Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 2
2 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Heigin 13.-14. nóvember 1982 5000 króna vöruúttekt í verðlaun Nú hefst ný lota í áskrifendaget- raun Þjóðviljans og verður hún fjóra sunnudaga í röð, en að þeim loknum geta menn sent inn lausnir. Verð- launin að þessu sinn er vöruúttekt fyrir 5000 krónur í heimabyggð þess sem þau hlýtur. Getur þar bæði verið um að velja hátíðarmatinn og annað, en úttektin verðurekki bundin við eina verslun. Eins og fyrr verður spurt úr fréttum Þjóðviljans dagana á undan. í Geldinganesi b á Miklatúni c á örfirisey Hvar er áhugi á að nýtt álver rlsi? Atvinnumálanefnd Reykjavíkur hefur lýst áhuga á því að kannaðir veröi möguleikar á að álver eða annar orkufrekur iðnaður rísi í Reykja- vlk. Hvar? a laun ekki útborguö á réttum tíma b fjársvelti Námsgagn- astofnunar c réttindalausum kennurum Hverju mótmæltu kennarar? Kennarar mótmæltu: Jón Baldvin Vilmundur Kjartan a Jón Baldvin Hanni- balsson náöi naum- lega kjöri í fram- kvæmdastjórn flokksins b Vilmundur Gylfason tapaöi naumlega kosningu í varafor- mannsembætti c Helmingur þingfull- trúasathjáerKjartan Jóhannsson var kjör- inn formaöur flokks- Átök urðu á flokksþingi krata í Reykjavík. Mikið verðfall varð á þorskblokk á Banda- ríkjamarkaði b Súr, morknuö og ormétin skreiö var endursend frá Italíu c Svfar vilja ekki kaupa saltsíld Þorskblokk Skreið Sfld Fiskframleiðendur urðu fyrir áfalli. a Campomanes frá Fil- ippseyjum b .Guðmundur G. Þór- 5 arinsson frá Islandi c ' Kortsnoj frá Sviss Campomanes Gubmundur Kortsnoj Nýr forseti FIDE var kjörinn. Hver er hann? Hver verður lygalaupur mánaðarins? Hér kemur önnur lygasaga nóvembermánaðar og keppir höfundurinn um nafnbótina lygalaupur mánaðarins. Og enn er fólk beðið að setjast niður og segja eina góða lygasögu á pappír, helst þó ekki lengri en 1-2 vélrituð blöð. Fólk má skrifa undir dulnefni en rétta nafnið verður þó aö fylgja með. Sendið Þjóðviljanum, Síðumúla 6, Rvík, c/o Guðjón Friðriksson, trún- aðarmál. Og höfundur sögunnar að þessu sinni nefnir sig Absid invidia. Lygasaga Svo er sagt að tveir menn séu ófrýnilegastir í heimi og muni þeir ætla að steypa heiminum og muni gera það bráðun. Eftir það verður of seint að skrifa söguna af þessu þeirra ógeðslega athæfi og verður að gera það nú þegar, því stutt er til stefnu. Þá er fyrst að segja að þessi dusilmenni eiga sér ofboðsfælu af ljótum vopnum sem hvert fyrir sig mundi megna að myrða allan heiminn, gera hvern líkamskropp að dauðyfli, fletta ózónhjúpnum af, láta blása niðdimma nótt við hverju auga, áður sjáandi, láta upp koma ógnarlega emjan og gól um allan hnöttinn, síðan þagni það gól og verði ekki neinn hávaði ofanjarðar úr því. Illmennin vilja ekki deyja sjálf, til þess þykjast þau of góð og ger- ist nú nokkuð sem engan hefði grunað, þeir tala saman í síma við rúmstokkinn og koma sér saman umað láta smíða sér eitt geimskip báðurn sem farið geti um himin- hvolfin (alheimsgeiminn) með þeim hraða sem doktor Albert Einstein taldi geimskip geta farið með mestum, mjög er það nærri því að vera hraði ljóssins. Af samtali þeirra svo gagnmerku hlaust síðan smíði aldarinnar, smíði geimskips sem flytja skyldi þá báða saman til Grænfoldu, en það er ágæt reikistjarna langt úti í geim. Ferjan var síðan fermd varningi og skyldi hafa hann til ferðarinnar, ekkert mátti vanta, ekki einu sinni stúlkur og átti að eiga börn með þeim ef Grænfolda fyndist, en ekki treystu þeir sér til að gera það .sjálfir, svo af sér gengnir sem þeir voru af margvís- legu amstri sem fylgir því að stjórna stórum löndum, gamlir að auki, höfðu af því sagnir að stúlkur gætu átt börn með eng- um, eða draug upp úr mold, eða trekkvindinum eða heilögum anda. Héldu þetta mundi duga. Karlmenn náðu þeir sér í líka og voru allir nóbelsverðlaunahafar, einnig tölvumeistarar, sátu saman og töluðu en stúlkurnar hafðar í byrgi fyrir aftan og gefið brauð og epli og þurfti þá engan drykk. Enn eitt. Dólgarnir tveir voru búnir að koma sér upp dólgi sem átti að vera þeim herlögregla og böðull og hræðslugjafi á ferðalaginu og það var dólgur sem sagði sex, blár sem hel og digur sem naut, gat kyrkt þá báða sinn í hvorri greip. Tölvumaður sem þeir treystu var fenginn til að hafa hemil á hon- um. Sú fyrirætlun brást. Dagurinn mikli rann upp blár og heiður sem dagur getur orðið, sól á Iofti fögur og geislandi og stigu nú dólgarnir upp í með föru- neyti, höfðu með sér eldspýtur til að bera logandi að kveikjuþræði þeim sem hafa skyldi til að kveikja í sprengunni sem síðan geri það bál sem ekkert stenst og ekkert lifi af. Kveiktu svo í og sjá: rauður loginn brann. Stigu svo upp í og læstu á eftir sér og voru þá allir komnir inn og burt þaut ferjan sem ferðast skyldi í hundr- að þúsund ár eða lengur án þess nokkur maður sem í henni sat, eltist neitt. Tölvumennirnir stunduðu hver sitt verk. Og allt féll í ljúfa löð, nema ekki hræði- legi dólgurinn: hann var gneypur. Hugsaði sitt ráð. Og þegar ótal ár voru liðin og Grænfolda kom í ljós, þetta fyrir- heitna land og allir farnir að hlakka til að fara þangað ofan, láta geimskipið lenda þar sem þeir tölvumeistararnir kölluðu Boccarossa, til sinna ráða, tók og kyrkti hvern af öðrum í greip sinni, tvo í senn og dóu þeir, ætl- aði sér svo stúlkurnar, hefði aldrei náð þeim því stúlkur kunna ráð við öllu, seinast tóku þeir dólgana tvo sem kveiktu í jörðinni með eldspýtu, ætlaði aldrei að takast því þeir voru líf- seigir eins og Skrattinn eða Rasp- utin, hafðist samt af. Þá gerðist það sem hann gat ekki grunað svo heimskan dólg: geimflaugin sprakk, því tölvu- meistararnir voru allir dauðir. A bupp. Absid invidia.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.