers vegna hon-
um eru viðskipti Útsýnar svo
hugleikin. Öllum er væntanlega
Ijóst, að raunhæfur verðsaman-
burður ferðalaga er oft mjög
hæpinn og langsóttur. þar eð um
misjöfn fargjöld er að ræða og
ólíka gististaði í mismunandi
gæðaflokkum óg samkvæmt því
misdýrir.
Verðlag leiguflugsferða er t.d.
mun lægra en áætlunarflugs, en
„ferðalangurinn" mun liafa keypt
leiguflugsferð á svokölluðum
„standby" afslætti frá Kaup-
mannahöfn, en farþegar Útsýnar
ferðuðust í áætlunarflugi til
London og þaðan áfram í áætlun-
arflugi til Portúgals. Verð ferðar-
innar var kr. 13.800 á mann í 3
vikur með gistingu í fyrsta flokks
íbúðum í Portúgal og 2 nóttum til
viðbótar á einu af eftirsóttustu
hótelum Lundúna og fararstjórn
allar leiðina í 23 daga. Verðiö
hækkaði um 35% vegna gengis-
breytinga, eða kr. 4.830 en hefði
átt að hækka um 41% til þess að
fullri hækkun vegna gengissigs og
gengisfellingar væri mætt. Ekki
færu margir íslendingár suður í
sólina árlega með því að stóla á
að komast á apex-fargjaldi sem
gæti svo passað við „standby" af-
sláttarferðir frá Kaupmannahöfn
eða einhverjum öðrum stað í út-
löndum.
Portúgalsferð Útsýnar var hin
ánægjulegasta, og fullvíst er, að
enginn tapaði á henni nema
Ferðaskrifstofan Útsýn er inn-
heimti um 2.000 minna en sem
svaraði útlögðum kostnað. Til
frekari santanburðar má geta
þess, að fullt fargjald frá Lissa-
bon kostar nú kr. 20.754, en 12 -
30 daga fargjald kr. 12.315,00.
Eins og sjá má af þessu eru for-
sendur þær, er „ferðalangurinn"
gefur sér fyrir útreikningi sínum
alrangar. Það vekur til umhugs-
unar um, undan hvers rifjum slík
bréf eru runnin, þegar veizt er að
fyrirtæki, sem er leiðandi í lágum
fargjöldum á þennan hátt, sem
hér er gert. Fyllst ástæða er til að
láta viðkomandi sæta ábyrgð
samkvæmt lögum fyrir slíka at-
lögu. Virðingarfyllst,
Ferðaskrifstofan UTSÝN.
RIKISSPITALARNIR
lausar stödur
LANDSPITALINN
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast nú þeg-
ar eöa eftir samkomulagi viö Barnaspítala
Hringsins á almennar deildir og á vökudeild í
fullt starf eöa hlutastarf,
Fastar næturvaktir koma til greina.
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast á blóö-
skilunardeild. Eingöngu dagvinna.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á lyf-
lækningadeild 2 og 4.
Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkr-
unarforstjóri Landspítalans í síma 29000.
MEINATÆKNIR óskast á rannsóknadeild
Landspítalans.
Upplýsingar veitir deildarmeinatæknir blóð-
meinafræöideildar í síma 29000.
KLEPPSSPÍTALI
HJÚKRUNARFRAMKVÆMDASTJÓRI
óskast til afleysinga við Kleppsspítala.
Umsóknir er greini nám og fyrri störf sendist
stjórnarnefnd ríkisspítalannafyrir 10. nóvem-
ber n.k.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma
38160.
FÉLAGSRÁÐGJAFI óskast viö félagsráð-
gjafadeild Kleppsspítalans. Umsóknir er
greini menntun og fyrri störf sendist stjórnar-
nefnd ríkisspítalanna fyrir 10. nóvember n.k.
Uppýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi í síma
29000 (631)'
SJÚKRALIÐAR óskast viö ýmsar deildir
Kleppsspítalans.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma
38160.
STARFSMAÐUR óskast á deild 2 og á deild
13.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma
38160.
Reykjavík, 10. október 1982,
RÍKISSPÍT ALARNIR
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför eiginnjanns mins,
föður, tengdaföður og afa,
Engilberts Óskarssonar
fyrrverandi bílstjóra.
Sigríður Helgadóttir
Ingibjörg Engilbertsdóttir
Gísli Krogh Pétursson
Bryndís Krogh Gísladóttir
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi
Stefán lllugason Hjaltalín
Stigahlíð 14
veröur jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 11. októ-
ber kl. 13.30.
Marsibil Bernharðsdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn.
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
María Bára Frímannsdóttir
verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
laugardaginn 9. okt. kl. 14.00.
Alfred Georg Alfredsson
börn, tengdabörn og barnabörn