Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 12
12 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.-Í4. nóvember 1982 Björn Þorsteinsson prófessor: Haraldur-Matthíasson og Kristín Ólafsdóttir, kona hans, hafa undanfarin 6 ár farið krossferð um landið gegn vantrú á Landnámu. Þau hafa Iesið þessa bók um upp- haf íslendinga saman við staðhætti, sem um er fjallað íhverju héraði og skilað tveggja binda verki um Landið og Landnámu. í viðtali við Morgunblaðið 10. okt. sl. segir Haraldur að rannsóknir þeirra hjóna hafi leitt í ljós, „að staðþekk- ing Landnámuhöfunda hafi verið ótrúlega mikil“. Því miður hlýtur þessi staðhæfing ekki stuðning í Landinu og Landnámu. Höfundar Landnámu hafa aldrei þótt miklir landfræðingar og hnattstöðulýsing- ar þeirra oft heldur flausturslegar og ósamkvæmar. Landnáma ér grundvallarrit stórbændaveldisins íslenska, frábær samtíningur sagna og örnefna og til orðinn í nokkrum gerðum á um 200 ára tímabili, 12. Einar Anrórsson gerði á kortin, sem fylgdu útgáfu hans, en Jakob lætur nöfn landnámsmanna nægja á kortin í sinni útgáfu en staðsetur landnámin ekki nánar. Landa- merkin hjá Haraldi eru að tals- verðu leyti tilbúningur hans og eiga sér ntisjafna eða enga stoð í texta Landnámabókanna, enda vafasamt að sumar söguhetjurnar, sem hann fjallar um, hafi nokkru f sinni verið til. í Landnámu segir að „Hvamm- Þórir nam land milli Laxár og Foss- árog bjó íHvammi" við Hvalfjörð. Fáum línum áður segir að „Val- þjófur, son Örlygs hins gamla á Esjubergi, nam Kjós alla og bjó á Meðalfelli". Hér stangast textinn á við sjálfan sig, því að Kjósin er beggja vegna Laxár. „Er því líklegt að hann hafi numið báðum megin ár allt niður að Bugðu, en Þórir til Laxár neðan hennar“ segir Haraldur. (LL.88) - Landnámamörkin hafa m.ö.o. legið einhvern veginn öðruvísi en Landnáma segir. Haraldur er ofsatrúarmaður á texta Landnámu, en verður þó að viðurkenna að þess finnist dæmi að landnámslýsingar séu ekki í sam- ræmi við staðháttu (LL.107). Kol- beinn klakkhöfði „keypti lönd öll millum Kaldár og Hítarár fyrir neðan Sandbrekku og bjó á Kol- beinsstöðum", segir í Landnámu. Kolbeinsstaðir standa ekki milii Kaldár og Hítarár, heldur talsvert utar undir Kolbeinsstaðafjalli. Slíkar „staðfræðiskekkjur" við alfaraleið hafa valdið Landnámu- lesendum efasemdum um virðingu höfundar eða höfundanna fyrir staðfræðinni í bókinni, nema Har- Landið og Landnáma og 13. öld. Bændahöfðingjar voru misjafnlega ánægðir með verkiðp sumum þótti hlutur ættar sinnar ekki nógu mikill í þeim gerðum, sæm þeir tóku að erfðum frá forver- um sínum í landinu og aðrir vildu gæða það kristnum boðskap eða , þótti kóngum borin of illa sagan og létu semja nýjar gerðir af bókinni. Höfundar Landnámu voru að festa á bókfell sagnir og skáldskap um 'upphaf byggðar og stórbændaætta, en landamerkjalýsingar létu þeir oft sitja á hakanum; og eflaust af því að þeir þekktu þær ekki. Landnáma er nokkrar bækur og til okkar komin í handritum frá 14. og 17. öld. Þær hafa allar sameigin- legan kjarna, en honum fylgja ým- iss konar íaukar og viðbætur. Rit- arar og útgefendur hafa glímt við það um aldir að steypa textum þeirra saman, og hefur útkoman ávallt orðið nýjar Landnámu- gerðir. Þær síðustu og handhæg- ustu með kortum yfir landnámin eru Landnámabók íslands, sent Einar Arnórsson gaf út fyrir Helga- fell 1948, og íslendingabók og Landnámabók, sem Jakob Bene- diktsson gaf út á vegum Hins ís- lenska fornritafélags 1968. Útgáfa Einars hefur m,a, sér til ágætis handhæga atriða- og hlutaskrá um skip og hauga, orsakir landnáms- ins, ágæti landnámsmanna, selfarir þeirra, virki, þrældóm o.m.a. Út- gáfa Jakobs flytur hins vegar ræki- legastan texta allra gerða ritsins og greinarbesta umfjöllun um Landnámu og sögu hennar. Að yrkja í eyðurnar Rit þeirra Haralds Matthías- sonar er skrá yfir 415 landnáms- menn, landnám þeirra og bústaði. Hann birtir aðeins þá hluta Land- námu, sem fjalla um sjálft land- námið og staðfræði þess, en mann- fræði og atburðasögum er flestum sleppt. Landabréfin, sem fylgja rit- inu, eru hin sömu og í útgáfu Jak- obs, en dregin eru á þau mörk landnámanna á svipaðan hátt og aldi Matthíassyni. Hann virðist trúa því að „skekkjurnar" séu ekki höfundum Landnámu að kenna, heldur sé þar um slysni að ræða eða afritaraglöp (LL.141). Hann virð- ist trúa því að hann geti rakið slóð landnemanna og markað þeim bása í landslaginu eftir hyggjuviti sínu. I Landnámu segir; „Ráðormur og Jólgeir bræður... námu land milli Þjórsárog Rangár. Ráðormur eignaðist land fyrir austan Rauða- læk og bjó í Vetleifsholti... Jólgeir eignaðist land fyrir utan Rauðalæk og til Steinslækjar; hann bjó á Jól- geirsstöðum". Haraldur telur sennilegt að niðurmörk „að landnámi Jólgeirs hafi náð niður að Hrútsvatni“ (LL.452), en vatnið hefur líklega ekki orðið til fyrr en á 18 öld. Lík- leg efri mörk liggja milli Holtamanna- og Landmanna- hreppps um Hjallaneslæk, en Har- aldi þóknast að hnika þeim niður að efstu drögum Rauðalækjar og Steinslækjar. Landnáma sýnir að höfundar hennar vissu lítið um landnámið, og texti hennar er oft lítið annað en mannsnafn dregið af örnefni. „Þorgeir hét maður, er nam Þorgeirsfjörð og Hvalvatnsfjörð", Geirólfur, er braut skip sitt við Geirólfsgnúp. Hann bjó þar síðan undir Gnúpinum að ráði Bjarnar" (Skjalda-Bjarnar; Í.L. 197) „Hallvarður súgandi var í orustu móti Haraldi konungi í Hafurs- firði. Hann fór af þeim ófriði til íslands og nam Súgandafjörð og Skálavík til Stiga og - bjó þar“ (Í.L.186) Margt er um slíkar eyðufyllingar í Landnámu, og enginn er nokkru nær, þótt Haraldur auki við þær hugleiðingum um stærð og mörk landnámanna. Hvers vegna Landnámu? Hver sem fjallar um Landnámu, verður að gera sér einhverja grein fyrir því, hvers konar samsetning þar er um að ræða. Haraldur segir; „Hún er skrá um byggingu lands- ins“ (LL.484). „Ekki verður full- yrt, hvort skrásetjendur hafa búið til landnámsmenn til að fylla í eyður. Þó virðist líklegt að þeir hafi ekki gengið lengra en svo, að þeir -hafi skráð landnámsfrásagnir, allar sent fáanlegar voru, þótt sumar kunni að hafa verið hæpnar, en ekki gengið lengra; annars er lík- legt, að þeir hefðu ekki látið það henda sig að skilja eftir stórar . eyður í landnámslýsingunni“ (LL.42). Landnáma segir ekki frá landnámi á innra hluta Skaga- strandar og í Breiðuvík á Snæ- fellsnesi, en veitir flatbotnaða fræðslu um byggingu margra ann- arra héraða, eins og áður segir. Hvatirnar til ritunar landnámu telur Haraldur: 1. Þjóðarmetnað; íslenskir höfðingjar vildu geta sannað að þeir væru ekki komnir af „þrælum og illmennum", heldur af göfugu fólki; 2. - ættvísi og fróðleiksfýsn um upphaf sitt. - Við þetta hafa aðrir viljað bæta beinum pólitískum hvötum. Landnáma átti að styrkja yfirdrottn- un ákveðinna ætta í ákveðnum Ritdómur um rit Haralds Matthías- sonar og Kristínar r Olafsdóttur héruðum, en bregður á örnefnaleik í öðrum. Það er í sjálfu sér athyglis- vert, en Haraldur gefur því engan gaum. Mönnum kemur yfirleitt saman um að frumdrög Landnámu séu til orðin um 1100 eða snemma á 12. öld, en um þær mundir var hér unn- ið mikið skipulagsstarf. Þá var gert fasteignamat um allt land, og mönnum gert að greiða tíund og biskupsstóll stofnaður í Skálholti og síðar á Flólum, en kirkjustaðir í héruðum. Á biskupsstólunum risu höfuðstaðir fésýslu og skipulags, sem spennti yfir allt landið Bisk- upar þurftu að vita hvaða tekjur guldust að héruðum og þekkja byggðir landsins. Bókhaldið hefur líklega orðið svo umfangsmikið að Gissur ísleifsson í Skálholti hefur ekki ráðið við það og orðið að stofna annan biskupsstól á Hólum til þess að koma sæmilegri skikkan á fjármálastjórnina. Biskuparnir ferðuðust um landið eins og Har- aldur Matthíasson, en báðum láðist víst að leggja leið sína fyrir Skaga; þar er eyða í Landnámu. Mönnum hefur dottið í hug að Ari fróði sem talinn er einn af frumhöf- undum Landnámu, hafi verið einn af meðreiðarsveinum Gissurar biskups á vísitasíuferðum hans um landið. Það eru engin tíðindi að Landnámuhöfundar hafi þekkt landið. Menn voru ferðaglaðir á miðöldum, en það hlýtur ávallt að vekja furðu, hvað þeir vissu lítið um landnámið og voru skeytingar- lausir um staðfræðina. Samkvæmt frásögnum Land- námu virðast ýmsir landnámsmenn hafa verið miljónamæringar á skemmtisiglingu. Skip voru dýr tæki þá eins og nú og kostuðu mik- ið fé. Létu þeir skipin fúna í naustum, þegar hingað kom, eða sigldu þeir þeim með grjót sem kjölfestu út aftur, því að ekki hafa þeir átt neina iðnaðarvöru til útflutnings fyrstu áratugina eftir landnámið? Voru stundaðar fólks- og gripa- flutningar til landsins? Ef svo hefur verið, hvaða kost- um sættu þeir, sem komu á þriðja farrými á flutningaskipum, hjá þeim sem fyrir voru í landinu? Hvað réð bústaðavali landnáms- manna? Hvernig skipulögðu þeir land- námið? Með hvaða kjörum voru þræla- kot eins og Vífilsstaðir leigð? Stunduðu menn útgerð í ver- stöðvum eins og Vestmannaeyjum og á Breiðafjarðareyjum, meðan fátt búfé var í landinu? Ótal spurningar leita svars, þeg- ar hugleitt er upphaf mannlífs í landinu, og svör við þeim fást hvorki í Landnámu né á hlaupum eftir skugganum sínum um byggð- ir, heldur með fornleifa- og vist- fræðirannsóknum. Landnáma hefur gert okkur ís- lendinga heimska og skilningssljóa á fortíðina. Hún lætur sem hún sé opinberunarrit um uppruna þjóð- arinnar, en virðist samin í hálf- gerðu bríaríi og öðrum þræði sem ferðahandbók handa föruneyti biskupa á flandri þeirra um landið Nöfn og landslag markorð og vett- vangur ímyndaðrar og raunveru- legrar sögu mæta augum ferða- mannsins eins og sérstök ráðstöfun almættisins; allt grúfir á sínum stað frá upphafi vega. Helgafell í sveitinni sinni er og verður hið sagnhelga fell, sem enginn má líta óþveginn, þótt nafnfræði nútímans sanni að' öll önnur Helgafell séu aðeins heilleg og sérstæð hrúgöld eftir eldgang á ísöld, eins og Þór- hallur Vilntundarson benti á, þegar hann stundaði landnámsmannavíg með örnefnaskýringum á fjölda- fundum á 7,tug aldarinnar. Land- náma er sagnasafn og ævintýra eins og Gamla testamentið, og hún gerði skáldskapinn að festingu á ís- lensku sögusviði á 12. öld. Eflaust er talsvert af sæmilega öruggri mannfræði í Landnámu, þegar rak- ið er til landnámsmanna; menn hafa kunnað ættir sínar í 5. eða 6. lið á 12. öld, ef á þurfti að halda, en framættir landnámsmanna til land- vætta og hálftrölla í Noregi eru diktur eins og helgisagnir um elt- ingaleik víkinga við leiðarhnoð af ætt öndvegissúlna. Fornar farand- sagnir um gu,ðlega leiðsögn og tvo brautryðjendur, þar sem annar er drepinn, benda til þess að menn hafi ekki vitað eða viljað vita mjög margt um landnámið, þegar þeir tóku að skrifa Landnámu, heldur verið sjálfumglaðir sveitamenn. Ætlaði Ingólfur að stofna Atlants- hafsbandalag? Rit Haralds er skreytt í bak og fyrir með mynd sem á að sýna Ing- ólf landnámsmann bisa við önd- vegissúlu. Höfundur segir: „Ekk- ert er undarlegt við það, að sá sem fyrstur allra er að setjast að í óbyggðu landi, vilji fela það for- sjón guðanna að velja bústað" (LL.80) Þess finnast engin dæmi að víkingar hafi fali guðum að velja herfræðilega staði í einhverju landi, sem þeir girntust; til þeirra hluta treystu þeir aðeins sjálfum sér, en þeir voru miklir skipu- leggjendur, borgarsmiðir og kaupstaðai Sögnin um Ingólf, sem sigldi hingað fyrstur úr Noregi og nam land utan Ölfusár og sunnan Hval- fjarðar, er merkileg, ef öndvegis- súlna og þrælaævintýrum sleppir. Landnáma segir að Herjólfur héti fóstbróðir Ingólfs og frændi. Hann nam Hafnahrepp og bjó líklega í Vogi. Sonarsonur hans og nafni á að hafa búið á Drepstokki eða Rekstokki á Eyrum, en hann sigldi til Grænlands með Eiríki rauða og byggði á Herjólfsnesi. Hann var faðir sæfarans mikla Bjarna Herj- ólfssonar, sem fann meginland Norður-Ameríku. Hér virðist tæpt á sögu um einhverjar mestu sjó- hetjur og ævintýramenn allra tíma, menn sem dreymdi um að stofna imperium, sjóveldi við Norður- Atlantshaf, eins konar Atlants- hafsbandalag. Þeir lögðu undir sig helstu verslunarhafnirnar á íslandi og Grænlandi; vaðmál og tannvara

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.